Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 13
.Mlfrftailagmn 6. aprfl 1960. 13 MINNING: Sigrón Guðlaugsdóttir í dag verður borin til moldar frá Laugarneskirkju frú Sigrún Guð- laugdóttir fyrrverandi húsfreyja að Arnamesi í Dýrafirði. Fædd var hún að Þröm í Garðs- árdal í Evjafirði 4. febr. 1881. For- eidrar: Guðlaugur Jóhannesson og kona han Guðný Jóndóttir, bæði af svokallaðri Reykjaætt í Fnjóska dal. Bróðir Guðnýjar var Tómas skáld frá Hróarsstöðum. Faðir Jónaar tónskáld á ísafirði, en systir hennar var Sigríður amma Steingríms Hall söngkennara vest- anhafs. Ættin var sönggefin, bók- hneigð og fróðleiksfús, en fremur hiédræg. Systkini Sigrúnar voru: Sigtryggur prestur og skóla- stjóri að Núpi í Dýrafirði. Friðdóra húsfreyja að Ytrahóli í Eyjafirði. Kristinn bóndi og oddviti að Núpi í Dýrafirði. Valdimar og Sigurlína dóu bæði úr barnaveiki 1878. Heimili þeirra systkina var til fyrirmyndar að reglusemi og allri snyrtimennsku. Sigrún missti móður sína er hún var á þriðja ári og föður sinn 3 árum seinna. Eftir það leystist lieimilið upp. Sigtryggur bjó sig undir skólanám, en Friðdóra og Kristinn réðust í vist, bæði á sama bæ, og höfðu Sigrúnu með «ér. Kristinn fór þá að búa sig undir búnaðarnám að Hólum, en Friðdóra giftist Sigmundi Björns- syni að Ytrahóli í Kaupangssveit. Hvar eru . . . ? (Framhald af 6. síðu). Ríkisútvarpið, gætti eins vel og frekast væri unnt þeirra verðmæta sem henni væri falið til varðveizlu. — Við mundum líka hafa tpkið þær trúanlegar, þótt Ríkisútvarpið Iéti undir höfuð leggjast að rækja -þá sjálfsögðu skyldu að láta dr. Urbancic eða seinna erfingja hans, yita hvernig farið hefði, þótt slíkt óhapp sé vitanlega mjög leiðin- legt fyrir stofnun, sem njóta ber almennrar tiltrúar. En það dró óneitanlega nokkuð úr sannleifcsgilíli upplýsinganna, þegar einn af starfsmönnum Tón- listardeildarinnar svaraði fyrir- spurn okkar vaxðandi aðra plötu, •sem var okkar eign, svolátandi orðum í síma: „Ef þessi hljóm- plata skyldi finnast, skal ég mölva hana í þúsund brot, og þið getið sótt brotin til mín“. — Þetta svar manns, sem við snerum okkur til í fyrsta skiptl og báðum kurteis- lega um aðstoð við leit okkar, veit- ir örlitla innsýn í hið merkilega vald, sem starfsmenn Ríkisútvarps ins hafa tekið sér í þessum málum. Ekki er þá lengur undarlegt, þó að margt sé ófinnanlegt í þessari stofnun. Fyrir bragðið verða sum- ar þær „tilviljanir“, er sprunga kemur í hljómplötu eða hún verð ur fyrir öðrum skemmdum, ákaf- lega vafasamar- Það er því ekki heldur að undra, þótt tónskáld og tónlistarmenn óski þess einlæglega, að Ríkisút- varpið virðist ekki lengur álíta þau menningarverðmæti, sem því er trúað fyrir, sem einkaeign emb- ættismanna sinna, er þeir megi fara með eftir sínum geðþótta og geyma þau í heild, í molum eða alls ekki! Það er vonandi, að slík verðmæti séu geymd þar þannig, að þau megi koma framtíð og sögu íslendinga að fyllstu