Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 9
TlMINN, miðvíkudngmn 6. apríl 1960. 9 Séra Robert Jack hefir nýlok- ið að rita tvær bækur um ísl. efni Tíðindamaður blaðsins hitti séra Róbert Jack að máli fyrir skömmu, er hann var staddur hér í bænum. Séra Róbert er nú búsettur á Tjörn á Vatns- nesi og hefur þjónað því brauði síðustu árin Séra Ró- bert er sem kunnugt er skozk- ur en lærði til prsets hér og hefur þjónað hér á landi lengst af — Hvernig líkar þér vistin á Vatnsnesinu, séra Róbert? — Allvel. Það er búið að byggja gott prestshús á Tjöm og raunar er þetta í fyrsta sinn, sem ég bý í góðu íbúðar húsi síðan ég gerðist prestur á íslandi. ; —Hvar þjónaðir þú fyrst? j —Austur í Eydölum, en síð an fór ég til Grímseyjar. Þar var ég í sjö ár. — Og ritaðir bók um Gríms ey? — Eg ritaði bókina Artic living, og hún er að allmiklu leyti um Grímsey og Gríms- eyinga. Hún kom út í Kanada og var vel tekið. Síðar kom hún einnig út í London. — Svo fórstu til Kanada? — Já, ég var þar þjónandi prestur i tvö ár. — Stundarðu búskap á Tjörn? — Nei, ekki getur það heit- ið. Þar er túnið mjög lítið og fripahús nær engin. Konan og börain fást þó við smá- búskap. Við höfum kýr til heimilisþarfa og nokkrar kind ur, og svo er byrjað að rækta. — Hvernig gezt þér að Hún vetningum? — Allvel. Þeir hafa góða kímnigáfu, eru hressilegir vel og ég felli mig vel við það lundarfar, það er líkt því, sem ég þekki bezt. — Hefurðu skrifað margar bækur seinustu árin? — Já, ég hef skrifað tvær, og vonandi koma þær út bráð lega, a.m.k. önur. — Hvert er efni þeirra? — Önnur er yfirgripslýsing á íslenzkri sögu og íslenzkum bjóðháttum í dag, rituð í stil við bækurnar „Inside Kan- ada, Inside . . . “ o. s. frv. Hún heitir „Iceland the brave“. Eg sendi brezku útg,- fyrirtæki hana, og hef fengið það svar, að það hafi' áhuga fyrir að gefa bókina út, en ástandið í sambúð Breta og ís lendinga sé ekki á þann veg núna, að gróðavænlegt gæti tahzt að gefa út bókina sem stendur. — En hin bókin? — Það er skáldsaga. Hún gerist bæði á íslandi og í Kanada Hún hefst á Vatns nesinu og segir frá ungri stúlku, sem þar elst upp en flytur síðan vestur um haf til Manitoba en kemur svo aft ur til íslands. Eg sendi kana- Robert Jack disku útgáfufyrirtæki þetta handrit, og hef fengið það svar um að sú bók verði tekin til útgáfu. — Hvað heitir þessi bók? — Hún heitir „From dark- ness to life“. „Hver vinnur?" Hversu oft. sæðulausu, það er mjög erfitt þessi spurning hefur verið fyrir hvítan að brjóta niður lögð fyrir mig, veit ég ekki,; en til þess að hætt yrði að „kvelja“ mig með slíkum spurningum, skrifaði ég grein i eitt af Rigublöðunum, þar sem ég gerði grein fyrir spá- dómum mínum um, einvígið Botvinnik — Tal. Aðalspáin var fólgin í því, að sá ynni, sem á úrslitaáfanga einvígis ins gæti þvingað eigin skák- stíl upp á andstæðinginn. Því verður ekki neitað, að svarta virkið. 2. d.4 ú5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. Rge2 — Aðalhugmynd þessarar leið ar er að skapa sem íyrst hót anir á punktinn ,.e6“ 6. — e6 7. K4 h6 8. Rf4 Bh7 9. Bc4 Rf6 10. De2 — Þetta er harla algengt í þesu einvígi — Tal býður Botvinn ik upp á peð, en hejmsmeist arinn hafnar. 