Tíminn - 16.02.1960, Síða 7
TÍMINN. þrffijudagtnn 16. febrúar 1960.
7
Leggja á dauða hönd yfir alla nauðsynlega, eðli-
lega og réttláta framþróun og uppbyggingu í landinu
★
Hér fara á eftir stuttir kafl-
ar úr ræðu þeirri, er Halldór
Ásgrímsson flutti við 2 um-
ræðu efnahgasmálafrumvarps-
ins í neðri deild.
í upphafi ræ-ðunnar rakti Hail-
dór aðdraganda verðbólgunnar og
þess vanda, sean nú er við að
glíma í efnahagsmálum. Sjálfstæð
ismenn hleyptu verðbólgunni á
stað eftir peningaflóð stríðsár-
anna. Þá var taiað um „blessaða
verðbólguna" og Sjálfstæðismenn
héldu því þá fraim, að verðbólgan
væri tl blessunar vegna þess að
hún dreifði stríðsgróðanum út á
meðal fólksins og ef verðbólgan
'kæmist á hættuiegt stig, þá væri
hægt að ráða niðurlögum hennar
með einu „pennastriki1" eins og
Ólafur Thors orðaði það á sínum
táma og í etjórnartíð hans hækk
aði verðbólguvísitalan um 90 stig
á fáeinum mánuðum.
Verðbólgupúkinn
Það má því segja, að verðbólgu
púkinn hafi einlægt átt hauk í
homi þar sem Sjálfstæðisflokkur-
inn er. Hann hefur setið á fjós-
bitanum hjá þeirn og þrifizt vei.
Og fjósamaðurinn — formaður
flokks'ins, hæstv. núv. forsætisráð
herra virðist ekki hafa haft mik-
inn áhuga fyrir að rýia vel-
gengni hans.
Irsnlánsdeiidirnar
í 33. gr. er gert ráð fyrir, að
vald það, sem Seðlabankinn hefur
nú til að ákveða út- og innláns-
vexti banka og sparisjóða, skuli
fiamvegis einnig ná til innláns-
deilda kaupfélaganna. Raunhæft
er hér aðeins um að ræða íhlut-
un um innlánsvexti innlánsdeild-
ana, því þær reka ekki eina út-
lánastarfsemi. Um innlánsvexti í
kaupfélögunum segir svo í sam-
vinnulögunum: „Vextir af inneign
um félagsmanna, hvort heldur í
stofnsjóði eða innlánsdeild, ell-
egar viðskiptareikningi, skulu
elgi hærri en IV2 % ofan við inn-
lánsvexti í bönkum.“ Virðist hér
Dagskrá
Aíþingis í dag
Dagskrá efri deildar Alþingis
þriðjudaginn 16. febr. 1960 kl. 1,30
miðdegis:
Efnahagsmál, frv. — 1. umr.
Dagskrá neðri deildar Alþingis
þriðjudaginn 16. febrúar 1960 kl.
1,30 miðdegis:
Framleiðsluráð landbúnaðarins o.
fI., frumvarp — 2. umræða.
Kaflar úr ræðu Halldórs Ásgrímssonar við 2. umræðu
efnahagsmálafrumvarpsins
tfflæWunin að heímilt sé að láta
innstæðueigendur sjálfa njóta
nokkurs Muta af þeim hagnaði,
sem félagsstarfsemin hefur af inn
stæðum þessum samanborið við
að greiða bönkum útlánsvexti af
sömu upphæð. Öifá ka-upfélög
munu hafa notað sér þessa heim-
ild að vissu marki, en flest munu
hafa fylgt inn'lánsvöxtum bank-
anna.
Bundnar innstæður
Þá er í sömu grein þessa frum-
varps gert ráð fyrir þeirri breyt-
ingu á saimvinnulögunum, hvað
varðar ákvæðið um innlánsdeildir
kaupfélaganna, að hér eftir skuli
innlánsdeildirnar eiga bundnar
innstæður í Seðlabankaum, á
sama hátt og bankar og sparisjóðir.
