Tíminn - 12.02.1960, Side 2

Tíminn - 12.02.1960, Side 2
2 i TÍMINN, föstudaginn 12. febrúar 1960. Hafdfs á sigllngu inn f höfnina f Vestmannaeyjum. Fréttir frá landsbyggðinni Er þaft friSunin ? Hólmavík, 8. febr. — ViB Hólm- vikingar teljum okkur mega vera ánægða meg aflabrögðin hér í vetur, þó að þau þyki kannske ekki stórkostleg miðað við það sem bezt geiizt annars' staðar. En hér hafa þau ek'ki verið jafn góð um mörg undanfarin ár. Hafa bát- . arnir komizt upp í 14 þús. pund í róðri. Vera má ag áhrifa friðunar- innar sé farið að gæta og verður það þá vonandi í auknum mæli eftirleiðis. Atvinna er af þessum sökum með mesta móti og fátt fólk hefur leitað burtu. H.S. Kirkjukóramót Miðfelli, 8. febr. — Töluvert fé- ekki hvað sízt þakka það ung- ekki hva ðsízt þakka þag ung- mennafélaginu. Nýlega er afstað- ið á vegum þess grímuball, sem haldið var í félagsheLmilinu á Flúðum. Var það ágæt skemmtun og verðlaun veitt fyiir beztu bún- inga. Þá eru og haldnir taflfundir og spilakvöld. Kirkjukórar hér austan fjalls hafa í undirbúningi að halda söng mót seinnipartinn í maiz. For- göngu um þag hafa að þessu sinni kórar úr uppsveitum Árnessýslu. Eru æfingar undir mótig að ein- hverju leyti byrjaðar og mun Sig urður Ágústsson í Birtingaholti sjá um þær að nokkru, a.m.k. — Fjórtán kórar eru nú í samband- inu. S.G. Símabilanir Blönduósi, 9. febr. — Ofsalegt flóð hljóp í Blöndu um síðustu helgi. Ruddist hún upp á bakkana hjá Æsustöðum og braut þar í for- dæðuskap sínum 8 símastaura. Þá brotnuðu 3 símastaurar vestan Hnausahvíslar í Þingi og 1 vestan við Miðbjarðarbrú. Hér er auð jörð og ágætis veð ur. Reytingsafli er á Skagaströnd. Fá bátarnir 5—8 tonn í róðri. S.A. Nýtt bifreitSaverkstaeSi Selfos'si, 8. febr. — Bifreiðaverk- stæðið Stefnir á Selfossi hefur flutt í ný húsakynni við Austur- veg. Meiningin er ag reka þar bif- reiðaviðgerðir, viðgerðir á drátt- arvélum og öðium landbúnaðar- verkfærum, ásamt verzlun með varahluti í vélar. Hið nýja verk- stæðishús er 240 fermetrar að stærð og hið vistlegasta. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Haraldur Bachmann en stjórnar- formaður Snorri Árnason. T.G. Ágætar gæftir Þorlákshöfn, 8. febr. — Afli hefur verið sæmilegur hér að undan- förnu og gæftir ágætar oftastnær í vetur, þó að landlega sé að sönnu í dag. Héðan róa 8 bátar. Aflahæstur er nú Friðrik Sigurðs son með 132 tonn, Þorlákur ann ar með 116 tonn og Páll Jónsson með 107 tonn. Á.B. Allir vegir færir nema Oddsskarft Eskifirði, 5. febr. — Indælisveð- ur er hér og alautt. Allir vegir eru færir nema Oddsskarð. Tveir bátar róa héðan og eru í útilegu. Þeir öfluðu 6'æmilega í janúar en nokkur fiskitregða er upp á síð- kastið. Aflinn er frystur og salt- aður. Atvinna má ekki minni vera. Nokkuð veiddist af síld hér í sum ar. Töluvert af henni fór út í haust, en við hitt, um 600 tunnur, er verið að vinna núna. Á.J. Bátur væmtanlegur frá Danmörku Stykkis'hólmi, 8. febr. — Héðan róa 4 bátar en afli er fremur treg ur. Hefur hann