Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1960, Blaðsíða 6
6 TfMINN, miðvikudaginn 6. aprfl 1960. Orðið er frjálst ivar eru . . f tilefni af umræðum þeim um meðferð Ríkisútvarpsins á tónverk um í vörzlu þess, sem hófust í Morgunblaðinu hinn 22. 3. s., 1- og haldið hefur verið áfram af ýms- um aðilum, viljum við hér með birta kafla baráttu dr. Victors Ur- bancic í þágu íslenzks tónlistar- lífs, reynslu hans af Tónlistardeild útvarpsins í tæpa tvo áratugi og okkar rétthafa eftir hann á þeim tveim árum, sem liðin feru frá and láti hans. Verður þó aðeins stiklað á stóru. Dr. Vietor Urbancic hafði um hartnær fjórtán ára skeið með höndum stjórn hljómsveitar þeirr- ar, sem nú heitir Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Enn fremur stjórn- aði hann kór, færði upp næstum alla söngleiki í Iðnó, óperur og miklvægum verðmætum, sem þeir höfðu sjálfir átt sinn þátt í að skapa. En að þessu sinni var þó segulbandið enn sjáanlegt. Er það meira en sagt verður í sambandi við örlög þau, sem upptökur á öðrum oratoríum hafa sætt hjá Ríkisútvarpinu. Þess vegna leyfum við okkur að bera opinberlega fram þá spurn- ingu, sem við höfum oftsinnis áður spurt viðkomandi hlutaðeigendur: Hvar eru þær upptökur, sem gerð- ar hafa verið á vegum íslenzka Ríkisútvarpsins á hinum miklu oratoríumverkum í frumflutningi islenzkra tónlistarmanna: . Judas Makkabeus eftir Haendel, Davfð konungur eftir Honeger, Requiem eftir Mozart, Jóla-oratoríum Bachs, Stabat Mater eftir Pergolesi o- fl.? ■ ■ svo að hinir miklu hæfileikar ís- lendinga á því sviði mættu njóta sín sem bezt. Sjálfur segir hann í minnisgreinum sínum: „Ég var ákveðinn í að helga íslenzku tón- listarlífi alla krafta mína....“. — Þannig varð frumflutningur hinna miklu verka merkileg menningar- leg heimild uim það tónlistarstarf, sam var unnið, þegar enginn opin- ber styrkur var veittur til tónlistar- náms eða starfs. Það var eingöngu borið uppi af einlægri ás íslend- borið uppi af einlægri ást íslend- Það, sem sagt hefur verið um gildi flutnings á óratorískum verk- um og verðmæti þeirra fyrir dag- skrá Ríkisútvarpsins, á einnig við um frumflutning fyrstu óperuvið- fangsefnanna á íslandi. Þrátt fyrir alla mótstöðu auðnaðist dr. Urban- cic að sjá þann draum sinn rætast, að mega undirbúa og stjórna óperu flutningum með því sem næst ein- göngu íslenzkum tónlistarkröftum. Maður skyldi halda, að upptökur frumflutninga fyrstu óperanna hér á landi, hefði verið vandlega varð- veittar af hálfu Ríkisútvarpsins sem merkileg heimild. Þó verðum við enn að endurtaka spurninguna: Hvar eru hinar ágætu upptökur af öllum fyrstu óperum hér á landi? Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Rikisútvarpið veitir fyrir- fannst þar í fyrra aðeins upptakan af Tosca. Allar aðrar óperur, sem dr. Urbancic stjórnaði á árunum 1951—1957, Rigoletto, La Traviata, Bajazzo, Cavalleria Rusticana og Töfraflautan — sem flutt var í til- efni af ártíð Mozarts — eru sagðar ófinnanlegar. Sama gildir um upp- tökur af öllum þeim óperetxum, sem dr. Urbancic stjórnaði, fyrst í Iðnó og síðar í Þjóðleikhúsinu, t. d. upptökuna af frumflutningi á Leðurblökunni hér á landi, Kátu ekkjunni, Sumar í Týról, sem