Tíminn - 19.03.1960, Side 3

Tíminn - 19.03.1960, Side 3
TÍMINN, laugardaginn 19. marz 1960. 3 Gera þarf hið fyrsta fullnaðaráætl- un um virkjun Jökulsár á Fjöllum — Og athuga jafnframt um möguleika til að koma upp framieiðslu á útflutnings- vöru í sambandi við virkjunina Þessl einsspora vagn vakti mikla athygii i Hamborg nýlega, er hann var sýndur í fyrsta sinn. Þykir hann mikiS hentugri en tveggja spora — léttari í meSförum og ódýrari. 68 ára prestur dæmd- t . . .. ur í 20 ára fangelsi Sagður stjórna bandarískum njósnahring Gísli Guðmundsson, Karl Kristjánsson og Garðar Hall- dórsson, þingmenn Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, flytja tillögu til þingsályktunar um fullnaðar- éætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og um athugun fram- leiðslumöguleika í sambandi við virkjunina. Ályktunin er í tveimur lið- um: 1. A5 hlutast til um, að gerð verði fullnaðaráætlun um virkjun Jökulsár á Fjöllum og í 2. lagi, að láta athuga mögu- leika til þess að koma upp framleiðslu á útflutningsvöru í sambandi við virkjunina. í greinargerð með ályktuninni segir: Jökulsá á Fjöllum, öðru nafni Jökulsá í Öxarfirði, er eitt' af Iengstu og mestu vatnsföllum landsins. Hún á upptök sín í norð- anverðum Vatnajökli og fellur til sævar í Öxarfirði. Langt er síðan byrjað var að mæla vatnsmagn ár- innar á ýmsum tímum árs, og á grundvelli þeirra mælinga voru einnig fyrir löngu gerðir lauslegir útreikningar um fallorku hennar. Fyrr nokkrum árum var á vegum raforkumálastjórnarinnar hafin ýt- arleg rannsókn virkjunarskilyrða, og hefur henni verið haldið áfram. Af upplýsingum, sem fyrir liggjá, mun mega ráða, að hagkvæmt sé og hlutfallslega ódýrt að virkja ána í tveim orkuverum, öðru við Dettifoss og hinu við Vígabergs- foss, a. m. k. 300—400 þús kw. samtals. Til samanburðar má geta þess, að hér er um að ræða 4—5 sinn- um meiri orku en fást mun úr Soginu fullvirkjuðu. Líkur benda til, að varla muni annars staðar á landinu hægt að framleiða svo mikið orkumagn á lægra verði. Útf lutningsframleiðsla Flutningsmenn þes'sarar tillögu telja, að nú sé tímabært að hefjast handa um að gera fullnaðaráætlun um orkuver við Jökulsá og stofn- kostnað þeirra. Framkvæmd þeirr- ar stórvirkjunar, sem hér er um að ræða, tekur langan tíma. Ekki mun vcrða í hana ráðizt fyrst um sinn, nema fyrir liggi, að hægt sé að koma raforkunni í verð, um leið og hún verður til staðar. Af þessu leiðir, að þegar til virkjunarfram- kvæmda kemur, þarf jafnframt að stofna til útflutningsvörufram- leiðslu í stórum stíl, sem rekin yrði í sambandi við orkuvinnsluna, og tryggja þeirri framleiðslu markað. Athugun á möguleikum í þessu sambandi þarf að fara fram, og æs'kilegt er, að niðurstaða þeirrar athugunar liggi fyrir samtímis fullnaðaráætlun um virkjunina •— ef unnt er — eða sem allra fyrst að henni lokinni. VarasjóSur Rétt er að hafa það í huga, að jafnframt því sem virkjun Jökulsár gæti orðið undirstaða mikils vaxt- ar í atvinnulífi, mundi með henni skapast öflugur raforkuvarasjóður fyrir núverandi og fyrirhugaðar orkuveitur á Norður- og Austur- landi, en rafmagnsnotkun á þessu svæði er nú nálægt 20 þús. kw. samtals og fer að sjálfsögðu vax- andi. Guinea valdi heldur Bonn NTB-Bonn, 18. marz. — Nabi Youla, sendiherra Guineu í Bonn lýsti yfir í dag, að stjórn sín myndi ekki taka UPP stjórnmálasamband við A-Þýzkaland, þar væri aðeins um viðskiptasamband að ræða. Sendiherrann gaf yfirlýsinguna eftir að hafa rætt við fulltrúa í utanríkisráðuneytinu í Bonn. Lét hann vel yfir samtalinu og kwað stjórnmálasamband ríkjanna vera óbreytt. Bjarna Pálssonar landlæknis minnzt Hinn 18. marz 1760 stofnaði konungur með tilskipun landlækn isembætti á íslandi og veitti emb ættið saana dag Bjarna Pálssyni. Af því tilefni mun prófessor Jón Steffensen flytja fyrirlestur í há- tíðasal háskólans sunnudaginn 20. marz kl. 2 e. h.: Bjarni Pálsson og samtíð hans. Öllum er heimill að- gangur. NTB—Hong-Kong, 18. marz. Bandaríski biskupinn James E. Walsh, sem er katólskur trú- boði í Kína, var í dag dæmdur í 20 ára fangelsi af alþýðu- dómstól I Shanghai, Var hon- um gefið að sök að hafa rekið njósnir og stjórnað gagnbylt- ingastarfsemi á vegum Banda- ríkjastjórnar í kínverska al- þýðulýðveldinu. James E. Walsh biskup er 68 ára gamall. Hann var handteklnn fyrir einu og hálfu ári