tilætluðum notum. Þá munu í stað hinnar stöðugu árang urslitlu leiar í Ríkisútvarpinu verða hægt að fá trúleg og ábyrg svör, hvenær sem spurt er: Hvar eru ... ? Rétthafar að verkum Victor Urbancic. Ólst Sigrún þar upp hjá systur sinni, og átti þar jafnan heima, þar til hún giftist. Árið 1913 giftist hún Gísla Þ. Gilssyni að Arnarnesi í Dýrafirði og hóf þar búskap ásamt manni sínum þar til 1948, að þau fluttu suður að Fellsmúla í Mosfellssveit. Árið 1935 létu þau hjón af bú- skap og fluttu til Reykjavíkur að Hrísateig 21. Þau hjóu eignuðust 6 börn, 5 dætur og 1 son, Höskuld, er dó 13 ára og Þorlaugu, 1 árs. Dæturnar sem upp komust eru: Elínborg gift Einari Steindórs- syni bílstjóra, Guðrún og Friðdóra ógiftar og Svanfríður gift Páli Ei- ríkssyni lögregluþjóni. Allar eru þær búsettar í Reykjavík og mynd arkonur, eins og þær eiga kyn til. Frú Sigrún var tápmikil og traust kona í allri skaphöfn. Allir sem nokkur kynni höfðu af henni, sáu að þar fór heilsteypt kona, sem bar ekki hæfileika sína á vett- vang sýndRrmennskunnar, en laut hinum hljóðiáta innri þrosfca kven- legrar snyrtimennsku og fegurðar, með „lotningu fyrir lífinu“ er sannaði þá staðreynd, að: ,,í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna.“ Að vonum þótti Mýrhreppingum skarð fyrir skildi, er þau hjón og dætur þeirra fluttu burt frá Arn- ai-nesi. En slík e harmsaga sveit- anna, og tjáir víst ekki um að sakast. Sveitunum blæðir, en kauptún- in soga í sig hið unga blóð upp- vaxandi kynslóðar. Þegar við gamlir sveitungar, vinir og samferðamenn Sigrúnar, kveðjum hana nú að ieiðarlokum vottum við eftirlifandi eiginmanni og dætrum okkar innilegustu sam- úð og biðjum þeim allrar blessun- ar, minnug þess með skáldinu, að: „Móður sinnar á morgni lífs barn or brjóstmylkingur. En í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ei skjól, nema guð.“ Blessuð sé minning Sigrúnar Guðlaugsdóttur. Bjarni ívarsson «;íl5u horniíS (Framhald af 4. síðu). Gaylor Hosmer var tekinn fast- ur fyrir memsæri. Skýring hans á því, sem skeði nóttina. sem Gib- son var myrtur er ekki rétt. Hann var látinn íaus gegn 7500 dollara tryggingu. Mál hans kom fyrir rétt í apríl, og iögreglan vonar að hún hafi þá Tieiri sönnunargögn í höndum en hún hefur sem stend- ur Hún vonast til að lygamælis- prófið gefi einhvern árangur. — Að vísu finns't okkur það ekki rétt að fremja morð segja þeir ocinskátt — En í hreinskilni sagt þá var velgengm' Gibsons svo mik- i'. að hann át.ti skilið að honum væri kippt ofan af sinni grænu grein. Einvígið (Framhald á 13. síðu). þetta sinn vajr árangurinn ekki góður. Eðlilegra hefði verið að leika 14. 0-0-0. 14. —Dc7! 15. g5—Bg6 Ekki dugði 15. —Be4 16. Hgl—Bh2? vegna 17. Bf4! 16. 0-0-0—0-0-0 17. Rg3— hxg5 18. Bxg5 Bf4f! 19. Bxf4 —Dxf4f 20. De3—Dh6! 21. Bd3—Bxd3 22. Hxd3—Rb6. Botvinnik teflir mjög fall- ega. Með hverjum leiknum sem líður, er sem hann klemmi Tal fastar í skrúf- stykki. Það er furðulegt, að Tal skildi ekki fallast hug- ur; að hann skyldi ekki finna hjá sér innri löngun til að „bíða dauöans". 