fs- lendingum væri kær eign, þótt ekki væri nema fyrir íslenzku text- ana. En við spurningunni: „Hvar eru. .. . ? höfum við ekkert svar getað fengið heldur. Það er alkunna, að dr. Urbancic vann ekki aðeins af öllum mætti að því að erlend stórverk yrðu flutt af íslenzkum tónlistarkröftum í sívaxandi mæli, heldur og að kynningu á íslenzkum tónverkum. Sem eitt dæmi um það má nefna, að það kostaði hann 2 ára leit að hafa upp á handriti að hátíðar- kantötu Emils Thoroddsens, sem virtist með öllu týnt og glatað, en fannst loks í fórum Ríkisútvarps- ins. Hann lauk þá samningu þess eftir ósk ekkju tónskáldsins (loka- söngurinn, „Rís íslands fáni“, er eftir hann), og stjórnaði loks flutn ingi á því fyrst í maí 1954 í Þjóð- leikhúsinu og síðan úti fyrir Al- þingishúsinu þann 17. júní sama ár — en það var tónlistarviðburður, sem hver íslendingur má sannar- lega vera stoltur af. Því meiri ástæða var fyrir Ríkisútvarpið að sjá svo um, að þetta snjalla og þjóðlega íslenzka tónverk mætti hljóma sem oftast í eyrum almenn ings. En samt fór nú svo, að þessi tónlistardýrgripur reyndist aftur horfinn hjá útvarpinu þegar til átti að taka á sextugsafmæli hins látna tónskálds, Emils Thoroddsens, í júnímánuði 1958 — og ekki nóg með það, heldur voru öll nótna- handritin, þar á meðal patitúrút- skriftirnar, horfin. Og nú var dr. Urabncic ekki lengur á lífi til að galdra tónverkið fram aftur. En þegar sextugsafmælið var liðið hjá, kom það allt í einu í leitirnar aft- ur af sjálfu sér og var nú flutt fyr- ir stuttu í útvarpið. Voru þá 6 ár liðin frá áðurnefndum frumflutn- ingi þess! En sagan um varðveitingu menn ingarlegra heimilda í Ríkisútvarp- inu verður þó ekki full sögð, nema tOfærð séu nokkur dæmi um fram komu þá, sem dr. Urbancic sætti í sambandi við þau tónverk, sem hann lék sjálfur. Upptökur af hljómleikum hans á bezta kirkju- orgel landsins í Landakoti, eru ófinnanlegar og af öllum hinum mörgu orgelverkum, sem hann lék þar, er ekkert eftir nema kannske eitt einasta. En hluti af hljómplöt- um með orgelleik hans úr Fríkirkj unni er skráður sem „bannað að flytja“. Hver bannar, fæst hins veg ar ekki upplýst. Áreiðanlega ekki flytjandinn, þaðan af síður erfingj- ar hans, sem hlotið hafa ráðstöfun- arrétt á verkum hans að honum látnum. Sama gildir um upptök- urnar af píanóleik hans sem ein- leikara, undirleikara og meðleik- ara í kammermúsíkverkum. Sem eitt augljósasta dæmi um ástandið í Ríkisútvarpinu í þessum málum og hvaða meðferð eigin verk Victors Urbancic hafa sætt af hálfu þess, skal hér að endingu sagt frá því, hvernig farið hefur varðandi Klarínettsónötu hans- Þetta verk, sem oft er leikið er- lendis, var leikið inn á hljómplötu á vegum Ríkisútvarpsins af Agli Jónssyni, sem tókst það snilldar vel, en höfundurinn sjálfur annað- ist undirleik á flygel. Eins og vænta má hefur hljómplata þessi verulegt gildi, að minnsta kosti fyrir okkur. En þegar til átti að taka var Klarínettusónatan líka horfin! Og loks var það upplýst, að „af tilviljun" hefði komið sprunga í þessa hljómplötu, og hefði hún því verið eyðilögð. Að sjálfsögðu mundum við hafa tekið þessar upplýsingar góðar og gildar, einkum þar eð þess var að vænta, að opinber