Mun til þess ætlazt að þessu á-
kvæði verði nú þegar beitt og að
það verði á valdi ríkisstjórnar og
Seðlabanka hve hin bundna inn-
stæða skal á hverjum tíma vera
há. — í samvinnulögunum er
þetta ákvæði um innjánsdeildir
'kaupf élaganna: „Samvinnuf élög-
in hafa heimild tU að stofna og
starfrækja innlánsdeild er tekur
við innlögum frá félgsmönnum til
ávöxtunar sem rekstrarfé.“
Tvennt ólíkt
f greinargerð frv. er sagt að
réttlátt og eðlUegt þyki að ákvæð-
ið um að Seðlabankinn hafi vald
til að binda hluta af sparifjárinn
lögum banka og spaiisjóða, nái
einnig til innlánsdeilda kaupfé-
laganna. Hér er af furðulegri van
gá, eða öðru verra, tvennu ólíku
blandað saman. — Eðli og mark-
mift með sparifjárinnlögum i
banka og sparisjóði annais vegar
og innlögum í innlánsdeildir kaup
félaganna hins vegar, er í ýmsurr
veigamiklum atriðum tvennt ó
líkt. Sameiginlegt er að sparifjár
eigendur afhenda reiðufé sitt til
þeirrar innlagsstofnunar, sem þeir
bera gott traust til og sem greiðir
þeim, eftir settum reglum, hæstu
fáanlega innstæðuvexti, en þá
ik.lja leiðii'. — Innstæðueigand'
hjá banka og sparsjóði hefur ekk'
Irekar hagsmuna að gæta og eng
an íhlutunarrétt eða áhrif um
hvernig þessi stofnun notar féð
meðan það er í hennar vörzlu.
Markmiðiff með innlögum í inn
.ánsdeiidir kaupfélaganna er, sarr,
ívæmt ákvæðum samvinnulaganna
»i<eins eitt, það er að ávaxta spari
fé félagsmamw á þann hátt a.ð
nota það sem rekstursfé og þar
nieð í þágu sameiginlegrar starf-
seini hluta.ðeigandi félagssamtaka.
Þetta er eina markmiðið með inn
stæðufé á innlánsdeild og er kaup-
félaginu ólieimilt a'ð hafa þ,að til
útlána til Péturs og Páls á sama
hátt og bönkum og sparisjóðum.
Stuðningur við
samvinnurekstur
Samvinnufélagsmaður, sem legg-
iur sparifé sitt inn í innlánsdeild
Halldór Ásgrímsson
sínas kaupfélags veit fyrirfram
tl hvers féð verður notað. Hann
veit að hann fær eins háa vexti
og fást í bönkum pg spaffejóðum.
— Hann veit að með þvi að geyma
sparifé á þessum stað gerir hann
félagi sínu mögulegra en ella að
fullnægja kröfum og þörfum fé-
lagsimanna í viðskiptaiegu tilliti
og gerir sitt til að bæta rekstrar-
aðstöðu þsss. Og hann veit að á
þann hátt stuðlar hann að þvi að
hann njóti betri kjara og full-
komari þjónustu af hendi kaup
félags síns. — Hann veit að með
þessu leg'gur hann sinn skerf fram
til að efla og auka uppbygging-
una á félagssvæði sínu, sem kem-
■ur honum og fólögum hans til
góða á þann hátt, sem þeir óska
helzt. —
Kaupmaðurinn, heildsalinn og
eigandi í hlutafélagi má óátalið
hafa alla sína lausu fjármuni í
rekstri sinna fyrirtækj,a, en félag
ar í samvinnufélgi eiga ekki eftir
þetta að njóta sama réttar. Slíkt
misrétti er óþolandi og óþekkt í
lýðfrjálsu Iandi og ber vott um
blygðunarlausan fjandskap í garð
samvinnufélagann.a.
Að mínum dómi er ákvæði það
í 33. gr. frumv., eem varðar inn-
lánsdeildir kaupfélaganna átakan
legt dasimi um þann anda, sem
svífur yfir vötnunum í mörgum
atriðum þessa frv.
Það er fjármagnið undir geð-
þekkri stjórn íhaldsins, sem á að
ná yfirhöndinni (út um byggðir
landsins, eins og var á tímum sel-
stöðuvei'zlananna), en ekki sam-
tök fólksins.
Þá er einræðisandi frumvarps-
ins ekki síður athyglisverður og
má nefna sem dæmi að nú ætlar
ríkisstjórnin að taka sér einræði
um vaxtakjör og lánstíma í öllum
stofnlánasjóðum ríkisins og þar
með þverbrjóta allar reglur, sem í
þessu efni hafa gilt fr'á upphafi
að Alþingi eigi og geti þar eitt
um fjal'lað.
