Tíminn - 17.03.1960, Qupperneq 3
TÍHINN, flmmtudaginn 17. marz 1960.
3
*
Æviskrá Vestur-Islend
inga kemur út í sumar
Áætlaí er, aí um 50 þúsund manns af íslenzkum
ættum sé vestanhafs
Árni Bjarnason bóksali frá
Akureyri ræddi við blaðamenn
í gær og skýrði þeim frá fyrir-
hugaðri útgáfu á Vestur-
íslenzkum æviskrám Hefur
hann ferðast um meginland
Norður-Ameríku þvert og
endilangt til að safna gögnum
um Vestur-íslendinga en þeir
munu vera um 50 þúsund að
tölu.
Fyrir tveimur árum var nefnd
sett á laggirnar í því skyni að efla
Verðhækk-
anirnar
Kandíssykur og púður-
sykur hafa nú hækkað í
verði. Fyrir verðhækkun
kostaði kílóið af púður-
sykri kr. 5,70, en kostar
nú lcr. 8,35. Kandíssykur
var seldur á kr. 10,00 pr.
kg„ en hefur nú hækkað
um kr. 4,90 og kostar
14,90.
Ný pest?
(Framh. af 1. síðu).
á Suðurlandi, beinir Búnaðar-
þing því til stjórnar Búnaðar-
félags íslands, að hún hlutist
til um við yfirdýralækni og-
Rannsóknarstofu Háskólans
við Barónsstíg, að sjúkdómur
þessi verði rannsakaður ýtar
lega og framleitt öruggt bólu
efni gegn honum, ef unnt er"
menningartengsl milli íslendinga
og þeirra sem vestanhafs búa og
eru af íslenzkum ættum.
í þeirri nefnd eiga sæti Hall-
grímur Haligrímsson ræðismaður,
sr. Benjamín Kristjánsson pró-
fastur, Steindór Steindórsson
menntaskólakennari, Egill Bjarna-
son auglýsingastjóri og Árni
Bjarnason bóksali.
Fer í haust
Árni hefur tvisvar farið til Am-
eríku til að safna upplýsingum í
æviskrárnar. Fór hann ásamt
sr. Benjamín og Gísla Ólafssyni
yfirlögregluþjóni og hlutu þeir
nokkurn styrk frá rikinu til farar-
innar.
í sumar er áætlað að komi út
fyrsta bindi af æviskránum og eru
þar rakin æviágrip um 800—1000
manna. Verður hún 500 síður í
stóru broti. En alls er áætlað að
komi út a. m. k. fimm bindi og
næsta bindi að miklu leyti tilbúið.
P’er Árni vestur í haust og heldur
áfram söfnun sinnL
Erfitt verk
Árni sagði blaðamönnum að
hann hefði fengið áhuga á Vestur-
íslendingum er hann las Brasilíu-
fara Jóhanns M. Bjarnasonar árið
L940, en Árni hefur gefið út marg-
ar bækur skáldsins. Hann sagðist
hafa hugsað sig tvisvar um áður en
hann hófst handa við útgáfu
vestur-íslenzku æviskránna, ef
hann hefði haft minnstu hugmynd
um hvílíkt erfiði það yrði. — En
hann kvaðst þó vona að þetta starf
yrði til þess að efla tengslin landa
á milli. Þá hefur Árni gengist fyr-
ir því að nokkrum merkum Ves'tur-
íslendingum yrði boðið heim til
íslands. Er von á Richardi Beck
prófessor í þeim erindum og síðar
meir mun vestur-íslenzk fegurðar-
dís sækja okkur heim, ungfrú
Heather Sigurdson.
Þessl mynd af þeim Guðmundi í. Guðmundssyni, utanríkisráSherra og
Hermannl Jónassyni, fyrrverandi forsætisráðherra, var tekin á Reykja-
vfkurflugveill þriSjudagskvöIdiS 15. þ. m., er þeir lögSu af stað með flug-
vél LoftleiSa i fyrsta áfangann á leiSinni tU Genfar-ráðstefnunnar.
Þúsund full-
írúar í Genf
Hafréttarráftstefnan hefst í dag og er ein sú
fjölsóttasta alþjó'ðará'ðstefna sem hefur
verið haldin
mál er nú fjallaS og talið að
torsótt muni að ná samkomu-
lagi, sem allir uni vel við, enda
koma ólíkir hagsmunir til
greina.
Á morgun, fimmtudag 17:
marz, verður sett önnur haf-
réttarráðstefna S.þ. í Genf.
