Tíminn - 12.02.1960, Qupperneq 14

Tíminn - 12.02.1960, Qupperneq 14
14 T f MIN N, föstudaginn 12. febrúar 1960. og fór 1 humátt á eftir hon- um til þess a5 hlera, hvað þeim færi á milli, Marteini og þessari áfjáðu kvenper- sónu, sem hafði hálf-ógnað honum ti'l þess að leita uppi húsbónda sinn og fá hann á tal við sig. Stóð hann nú á gægjum og sá, að Marteini hnykkti mjög við þegar hann sá, hver kvenmaðurinn var, sem beið hans. Lagði hann við hlustirnar sem bezt hann mátti og heyrði' kveðju þeirra, ef kveðju skyldi kalia. — Guð minn góður! heyrði hann að Marteinn sagði í und arlega óskýrum málrómi eins og hann sypi hveljur. — Ert þú — lifandi? Kvenmaðurinn hló lágt við og sagði: — Og þér þykir ekkert vænt um að sjá mig? Þú hefur hald ið að ég væri dauð — eða hvað? — Og þú syrgir mig þá svona!! Hún brá hendihni bak við eyrað, eins og hún væri að hlusta eftir hljóðfæraslættin um, sem ómaði um allt húsið. —. Við getum ekki talazt við hérna, heyrði Tómas húsbónda sinn segja og sá, að hann skimaði allt i kring um sig og gekk um hliðardyr nokkrar út úr húsinu með þennan einkennilega gest sér við hlið. Tómas reikaði um anddyr- ið og stigann í þrjá klukku- tíma og það var komið.undir dögun og allir gestirnir farn ir þegar hann sá loks hvar húsbóndi hans kom inn aftur náföíur og illa til reika. Tóm as veitti þessu eftirtekt og festi það í huga sér ásamt öðru fleiru, sem fyrir hann hafði borið þetta kvöld, og grunaði þá sízt, að þessir at burðir gætu orðið til þess, a koma húsbónda sínum allt að fangelsisdyrunum. Þegar Rósamunda varð vör við fjarveru manns síns, hélt hún fyrst að hann hefði geng ið inn í borðsalinn með ein- hverjum gesti sínum, en þeg ar hún loks sá sér færi á að komast þangað og fá sér hress ingu, þá sá hún Martein hvergi. Eftir því sem lengra leið án þess að hún kæmi auga á hann, fór hún að hugsa hvort honum mundi hafa orðið snögglega i'llt, og ekki viljað segja henni frá því, til þess að spilla ekki' veizlugleðinni. Guy sá að systir hans var að skima allt í kring um sig, eins og hún væri að leita að ein- hverjum, og gekk til hennar og spurði hana, hvort hann gæti verið henni hjálplegur. — á, ef þú vilt gera svo vel, svaraði hún fegin. — Eg hef hvergi komið auga á Martein nú um langan tima, og hélt að hann væri kannske í borð salnum, en svo gekk ég þang að og sá að hann var þar ekki. Eg hélt þá, að hann hefði gengið eitthvað annað, en ég hef hvergi orðið hans vör. Þó hef ég verið að svipast um eftir honum. Guy fór að stríða henni á því, að hann sæti sjálfsagt í gróðurhúsinu á tali við ein- hverja blómarósina, og gerði þessi' ertni hans ekki annað, en auka angist Rósamundu. En þegar Guy sá, að systir hans tók sér þetta svo nærri þá bjóst hann þegar að leita að mági sínum. Guy fann hann hvorki í dans-salnum, borðsalnum eða setustofunum. Gekk hann þá til svefnherbergis hans, og hélt að hann hefði kannske orðið eitthvað lasinn, en hvergi fann hann Martein. Hann fór þá að ympra á þessu við þjónana með mestu hægð, en það virtist svo sem enginn þeirra hefði séð hann æði lengi', enda þagði Tómas yfir komu hinnar ókunnu konu. Guy sá nú samt sem áð ur, að hann varð að hafa ein hver ráð til að friða Rósa- mundu, því að annars mundi hún láta hugfallast, og þá ekki geta gegnt húsmóður- skyldum sínum. Hann sagði henni' þá, eins og hann raun ar sjálfur hélt að væri, að Marteini hefði orðið ómótt af hitasvækjunni, og hefðl þess vegna gengið út sér ti'l hressingar, en kæmi undir eins aftur og þetta liði frá. En loks leið að þeim tíma að gestunum þótti' mál komið að fara að búast til burtfar- ar, og varð Sir Ralph þá að 34 kom í stað húsbóndans, og kveðja þá ásamt dóttur sinni. Hafði hann orð á því, að tengdasonur sinn hefði ör- magnast af hitanum og legið við yfirliði, og bæði hann þá innilega afsökunar á fjarveru sinni. Rósamunda harkaði aðdá- unarlega af sér meðan gest- irnir kvöddu, en jafnskjótt og þeir voru allir farnir, vék hún sér að föður sínum og spurði, hverju þetta sætti um fjar- veru manns síns, því að hún sá glöggt, að hér var ekki allt með feldu. Guy sagði henni þá, að hann vissi ekkert hvernig á þessu stæði, en reyndi samt að draga úr ang ist hennar eins og honum var unnt, með því að segja henni að Marteini hafi líklega orð ið óglatt