Tíminn - 12.02.1960, Page 8
8
T í MIN N, föstudaginn 12. febrúar 1960.
List Jóhaninesar Kjarvals vekur mikla athygli
erleindis — en þó aíJeins metJal þeirra manna,
sem kynna sér hana vel og leggja sig fram um
þaU. Ei’nn þeirra erlendu listfra*(Jingas sem þetta
hefur gert, cg komitJ hingatJ til Iands og kynnzt
Kjarval, er Ivar Modéer, prófessor í norrænum
málum vi(J Uppsalaháskóla, gagnmerkur maÖur
og ritfær vel. Hann hefur nýlega ritatJ alllanga
grein um Kjarval, og hefur hún birzt í nokkrum
sænskum og dönskum blötSum og tímaritum. Rétt
þykir atJ gefa íslenzkum lesendum kost á aÖ
ky'nnast, hverjum augum hann sér Kjarval og
list hans, og er hún því birt hér. Einnig er rétt
atJ geta þess, aÖ höfundur styÖst í senn vítJ eig-
in kynni og þatJ, sem atJrir hafa ritatS hér á
landi um Kjarval.
Kjarva! á fvíf.vtisaldri.
Á námsárum sínum í Kaup-
mannahöfn s'krifaði Jóhannes
Sveinsson Kjarval skáldverk í 12
kapitulum. Það var um ungan
mann, sem braut skipið sitt og
lenti í sjóhrakningum, efnið sem
sé sótt í sjómannslífið, en Jóhann-
es hóf lífsba ’áttuna sem sjómaður.
Eftir skipreikann fór þó unga
manninum að ganga betur, þar
sem hann fann „eilífðarstein", sem
að honum iátnum komst í hendur
síúlku einnar, sem lesaranum var
Ivar Modéer, prófessor:
„náttura
raunar þegar kunn úr fyrsta kapi-
tula þessa þróttmikla skáldverks.
Upp og nitJur stiga
Unga skáldið gekk frá einum
bókaútgefanda til annars með
þetta verk sitt, sem ritað var á
dönsku. Enginn fékkst til að
prenta það. Kjarval, sem nú er 73
ára gamall — hann fæddist í af-
skekktri byggð á íslandi 1885 —
segir frá því með gáska, hvernig
bann gekk upp og niður stiga for-
lagshúsa í kongsins Kaupmanna-
höfn, Ánægja hans af að segja frá
þessu atvi'ki á scr sjálfsagt að ein
hverju leyti rætur í löngun hans
til að segja frá örlögum sínum, í
þessu tilviki frá hinum misjöfnu
æskuárum, en að hinu leytinu
stafar hún vafalaust frá skilningi
hans á því hversu skjótt skipast
högum manna. Nú myndi enginn
útgefandi — að minnsta kosti ekki
á íslandi, því bókalandi. neita að
gefa út verk hans. Því fer fjarri,
að Kjarval hafi sjálfur beðið skip-
brot, þvert a móti hefur hann sem
hstamaður fundið „eilífðarstein
inn“.
Ritverk Kjarvals eru ekki mikil
að vöxtum. Hluti þeirra liggur á
borðinu fynr framan mig. Þau
anga af litum og terpintínu úr
vinnustofu hans, bera sterk ein-
kenni af pensilmeðferð hans. Káp-
an er teiknuð af meistaranum
sjálfum. Sem gott dæmi nefni ég
kápusíðuna af Hvalsögunni, sem
kom út 1956. Jafnframt hvölunum
þrem, sem blása ferlega, ber þar
niikið á rauðum og grænum rák-
um og krumsprangi, sern meistar-
inn er vanur að vefja utan um
blómin fögru, sem vaxa á íslenzku
heiðunum.
Náttúran hefur andlit
Stórvirki sitt hefur Kjarval unn-
ið sem málari. Listamanns skyn
hans er samgróið íslandi, enda
þótt frægð hans sé alþjóðleg, hann
er í sannleika framúrskarandi
listamaður, hinn mikli meistari ís-
lenzkra landslagsmálverka.
Mannamyndir Kjarvals eru
minnst þekktar. Þó hefur hann
skapað nokkrar „portratstudier",
sem eru athyglisverðar. Sumar
þeirra er að finna j útgáfu Helga-
fells 1950 á verkum málarans.
Eftir því sem Kjarval hefur sagt
ntér, telur hann ekki svo mikinn
ntun á því að mála landslag og
fólk. Náttúran hefur nefnilega í
hans augurr. ,,andlit“. og mannleg-
a- línur sér hann alls staðar í
kringum sig í steinum. hrauni,
fiöllum og hliðum. Fyrir Kjarval
er náttúran að meira eða minna
leyti gædd lifi og sál og þau mörgu
andlit og mannslíkamir, sem finna
má í landslagsmálverkum hans,
kunna að eiga rót sína að rekja til
þessa meira eða minna meðvitaða
skilnings listamannsins.
. Hann telur það að vísu nokkurn
óKost að mála verður mannamynd-
ír að mestu innanhúss. Sjálfur
þrífst hann bezt úti. En séu dyrnar
opnaðar upp á gátt og þakglugg-
inn sömuleiðis, svo að ferskt loft
biæs í gegnui* hinn stóra vinnusal,
þá getur verið að hann gleymi því,
að hann standi ekki uppi á mið'ri
Mosfellsheiði og tekur í ákafa að
sýsla við pensla sína og liti.
Að áliti Kjarvals á andlitsmynd
ekki að vera nákvæm líking held-
ur „karakterisering". Það er í sam-
ræmi við bessa skoðun hans á and-
Ltsmyndum, að hann segir eftir-
farandi orð. sem eru mjög athyglis-
verð: „Maður ætti ekki að taka
listina of alvarlega, til þess er hún
alltof alvarlegur hlutur“.
Mjög verulegu. hluti af verkum
Kjarvals er það sem kalla má
. fantasíur“ eða ævintýrahug-
yndir.
Kona og harpa
í þessum málverkum málar hann
ekki neitt sem augað hefur bein-
i linis séð heldur form og mótív.
| lætur pensil og hugarflug sitt
i reika í frjálsum leik um léreftið,
I en oft er þó einhver traustur veru-
leiki sem undirstaða. Ég skal
nefna 4 dæmi um slík verk. öll frá
einu og sama safni Kjarvalsmynda
í einstaklingseign í Reykjavík. Á
einu þeirra er liggjandi kvenmað-
ur og harpa. sem svífur í loftinu
fyrir ofan, aðalatriðin. Harpan er
annars eitt af því. sem einkennir
list Kjarvals. Það er hrein nautn
að skoða þessa mynd, hina þægi-
legu ljósu hti og gáskafullu formH
Og áhuginn minnkar ekki við þá
vtneskju, að málarinn skapaði lita-
samsetninguna með þvi að bera á
léreftið bemt úr túbunni. Tvö önn-
ur verk má kalla „Draum Jakobs“
og „Fjallræðuna“. Það er ekki oft
að Kjarval tekur sér yrkisefni úr
biblíunni, en hér hafa orðið til
stórmerkileg verk. f „Fjallræð-
unni“ situr söfnuðurinn á snös fyr-
ir ofan ströndina og hlustar, en