Hin fyrri var haldin í marz—
apríl 1958 og þá tókst að af-
greiða öll mál, er fyrir lágu, nefndir frá nær 90 ríkjum. Er
nema víðáttu landhelgi tala fulltrúa °£ starfsmanna tal-
Til Genfar eru nú komnar sendi
fiskveiðilandhelgi. Um
Fylgjendur ofstækisstsefnanna
urðu að láta í minni pokann
Og
inn kringum 1 þús. og mun þetta
þau ’ vera ein sú stærsta, ef ekki allra
| f jölmennasta alþjóðaráðstefna,
j tsem nokkru sinni hefur verið hald
in.
Á almennum og fjölmenn-
um fundi háskólastúdenta í
íyrrakvöld var tekið til með-
ferðar frumvarp um breyting
á lögum um kosningar til
Stúdentaráðs. I stað hlutbund-
inna kosninga af listum póli-
tískra félaga skyldi taka upp
einstaklingskjör í deildum há-
skólans. Jafnframt skyldi
Stúdentaráð svipt valdi til að
gera samþykktir um pólitísk
mál og slíkum málum vísað til
almennra stúdentafunda
Frumvarp þetta hafði verið
vendilega undirbúið og marg yfir
farið'af kunnáttumönnum. — Þeg
ar ,sýnt þótti, að umræður myndu
standa fram á rauða nótt, 20 menn
á mælendaskrá og urmull breyt-
ingartillagna frarn kominn, þá
samþykkti fundurinn að loka mæl
endaskrá og skera niður umræður.
Tveir fundarstjórar voru á fund
inum, Bjarni Beinteinsson stud.
jur. og Ólafur Pálmason stud. mag.
Þeir, sem hatrammast börðust
gegn frumvarpinu, línukommúnist
ar og Heimdellingar, trylltust á
fundinum er þeim varð ljóst, að
þeir voru í miklum minnihluta.
Áttu kommúnistar nú eina rót
með Heimdellingum, en helztu
rök kommúnista gegn breyting-
unni voru þau, að íhaldsmenn
myndu græða á breytingunni, en
Heimdellingar höfðu þau rök helzt
fram að færa, að með breytingunni
væri kommúnistum færður pálm-
inn í hendur.
Andófsmenn gerðu nú hverja
tilraun eftir aðra til að tefja fund
inn, báru fram hverja dagskrár-
tillöguna eftir aðra og heimtuðu
skriflegar atkvæðagreiðslur, sem
voru mjög tafsamar vegna hins
mikla fjölda á fundinum. — Fund
arstjórar urðu ekki á eitt sáttir,
hvort verða ætti við þessum óraun
hæfu kröfum og fóru leikar þann-
ig, að fundurinn kaus sér einn
fundarstjóra, Ólaf Pálmason. —
Var nú liðið að miðnætti og sam-
þykkti fundurinn að ganga þegar
til atkvæða um frumvarpið og vísa
öllum breytingartillögum frá, þar
sem þær væru flestar marklausar
orðalagsbeytingar eða algerlega út
í hött. Gengu nú Heimdellingar
og kommúnistar af fundinum
særðir en sáttir og samúðarfullir
hvorir með öðrum. Var síðan geng
ið til atkvæða um frumvarpið og
það samþykkt nær einróma með
213 atkvæðum gegn 5. Frumvarpið
vérður þó ekki að lögum nema það
sé samþykkt á öðrum fundi til og
að fjórðungur háskólastúðenta sé
mættur á þeim fundi. Sá fundur
verður annað kvöld kl. 9 og mun
ofstækisbandalag kommúnista og
Heimdellinga þá staðráðið í að
berjast til þrautar. — Þeir voru
í algerum minnihluta á þessum
fundi og sýndi fundurinn greini-
lega að stúdentar eru orðnir full-
saddir af pólitískum deilum innan
Stúdentaráðs og þeim dauða og
doða í félags- og hagsmunamálum
stúdenta, sem af pólitískum erjum
á þeim vettvangi hefur leitt.
Standi mánuð eða lengur
Búizt er við löngu stappi og mál
þófi á ráðstefnunni. Baktjalda-
makk og samningar cmilli einstakra
sendinefnda er þegar í fullum
gangi, að þvi er fregnir hafa
hermt undanfarna daga. Mun ráð-
stefnan naumast standa skemur
en einn mánuð, ef til vill lengur.
Bretar hafa nú algerlega gefið
3 mílna ákvæðið upp á bátinn.
Viðurkenna nú raunar 12 sjómílna
fiskveiðilandhelgi, en heimta rétt
til fiskveiða upp að 6 mílum fyrir
þær þjóðir, sem lengi hafi sótt
umrædd mið strandþjóðar.
