Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 7
TÍWINN, mi<Wiku<lagiim 6. aprfl 1960. 7 jtkí jt£ Ríkisstiórnin gerir öllum eitthvað til miska Þegar umr. um fjárlagafrv. stóðu yfir á dögunum flutti Björn Pálsson ræðu og sýndi með glöggum rökum fram á blekkingar stjórnarliðsins í sambandi við þær geysilegu álögur, sem það dembir nú á þjóðina. Fer hér á eftir hluti af ræðu Björns. Kafli úr ræðu Björns Pálssonar við 3. umr. fjárlaganna Frv. það til fjárl., sem hér er til umr., gerir ráð fyrir, að tekju- og gjaldaliðir verði um 1500 millj. og nemur hækkun frá fyrra ári 470 millj. Ríkissjóður tekur nú að sér niðurgreiðslur á vörum, sem útflutningssjóður sá um s.l. ár. Munu þær hafa numið 263 millj. Af þeirri upphæð greiddi ríkis- sjóður til útflutningssjóðs 150 millj., mismuninn 113 miilj. ber að draga frá 470 millj. Er þá raun- verule g hækkun fjárl. ca. 360 millj., sem er meiri hækkun en dæmi eru til áður. Gert er ráð fyr- ir, að verðtollur hækki um 70 millj, innflutningsgjöld af benzíni 40 millj., gjald af innlendum toll- vörum 24 millj., aukatekjur 9 millj., stimpilgjald 9 millj., sölu- skattur 230 millj., innflutnings- gjald o.fl. ca. 17 millj. Gert er ráð fyrir, að tekjuskattur og vöru- magnstollur lækki um 76 millj. Þeir gjaldaliðir, sem mest hækka, eru til félagsmála 166 mfllj og til óvissra útgjalda 152 millj. Eru það niðurgreiðslur. 113 millj., sem rík- issjóðurinn tekur við af útflutn- ingssjóði og vegna aukinna niður- greiðslna ca. 38 millj. Fjárveit- ingar tii verklegra framkvæmda hækka hins vegar lítið, eða til vegamála 8 millj., sem er 9% hækkun, til vita- og hafnarmála 1.5 millj., sem er 6% hækkun, og til raforkumála 14 millj. kr. hækk- un. Er gert ráð fyrir, að ríkissjóð- ur leggi til raforkumála á árinu 36.5 millj, en lagði fram á árinu 1958 kr. 33% millj. Þegar tekið er tillit til gengisbreytingar, er ljóst að framlög til verklegra fram- kvæmda lækka raunverulega. Framlög til félagsmála og niður- greiðslna fara hækkanúi. Valda þar mestu um efnahagsráðstafanir ríkisstj. Hér er um vafasama þró- un að ræða, að meir en 40% af ríkistekjunum skuli varið til að greiða þessa tvo útgjaldaliði, en tiltölulega litlu fé varið til raf- orkumála og hafnarbóta, sem eru mestu nauðsynjamál atvinnuveg- anna. Hvergi sparað Hvergi er um sparnað að ræða í rekstri ríkisins, og ber þó þess, að geta, að engra hækkana er farið að gæta vegna gengisbreyt- ingarinnar sem neinu nemur, en þær munu óhjákvæmilega valda launahækkunum á næstu árum. Hefur ríkisstj. þá afsökun, sem taka ber til greina, að stuttur tími er liðinn, síðan hún tók við völd- um. Hins vegar vænta margir mik- ils af ríkisstj. í þeim efnum. af því að sjálfstæðismenn töluðu mik- ið um eyðslu og ráðleysi, meðan ráðh Framsfl. fór með fjármálin. Sjálfstæðismenn héldu því fram á fundum í vor og haust, að vinstri stjórnin sáluga hefði hækkað skatta og tolla um 12000 millj. Töldu þeir þá með allar tekjur út- flutningssjóðs. Hér var um mLkinn misskilning að ræða. Yfirfærslu- gjaldið var ekki annað en gengis- lækkun, sem var jákvæð fyrir neyt endur, en neikvæð fyrir greiðslu- jöfnuðinn við önnur lönd. Neyt- endur fengu vöruna aðallega með 55% álagi, en þeir, sem sendu vör- ur úr landi. fengu að meðaltali 86% uppbætur. Þessar uppbætur gengu svo til þeirra, sem að fram- leiðslunni unnu, verkamanna, sjó- manna og bænda. Ráðstafanir núv. ríkisstj. eru jákvæðar fyrir við- skiptajöfnuð við önnur lönd, en neikvæðar fyrir neytendur, því þeir verða nú að kaupa nauðsynja- vörur .sínar með sem svarar 133% álagi, í stað 55% og 30%_ áður, en fá enga kauphækkun Árið 1959 voru fluttar inn vörur fyrir 1300 millj., þar af skip fyrir 150 millj. og hátollavörur fyrir ca. 190 rnillj. Eftir eru þá ca. 950 millj., sem ( voru fluttar inn með 30—55% yfir- i færslugjaldi. Gengisbreytingin ein ' hækkar verð á þessum vörum um ca. 750 millj. Sé gert ráð fyrir, að 