yfirleitt verið 4— 6 lestir í róðri miðað við fisk upp úr sjó. Má því segja að fremur sé dauft yfir atvinnulífinu og hef- ur ríkt hálfg'ert vandræðaástand í þeim efnum síðan um áramót. Ef fiskirí verður sæmilegt má búast við að betur horfi þegar kemur fram á vetrarvertíðina, því von er þá á tveimur bátum hingað til við bótar. Annar þeirra er raunar héðan en er haldið út frá Grund arfirði nú á vetraivertíðinni Hinn er nýr, smíðaður í Danm., 70 lestir að stærð og er eigandi hans Þórsnes h.f., en kaupfélagið er hluthafi í því félagi. KBG Góíur sumarauki Stykkishólmi, 8. febr. — Jarðýta er nú að vinna hér í Helgafells- sveitinni og hefur svo verið síðan um áramót. Mun það vera sjald- gæft á þessum_ tíma ái's ef ekki einsdæmi hér. Ýtan hefur verið að ryðja út uppmokstri úr 6'kurðum. Þegar því er lokið hefur jarðýtu- stjórinn, sem er Ingólfur Hannes son, hugsað sér að hefja plæging- ar, ef ekki spillist tíð. Klaki er s'áralítill í jörð, aðeins þunn skel. Þykir mönnum það að vonum góð- ur gumarauki að geta unnið að jarðýtustörfum á þorra. KBG Námsstyrkur Borgarstjórinn í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til náms- dvalar við háskólann þar í borg næsta vetur. Um þennan styrk geta sótt all ir stúdentar, sem hafa stundað hásikó'Ianám a.m.k. tvö miss'eri i guðfræði, lögfræði, hagfræði, iæknisfræði, málvísindum, nátt- úruvísindum, heimspeki, sagn- fræði og landbúnaðarvísindum. — Tekið er fram, að vegna þrengsla er aðgangur takmarkaður að námi í lyfjafræði, 6ýklafræði og efnafræði. Umsækj endur verða að hafa nægilega kunnáttu í þýzkri tungu. Styrkurinn nemur 2500 mör'k- um til dvalar í Kiel frá 1. okt. 1960 til 31. júlí 1961, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Ef styrkhafi óskar eftir því með nægum fyrirvara, verður honum komið fyrir í stúdentagarði, þar sem greidd eru um 130 mörk mánuði fyrir faéði og húsnæði. Styrkhafi s'kal vera kominn ti'l háskólans ekki síðar en 15. okt. 1960, til undirbúnings undir nám ið, en kennsla hefst 1. nóv. Umsóknir um 6'tyrk þennan skal senda skrifstofu Háskóla fslands eigi síðar en 1. maí n.k. — Æs'ki legt er ag nám.svottorð og með- mæli fylgi umsóknum. Hafdís sprakk og sökk i gærmorgun Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, brann m.b. Haf- dís, eign Helga Benónýssonar, útgerðarmanns í Vestmanna- eyjum, í Grindavíkursjó í fyrradag, eftir að eldur kom upp í vélarúmi bátsins. Varð engum vörnum við komið og yfirgá'fu skipverjar bátinn, sex að tölu. Þeir biðu í gúmmíbát eftir að Flóakiettur kæmi á vettvang og komu með honum til Grindavíkur seint í fyrrakvöld. Báturinn stóð svo í björtu báli í fyrrinótt, og sögðu sjómenn á þessum s'lóðum, ag lýst hefði af honum eins og logandi kyndli. Þegar leið á nóttina varð Hafdís alelda stafna á milli. Skipverjar á Hilmi voru þá í námunda við skipið. Allt í einu kvað við mikil sprenging í Hafdísi og skömmu síðar seig báturinn í djúpið. Hafdis var nýkomin frá Noi'egi, þar sem fram höfðu farig gagn- gerðar endurbætur á bátnum. Var