Tíminn - 30.04.1960, Side 8

Tíminn - 30.04.1960, Side 8
8 TfMlNN, laugardaginn 30. aprfl 1960, Úr lofti getur að líta eyði- lega strandlengjuna, flat- neskjuleg hraun og svarta sandfláka. Mórautt vatnið úr Ölfusá blandast grágræn- um sjónum á breiðu svæði. Á einum stað við ströndina má þó sjá iðgrænan gróður- teig, óendanlega lítinn og umkomulausan kringdan dökkum sandi og hrjóstrugu hrauni eins langt og augað eygir. Þarna er vin í eyði- mörkinni, dyr Suðurlands að hafinu, Þorlákshöfn . Ósjálfrátt leitar augað að þessu eina lífsmarki auðnarinnar. í tveimur skipulegum röðum má sjá snotur íbúðarhúsin og nær sjónum þyrpingu stórhýsa. Tveir hafnargarðar teygj a sig lítinn spöl út frá fjör- unni eins og sterklegir arm ar reiðubúnir að taka á móti fiskibátunum utan af mið- unum. Gró'Sur og mannlíf Það verður ekki komizt til Þorlákshafnar úr lofti enda oftast greiðar leiðir á landi og sjó. Bíllinn hristist og skekst á ójöfnum veginum. Þegar hrauninu sleppir taka við sandöldur og hólar þar sem melgrasskúfurinn harði berst hatrammri baráttu fyrir tilveru sinni. Víða stendur nakin klöppin upp úr sandinum á stórum svæð um. Áður en varir erum við komnir inn í þorpið og hér er grasi gróið milli ný- reistra húsa. Gróður og mannlíf hefur haslað sér völl mitt í auðninni. Hafna/borg framtíftar Fyrir 10 árum töldust 5— 6 menn heimilisfastir í Þor lákshöfn. Nú eru þar nær 200 íbúar og á vertíðinni var aðkomufólk allt að því jafn margt heimamönnum. Nýtt frystihús fullbúið hrað virkjum tækjum gefur fyrir heit um enn örari fólks- fjölgun á næstu árum. Og fyrirhuguð hafnarmann- virki munu breyta staðn- um í einhverja stærstu og umsvifamestu verstöð lands ins í náinni framtíð. Brú yfir Ölfusárósa mun gera litið þorp að hafnarborg Suðurlands. Me'Salaldur 16 ár Það er táknrænt fyrir þennan framtíðarstað að þar hefur enginn dáið i 11 ár. Og meðalaldur þorps- búa mun vera nærri 16 ár- um. Það er unga fólkið sem ræður ríkjum og stórhugur þess sem svífur yfir vötn- unum. Meitillinn h.f. heitir fyrirtækið, sem rekur út- gerð, söltunatstöðvar og skreiðarframleiðslu í Þor- lákshöfn og hefur nú reist nýtízku frystihús sem getur framleitt úr 100 lestum af hráefni á 10 klukkustund- um. Framkvæmdastj. þessa umsvifamikla fyrirtækis er ekki bagaður af ellihrum- leika fremur en annað í þorpinu. Þar situr í hús- bóndastóli hár og grannur maður, kvikur á fæti og fylgist með öllu vökulu auga. Benedikt Thoraren- sen er einungis 34 ára að aldri en hefur þó stjórnað framkvæmdum í Þorláks- höfn um áratug. Allt nema kjólklæddir þjónar Okkur verður fyrst geng- ið'að frystihúsinu sem gnæf ir hæst yfir staðinn, og hitt þar sem enginn hefur dáið í 11 ár og fiskinum er mokað á land, þótt höfnin sé suður í Þýzkalandi um þar fyrir Áma Bene- diktsson fulltrúa á bjartri og vistlegri skrifstofunni. Hann sýnir okkur efstu hæð hússins en þar eru íbúðir starfsfólks og kaffisalur. Herbergin eru stór og rúm- góð, hátt til lofts og birt- an rennur óhindrað inn um víða glugga. í matsaln um er búið að le.ggja á borð fyrir 100 manns, þar er set ið við sex manna borð. Þessi t matsalur hefði sómt sér á fyrsta flokks veitingahúsi, það vantar ekkert annað en kjólklædda þjóna og himin háa reikninga. Hæðin öll var líkari sumarhóteli fyrir túrista en verbúðum. Biskupsútger'ð Þeir hefðu glennt upp skj áina gömlu mennirnir sem reru kýttum höndum á opnum teinæringum frá Þorlákshöfn fyrr á tímum. Um 40 flutningaskip leggiast að bryggiu i Þorlákshöfn á ári.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.