síðan og þá varpað í fangelsi. Það er frétta stofan Nýja Kína, sem skýrði frá dómnum í dag. Ætlaði að steypa stjórninni í fregninni er því haldið fram, að Walsh biskup hafi viðurkennt sekt sína. Hann sé gamall banda- rískur njósnari og hafi rekið þá starfsemi fyrir Bandaríkjatjórn og með vitund Vatíkansins í Róm. Hann haf verið einn af leiðtogum gagnbyltingarklíku, sem stefndi að því að kollvarpa kommúnista- stjórninni. Æðsti yfirmaður henn ar hafi verið kínverski biskupinn Kung Png-Mei í Shanghai. Hann var í gær dæmdur í ævilangt fang- cisi fyrir föðurlandssvik og 13 aðr- ir Kínverjar voru einnig dæmdir fyrir sömu sakir í 5—20 ára fang- elsi. Walsh var seinasti kaþóiski trúboðinn með biskupstign, sem starfaði í Kína. Sjóréttarrá'bstefnan (Framh. af 1. síðu). á þá lund, að landhelgi skuli vera 6 sjómílur, þar fyrir utan ívö fisk- veiðisvæði, hvort 3 sjómöur á breidd. Á innra þriggja núina be.lt inu skal aðeins viðkomandi strand ríki heimilt ag fiska, en á yt.ra beitinu einnig þeim þjóðum, sem um langt skeið hafa sótt fiskimið þessa ríkis. Árekstur fFramh af 1 síðu). á fullri ferð er þeir rákust á. Ekki er fuilkunnugt með hvaða hætti árekstur varð, þar som Kristján er enn ókominn. Skemrndir urðu þó nokkrar á Þórsnesinu, t.d. brotn- uðu 5 piankar, skammdekk, ein stytta o fl. Ekki er vitað um semmdir á Kristjáni, þar sem hann hélt áfr«im í r-óðiuinn. Kristínu. Var sprengja í flugvél- inni, sem fórst í gær? Líkin 63 eru öll óþekkj’aníeg NTB—Tell City, 18. marz. SérfræSingar frá flugöryggis- stofnun Bandaríkjanna telja ekki útilokað að skemmdar verk hafi valdið því, er Lock- heed Electra flugvél sprakk í lofti yfir Indianafylki í nótt sem leið. Með henni fórust 63, þar af 57 farþegar. Öruggt er, að flugvélin sprakk á lofti. Hefur sprengingin verið mjög öflug, því að brakið er dreift Athugasemd Vegna frásagnar af almennum stúdentafundi, sem birtist í Tíman- um s. 1. fimmtud., viljum við taka cftirfarandi fram: Frásögnin er mjög hlutaræg og höfundi lítt til sóma, enda ber það málstaðnum vrtni, að hann lætur ekki nafns síns getið. Veigamiklum atriðum er sleppt í frásögninni, eins og t. d. er formælendur lagabreytinganna (ig jafnvel gamlir stúdentaráðs- n.enn stóðu fyrir því að hrópa þann fundarstjórann niður, sem reyndi að halda fundarsköp og reglu á fundinum. Þá mætti benda á meðferðma á breytingartillögum o fl. Höfundur lætur liggja að því, að andstæðingar frumvarpsins séu eingöngu öfgamenn til hægri og vinstri. Þetta eru helber ósannindi, því að stjórnmálaskoðanir ráða engu um afstöðu manna til máls- ins. Þá viljum við mótmæla því, að við „eigum eina rót með kommún- istum og Heimdellingum“, eins og segir í greininni. Stjórn Félags frjálslyndra stúd- enta ber enga ábyrgð á áður- nefndri grein og harmar birtingu' hennar. Með þökk fyrir birtinguna f. h. stjórnar Félags frjáls'lyndra stúdenta Jón Óskarsson form. , Jón Einarsson ritari. | yfir stórt svæði. Leituðu í dag 100 hermenn ásamt leynilögreglumönn um á svæðinu þar sem brakið liggur. Ekki mun reynast unnt að þekkja neitt af líkunum, svo sund- urtætt eru þau. Sprengja í flugvél Þetta er þriðja flugvélin af Lock heed Eleetra gerð, sem ferst á síðustu 13 mánuðunum. Þykir 'þetta grunsamlegt og gæti bent til smíðagalla. í þessu tilfelli leikur þó grunur á skemmdarverki af einhverju tagi. Skömmu eftir að vélin fór frá Chicago hringdi ein- hver til lögreglunnar í borginni og sagði að sprengju hefði verið komið fyrir í flugvél. Sá sagði ekki til nafns. Lögreglan fór út á flug- völl, en fann ekkert grunsamlegt og hélt að hér hefði aðeins verið um gabb að ræða. Málið er nú í ýtarlegri rannsókn. Meðal annars fer fram nákvæm athugun á l£f- tryggingum allra þeirra, sem með vélinni voru. Þingið til óþæginda NTB-París, 18. marz. — De Gaulle hefur vísað á bug tilmælum um að kveðja sarnan franska þingið til aukafundar til að ræða land- búnaðarmál. Meira en helmingur þingmanna bar beiðnina fram. For setinn kvað stjórnarskrána alls ekki heimila aukafund og án tillits til þess myndi umræða um málið aðeins gera illt verra. Er talið að afstaða forsetans muni hafa ýms eftirköst. Foringi bændasamtak- anna segir bændur muni gera rót- tækar gagnráðstafanir og sumir þingmenn segja að forsetinn hafi sýnt þinginu augljósa fyrirlitn- ingu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.