Þag er freistandi að minnast
á sitthvað fleira af einstökum at-
riðum t.d. þá aðferð, sem á við
að hafa í sambandi við að slíta
vísitöluna úr tengslum við kaup-
gjaldið og mun þag eýna sig að
s'lik vinnubrögð í jafn viðkvæmu
máli kunna ekki góðri lukku að
stýra.
Að bera fram svona efnahags-
frumvarp, að meginefni og anda
eru hrehiir ábyrgðarlausir glæfr-
ar. — f þessu formi virðist málið
dauðadæmt. Og hvar stendur þjóð
in þá á eftir, ef allt rennur strax
út í sandinn, eftir að hafa fellt
gengi ísL krónunnar jafn gífur-
lega og ráðgert er.
Heildarmynd af afleiðingum
þessa frv. ef samþykkt verður, er
að mínum dómi ófögur.
Það boðar skerðingu almennra
mannréttinga fyrir suma þegna
þjóðfélagsins.
Það boðar upphaf að Iöggjafar-
og valdaafsali af hálfu Alþingis, í
hendur ríkisstjórnrinnar.
Það boðar yfi'rleitt stóraukið
v.ald peningamannanna, og fjár-
magnsins í landiu.
Það boðar samdrátt atvinnuveg-
anna, minnkandi framleiðslu og
flutning atvinnutækjia yfir á hend
ur hinna fjársterku.
Það boðar afnám atvinnuþróun
ar síðari ára víðs vegar um land.
— Stöðvun á nýbýlamyndun og
hættu á eyðingu óuppbyggðra
jarða og það boðar yfirleitt stöðv-
un á vélvæðingu landbúnaðarins.
Það boðar atvinnuleysi með því
böli, sem þvi fylgir.
Það boðar að eignalitlir menn
geta tæplega framvegis komið sér
upp þaki yfir höfuðið og um leið
boðar það stóraukna hættu á að
fátækir menn missi nýbyggðar
íbúðir sínar og þær sem nú eru
í smíðum.
í FÁUM ORÐUM SAGT: Frum
varpið boðar EYÐINGAR-
STEFNU. Það er hin dauða
hönd, sem fólkið óttast að muni
leggjast yfir alla eðlilega, nauð
synlega og réttláta framþróun í
landinu.
tjórnin ætlar eng-
um sönsum að taka
Atkvæðagreiðslur eftir 2.
umræðu efnahagsmálafrum-
varpsins fóru fram á laugar-
dag. Frumvarpið var sam-
þykkt með lítilsháttar breyt-
ingum og vísað til 3 umræðu.
Nafnakall var haft um mikils-
verðustu greinar frumvarps-
ins svo og um breýtingartillög-
ur stjórnarandstæðinga Al-
þvðubandalagið studdi allar
breytingartillögur Framsókn-
armanna.
Breytingartillaga Framsóknar
manna um sérstakar bætur á
sniáfisk, tilteknar fisktegundir
og sumarveiddan fisk var felld
með 21 atkv. gegn 16.
Bifreiðaskatturinn
Breytingartillögur Framsókn
armana um að innflutnings-
gjald af leigubifreiðum og
læknabifreiðum skuli ekki
vera nema 60% af fob.-verði
í stað 135% og að jeppar og
vörubifreiðar skuli undan-
þiggja innflutningsgjaldi, var
felld með 21 atkv. gegn 16.
Breytingartill. um benzínskatt
inn, sem sagt er frá á forsíðu
blaðsins var einnig felld með
21:16.
Vísitalan
Tillagan um breytingu á á-
kvæðnm 23. crr. frnmv.. sem
kveffur á um afnám vísitölunn-
ar, var einnig felld. Breyting-
artillagan kvað á um að gr.
skyldi orðast svo: Ríkisstjórnin
vinni að því að koma á sam-
komulagi milli launþega og
framleiðenda um stöðvun víxl-
hækkana á milli kaupgjalds
og verðlags.
— Sjálfstæðismenn greiddu
allir atkvæði á móti tillögunni.
en í stefnuskrá Sjálfstæðis-
flokksins frá því í haust, var
kveðið á um þessi mál á sama
hátt og í breytingartillögu
Framsóknarmanna. Þessi breyt
ingartillaga Framsóknarmanna
naut einnig stuðnings Alþýðu-
bandalagsins, en tillagan var
felld með 21 gegn 15 — en einn
ereiddi ekki atkvæðj..