stofnun sem (Framhald á 13. síðu). Sérhver kona á auðvelt með að sjá hvenær maðurinn er aftur sómasamlega rakaður * Dr. Viktor Urbancic söngleiki í Þjóðleikhúsinu og kom fram sem orgel- og píanóleikari, svo að upptökur hans fyrir Ríkis- útvarpið í leikhúsi, hljómleikasal i og útvarpssal munu vera orðnar hátt á annað hundrað. Eftir andlát hans voru margiri að hvetja okkur til að bjarga þess um upptökum frá glötun frá út- varpínu, þar sem komið hafði í ljós, jafnvel á meðan dr. Urbancic var enn á lífi, að þær reyndust annað hvort ekki finnanlegar eða þá að meira eða minna leyti eyði- lagðar, ef til þeirra átti að taka.! Við nefnum hér sem eitt dæmi,! þær ótrúlegu staðreyndir í sam- bandi við upptöku á hinu fræga: kórverki Rossinis: Stabat Mater. | Flutningur þessa verks, árang-t urinn af margra mánaða markvissu I og erfiðu starfi íslenzkra söngvara 1 og þrotlausrí þjálfun hljómsveitar manna, fór fram þann 6. marz 1951 og hlaut frábærar viðtökur og dóma íslenzkra og erlendra áheyrenda, bæði í lekihúsinu, þar sem tónverkið var flutt og þeirra, sem heyrðu það í útvarpinu, og^ teljast sérfróðir á sviði tónlistar-1 innar. Margur mundi segja, að þar með hefði dagskrá Ríkisút- varpsins orðið mikilvægu tónlistar-: verðmæti auðugri. í byrjun maímánaðar, ekki nokkrum árum seinna, heldur aðeins tveimur mánuðum síðar, hugðist dr. Urbancic láta erlenda gesti heyra upptökuna. En þá kom í ljós, að inn á segulbandsupptök- una á þessu dásamlega tónlistar- verki hafði verið leikin jazztónlist. Þar með voru íslendingar sviptir Hvar er hin íslenzka útgáfa 36- hannesarpassíunnar niðurkomin? (svo ekki sé minnzt á Messíasar- oratoríið). En sú útgáfa verksins var sérstæð að því leyti, að það var ekkí um að ræða þýðingu á þýzka textanum við tónlist Bachs, eins og annars staðar utan Þýzka- lands. Victor Urbancic hafði tek- izt að samhæfa vers úr passíusálm um Hallgríms Péturssonar og ritn- ingargreinar á íslenzku, við tó_n- list Bachs. Þar með eignuðust fs- lendingar einir allra menningar- þjóða að samlöndum tónskáldsins undanskildum, útgáfu Bachpassí- unnar á móðurmáli sínu — með öðrum orðum: Bach-passíuna með íslenzkum frumtexta. Þetta vakti mikla athygli erlendis og er talið einstætt. Dr. Victor Urbancic vann þetta verk fyrir fslenzku þjóðina í heild, það var gjöf hans til henn ar, og hefur því engin stofnun né einstaklingur rétt til að eyðileggja það. Þess vegna spyrjum vér enn: Hvar er hin íslenzka Jóhannesar passía og hvar eru nótnahandritin að henni? Það væri allri íslenzku þjóðinni óbætanlegt tjón ef þessi fjársjóður hennar hefði ekki verið varðveittur sem skyldi. Menn kunna að svara því til, að dr. Urbancic hafi „bara verið út- lendingur", eins og hann fékk að heyra, enda þótt honum hafi ís- lerzki ríkisborgararétturinn verið jafn heilagur og hans eiginn heið- ur. Vann hann allt sitt starf í ná- inni samvinnu við íslenzka tónlist- arkrafta og af brennandi áhuga fyrir að efla íslenzkt tónlistarlíf, morgun og flnnið mismuninn. , 10 blaða málmhylki með hólfl fyrir notuð hlöð U Til að fullkomna raksturinn — Gillette rakkrem •V* v V«V»V«V*V*V*V*V*V*> V*V*V*V*V*V*V*V*V*V»V- Gillette

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.