Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 12
12 T f MIN N, miTSvikndaginn 6. aprfl 1960. Frá íþrótfum á Akureyri — Rætt viíS GutSmund Þorsteinsson, I. B. A. Guðmundur Þorsteinsson frá Akureyri er fjölhæfur íþróttamaður og íþróttakenn- ari að menntun. Hann dvelst í Reykjavík í vetur við nám og þjálfar vel í tómstundum. Til þess að kynnast örlítið íþrótta- lífinu á Akureyri skulum við gefa honum orðið: — Hvað vilt þú segja um að- stöðu á Akureyri til íþróttaiðkana? — Ég tel að aðstaða á Akureyri,1 bæði til sumar- og vetraríþrótta sé góð og mun fara batnandi, hvað aðstæður allar snertir. Bæjar- stjórn Akureyrar hefur sýnt íþróttamálum bæjarins mikinn skilning, og eru þau íþróttamann- virki, sem upp eru komin eða eru í uppsiglingu, mjög góð. En þó tel ég að meiri rækt þurfi að leggja við allt viðhald og rekstur hins ágæta íþróttasvæðis. T. d. vantar mannhelda girðingu og gjarnan skjólbelti, limgerði, en eins og allir vita verða ekki allir hlutir gerðir í einu, en ef völlurinn á að geta staðið að einhverju leyti undir sér, hvað rekstursafkomu snertir, þarí að athuga þetta mál fyrr en síðar. Nú í sumar verður hægt að nota hina nýju byggingu við völlinn, en það er mjög nauð- synlegt, t. d. vegna hinnar tvö- földu umferðar í knattspyrnunni, og er þá hægt að bjóða keppend- um og áhorfendum upp á fyrsta flokks aðstæður. Síðar meir verða svo byggð stæði. — Sundhöllin er Guðmundur í „gallanum". hm skemmtilegasta og er útilaug- stórbætir alla aðstöðu, bæði til in einkar vinsæl á góðviðrisdögum skíðaiðkana almennt og svo til sumarsins. — Nýja skíðahótelið skíðamóta. Skíðahótelið er stað- Norðurlandsmelstarar í 4x5 km. göngu voru Akureyringar (sveit ÍBA) á slðasta Norðurlandsmeistaramóti á skiðum, sem haldið var 1958. Talið frá vinstrl: Krlstinn Steinsson, Stefán Jónasson, Haukur Jakobsson og Guðmundur Þorsteinsson. Aðstaða til skiðalðkana á Akureyri er mjög góð og fer batnandi, en nú stendur yfir bygging hins nýja skiðahótels í Hlíðarfjalli og er þegar farið að nota það í sambandi við mót, þótt ófullgert sé enn. Margt er þó ógert í skiðamálunum t. d. vantar fullkomna skiðalyftu, símakerfi o. fI., en crfltt mun vera að fá efnl í þessa hluti hérlendls. En þess skal getið, að sett hefur verið upp lytfa sem knúin er af jeppabifreið og er hún ágæt það tatn búr. iuar. sett í Hlíðarf jaiHi og er ágætur bíl- vegur þangað og snjórinn tilbúinn xmdir skiðin þótt snemma vori við sjávarsíðuna. Að lokum vil ég geta þess, að nú skortir okkur Akureyringa góð- an íþróttasal með fullkomnum körfukna'ttleiksvelli, og einnig þyrfti að reikna með áhorfenda- svæði. Frá náttúrunnar hendi er aðstaða mjög góð, veður eru frem- ur stillt, skíðaland gott, oft er skautaís, þótt nú hin síðari ár geri oft hlákur á miðjum þorra. Akur- eyri er að mörgu leyti heppilegur höfuðstaður íþrótta norðanlands vegna legu bæjarins og allra sam- gangna. — En hvað segir þú um íþrótta- áhugann á Akureyri? — íþróttaáhuginn er svipaður þar og annars staðar á landinu, þ. e. a. s. þetta gengur í bylgjum. Akureyringar hafa átt fslands-! meistara í rokkrum greinum síðari ár, t. d. Magnús Guðmundsson, bæði á skíðum (bruni) og í gólfi, Björn Baldursson núverandi skauta meistara fslands o. fl. Sundfólkið er á uppleið og má þar nefna Björn Þórisson í skriðsundi. Ung- ir og efnilegir knattspyrnumenn eru á Akureyri og gætu náð lengra ef æft væri meira allt árið. f frjáls- ura íþróttum. hefur lengst náð Björn Sveinsson, en hann á Akur- eyrarmet á 10.9 sek. í 100. m.' hlaupi. Nú sem stendur eru heldur fair í frjálsum íþróttum, en bætt æfingarskiiyrði og góður þjálfari gæti áorkað miklu. — Skákmenn höfum við átt nokkra og hefur þar komizt lengst Ingimar Jónsson og er hann talinn með beztu skák- mönnum á íslandi. Ég tel. að á Ak- ureyri og viða annars staðar hér- lendis sé ekki nógu mikill áhugi almennings á íþróttum. íþróttir eru fyrir alla, en ekki einhverjar fáar útvaldar „stjörnur", eins og stundum vlrðist vera. Þó vil ég geta þess, að áhugi almennings á skautaíþróttinni á Akureyri er mikill og má þakka f.B.A. fyrir (Framhald á 15 síðu) j /--------------------------------- Úrslit í „Körfunni“ í kvöld f kvöld kl 8.15 lýkur að Há- logalandi ísladsmeistaramóti í körfuknattleik. Þá keppa til úrslita f.R. og K.F.R. í meist- arafl. karla. Jafnframt fer fram leikur i 2. fl. kvenna, og eru bæði liðin úr K.R. Mót þetta hefur verið mjög skemmíilegt, og ber órækan vott um það vaxandi gengi og vinsældii, sem þessi íþrótt á að fagna hér á landi. Örugglega verður gaman á Hálogalandi í kvöld. Hln nýja sundhöll Akureyringa, vígö 1956. Um lefð sköpuðust skilyrði til sundiðkana allt árlð. Þarna eru tvær sundiaugar; stór og mjög skemmtileg útilaug (33% m.) og innilaug, notuð á veturnar (12% m.). Innilaugin er mjög fullkomin kennslulaug, t. d. með Ijóskastara undir yfirborði vatnslns og ennfremur er gengið svo frá bökkum laugarinnar að yfirborð vatnsins verður aldrei mjög öldótt. í sundhöllinni er einnig ágæt gufubaðstofa. Við hið nýja íþróttasvæði stendur yfir bygging stúku með öllum viðeig- andi búnaði, svo sem böðum, búningsherbergjum og einnig munu þjálfarar hafa 4>ar aðstöðu. Byggingarframkvæmdir þessar hófust síðari hluta júní 1959, en myndin er tekin í ágúst síðast liðnum. Keppendur úr S.A., sem kepptu í íslandsmótinu s. I. Talið frá vtnstri: — Björn Baldursson, íslandsmeistari, Jón D. Ármannsson, Birgir Ágústsson, Ágúst Karlsson, Skúli Ágústsson, sem var nr. 2 á mótinu (16 ára), Sigfús Erlingsson, Örn Indriðason og Þórhallur Karlsson. Akureyrarmeistarar í drengjaflokki í knattspyrnu, lið K.A., en þessir drengir léku á Laugardalsvellinum á undan heimsmeistarakeppninni. Þeir eru nú flestir í 1. fl. og á þelm byggist, hvort tekst að halda sætinu í Mokknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.