Tíminn - 19.03.1960, Page 6

Tíminn - 19.03.1960, Page 6
6 TÍMINN, laugardaginn 19. man 1960. Minningarorð: Gísli Gottskáiksson, Sólheimagerði, Skagafirði Hann lézt hinn 4. dag janúar- mánaðar s. 1. Hafði á miðju ári eða fyrr kennt sér meins í höfði. Fór til Kaupmannahafnar til lækn- isaðgerðar, en fékk eigi varanlega bót. Hvarf heim aftur síðla sumars og dvaldist heima unz fluttur var til Reykjavíkur fáum dögum áður en hann lézt. Hann heilsaði nýju áari í nýjum heimi. Svo er löngum mælt, að maður komi í manns stað. Mundi og ella aftur miða, en ekki fram. Þó er hér skarð fyrir skildi. Gísli Gott- skálksson var kennari, verkstjóri, sýslunefndarmaður m. m. — og hvarvetna hinn gildasti maður. Og hann var Gísli í Sólheimagerði, — bóndtnn, sem trúði á mátt moldar og gerði kot að góðbýli. Og enn var hann annað og meira. Hann var drengskaparmaður og mikill manndómsmaður, fjár- •hygginn í bezta lagi, alvörumaður undir niðri og fastur fyrir, en glaður þó og reifur jafnan og kát- astur allra manna í kunningjahóp. Með honum var gott að vera og velta af sér reiðingnum að lokinni dagsins önn. Þá fuku allar áhyggj- ur út í veður og vind. í æsku var nafni minn og frændi hinn mesti fjörkálfur og sást lítt fyrir á stundum. Sem betur fór bjó lífið honum ekki þau ókjör, að það níddi úr honum áskapað æskufjör og óvenjulega lífsgleði. Æðrulaus skapgerð, blik í auga og bros á vör, gamanyrði á hrað- bergi — þessar heillafylgjur hurfu honum aldrei. Og honum var margvísleg önnur gifta gefin. Hann hlaut góða aðstöðu til að verða efnaður maður á sveita- manna vísu — og kunni að nota þá aðstöðu. Vegna starf's síns í þágu ríkis og sýslu kynntist hann hverjum manni í héraðinu að kalla og ávann sér óvenjulegar vinsæld- ir. Enn er svo ótalið það, sem mestu skiptir: Hann eignaðist góða og mikilhæfa konu, sem var honum samhent um álla hluti og efnileg börn. Hann var hamingjumaður. Gísli Gottskálksson var fæddur að Bakka í Hólmi 27. febrúar alda- mótaárið og var því tæplega sex- tugur að aldri, er hann lézt. Hann var af góðu og traustu bergi brot- inn í báð-ar ættir, sonur Gottskálks bónda á Bakka, Egilssonar bónda á Völlum, Gottskálkssonar, hrepp- stjóra á Völlum Egilssonar — og Salóme Halldórsdóttur bónda og smiðs E narssonar, bónda í Krossa- nesi og Efemíu Gísladóttur Kon- ráðssonar sagnaþuls. Var Halldór, afi Gísla, bróðir Indriða skálds og séra Gísla í Hvarnmi og Stafholti, en þeir voru systursynir Konráðs prófessors. Einar í Krossanesi var sonur Magnúsar prests Magnússon ar í Glaumbæ og Sigríðar Hall- dórsdóttur Vídalín, systur Reyni- staðarbræðra. Gísli ólst upp með móður sinni á Syðstu-Grund í Blönduhlíð. Dvöldu þau mæðgin jafnan saman meðan bæði lifðu og var með þeim mikið ástríki. Salóme lézt 1948. Á Syðstu-Grund bjó Efimía, móðursystir Gísla, með manni sín- um, Sigurjóni Gíslasyni. Þar var og mörg hin síðustu ár ævi sinn- ar Halldór smiður, faðir þeirra systra og afi Gísla, hestamaður, fjörmaður einstakur, óheflaður í orðum nokkuð svo á stundum. en hjartahlýr og átti hvers manns vináttu. Uppeldisbróðir Gísla og sonur Efimíu var Halldór Magnús son Vídalín, greindur maður og gæðadrengur. Þeir frændur stund uðu nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri og brautskráðust þaðan vorið 1919. Síðar miklu, vorið 1934, lauk Gísli prófi frá Kennara- skóla íslands. Gísli hóf kennslu við bamaskóla Akrahrepps árið 1927 og stundaði hana æ síðan. Verkstjóri við þjóð- vegi var hann frá 1934, nokknim árum síðar var hann og ráðinn yfirmaður sýsluvega í Skagafjarð- arsýs'lu. Síðu&tu árin 12 sat hann í sýslunefnd. Lét hann þar all- mjög til sín taka, sérstaklega sam- göngumál. Gísli kvæntist árið 1931 Línu Jóhannsdóttur á Úlfsstöðum, hinni mestu myndarkonu. Eignuð ust þau 5 börn og eru öll á lífi. Árið 1934 fóru þau hjón að búa í Sólheimagerði, er þau höfðu þá nýlega keypt. Jörðin var lítil og kostarýr. En svo var hún setin af þeim hjónum og þannig að henni búið um ræktun og húsakost, að nú er Sólheimagerði hið bezta býli og mikill snyrtibragur á