Tíminn - 17.03.1960, Síða 9

Tíminn - 17.03.1960, Síða 9
ttKJJVN. fimmtudaginn 17. marz 1960. ☆ Ingvar Pálmason skipstjóri hefur nokkur undanfairn ár komið mikið við sögu fiskileit- ar og fiskveiðitilrauna, enda fcyggir hann á mikilli reynslu sem aflasæll og duglegur fiski- skipstjóri. Við hittum bann í landi á dög- unum og gafst þá tækifæri til að spyrja um sitthvað varðandi fiski- leit og veiðitilraunir. En þetta tvenmt eru imikilvæg úrlausnarefni fyrir útveginn. Margar nýjungar í veðitækni Á síðustu árum bafa ýmsar merk ar nýjungar komið fram í dags- Ijósið á sviði veiðitækninnar. Sum ar þeirra hafa íslendingar tileink- að sér í ríkum mæli, svo sem fisk- sjá og önnur hliðstæð mælitæki, nælonnet, sem þó eru talin tvibent til hagsæld'ar í framtíðinni sökum þess hve talið er að þau haldi lengi' áfram að veiða fisfk og drepa, erj þau týnast í sjó. Aðrar nýjungar þekkjum við hér á Landi naumast nema af afspurn og tilraunir með j enn aðrar hafa ekki gefið hér svo j góða raun sem skyldi. Þannig hefur miklum tíma og fjármunum verið varið til tilrauna með flotvörpur af ýmsum gerðum ^ og binda margar fiskveiðiþjóðir talsverðar vonir við það veiðitæki. Það er því ekki að tilefnislausu að við spyrjum Imgvar fyrst: — Heldur þú að flotvarpan henti okkur betur til sfldveiða en hringnót og reknet? — Ég held að reknetin detti smátt og smátt úr sögunni, segir Imgvar. í þeirra stað kemur bæði nót og varpa, en þó er ég ekki í nokkrum vafa um það, að hring- nótin verður stórtækasta veiðitæk ið, sérsitaklega við síldveiðar. Eins og sakir standa kemur hún ekki að fullum notum við haust- og vetrarsíldveiðar við Suðurland vegna veðráttunnar, en ekki er óhugsandi að með betri útbúnaði og meiri æfingu takist mönnurn að notfæra sér hrimgnótina miklu betur, ekki aðeims til síldveiða, heldur einnig við 'þorskveiðarnar á vertlðinni. Kostir og gallar flotvörpunnar. Varpan verður ódýrari í rekstri og auðveldara að beita henni við veiðarnax í vondum veðrum. Hún Kraftblökkin notuö vlS síldveiðar um borð í mb. Guðmundi Þórðarsynl — En hvað um þessa nýju kraft- j blökk, sem gafst svo vel á síldveið- unum fyrir norðan í sumar. Máttj þú ekki kallast uppliafsmaður þess að það tæki kom hingað til lands? — Ég veit ekki hvað skal segja um það, en ég kynntist þessu tæki í Ameríku 1956. Ég fór þá á vegum Fiskifélags íslands vestur á Kyrra- hafsströnd Kanada til að skoða síldveiðar þeirra þar í flotvörpu, en miklar sögur fóru af þeim veiði iskap, er Kanadastjórn var þá að láta gera tilraunir með. Á sama tíma og þessar tilraunir fóru fram stéð yfir mikil síldveiði í hringnót. Ég tók mér far með einum hringnótarbátnum og var j með þeim nokkra daga við veið- j arnar. Þessi bátur var á stærð við Fanney og með sama byggingar- lagi. Var hann einn af fáum bát- um, sem þá voru byrjaðir að nota þessa umræddu kraftblökk, til að draga inn nótina. Nætur þeirra voru allmiklu stærri og þyngri en almennt gerist hér. Þær voru gerð ar af bómullargarni og hampi. 1 Verður hægt að veiða þorsk hringnét hér á vetrarvertíð? hefur því þá kosti fram yfir hring- nótina. En hræddur er ég um að þröng verði á þingi, þegar 100— 150 skip öU með flotvörpu eru far- in að toga yfir sama svæðið, þar sem síldartorfur er að hitta á til- tölulega takmörkuðu veiðisvæði, svo maður tali nú ekki um, þegar ekki er nema um eina eða tvær torfur er að ræða og ekkert þar á mflli. Ég þekki þá síldina ekki rétt, ef hún styggist ekki og tvístrast undan slíkum látum í skrúfum og tækjiun. Hringnótin gerir aftur á móti minni usla og styggir ekki síldina eins. Fyrir því er reynsla fengin frá síldveiðum í Hvalfirði um árið. Svipuð er reynsla Norð- manna og Kanadamanna. — Lízt þér þá ekki vel á flot- vörpuna? — Jú, hún er áreiðanlega mikil- virkt veiðitæki, ef menn komast upp á lagið með að nota hana, en árangur af umfangsimíklum veiði- Rætt vií Ingvar Pálmason, skipstjóra um nýj- ungar á svi'ði veitSitækninnar tilraunum með flotvörpu hjá ýms- um þjóðum er æði misjafn. Hér við land hafa ýmsar gerðir verið reyndar en ekki með miklum árangri þar til í fyrrahaust að veiði tilraunanefnd lét kaupa sænska síldarfloitvörpu. Með henní ' komVi tveir sænskir sérfræðingar og tfl- raunir voru gerðar á vélskipinu Hafþóri frá Neskaupstað. Þessar tilnaunir tókust vel og stunda sfldveiðar með þessari flot- vörpu með góðum áramgri bæði haust og vetur eftir að sfldin fer að þéttast. Þessi