Tíminn - 03.05.1960, Síða 3
Jt. jmgí „ 1^60.
Samvinnutryggingar endurgreiða
tryggjendum 4,3 milljónir króna
Aðalfundur Samvinnutrygginga var haldinn á Akurevri 29.
apríl. Heildariðgjaldatekjur s. 1. ár námu 65 millj. kr. en
greidd tjón nær 55 millj. Samþykkt var að endurgreiða
þeim, sem tryggt höfðu hjá félaginu, nær 4,3 millj kr. í tekju-
afgang. Alls hefur félagið endurgreitt tryggjendum tekjuaf-
gang, sem nemur nær 22 millj. kr. Er það ljós vottur um hinn
glæsilega samvinnuárangur þessara samtaka.
f upphafi fundarins minntist
formaður félagsins, Erlendur Ein-
arsson, forstjóri, Þórhalls Sig-
tryggssonar, fyirv. kaupfélags-
stjóra, som lézt 11. sept. s. 1., en
Þórhallur hafði átt sæti í fulltrúa-
ráði Samvinnutrygginga og verið
endurskoðandi félagsins frá árinu
1953 til dauðadags'.
‘ Fundars'tjóri var kjörinn Jakob
Fiímannsson, framkvæmdastjóri,
Abureyri, og fundarritarar Óskar
Jónsson, fyrrv. alþm., Vík í Mýr-
dal, og Steinþór Guðmundsson,
kennari, Reykjavík.
Formaður félagsins, Erlendur
ELnarsson, forstjóri, flutti skýrslu
stjórnarinnar, en framkvæmda-
stjórinn Ásgeir Magnússon skýrði
reikninga félagsins og flutti
skýrslu um starfsemina á árinu
1959, sem var 13. reikningsár fé-
lagsins.
Heildariðgjaldatekjur félags-
ins á árinu námu tæplega 63,5
r.illjónum króna og höfðu aukizf
um 3,5 milljónir frá fynra ári.
Tjónin námu röskum 54,3 milljón-
um og höfðu aukizt um 14 milljón-
ir. Stærsta tjónið nam kr. 14.150.
000.— og mun það vera stærsta
tjónaupphæð, sem ísienzkt trygg-
ingarféiag hefur inint af hendi.
Samþykkt var a3 endur-
greiða þeim, sem tryggt
höfðu hjá félaginu kr.
4,255.426.00 í tekjuafgang,
m. a. af brunatryggingum
10%, dráttarvélatryggingum
25% og skipatryggingum 6%
af iðgjöldum af þessum trygg-
ingum árið 1959. Með þessari
endurgreiðslu tekjuafgangs til
hinna tryggðu hefur félagið
endurgreitt samtals til trygg-
ingartakanna frá því byrjað
var að úthluta tekjuafgangi
árið 1949, kr. 21.990.034.—.
Iðgjalda- og tjónasjóðir félags-
i'iis námu í árs'lok kr. 85.125.600.—
og höfðu aukizt um rúrnar 11,4
milljónir á árinu.
Útlán féiagsins í árslok námu
tæpri 51 milljón króna.
Jafnframt var haidinn aðalfund-
ur Líftryggingafélagsins Andvöku.
A árinu gaf félagið út 274 ný líf-
tryggingaskirteini, samtals að upp-
hæð kr. 7.578.000.—. Iðgjaldatekj-
ur félagsins námu tæplega 2,6
milljónum.
Samþykkt var að leggja kr. 255.
000,— í bónussjóð og kr. 2.185.000.
— í tryggingasjóð, og nemur hann
þá kr. 16.575.000.—.
í ár'slok voru í gildi 88860 líf-
tryggingaskirteini og nam trygg-
ingastofninn þá rösklega 100 millj-
ónum króna.
Að loknum aðalfundi félaganna
hélt stjóriiin fulltrúunum og
nokkrum gestum hóf að Hótel
KEA.
Stjórn félaganna skipa þeir Er-
iendur Einarsson, formaður, ís-
ieifur Högnason, Jakob Frímanns-
son, Karvel Ögmundsson og Kjart-
an Ólafsson frá Hafnarfirði.
Framkvæmdastjóri félaganna er
Ásgeir Magnússon, en auk hans
eru í framkvæmdastjórn Björn
Vilmundarson og Jón Rafn Guð-
raundsson.