1 % af þessum innflutningi séu I rekstrarvörur, eru eftir 500 millj | Vaxtahækkunin .er nálægt 4%. Sé gert ráð fyrir, að heildarútlán séu 4 þús. milj., yfir, hækka vaxta- : greiðslur alls um ca. 160 millj. i Gera má ráð fyrir, að 80 millj. af I því renni til sparifjáreigenda. Eru þá eftir 80 millj., sem verkar sem ' kjaraskerðing hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Skattar til ríkis- sjóðs hækka skv. fjárlagafrv um 360—70 millj., en ekki er ólíklegt, að raunverulega verði sú hækkun meirj.. Mikið af þessari skatta- hæbkun rennur til fólksins aftur í auknum niðurgreiðslum og hækk- uðum almannatryggingum. i , 700 millj. kr. kjaraskerðing Hækkun á vísitöluheimili Sennil.er að hækkun skatta muni valda allt að 100 millj. kr. kjara- skerðingu, vegna þess að líklegt er, að tekjuafgangur ríkissjóðs á BJÖRN PÁLSSON þessu ári verði sem nemur þeirri upphæð. Nemur þá kjaraskerðing sú, sem ríkisstj. leggur á herðar íslenzkri alþýðu allt að 700 millj. kr , og reyni ég þó á engan hátt að gera hlut ríkisstj. lakari en hann er. Ég hef frétt á skotspónum, að Jónas Haralz telji kjaraskerðing- una 400 millj. Geri ég þá ráð fyrir, að hann taki aðeins tillit til þeirr- ar kjaraskerðingar, sem gengis- breytingin veldur og reikni með minni innflutningi en ég geri vegna þess að samkvæmt áætlun ríkisstj. um innflutning er gertj ráð fyrir allt að 25% minni inn-| flutningi en árið 1959. Ég tel, að, miða beri við innflutninginn eins og hann var s.l. ár, því það skiptir ekki máli, þó að kjaraskerðingin komi áð einhverju leyti fram í minni innflutningi vegna minnk- andi kaupgetu launþega. Vaxta- hækkunin kemur enn ver við eh tölurnar segja til um, vegna þess að megnið af sparifé landsmanna eiga börn, gamalmenni og tiltölu- lega fáir einstaklingar, en vaxta- hækkunin leggst með öllum sínum þunga á herðar þeirra einstaklinga og fyrirtækja, sem í framkvæmd- i um standa og bera atvinnulífið uppi. Hækkun skatta til ríkissjóðs tel ég ekki til kjaraskerðingar, að svo miklu leyti sem féð rennur aftur til fólksins í landinu. Hins vegar eru miklar líkur til, að tekj- urnar reynist 100—200 millj kr. meiri en ráð er fyrir gert, og má reikna þá upphæð til kjaraskerðing ar á þessu ári. Hækkun á rekstrar- vörum þarf ekki að taka með, því að það eiga atvinnuvegirnir að fá uppborið með því að fleiri krónur fást fyrir afurðirnar. Það er eðlilegt, að fólk spyrji: Er þessi kjarskerðing nauðsynleg og er hún framkvæmanleg á þann hátt, sem ríkisstj. ætlar að fram- kvæma hana? Gengi'Siækkunin og hækkun skatta mun valda hækkun á innfluttum nauðsynjavörum um sem nemur 50—100%. Ég get t.d. bent á það, að baðmullarvörur munu hækka allt að 100%. Og yfir- leitt þær vörur, sem voru í 30% innflutningsflokknum. Gert er ráð fyrir því, að ríkisstj. greiði niður sykur og kornvörur, og ég hef heyrt, að sú niðurgreiðsla muni nema því, að þær muni ekki hækka nema um 50%. Hins vegar mun hækkun á vörum, sem voru í 55% yfirfærslugjaldinun nema allt að 70%, þegar hinn tvöfaldi söluskatt ur er kominn til framkvæmda, sem nú er búið að samþykkja. Ég hef gert mér ofurlitla grein fyrir því, hversu mikil hækkun komi á vísitöluheimili og hef reikn að það út eftir því vörumagni, sem gert er ráð fyrir, að hvert vísitölu- heirnili kaupi, og samévæmt því álít ég, að hækkunin muni nema 1—2 þús. og 30Ó kr. Það skal tekið fram, að í þessari hækkun áætla ég hækkun vegna hita, ljósa og suðu kr. 3500. í Rvík verður þessi hækk- un minni vegna heita vatnsins en úti á landi hins vegar meiri. Það eru ekki stór heimili, sem nota 5 tonn of olíu til upphitunar. Auk þess er hækkun á koxi og kolum fyrir þá, sem ekki hafa rafurmagn. Ég hygg því að hækkun af þessum ástæðum muni nema yfir 4 þús. kr. kr fyrir heimili utan Rvikur. Ég reikna einnig með því að húsaleiga fyrir vísitölufjölskyldu hækki um 3 þús. kr. Sú hækkun verður lengi að koma fram en hún kemur, vegna