Tíminn - 12.02.1960, Side 1

Tíminn - 12.02.1960, Side 1
BlaStnu bætast stöðugt nýir kaupendur á degi hverjum. u 44. árgangur — 34. tbl. Fylglit meS breytlngunnl á bleðlnu, hringlð i sima 1 23 23 og gerizt áskrif. endur. : Föstudagur 12. febrúar 1960. Andmæla að- gerðum ríkis- stjórnarinnar í gær barst blaðinu eftirfarandi fundar'samþykikt: Almennur sveitarfundur í Skútu staðahreppi, haldinn í Skjól- brekku 4. febr. 1960, mótmælir harðlega fyrirhuguðum efnahags- aðgerðum rikiss'tjórnarinnar, en í þeim felst yfir 100% gengislækk- un, aukinn söluskattur svo skipt- ir hundruðum milljóna, hækkun vaxta o.s.frv. Fundurinn lítur svo á, að þar sem framleiðsla þjóðar innar hefur aldrei verið meiri, sem er afleiðing aukinnar tækni og framfara, hefði ha-gur bænda, verkamanna, sjómanna og alls vinnandi fólks átt að geta batnað ertórlega. Með þessum fyrirhuguðu efnahagsaðgerðum verða kjör al- mennings hins vegar svo freklega skert, að varla eru dæmi til. Fund urinn álítur enn fremur að sú 'skerðing á kaupgetu almennings í bæjunum, sem af aðgerðum þess um leiðir, muni óhjákvæmilega draga verulega ur kaupum land- búnaðarframleiðsiu, og bitna ráð stafanir þessar því margfaldlega á stétt bænda. (Framháld á 3. síðu). Þessi mynd var tekin í gær í flokksherbergi Framsóknarflokksins í Alþingishúsinu. Sýnir hún hluta af þingflokknum sem þar hefur komið saman til skrafs og ráðagerða um þau afdrifaríku mál, sem nú liggja fyrir Alþingi. Ljósm: KM. Afstaða Framsóknarflokksins: Efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar verði fellt með rökstuddri dagskrá I staðinn verði neínd, skipuð fulltrúum allra bing- flokka, látin vinna að réttlátari lausn Efnahagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinnar var til 2. umr. í neðri deild Alþingis í gær. Fram komu þrjú nefndarálit frá fjárhagsnefnd. Framsóknarmenn skiluðu sér nefndaráliti og hafði Skúli Guðmundsson framsögu. Deildi hann harðlega á stefnu ríkisstjórnarinnar og er birtur útdx-áttur úr ræðu hans á bls. 7. — Skúli taldi að unnt væri að leysa þann vanda, sem nú er við að glíma og minni væri en oftast áður, á réttlátari og hagkvæmari hátt. Las Skúli síðan upp dagskrártillögu þá er Framsóknarmenn flytja og er hún svohlióðandi: „Þar sem deildin lítur svo á, að þjóðarnauðsyn sé, að unnið verði að skipan efna- hagsmálanna með sem víðtækustu samstarfi, álvktar hún að beina bví til ríkisstjórnar- innar að skipa nú þegar átta manna nefnd — tvo frá hverjum þingflokki eftir tilnefn- ingu þeirra — og verð? verkefni nefndarinnar: 1. Að gera tillögur og leggja þær fram á þessu þingi — innan þriggja vikna — um ráðstafanir, er miðist við að halda verðbólgunni í skefjum og atvinnulífinu í fullum gangi. 2. Að starfa milli þinga á þessu ári og hafa tilbúnar fyrir næsta reglulegt alþingi heildartillögur um skipan efnahagsmálanna. Og með skírskotun til þess, er að framan segir, tekur deildin fyrir næsta mál. r- r Fyrirspurn LIU til færeysku sendi- nefndarinnar ber engan árangur Skeytinu ekki svarað enn þá Hinn 5 febr. hafði Tíminn það eftir Friðrik Hansen, landsþingsmanni Færeyja er var einn þerra þriggja nefrxd- armanna. sem hingað komu frá Færeyium til þess að reyna að komast að samkomu- lagi um kaup og kjör fær- eyskra sjómanna í íslenzka ílotanum. að markmið nefnd- arinnar hsfði verið að tryggja færeyskum sjómönnum sömu kjör og þeir nytu i heima- (Framhald á 3. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.