10. — B^G — Auðvitaö ekki Úr dagbók aístoíarmaims . Heimsmeistari í essinu sínu að undanteklnni fyrstu skáki inni hefur Botvinnik tekizt að fá fram „sínar stöður“, og aðeins hin afburða meistara lega vörn Tals, sem kom ýms um á óvart, gat komið í veg fyrir, að Botvinnik næði for- ystuni í einvíginu. Skákvinir Riguborgar, sem lásu grein mína, eiga nú eftir að rá svar við nýrri kveljandi spurningu. „Að hve miklu leyti tekst Botvinnik að þvinga Tal undir vilja sinn?“ Þannig fór það og í fimmtu skákinni', að Tal reyndi að sjálfsögðu að ná sókn, en Bot vinnik varðist, og skyndilega kom { ljós, að Tal var farinn að svipast um til þess að geta bjargað sér á „þurrt land!“ Þetta gerðist þannig: Hvítt: Tal Svart: Botvinnik 1. e4 c5 — Botvinnik velur Caro-Kann vöm og ekki að á- 10. — Dxd4, vegna 11. Bxe6 fxe6 12. Rxe6 11. Be3 Tal hugsaði lengi um þenn an leik, en að lokum komst hann að þairri niðurstöðu, að fórn á „e6“ stæðist ekki, þar sem að hægt er að svara 11. Bxe6 með 11. —0-0! 11. —Kbd7 12. Rgh5—Rxh5 13. Rxh5—Hg8! Þessi yfirlætislausi leikur er mjög góður, þar sem hann stöðvar sókn hvíts í fæðing- unni. 14. g4!? Hefur Tal misst þolinmæð- ina? Eftir skákina sagði hann mér, að hér hefði hann kom- izt að þeirri niðurstöðu. að það væri alls ekki hægt að brjóta niður svörtu stöðuna, og hann hefði þá ákveðið að flækja taflið. En einnig í (Framhald af 9. síðu). ir að þjóðmenningin byggix í veigamiklum efnum á kristn um verðmætum, viðurkennir gildi þeirra verðmæta og vill styðja kirkjuna ■ til á- hrifa á hugsun og háttu þjóð arinnar. Vér byggjum í þessu á þúsupd ára erfð Hverjum kristnum íslendingi hlýtur að vera það dýrm'ætt, að stj órnarskrá ríkisins skuli bera viitni þelrri hugsjón, a,ð hér skuli vera kristið mannfélag, kristin menning. Hitt er annað mál, hvernig þeirri hugsjón er fylgt nftir. þegar til raunhæfra fram- kvæmda kemur. En gildi þessa vitnisburðar stjórnar- skrárinnar er ómetanlegt. meðan hann á stoð i huga þjóðarinnar og mótar að ein hverju leyti viðhorf ríkisins í reynd. Það var ein af hugsjónum siðabótarinnar. i!ð leikmenn skyldu kvaddir til stórum meiri og ábyrgari aðildar að málum kirkjunnar en verið hafði. Sú nýskipan kirkju- mála, sem siðbótin leiddi af sér, varð sitt með hverju móti { verulegum atriðum í hinum ýmsu löndum. Til þess lágu aðstæður og atvik. Lúther var óragur við að fela lögmætum þjóðhöfðingj um yfirstjórn hinna ytri mála kirkjunnar. En for- senda hans fyrir því var sú, að þjóðhöfðingjarnir væru kristnir, væru kirkjunnar menn. Hann var þeirrar skoðunar, að hver meðlim- ur kirkjunnar bæri sína á- byrgð, ætti sína hlutdeild í almennum prestsdómi. Sú ábyrgð var að sama skapi meiri sem mannaforráð voru meiri. Húsbóndi var í ábyrgð um andlegan hag hjúa sinna, hann átti prests legum skyldum að gegna við bau. Þj óðhöfðinginn hafði á líkan hátt skyldur við begna sína, bar sína miklu ábyrgð á sálarheill þeirra. Því var það á engan hátt óeðlilegt frá sjónarmiði Lúthers, að þjóðhöfðingi hefði á hendi yfirstjórn ytri málefna kirkjunnar, það var rökrétt afleiðing af stöðu hans sem landsföður og kirkjunnar manns. Veraldlegir höfðingjar not færðu sér byltinguna til á- bata fyrir sjálfa sig. eins og kunnugt er, hrifsuðu und ir sig kirkjueignir og kirkju legar gersemar og höfðu að litlu eða engu kröfur sið- bótarmanna um að verja klaustra- og