Tíminn - 30.04.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, laugardaginn 30. aprfl 1!>
9
Bcnedikt Thorarensen vi8 nýju flökunarvélasamstæSuna.
I
hefðu þeir mátt líta þessa
dýrð. Þvi það er ekkert nýtt
að róið sé frá Þorlákshöfn
þótt aðstaðan sé önnur og
á enn eftir 'að batna. Þar
hefur verið verstöð frá því
snemma á öldum. Biskups
stóllinn i Skálholti rak þar
útgerð á miðöldum og stað
urinn ber einmitt nafn dýr-
lingsins Þorláks helga, sem
jafnan hefur þótt bregðast
vel við áheitum. Dangt
fram yfir síðustu aldamót
var róið á opnum bátum
frá Þorlákshöfn og þar var
þrautalending Eyrarbakka-
báta þegar ólendandi var
eystra. Þótt lendingin j Þor
lákshöfn væri sú bezta
sunnanlands var ekki allt
af auðvelt að leggjast þar
að.
Ur'Öu atí seila iiskíntíi
Stundum urðu sjómenn
að «taka þann kostinn að
seila fiskinn til að koma
honum í land úr bátunum.
Voru þá fiskamir þræddir
upp á snúru hver af öðrum,
stungið í gegnum tálknin,
og þannig dregnir á land
en bátamir úti á legunni á
Eftir
Jökul Jakobsson
meðan. Sllk vinnubrögð
voru vitaskuld ærið tafsöm
og seinleg og því hefði
gömlu mðnnunum þótt það
undur og stórmerki að sjá
aflann tekinn beint upp úr
lest á vélbátnum og flutt-
an á færibandi inn í flök-
unarvélar og roðflettingar-
maskínur. — En frystihús-
ið nýja er einmitt þannig
staðsett að í framtíðinni
verði hægt að skipa beint
upp úr bátunum og inn í
húsið. Það stendur fremst
á sjávarklöppunum og verð
ur bætt við álmu út i höfn
ina þar sem fiskimóttakan
er fyrirhuguð.
Steinker i höfnina
Úr skrifstofu sinni hefur
Benedikt Thorarensen gott
útsýni yfir höfnina og fylg
ist með bátunum þegar þeir
koma að- Hann býður okkur
sæti og fellst á að rekja okk
ur sögu fyrirtækisins.
— Meitillinn er hlutafé-
lag sem var stofnað í því
skyni að koma á fót útgerð
og öðrum, framkvæmdum
hér í Þorlákshöfn, segir
Benedikt, — það var árið
1950 að framkvæmdir hóf-
ust hér. Þá var höfnin kom
in skemur á veg en nú er.
Þá var ekki hægt að leggja
nema einum bát að bryggju
þegar bezt var og bliðast.
Síðan hafa verið steypt hér
á staðnum allmörg steinker
sem sett hafa verið niður
í höfnina. Nú eru hér tvær
bryggjur, Suðurvör og Norð
urvör.
Hentast litlum bátum
— Það var lítið um bygfe
ingar á staðnum, þegar við
byrjuðum hér, hélt Bene-
k
dikt áfram, — þá var hér
ekkert íbúðarhús, aðeins
bæjarhús heimabóndans.
Kaupfélag Árnesinga hafði
hér aðgerðarhús áður fyrr
en sá rekstur stöðvaðist í
stríðsbyrjun þegar herinn
hreiðraði um sig í Kaldaðar
nesi og sogaði til sín allt
vinnuafl. Nú eru gerðir hér
út um 10 bátar en þegar við
byrjuðum hér var einung-
is einn bátur á okkar snær
um. Bátarnir eru flestir
heldur litlir, frá 20 upp í 50
lestir, einn stærri, Viktoría,
sem er 103 lestir. Hún er
hvort tveggja í senn land-
róðrabátur og útilegubát-
ur. Vegna stærðarinnar
hefur útgerð hennar reynst
hagkvæmari á þann hátt.