Gjörningaveður
af mannavöldum
A’kureyri, 2. maí.
1. maí hátíðahöldin hér hóf-
rst kl. 2, með útifundi. Þar
lék Lúðrasveit Akureyrar, og
ræður fluttu þeir Jón Sigurðs-
son frá Yztafelli, Guðmundur
.1. Guðmundsson og Björn
Jónsson alþingismaður. Síðan
var farin kröfuganga, fjöl-
mennari en nokkru sinni fyrr
hér á Akureyri, og um kvöldið
var dansað í samkomuhúsum
bæjarins.
Þetta mun vera í fyrsta
sinn, sem bóndi talar á úti-
fundi við 1. maí hátíðahöld.
Jón Sigurðsson ræddi um
verkamanninn og fcóndann,
og lýsti því hvernig nú á að
undiroka þá, og rökstuddi
nauðsyn þeirra á að snúa bök
um saman og hrinda árás-
inni. Hann minnti á það, að
nú eru liðin 40 ár frá því að
stjórnarsamtök bænda og
verkamanna hófust, en 33 ár
Þeir í Vestmannaeyium fleygja ekki gömium netadræsum, heldur gera úr
þeim kaðla og tóg. Ekki kunnum við að lýsa þeirri aðferð út í æsar, en
svo mikið vitum við, að tógefnið er dregið með bfl yfir grindurnar, sem
myndin sýnir, og síðan er strokið um vafningana með áhaldinu, sem maður-
inn hefur í herdinnl. Að sögn eru tóg þessi níðsterk. (Ljósm.: Tíminn KM).
Nato-fundur
undir hervernd
síðan þéir komust til valda.
Allt til 1950 voru samtök
þeirra voldugasta stjórnar-
aflið í landinu, aflið sem stóð
fyrir hinni miklu sókn til
bættra lífskjara.
Gjörnmgaveður
Þá minntist Jón á veðrið
á síðasta þjóðhátíðadegi 17.
júní 1959. Þá gerði gjörninga
veður með kulda og hörku.'
Nú er gjörningaveður af
mannavöldum. Þeir, sem
þjóðin treysti, hafa brugðist,
og vilja nú lama allt at-
vinnulíf og framþróun. Allar
efnahagsaðgerðir núverandi
ríkisstjórnar miða að því að
hverfa aftur til þess sem var
fyrir 40 árum. Bændur og
verkamenn verða að vinna
saman til þess að standast
þetta gjörningaveður.
ED —s —í
NTB—Miklagarði, 2. maí.
Ráðherrafundur Natos var
settur í hinu nýja ráðhúsi
Miklagarðs í morgun, en á
meðan réSst lögreglan meS
táragasi og kylfum á 2 þús.
manna hóp, sem hélt í áttina
wl ráShússins. SlagorS kröfu-
göngumanna var: Frelsi,
frelsi. Margir voru handtekn-
ir. Öll umferS var bönnuð á
stóru svæSi umhverfis ráS-
húsið.
Ekki 'hefur heyrzt af óeirðum
annars staðar i landinu. Zorlu ut-
anríkisráðherra flutti kveðju Men-
deres for.sætisráð’herra, sem
kvaðst ek'ki geta farið frá Ankara
vegna óeirðann-a í landinu. Zorlu;
sagði, að ekki mætti líta á upp-1
þotin sem andúðarvott við Nato. |
Hér væri aðeins um að ræða sam-’
blástur smásmuglegra stjórnmála-
manna, sem notuðu sér barnaskap
reynslulausra unglinga.
Ekki vænta of mikils
Lange uta-nri-kisráðherra Noregs
far í forsæti. Hann bað menn ekki
vera of bjartsýna um áran-gur af
fundi æðs-tu manna í þessum mán-
uði. Yissulega hefði sambúð stór-
veldanna batn-að, en lan-gan tírna
-myndi taka að semja um ágrein-
ingsm-álin. Yfirleitt ko-m það mjög
greinilega fram í öl-lum ræðum,
að ekki mætti búast við neinum
stórtíðindu-m af fundi æðstu
manna.
Eisen-hower sendi sérstakan boð
sk-ap og lagði áherzlu á þetta atr-
iði. Bandaríkin g-engu með einlæg-
um hu-ga til fundarins, en það
bezta sem af honnm vætti vænta
væri að þokaðist í áttina. Væntan-
lega væru fra-mundan margir fund
ir æðstu manna, þar sem reynt
yrði -að finna leiðir ti-1 friðsamlegr-
ar sambúðar.