af hitanum og þess vegna gengið út undir bert loft, en dvalið þar lengur en hann hafði ætlað sér. — Ekki finnst mér það trú legt eða líkt Marteini, svar- aði' hún efablandin. Buðust þeir feðgar þá til að bíða hjá henni þar til Marteinn kæmi aftur, en ekki vildi hún þi'ggja það. — Þú ert orðinn dauðþreytt ur, faðir minn, sagði hún svo stillilega sem hún framast gat, — og Guy verður að fylgja þér heim þegar í stað. Þetta er sjálfsagt allt í góðu lagi með Martein, og líklegast eins og Guy var að geta til. Láttu mig vera eina, góði minn, og þá jafna ég mig strax aftur. Þeir yfirgáfu hana þá að þeir væru eki alls kostar á- nægðir með það, en þeim duld ist ekki, að hún vildi helzt vera ein um að taka á móti' Marteini, þegar hann kæmi aftur. En þegar hún var orðin ein, og gat gefið tilfinningum sín um lausan tauminn, þá varð henni fyrst ljóst hversu ang- istarfull hún var orðin. Hún skildi ekki' hvers vegna Mar teinn hafði þotið svona burtu frá sér án þess að nefna það við hana einu orði — henni fannst það svo ólíkt honum. Hvað gat hafa komið fyrir hann? Hún var að hugsa um þetta fram og aftur, og gera sér alls konar ímyndanir þang að til hana fór að verkja í höf uðið af öllu saman. Reis hún þá á fætur og dró gluggatjöldin til hliðar, og sá nú að dagur ljómaði í austri; bjóst hún við, að það yrði ein hver armæðudagur. Þá heyrði hún barið var hægt og hik- andi á dyrnar að svefnher- bergi hennar, og bjóst hún til að opna hurðina, þvi að hún vi'ssi að það mundi vera mað ur sinn og enginn annar — og þar stóð Marteinn náfölur og tekinn til augnanna. Rósamunda horfði á hann, og vissi um leið að nú voru sæludagar þeirra á enda. Hann horfði á hana aftur um stund, og fannst honum það vera hin þyngsta raun, sem hann hafði orðið að þola á allri sinni þyrnum stráðu ævibraut. Því næst leit hann af henni' og renndi augunum um herbergið — Þetta indæla og skrautlega herbergi, sem henni enn var ætlað, prýtt og fágað sem mest mátti verða, henni til yndisauka og á- nægju. Hann stundi þungt greip höndunum fyrir andlit sér, en ekki gekk þó Rósa- munda ti'l hans, því að það var eitthvað 1 svlp hans sem aftraði henni frá því, þó að henni væri ekki ljóst hvað það var. —Marteinn! sagði hún loks ins, Marteinn! Þegar hún nefndi nafn hans þá datt þeim báðum í hug, hvernig sem á því stóð, kvöld ið sem hún fann hann al- einan í húsinu, þegar hann var nýkominn aftur frá ítal- íu. — Ó, Rósamunda! hrópaði hann, ég vildi' að Guð gæfi að ég hefði aldrei séð þig, svo að ég hefði ekki þurft að leggja þennan kross á þig. Nú gekk Rósamunda til hans og stóð við hliðina á honum. — Hvernig geturðu farið að tala svona, Marteinn? spurði hún, eftir allar þær sælustund ir sem við höfum notið sam- an. Hann mændi' á hana hrygg um eftirþráaraugum eins og drukknandi maður mænir á strönd þá sem hann ekki fær náð. — Ó.elskan mín! elskan mín! veinaði hann og gekk út að glugganum, þar sem dagurinn sást færast á loft. Rósamunda riðaði við, þar sem hún stóð undir ofur- þunga þessarar óþekktu óham ingju, sem að þeim steðjaði. Hann tók þó ekki eftir því, en heyrði aðeins skrjáfa í kjól hennar um leið og hún hneig niður á stól hálf með vitundarlaus. — Segðu mér það Marbeinn — segðu mér það, því henni þótti allt betra en að vera í þessari óvissu. Þá sá hún að hann rétti úr sér eins og til undirbúnings og hóf hann svo mál sitt með lágum en þó skýrum rómi. — Eg verð að segja þér allt eins og það er frá byrjun, Rósamunda, mælti hann, og munt þú þá fá skilið raunir þær, sem ég hef bakað þér ó- viljandi. Þú svarar mér því .....gpöiió yöur Waup á .miili œargra. •veralaual OÖHUÖÖL ÁÓllUM oeuM! -Ausburstiseö, Framhaldssagan Charles Garvice: ÖLL ÉL BIRTIR UPP UM SÍÐIR EiRIKUR víðförli Töfra- sverðið 59 Winoah heyrir hófatak hests Eiríks og fer úr að glugga. Ónei, sonur hennar finnst ekki. Nvað með mirn- ina og úlfana í skóginum? Kuldinn mun gera út af við hann, segir hún kjökrandi við mann sinn. Reyndu aftur. Haltu áfram ferðinni til lands Bor Khan, Eiríkur. Hversu gjarna sem ég vildi, get ég ekk frestað förinni, segir Eiríkur, dapurlega. Konungur verður að víkja til hliðar persónulegum mál- efnum. Ef sverðið finnst ekki, mun það kosta þúsundir landa okkar lífið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.