Tíminn - 19.03.1960, Side 11
TlKINN, laugardaginn 19. marz 1960.
11
Ljóð
ungrar stúlku
Benedlkta Guðmundsdóttir,
Barði, Fljótum f Skagafirði, hef-
ur sýnt okkur þá vinsemd, að
senda blaðinu nokkur undur-
^falleg ljóð, sem hún hefur gert,
og birtum við hér eitt þeirra.
Benedikta er aðeins fjórtán ára
gömul, dóttir hjónanna Guðrún-
ar Jónsdóttur, sem nú er látin,
og Guðmundar Benediktssonar,
prests á barði. Við hvetjum hið
unga Ijóðskáld eindregið til að
halda áfram á þessari braut. Og
hér kemur ljóðið:
Tónar hörpunnar
Hrörlegur bogi
strýkur hörpunnar strengi
hjarðmannsins eins.
Og andvarinn þýtur
í eilífðar ljóði
hins einmana sveins.
Það hækkar, það lækkar,
það hrynur, það stynur,
og háifkvalið hlær,
sem á harma míns hjarta,
hálf brostnu strengi,
leiki hrollkaldur blær.
Og tónarnir óma
þeir tryllast í gleði,
sem tapi sér sál.
Þeir hlæja í lágnætti,
hrópa og stynja
sitt hrynjandi mál.
Og tónarnir verða svo blíðir
sem bæn,
er bölið úr heimi er máð.
Þá mennirnir hætta
að bölva,
en biðja
og bæta sitt ráð.
Rokk er mjög skáSdiegt
segir Sveinbjörn Beinteinsson, rímnaskáld
Við höfum komið okkur fyrir
á þægilegam stað inni í kaffi-
stofunni á Laugavegi 11, ég og
Sveinbjörn Beinteinsson, rímna-
skáld og grúskari. Þegar við höf-
um pantað á borðið, spyr ég
hann um skeggið, en hann er
• skeggprúður maður eins og mörg
um er kunnugt:
— Allir rembast við 'að safna
einhverju Sumir safna pening-
um, aðrir bókum eða frímerkj-
um, jafnvel bitlingum Eitt ís-
lenzkt skáld safnar giftingum.
Ég læt mér nægja að safna
skeggi.
— Hefurðu ort lengi?
— Já, alltaf. Ég yrki aðallega
rímur, en einnig mikið af lausa-
vísum. Nokkra danslagatexta hef
ég líka gert.
— Hafa þeir orðið vinsælir?
— Ég veit það ekki; fylgist
(Umsjón: Björn Bragi)
TEXTI VIKUNNAR
Oh, Carol,
I am but a fool.
Darling I love you,
Though you treat me cruel.
You hurt me and you make me cry.
But if you leave me, I will surely dle.
Þessa sjón bar fyrir
augu fólks í Minneapolis í Banda
ríkjunum einn góðan veðurdag
eigi alls fyrir löngu.
Forsagan var sú, að stór og
föngulegur íijörtur birtist allt í
einu á götum borgarinnar, hafði
villzt inn í hringiðu hennar utan
úr nálægum skógi. Hann hcntist
um göturnar milli bfla og fólks
og tókst að forðast alla árekstra
lengi vel. En loks kom þar þó,
að hann rakst á bifreið, sem
kom á móti honum. Við það
braut hjörturinn annan framfót
sinn. Lögregluþjónar og fleiri
nærstaddir hlupu þá til og tókst
að handsama dýrið, bundu það
síðan eins og myndin sýnir við
næsta stöðumæli, meðan lög-
reglumenn sóttu lögreglubfl og
fluttu hann til dýralæknis.
Darling, there will never be another,
'Cause I love you so.
Don't ever leave me,
Say you never go.
I will always want you for my
sweathea rt,
No matter what you do.
Oh, Carol. So in love with you.
Verðlauna-
keppn
irnar
Verðlaunasamkeppnunum
er nú lokið. Okkur bárust
tímanlega 117 rétt svör, en
mörgum skeikaði i einhverju
smáatriði — Úrslitin verða
birt á taugardaginn kemur.
Tíu vinsælustu
lögin á íslandi
1. Komdu niður.
2. Einsi kaldi úr Eyjunum.
3. Lögin úr Deleríum Búbónis.
4. Kom heim, vinur, kom hcim
5. Maja litla.
□
1. Oh, Carol
2. Be my guest
3. Marina
4. Running bear
5. Turn me loose
Fimm vinsælustu
lögin í USA
1. Teen angel
2. Running bear
3. Handyman
4. Theme from a summer place
5. Where or when
ekki svo mikið með í þeim efn-
um.