23. Dxh6 Ef til vill hefði verið betra að leika 23. b3, til þess að opna ekki g-línuna fyrir and stæðinginn. 23. —gxh6 24. Hf3—f5 25. Hel—Hd6 26. c3—Hg4 27. Re2 —Rd5! Þannig stýrir Botvinnik fra mhjá rifi einföldunarinn- ar; 27. —Hxh4 28. Rf4—-Kd7 29. Rg6—Hh5 30. Re5f—Ke7 31. Hgl—Hg5 32. Hhl. 28. Hhl—Hd8 29. Hg3! 29. —Hxg3 30. fxg3—Hg8 31. Kdl—Hg4 32. Kel—Kd7 33. Kf2—He4 34. Hel—Kd6 35. Rcl!—Hxel 36. Kxel—c5! 37. Ke2—cxd4 38. cxd4—Rf6. Tal hefur gert það sem hann gat, en einnig riddara- endataflið er svörtum í hag. 39. Kd3—Rh5 40. Re2—e5 41. a4! í þessari stöðu fór skákin í bið, og Botvinnik innsigl- aði biðleikinn. Biðskákina rannsökuðum við alla nótt- ina og daginn eftir. Við borð- uðum aðeins súkkulaði og reyktum — tímdum ekki að eyða tíma i mat. Hvaða leik hafði Botvinnik innsiglað? Það var spurning, sem við veltum fyrir okkur. Þegar biðskákin var tefld, opnaði aðaldómari einvígis- ins, G. Stahlberg umslagið með biðleiknum, og kom í ljós, að Botvinnik hafði ekki leikið sterkasta leiknum. — Framhaldið varð: 41. —Rf6 42. dxe5f og eftir 42. —Kxe5 43. b4 bauð heimsmeistarinn j afntefli, sem áskorandinn þáði þegar. Ef Botvinnik hefði hins vegar leikið sterk asta biðleiknum, 41. —e4f, þá hefði getað orðið skemmtileg barátta, þó að við fyndum heldur ekki vinning fyrir svartan í þeirri leið. Athyglis verð er eftirfarandi leið, 42. Kc4—Rf6 43. Rf4—a5 44.b4! —axb4 45. Kxb4—Rd5t 46. Rxd5—Kxd5 47. Kc3—h5! 48. a5—Kc6 49. Kb4, ekki 49. Kc4, vegna 49 —]o5! (Hér virðist hafa slæðst villa inn í rannsóknir aðstoðarmanns- ins, hvort sem um er að kenna svefnleysi eða öðru, því að eft ir 49. —b5t? 50. Kc3!, er það ekki svartur sem vinnur, eins og gefið er í skyn, heldur hvít ur! Þá er nefnilega upp kom in ein af þeim skemmtilegu endataflstöðum, þar sem sá tapar, sem á leikinn. — Frey- steinn). 49. —é3 50 Kc3—Kb5 51. Kd3—Kxa5 52 Kxe3— —b5 53. d5—b4 54. Kd4, og ekki er erfitt að sannfærast um, að 'Skákin á að enda í jafntefli. Flóknari gæti bar- áttan orðið eftir 42. Kc4—a5 43. b4—axb4 44. Kxb4—K;d5 45. a5!—Rf6 46. Kc3—Kc6 47. Rf4—Kb5 48. d5—Kxa5 49. Kd4—b5 50. Ke5—Rd7t 51. Ke6, með hálsbrjótandi flækj um. Þegar öll ósköpin eru um garð gengin, ætlum við Tal að rannsaka endataflið ná- kvæmlega. Hjá íbúum Rígu, hjá Tal og hjá sjálfum mér, olli skák þessi ófáum geð- sveiflum. Æsandi barátta! Nú er sérstök ástæ$a ti! a(S endmskoÖa trvggingarupphæÖir á verziunarvörum! Þegar ársuppgjöri er lokið og vörutalníng frá s. 1. áramótum liggur fyrir er nauðsynlegt hverju verzlunafyrirtæki að endurskoða tryggingarupphæðir sínar miðað við vörumagnið og núverandi verðlag. Ef þér komizt að raun um að tryggingum yðar er eitthvað ábótavant þá hefðum við sérstaka ánæg.iu af að leiðbeina yður. SÍMINN ER 17080 Brunadeild — Umboð um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.