báturinn endurbyggður að mestu. Hafdís var 80 lestir að stærð. Hún var gei'ð út frá Hafnarfirði i vetur. Breyttu skóla í slysavarnaskýli Eins og mörgum er kunn- ugt hefur byggð dregizt mjög saman á norðanverðum Vest- fiörðum, Sléttuhreppur er fyrir nokkrum árum allur í auðn, og í haust fór Reykja- fjörður á Ströndum 1 eyði. Gamlir og ungir íbúar Sléttu- hrepps hafa myndað með 6'ér átt- hagafélag í Reykjavik, og koma íbúar hreppsins sem búsettir eru á í.safirði og Hnífsdal árlega sam an til þorrabLóts á ísafiiði. — Á þorrablóti í fyrra kom fram sú tillaga, að gefa slysavarnadeildinni á ísafirði minningargjöf um þá mör'gu sjómenn sem fórust frá Að'alvík 1915 og 1924. SkólahúsiS Átthagafélag Sléttuhrepps í Rvík hafði fengið umráðarétt yfir barna skólanum að Sæbóli, og var hafizt handa um að útbúa skólann sem slysavarnaskýli í Aðalvík. Leitað var samskota meðal Sléttuhrepp- inga á ísafirði og Hnífsdal, og söfnuðust 6140 kr., og var því varið til endurbóta á skólanum. f sumar voru súðir settar á skól ann, og smíðaðir hlerar fyrir glugga, og skólinn málaður innan. Á Þverdalsgrundum í Aðalvík var gamallt og lítið skýli, sem var alveg úr sér gengið, og nú voru föt, matvæli og eidunaráhöld flutt þaðan í skólann og bætt við það sem á vantað'i. Afhentu skólann Forgöngu í málinu hér höfðu frúrnar Steinunn Jakobsdóttir og Guðný Sveinsdóttir. Vinnu við skólann gáfu þeir Ingimar Guð- mundsson frá Þverdal og Jón Magnússon frá Stað og kona Jóns Margrét Magnúsdóttir. Á fundi í kvennadeild Slysavarnarfél. ísa- fjarðar 29. jan., afhenti frú Stein un Jakobsdóttir f.h. Átthagafélags ins í Reykjaví'k og söfnunarnefnd arinnar á ísafirði, slysavarnar- deildinni skólann til afnota sem s'lysavarnaskýli í Aðalvík, ásamt peningagjöf sem var eftinsföðvar af söfnuninni. Átthagafélagið í Reykjavík mun næsta sumar gefa fullkomna tal- stöð í skýlið. — Önnur slysavarna skýli í Sléttuhreppi eru að Sléttu í Jokulfjörðum, Atlastöðum og Höfn í Hornafirði. GS. Framsóknarvist Næsta Framsóknarvistarsam- koma FramsóknarmaniM í Rvík verður n.k. fimmtudagskvöld 18. þ.m. í Framsóknarhúsinu. Þeir Egill Bjarnason og Þráinn Valdi marsson h.afa lofað að sjá um að mikið verði sungið. Og Vigfús hefur ennþá látið undan áskor unum að stjórna þessari Fram- sóknarvist. Þag er varla að efa að þetta verður fjörug og fjölsótt sam- koma. Þátttakcndur ættu fremur fyrr en seinna að tryggja sér aðgöngumiða í sínia 16066 eða 19613. Stjórnmála- námskeiðið Næsti fundur stjórnmála- rámskeiðsíns verður í Fram- sóknarhúsinu í kvöld kl. 8,30. Umræðuefni: Er þegnskylduvinna heppileg leið til að leysa úr manneklu islenzka fiskiskipaflotans? Framsögumenn: Skúli Sigur- grímsson og Guðmundur Þórð arson. Flokksstarfiö í bænum Félagið Framherji heldur fund i Framsóknarhúsinu uppi n.k. sunnudag kl. 2. 1. Þórarinn Þórarinsson alþm. ræðir um stjórnmála- viðhorfið. — 2. Félagsmál. Aljir Framsóknarmenn innan launþegasamtakanna eru velkomnir á fundinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.