— Þú hefur mikið gefið út?
— Já, ég hef ort fimm kvæða-
bækur, og auk þess gefið út sýn-
isbók rímr.a:
Hún heitir Rímnavaka.
— Dómarnir um bækur þínar?
— Mjög slæmir.
— Hvernig fellur þér annars
við ritdómara?
— Hér á landi er það mjög
lágkúruleg manntegund, sem
skrifar ri:dóma.
— Og ungu skáldin?
— Ég mundi segja að þau
væru far.n að verða dálítið úr-
elt, þessi skáld hérna. Og ekki
hvað sízt atómskáldin.
— Hefurðu gaman að rokki?
— Já. Rokk er mjög skáld-
legt! Það er slæmt, að skáldin
skuli ekki geta hagnýtt sér þá
merkilegu tjáningu Atómskáld-
in eiga nefnilega mjög erfitt
með að nota höfuðið á réttan
hátt.
f þessu kemur Pétur Hoff-
mann inn, og Sveinbjörn kaupir
af honum ritling hans, „Smá-
djöflar". Nafnið virðist minna
hann á pólitík.
— Það er yfirleitt engin póli-
tík rekin hér á fslandi, aðeins
skítslegar þrætur um peninga-
mál og nefndasetu.
— Hvað um kvenfólkið?
Það er miklu hagsýnna en
karlmennirnir' Þ’e’ss vegna snýr
það alltaf á þá.
— Þú segist hafa gert dans-
lagatexta. Hvað segirðu um
texta yfirteitt?
— Það eru til sæmilegir, ís-
lenzkir textar. en flestir eru þó
hræðilegt bull, og auk þess eru
mörg lögin ekki sniðin fvrir ís-
lenzkt mál, íslenzkan framburð.
— Og dægurlögin?
— Þau eru mörg mjög falleg,
en ég er hræddur um að hið ís-
lenzka framlag sé heldur ómerki-
legt, aðeins auvirðileg eftirlík-
ing, enda ekki hátt á okkur risið
í neins konar listum um þessar
mundir.
Við þökkum Sveinbirni Bein-
teinssyni, hinu skeggprúða rímna
skáldi, fyrir rabbið, og biðjum
honum langra lífdaga við rímna-
smíði — og rokk!
B.
Vígalegur
trommuiemjari!
Bréf frá lesendum
Sveinn Jón, Reykjavík:
Þú spyrð, hvort Little Richard
sé I raun og veru ekki lítlll, elns
og nafnlð bendir til. Nel, hann
er það ekki, hann mun vera frem
ur hávaxinn. En hann var yngsf-
ur I stórum systkinahópi, og það-
an er nafngiftin runnin.
GEIRMUNDUR í Sæmundarhlíð,
Skagafirði:
Hljómsveit Svavars Gests er skip-
uð eftirtöldum mönnum: Svavar
Gests, trommur. Ragnar Jónasson,
harmóníka og saxófónn. Eyþór Þor-
láksson, gítar. Sigurður Guðmunds-
son, pianó, og Gunnar Pálsson
kontrabassi. Með hljómsveitinni
syngur Sigurdór Sigurdórsson. Svav
ar Gests er rúmlega 30 ára gamall.
ANNA HÁKONAR:
Þetta kemur allt með kalda vatn-
inul
j
INGIBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR,
Vík í Mýrdal:
Ég hef aldrei séð eins áferðar-
fallega skrift eins og þína. Svei mér
ef þú ætti ekkl að gerast skriftar.
kennari í Læknaskólanum!
GUÐM. GUÐM., Tryggvagötu 6, Rvík,
hefur aldeilis komi upp um strák-
inn Tuma! Lagið, sem við sögðum
um daginn að væri eftir Lloyd
Price, er sem sé ekki eftir hann,
heldur HARALD LOGAN. Þökk fyr-
ir uppl., Guðmundur.
Mikið berst af bréfum, og skrifið
nú af fullum kraftii MEIRA NÆSTl
Frankie Vaughan (nær) og George Baker í atriði úr rokkmynd, sem Aust-
urbæjarbíó hætti fyrir skömmu sýningum á. Við urðum því miður nokkuð
seinir fyrir með birtingu á myndinni, — en það er nú alltaf gaman að
sjá hann Frankie!