Yfirleitt er það álit kunnugra,
að mesta hættan fyrir Breta nú
sé I því fólgin að ekkert sam-
komulag náist um alþjóðlega við
urkenningu á stærð fiskveiðiland
helffi. í norskum blöðum hefur
sú skoðun komið fram, að
óskertri 12 sjómílna fiskveiði-
landhelgi hafi vaxið fylgi síðustu
vikurnar. Kanadamenn hafa ver-
ið nokkuð eindregnir talsmenn
þeirrar stefnu og hingað til ekki
látið neinn bilbug á sér finna
gagnvart Bretum.
I upphafi* þessarar ráðstefnu,
sem sjálfsagt skiptir meira máli
fyrir íslendinga en nokkur önn-
ur, sem haldin hefur verið, má
því segja að ekki horfi illa um
okkar málstað.
Rætt viS bfleigendur
(Framh. af 16; síðu).
ekki aðra varahluti í þá en flibba
og gaddavír.
— Flibba?
— Já, venjulega skyrtuflibba.
í þessum bílum er ekki gírkassi
eins og nú tíðkast, heldur var að-
eins um tvö hraðastig að ræða,
„high og iow“. Utan á hjólunum
sem stilltu hraðann voru eins kon-
ar bremsuborðar og það vildi
brenna við að þ'eir ónýttust. Þá var
einfaldast að taka af sér flibbann
eða sokkabandið og setja í staðinn.
Þess vegna komu karlarnir oft
flibbalausi,' úr ökuferðum í gamla
daga.
Ærðu beliur í svtitum
»Ef fjöður hrökk i sundur var
hægur vandmn að taka næsta girð-
ingarstaur og setja í staðinn.
Þeir þó'.tu mestir ökuþórar í
gamla daga sem kunnu þá kúnst
ao sprengja hljóðkútinn undan
bílnum þegar minnst varði. Það
þótti gífurlegt sport að þeytast um
sveitir, sprengja allt í einu hljóð-
kúinn og æra beljur í heilum
sveitum.
Já, þetta var mesta sómakerra,
sagði Geir, ég minnist þess til
dæmis þegar ég var staddur upp á
Fæðingardeild og var að færa
kvenmanni þar blóm. Þá kom þar
maður og spurði hvort ég gæti
dregið bílinn sinn í gang. Hann
var á splunkufínum lúxusbíl af
nýjustu tegund og var sá nú hnýtt-
ur aftan í gamla Ford. Ég dró bíl-
inn í gang og varð að fara talsverð-
an spotta, það þótti mönnum
furðuleg sjón.
Nú er ég búinn að selja Bene-
dikt á Vallá gamla bílinn, hann
keypti hann fyrir nokkru þegar
þurrð var á vörubílum og Gamii-
Ford sómir sér vel í bílaflota
Benedikts.
Við hittum einnig að máli
Bjarna Erlendsson á Víðistöð-
um við Hafnarfjörð. Hann er
búinn að eiga gamla Fordinn
sinn í 30 ár og notar hann enn
á sumrin þegar hann ber á
túnið. Bjarni hefur nokkrar
kýr og kindur og eitthvað af
hænsnum.
Bjarni tekur máli okkar strax
vel en segist þó heldur vilja sýna
okkur bílinn að sumarlagi þegar
búið er að flikka upp á hann.
„Enginn með Steindór"
Bjarni telur að bíllinn muni vera
frá árinu 1917 en sennilega er
hann þó eitthvað yngri. Sjálfur er
Bjarni orðinn 79 ára gamall og
ber aldurinn vel, gengur að úti-
verkum og er hinn sprækasti.
— Upphaflega var þetta vöru-
bíll, segir Bjarni on síðar var
byggt yfir hann og hann notaður
í farþegaflutningum milli Hafnar-
fjarðar og Reykjavíkur. Þá hafði
Steindór byrjað á þessum ferðum
á nokkrum bílum en tók 3 krónur
fyrir hvern mann. —' Þá tóku
nokkrir menn sig til, byggðu yfir
þessa vörubíla svo þeir tóku 13
farþega og lækkuðu fargjaldið
niður í 75 aura. Þetta varð auð-
vitað mikil sprenging. — En þegar
jcg keypti bílinn árið 1930 þá var
| aftur búið að breyta honum í vöru-
bíl. Ég nota hann enn á sumrin við
að bera á túnið
Bjarni Erlendsson er Árnesing-
ur að uppruna en hefur lengst af
búið í Hafnarfirði. Hann var verk-
stjóri enskra fiskikaupmanna á ár-
unum 1912 til 1921 en þá varð fyr-
irtækið gjaldþrota vegna verð-
hruns. Síðan hefur hann stundað
ýmsa atvinnu og lengi búið á Víði-
stöðum. Þeir hafa lengi fylgst að,
Bjarni og Gamli-Ford og eiga sam-
merkt í því að bera aldur sinn vel.
Jökull.