hækkaðra vaxta, vegna hækkunar á timbri og járni um 60—70%, vegna þess að vinnu- laun hljóta að hækka og vegna þess að minna verður byggt og eftirspurn eftir húsnæði eykst. Ég áætla því að húsnæðisliðurinn hækki um 30% og e.t.v. hækkar hann meira. Slæmur hirðir Ég hef athugað hvað vísitölu- heimilið fær endurgreitt af þessari kjaraskerðingu. Það er hækkun á | fjölskyldubótum, lækkun á tekju- 1 skatti og dálítil lækkun á útsvari. I Þetta gerir alls um 8 þús. kr Ég hygg því að kjaraskerðing vísitölu- i heimilis muni nema allt að 13 þús. | kr. Þetta er vitanlega ekki í sam- I ræmi við það .sem haldið var fram ; í efnahagsmálafrv. ríkisstj. og hag- ' fræðinganna. Annars finnst mér lila farið með þessa hagfræðinga. Þeir eru bornir fyrir öllu, hvað : vitlaust sem það er og allt fært á ! þeirra reikning. Ég efast ekki um 1 að þeir séu saklausir af miklu af þessu. En þarna er tvímælalaust I um stórfelldan misreikning að ræða frá hinni upphaflegu áætlun. Góður fjárhirðir þarf ekki að fá ! vit að láni Hann þarf ekki að láta ' segja sér hvað mikið þarf að gefa j og hvernig hann á að hirða hjörð- ina. En þetta er það sem ríkis- stjórnirnar hafa gert hér á landi. Þær hafa verið hlaupandi til þess- ara blessaðra hagfræðinga og sér- fræðinga, innlendra og útlendra, spyrjandi þá hvað þær eigi að gera og berandi þá fyrir öllum mögu- legum hlutum, vitlausum og ekki vitlausum. Þetta er slæm meðferð. Ég held satt að segja að ef ein ríkisstjórn getur ekki sjálf séð hvað gera þarf til að leysa vanda- j málin á hverjum tíma, — þarf að | fá vit að láni — þá sé hún hrein- i lega ekki fær um að sitja í ráð- I herrastólunum. Ritstjóri Morgunbl. teiur stefnu stjórn- arinnar I atvinnumálunum óraunhæfa! Siguríur Bjarnason, ritstjóri Morgunblatisins og varahíogma^ur, óska'ði eftir á Alþingi a(S ríkitS veiti styrki til útflutningsframleiðsiunnar, en þaí andstöftu vi(J stefínu stjórnarinnar er 1 Nokkur orðaskipti urðu H sameinuðu bingi í gær aðal- lega milli þeirra Sigurðar R.íarnasonar. Einars Olgeirs- sonar og ráðherranna Ólafs T'hors og Emils Jónssonar. Spunnust þau út af orðum,; sem Sigurður lét falla í ræðu.j sem hann flutti fynr þingsál. j tú. er hann og fleiri fivt.ia um! síidariðnað á Vestfjörðum. Sigurður gat þess, að á Vest fjörðum væru nú 2 síldarverk smiðjur, á Ingólfsfirði og Djúpuvik og hvorug rekin. Taldi ræðumaður að annað af tvennu væri fyrir hendi. Að ríkið aðstoðaði eigendur verk smiðjanna til þess að koma þeim af stað eða léti Síldar- vei'ksmiðjur rikisins kaupa bær eða taka á leigu. Einar Olgeirsson benti á, að Sigurður virtist fordæma þá leið, sem ríkisstjórnin hefði talið hina einu réttu, en það væri að atvinnureksturinn stæði undir sér sjálfur en rík ið hefði þar sem minnst og helzt engin afskipti af Þetta væri bein stefnuyfirlýsing stjórnarinnar og við þaö teldi hún sig miða sínar efnahags- málaaðgerðir. Hins vegar væri leið stjórnarinnar ófær og i það sæi nú Sigurður. Ríkið | kæmist ekki hjá því að styðja atvinnulífið, ella félli það víða í rúst. Jóhann Hafstein skaut því að Sigurði samherja sínum, að víst væri þriðja leiðin til og hún væri sú, að veiða síld- ina. — Fer ekki sögum af því, hvernig Sigurður leit á þessa till. Jóhanns því hann tók ekki aftur til máls. Emil maldaði í móinn og sagði leiðir Sigurðar líka i samræmi við stefnu stjórnar- innar, því hún væri búin að samþykkja að styðja verk- smiðjurekstur annars staðar. (Hvort það væri liður í þeirri framkvæmd að leggja niður allt uppbóta og styrkjakerfið. fékkst hins vegar engin skýr- ing á). Forsœtisráðherra virtist ekki eiga annað erindi í ræðustól- inn en að tilkynna þingheimi að ríkisstjórnin væri fædd undir heillastjórnu og þvi mundi vel fara fyrir henni að lokum. Það var nú hans oáskaboðskapur til þeirrar hrelldu hjarðar, er ennþá styður stjórnin. Umr. um till var frestað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.