kirknafé til styrktar fátækum, til líknar mála og lýðfræðslu. Þetta atferli kom sérstaklega hart niður á löndum, sem lutu erlendu valdi. Þarf ekki að rekja þá sögu hér né bá þró un mála, sem síðar hefur orðið hér á landi. En þrátt fyrir gerræði kon ungsvalds og konungsgæð- inga hélt ísl. kirkjan miklu fjárhagslegu sjálfstæði um langan aldur. Þjóðin hafði lagt henni tekjustofna. aðal lega fasteignir. sem hún var sæmilega haldin af. miðað við almenna hagi í landinu. Hver sóknarkirkia var siáifs eignarstofnnn, nema bær. sem voru einkaeign og íylgdu tilteknum fasteign- um sem kvöð fbændakirkj- ur>. er hafði að mótvægi til- lög þeirra, sem áttu sókn að kirkjnnni og skyldu njóta kirkjulegs embættis að henni. Flestar kirkjur lands ins stóðu á eigin fðtum, kost uðu sjálfar biónustuna. presturinn báði brauð sitt af eignum kirkju sinnar naut auk þess nokkurra framlaga sóknarmanna. Á móti kom það frá hans hálfu, auk þjónustunnar, að hann var umboðs- og ábyrgð armaður kirkjueignanna varð að sjá um viðhald oa endurbyggingu kirkjunnar Efnahagslegt sjálfstæð' kirkjunnar beið stóra.n hnek'ki. þegar biskupsstól • arnir voru lagðir niður og eignir stólanna seldar. And virðið rann í konungssjóð. Síðan vindur málum eindreg ið til þeirrar áttar, að ríkið tæki undir sig eignir kirkj unnar. Þau lög, sem sett voru á fyrsta tugi þessarar aldar, launalög og lög um sóknargjöld, miðuðu að því að koma búskap kirkjunnar á nýjan grundvöll. Rikissjóð ur tók að sér lífeyri presta, raunar með því skiíyrði, að prestsembættum væri fækk að stórlega. Prestar tóku að vísu áfram nokkurn hluta launa sinna í hlunnindum af kirkjueign, en annan bein an afrakstur af eignum sín um hafði kirkjan engan. — Kirkjuhúsin hverfa í umsjá safnaðanna, eignalaus, en lögákveðin, lág kirkjugjöld áttu ein að standa undir öll- um þörfum þeirra. öðrum en prestsþj ónustunni. Hér var illa séð fyrir kosti safnaðanna, svo sem ræki- lega er komið á daginn, og miðað við þann hlut, sem þjóðin hafði ætlað kirkj- unni og veitt henni með hinu eldra fyrirkomulagi, sótti mjög í lakara horf um fj árhagsaðstöðu hennar. — Það, sem gerist er þetta: Kirkjan verður efnalega ó- myndug vegna þe*1- ríkið tekur að sér öll umráð yfir eigum hennar. Rikið tók í staðinn að sér að greiða prestum laun. Raunar var stófnaður prestslaunasjóður um sama leyti og launalög- in voru sett 1907 og átti hann að hafa tekjur af kirkjueignum og lágum skatti. En sú ráðstöfun varð að engu vegna verðbreyt- inga. En að frátöldum laun- um prestanna tók rikið ekki á sig neinar skyldur. Það tók m.ö.o. á sig aðeins nokkuð af þeirri ábyrgð á efnalegri afkomu kirkiunnar, sem sá hluti þjóðareigna, sem kirkj unni hafði verið lagður. en hvarf undir rikið, stóð fyrir. Annað var lagt á herðar safnaðanna, án bess að þeim væri séð fvrir viðhlítandi tekjustofnum. Nærtæk og glögg dæmi sýna lióslega. hversu mjög kirkjan hefur samið af sér í þessu. Garðakirkja á Akra nesi átti mestan hluta þess lands, sem Akraneskaupstað ur stendur á. Hvers virði er það^ land nú? Garðakirkja á Álftanesi átti lönd, sem nú eru ein hin verðmæt- ustu á landinu — og verður ekki endurbyggð nema með samskotum, fórnum áhuga- manna. Dæmin eru mörg fleiri slík. (Niðurlag)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.