sfldarvarpa var sérstak- lega miðuð við bátaflotann, en hægt að fá hana á aflar stærðir skipa. Þannig sýndu veiðitflraunir Bjarna Ingimarssonar skipstjóra á Neptúnusi ágætan árangur með flotvörpu á síðastliðnu hausti. Hægt að losna við alla nótabáta á sfldveiðum. Nú, það þarf ekki skýringa við, að ég varð strax hrifinn af þessum vinnubrögðum, og sá að hér var á ferðinni áhajd,, seiji henta myndi veí við hrinignótaveiðar á íslands- miðum. Ég sá, að með notkun þess arar kraftblokkar opnaðist mögu- leiki til þess að framkvæma það, sem mig hafði sjálfan lengi langað tfl á síldveiðum, að losna alveg við nótabáta, því að þó að hann sé eikki nema einn á hringnótaveiðum, er hann samt alltaf til mikilla óþæginda ekki sízt á öflum ferða- löguim, ef eitthvað blæs. Þegar heim kom, skýrði ég Davíð Ólafssyni fiskimálastjóra frá kraftblökkinni og gagnsemi hennar. Gerðar voru ráðstafanir til að fá hingað eina slíka blökk og gerðar með henni veiðitilraunir á Fanney, sem þá var gerð út á vegum hins opinbera. Ennfremur sagði ég Sturlaugi H. Böðvarssyni útgerðarmanni á Akranesi frá þessu tæki, en hann fylgist jafnan vel með öllu, sem til framfara horfir við útveginn. Keypti hann einnig kraftblökk og var hún reynd um borð í vélbátnum Böðvari frá Akranesi. Fljótlega varð þessum tilraunum hætt, án þess þó að feng inn væri full reynsla á tækin, eins og síðar hefur komið í ljós. Aflaði vel á hinn nýja útbúnað Á síðasta sumri var kraftblökk svo sett um borð í vélbátinn Guðmund Þórðarson frá Reykja- vík og notuð þar við sumarsíld- veiðarnar. Útgerðarinaðurinn, Baldur Guðmundssop og skip- stjórinn Haraldur Ágústsson höfðu báðir mikinn áhuga fyrir þessu stórvirka tæki og þeim varð líka að framtaki sínu, því að skip þeirra varð fimmta hæsta aflaskipið á sumarsíldveiðunum. Enda þótt byrjunarörðugleikar með nýjar vinnuaðferðir tefðu talsvert. Hefur Ilaraldur skip- stjóri tjáð mér að hann vilji ekki fara á síldveiðar með hringnót, nema hafa kraftblökkina um borð til að draga nótina. Ingvar Pálmason, skipstjórl Ég tel ennfremur, að með notk un kraftblokka verði hægt að stunda þorskveiðar í hringnót á vertíðinni á öllum stærri bátun- um. — Er ekki heppilegra að beita þessum veiðiaðferðum á fram- byggðum bátum? — Ég held að það byggingarlag sé það sem koma skal á hvaða fiskiskip sem er. Þó er þetta bygg ingarlag alveg sérstaklega mikil- vægt fyrir skip, sem stunda síld- veiðar hvort heldur er með vörpu eða nót. Norskt bátalag er nú í tízku og það þekkja íslendingar bezt. Hér vaknar sú spurning hvort við er- um ekki á eftir tímanum í þessu efni, þegar jafnvel Norðmenn sjálfir eru farnir að breyta tfl og láta smíða frambyggða fiskibáta. Frá stúdentum í Skotlandi Norðmenn velða þorsk í nót á Lófótmiðuir Nokkrir fslendingar stunda nám Skotlandi hin síðari ár. Halda þeir íslendingamót árlega í Edin- borg. Voru nýlega mættir 19 á slíku móti (flestir frá Edinborg), og var talin met-fundarsókn. — Talsvert meira aðhald og eftirlit mun vera með stúdentum af há- skólans hálfu en hér heima. Skozk- ir stúdentar njóta góðra náms- styrkja. Kosta héruðin, ríkið, yfirleitt fátæka til háskólanáms, svo ríflega, að þeir geta lifað af styrknum með sparsemi og ráðdeild. Er styrkur- inn nokkuð mishár eftir héruðum (County) og er greiddur foreldr- um, en ekki námsmönnunum sjálf- um. Bæði foreldrar og stúdentar þurfa að fylla út nákvæmar skýrsl- ur um efnahag og áætlaðan náms- kostnað. Há einkunn er ekki skil-' yrði, en námið þarf að ganga sam- kvæmt áætlun á eðlilegum tíma Stúdentar vinna ekki á sumrin1 að jafnaði, en eiga þá að efla þekk- ingu sína í námsgrein sinni; nátt- úrufræðistúdentar eiga t.d. að fást við einhverjar rannsóknir, t.d. athuga jarðlög, skoða og safna jurtum, smádýrum o.s.frv. Nám þeirra er að verulegu leyti verklegar íefingar og athuganir. — Mörgum ísl. námsmanni bregður við húsnæðið og fæðið á Bretlands- en ekkij eyjum og sjá þá bezt hvílíku stúdenta1 „kóngalífi“ þeir hafa lifað heima — hér úti á íslandi. Tíðindum þykir sæta, ef skozkur stúdent leyfir sér þann lúxus að kvon-gast á nám'sárunum. Flestir búa „úti í bæ“ í herbergjum, sem annaðhvort eru óupphituð með öllu, eða þar er í hæsta lagi arinn, sem raunar hitar mönnum bara á þeirri hliðinni, sem að honum snýr! Til eru rafmagnsofnar sums staðar, en dýrt er að nota þá. Hús- in eru og mjög illa einangruð, svo (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.