Banaslys
Aðfaranótt s.l. sunnudass
kom togarinn Fylkir til
Reykjavikur og flutti lík
eins háseta, Guðmundar M.
Sigurgeirssonar, en hann
hafði farið undir gils-vírinn
á spilinu, þar sem togarinn
var að vei&um 14 sjómílum
undan Krýsuvikur’bjargi á
laugardaginn.
V erkalýð sleift toginn
(Framh aí 1. síðu)
Fyrsta maí fyrir tveim árum
lýsti Guðjón þeirri hugsjón
ihaldsins að fækka bændum um
helming — og létu foringjarnir
þá stefnuyfirlýsingu góða heita.
Guðjón hefur því haldið, að
óhætt væri að bergmála annan
vísdóm ekki minni, er hann hafði
heyrt klingja á æðstu stöðum í
flokknum, og það gerir hann í
hátíðagrein sinni í Morgunblað-
inu s.l. sunnudag.
í greininni ræðst -hann hressi
1-ega á komimúnista, og rekur ýms-
ar syndir þeirra, en höfuðsynd
þeirra telur hann þó vera að hoss-a
bændastéttinni um of — og raunar
virðist það vera hið helzta, sem
‘hann hefur út á kommúnist-a að
setja. Þet-ta orðar Guðjón sköru-
-l-ega á þessa leið:
,Kommúnistar hafa að yfir-
lögðu ráði látið bændastéttina
vaða uppi í þjóðfélaginu og
draga til sín með frekju mun
meiri skerf úr þjóðarbúinu en
henni ber".
Svo mörg eru þau orð og virðast
koma ve-1 -heiim við stefnu íhalds-
ins í framkvæmd, sbr. bráðabirgða
lögin, þótt annað viðhorf sé venju
lega haft í hámæli. En bændur
vi-ta vel, að það er einmitt kjarni
„bændavináttu" íhaldsins, sem
Guðjón bergmál-ar, og þetta er sú
'stefna, sem framkvæmd verður, ef
íhaldið þorir.
Þetta er boðs'kapur flok-ksins,
sem hefur kjörorðið „stétt m-eð
stétt“. Bændur eru í hans augum
„freka“ séttin í þjóðfélaginu, sem
fær of mikið og nú ,skai hert að.
Kommúnist-ar verða að vísu ekki
taldir neinir forystu-menn í málum
bænda — síður en svo, en „bænda-
vin-átta“ íhaldsins ætti heidur
ekki að fara að dy-lja-st mönnum
lengur, né hvað það er, s-em bak
við smjaðrið býr.
Sýnd veiði en
ekki gefin
Akureyri, 2. maí. — Nú á dög
unum fór maður nokkur í
veiðiferð hér fram j sveit. Er
hann kom til þess staðar, sem
hann skyldi reyna fimi sín-a,
bar fyrir sjónir hans eina
, feita og fallega gæs. Með
j munninn fullan af vatni brá
1 skyttan byssu og skaut í átt
til fuglsins. Skotið hæfði, en
gæsin féll ekki þegar dauð
til jarðar, heldur breytti
stefnu, og beitti síðustu kröft
um á leið heim til nálægs
bæjar. Brá þá veiðimaður
fyrir sig betri fæti, elti fu-gl-
inn og greip h-ann, er hon-
um dapraðist flugið nægilega
mikið. Brá hann síðan við sem
skjótast, snaraðist inn í bif-
reið sína og hvataði ferð til
Akureyrar og heim.
Ekki hafði hann lengi set-
ið, varla að honum hafi unn
izt tími til að reyta gæsina,
er barið var dyra. Var þar
komin löggæzla staðarins og
vildi taka manninn í sina
vörslu. Kom sem sé á dag-
inn, að gæs þessi hafði verið
lögleg eign bónda þess er
byggði bæinn þann er gæsin
stefndi til. Trúlega hefir þetta
valdið veiðimanni nokkrum
afföllum á glqðinnl yfir góðri
veiði, þar sem mál hans fer
nú undir lögregludóm, en
ekki fara sögur af þvj hver
éta muni gæsina góðu.