öllu. Okkur, sem þekktum Gísla Gottskálksson, finnst sem hann hafi farið mikils til of snemma af þessum heimi. Hann hafði að vísu þegar lokið drjúgu dagsverki. Þó átti hann vafalaust mikið óunn ið. Og söknuður fyllir huga eveit- unga og samstarfsmanna, þegar þessi Ijúfi og lífsglaði drengur er horfinn úr hópnum. Ég þakka nafna mínum ævilöng kynni. Og ég tel mér óhætt, þótt umboð skorti, að votta honum virðingu og einhuga þakkir sýslu- nefndar Skagafjarðarsýslu fyrir ánægjulegt og hugljúft samstarf — og konu hans og fjölskyldu al'lri einlæga samúð. Gísli Magnússon. Afmælisvísur Þar sem blaðamaður hjá Tímanum varð var við að Vigfús Guðmunds- son hafði fengið talsvert af vlsum í símskeytum á nýafstöðnu sjötugsaf- mæli, og mörgum þykir enn gaman að góðum ferskeytlum, þá fór blaða- j maðurinn fram á við V. G. að fá nokkrar þessara afmælisvísna til birtingar. Vigfús svaraði því, að þótt hann j teldi vísurnar ; sín?_, einkaeign, sem sér þætti sérstaklega vænt um, þá væru fáeinar þeirra velkomnar til birtingar, en hann gæfi ekki upp nöfn höfundanna nú. Einnig gat hann þess, að ef ein- hverjir kunningjar sínir hefðu orðið | of seinir að senda sér afmælisvísur,! þá munu þær vel þegnar ennþá. En ! hann biður alla þá, sem hafa sent j sér vísur og kunna að gera það fram-. vegis, að láta hann vita um, ef þeim sé verr við að þær birtist í æviminn- ingum hans, sem geti verið að komi út seinna. Frá æskuvini: Þó að eitthvað þynglst sporið, þrekið minnki, fölni kinn. Verður í ætt við æsku og vorið ungur og víðsýnn hugur þinn. Frá góðum samstarfsmanni: Lifðu glaður lengi og vel, lifðu í æskuheimi þínum. Eg þig Vigfús alltaf tel einn af beztu vinum minum. Frá góðum bónda í Borgarfirði um Vigfús sjötugan: Hann stendur alltaf fast i fylklng framsæknustu fslendinga. Og ekkl gleymist æskutryggðin og ættartengls vlð Borgfirðinga. Frá gömlum og nýjum vini: Sjötíu ára afreksstarf öllum þakka bæri. Þú munt skilja eftir arf, öldungurinn kæri. Frá starfsstúlku i Hreðavatnsskála, sem V. G. deildi stundum við: Við mergð af gömlum minningum mörgum gesti hlýnar. Þvf sendi ég þér sjötugum sáttakveðjur mínar. Frá Norðlendingi: Mín er svona mörkuð spá: Mjög að greiði sjatni, er þú, Vigfús flytur frá fagra Hreðavatni. Um þig Ijómi, óska ég, auðnu geislahringur. Njóttu sóma, valinn veg, Vigfús íslendingur. Frá þremur vinkonum: Ellimörkin aldrei ger eða þarf að kvarta. Sá, sem alla ævi sér allt hið fagra og bjarta. Frá fjórum símameyjum: Hraunbúanum hrundirnar hjartans senda kveðjurnar. Símameyjar síungar syngja þér Ijóð til fagnaðar. Frá dagblaði: Þú hefúr alltaf unnið mér, ötull, hress og glaður. Sannar kveðjur sendi ég þér, sjötugi Timamaður. Frá alþingismanni: Varðmaður hreinskilinn, vökull og knár, Vigfús í Hreðavatnsskáia. Landi til sæmdar í sjötíu ár, siglir þú skerjótta ála. Vinsælar fermingargjafir Skíði — Veiðistengur Tjöld — Svefnpokar Vindsængur og annar ferðaútbúnaður. - Austurstræti 1 Kjörgarði, Laugavegi 59. Framsóknar- vistarkort fást á sfcrifstotu Framsókn arflokksms i Edduhúsinu Sími 16066 Bústjórastaðan ? á Korpúlfsstöðum er laus til umsóknar.:Laun skv. 8. flokki launasamþykktar Reykjavíkurbæjar. Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra fyrir 1. apríl n. k. Reykjavík, 18. marz 1960. Borgarstjóraskrifstofan. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. T ó n I e i k a r í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 22. marz 1960 kl. 20.30. Stjórnandi dr. Róbert Abraham Ottóson. Einleikari: Gísli Magnússon. EFNISSKRÁ: Mozart: Forleikur að óperunn' ..Brúðkaup Figaros“ Mozart: Píanókonsert, d-moll K 466. Bruckner: Sinfónia nr. 4 Es-dúr Rómantíska sin- fónían. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. Nýtt leikhús Sönsgleikurinn ^Júkandi ráö Vegna þess hve margir urðu frá að bverfa á síðustu sýn- ingu verður sýning sunnudags- kvöld kl 23.30 í Austur- bæjarbío. Allra síðasta sinn. Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíó í dag og á morgun.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.