Fiskisapld
Útgerð héðan er hentust
litlum bátum og ber þar
margt til. Héðan er skammt
að fara á miðin, ekki nema
klukkutíma stím. Eg man
ekki eftir nema einni vertíð
sem bátar urðu að sækja
á Vestmannaeyjamið. Þótt
vertíðirnar hafi verið mis-
jafnar eins og gengur er
fiskisældin míkil. Vertíðin
í vetur hefur verið sú bezta
sem af er. Hér hefur
minnsti báturinn, ísleifur,
sem er ekki nema 22 lestir,
aflað um 700 lestir. Og hin-
ir bátarnir hafa aflað á við
hæstu Vestmannaeyjabáta,
um 900 lestir.
Fram til febrúarloka er
róið með línu og yfirleitt
ekki byrjað fyrr en eftir ára
mót. Vertíðin stendur því
ekki nema 4 mánuði á ári
en vonandi að það breytist
þegar hafriarskilyrði batna
og frystihúsið tekur til
starfa. Bátarnir hafa verið
aðgerðarlitlir aðra mánuði
ársins. Einn og tvo höfum
við sent norður á síld en hin
ir hafa haft lítil verkefni,
sumir þó róið frá nærliggj-
andi höfnum en slík útgerð
er örðugleikum bundin. Það
hefur til dæmis reynst illt
að manna bátana með þeim
hætti.
13 milljónir
— Það er staðnum lífs-
nauðsynlegt að útgerð geti
verið hér sem lengst og
mest, segir Benedikt enn-
fremur, — þess vegna höf-
um við líka ráðist í aö
byggja þetta frystihús. Fjár
festingarleyfi fékkst sumar
ið 1958 og hefur verið starf
að nær óslitið síðan. Nú er
verið að leggja síðustu hönd
á verkið. Kostnaður var á-
ætlaður 12—13 milljónir kr.
og fer ekki mikið fram úr
þeirri upphæð.
Á efstu hæð eru íbúðir
fyrir 88 manns en við verð
um mikið að byggja á að-
komufólki. Verksmiðjan get
ur unniö úr 100 lestum af
hráefni á 10 klukkustund-
um. Við höfum fengið
Baader-vélasamstæðu til að
vinna úr fiskinum, full-
komnustu vélar og ærið
harðvirkar. Þar eru flökun
ar-, afhausunar- og roð-
flettingarvélar. Auk þess er
30—40 manna handflökun
arkerfi fyrir karfann. Hér
hefur verið vandað til alls.
Vélsmiðjan Héðinn h.f. sá
um kæli- og frystikerfi en
Hamar h.f. setti upp færi-
böndin. Yfirsmiður við hús-
ið hefur verið Óskar Eyjólfs
son, en Kaupfélag Árnes-
inga á Selfossi séð um vatns
hita- og raflagnir Þaklð á
húsinu er með nokkuð ný-
stárlegum hætti. Steyptar
hafa verið vikurplötur sem
síðan er raðað á stálgrind
og bikað á milli. Þessar
plötur voru settar fyrir fiór
um árum á risastóra vöru-
skemmu hér og hafa reynst
svo vel að ekki hefur þurft
að halda þeim við að neinu
leyti. Ven.iulegt járnplötu-
þak hefði ekki þolað siávar
seltuna hér. Þessar vikur-
plötur hefur Reginn h.f.
framleitt.
Brimsósrur otr áffiöf
Benedikt rís á fætur og
skyggnir hönd fyrir auga.
Þarna kemur fyrsti bátur-
inn að, segir hann, — þeir
koma venjulega snemma,
eiga svo skammt að róa.
Þessi bátur er byrjaður á
línuveiðum aftur. Það verð
ur gaman að sjá hvað þeir
hafa fengið.
Við röltum áleiðis niður
að höfninni og fylgjumst
með bátnum sem fikar sig
upp með ströndinni og þarf
ekki að krækja fyrir grynn
ingarnar né sker á leið
sinni.
— Hér er góð höfn frá
náttúrunnar hendi, segir
Benedikt okkur, — báta-
lægið hefur batnað við
(FramhaJd á 13. síðu).
í framtiSinni munu fiskibátarnir leggja afiann beint upp í nýja frystihúsið, sem sést hér á myndlnnl Myndin sýnir vb. Þoriák leggja aS komin
úr fyrsta línuróðrinum á vorinu.