Tíminn - 10.05.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.05.1960, Blaðsíða 6
 T f MIN N, þriðjudagtnn 10. mal T9tJo. Verð kr. 110 í bandi Bókaútgáfa SVSenningarsjóðs X I 1 IfVNNINP um bótagreiSsIur lífeyrisdeildar almanna' I I L IV I II ll I ll U trygginganna áriS 1960 Bótatímabil Mfeyristrygginganna er frá 1. jan. s. 1. til ársloka. Lífeyrisupphæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsing- um bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar á bótarétti. verður skerðing lífeyris ár- i@ 1960 miðiuð við tekjur ársins 1959 þegar skattframtöl hggja fyrir. Fyrir 10. júní n. k. þarf að sækja á ný um eftirtaldar bætur skv. heimildarákvæðum almannatryggingalaga: Hækkanir á Mfeyri munaðarlausra barna, örorkustyrki, makabætur og bætur til ekkJa vegna barna. í Reykjavík skal sækja til aðalskrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins Laugavegi 114, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar, bæjarfógeta og sýslumanna. Þeir, sem nú njóta hækkunar eHi- og örorkuMfeyris, sömuleiðis ekkjur og aðrar ein- stæðar mæður sem njota lífeyris skv. 21. gr. almtrl., burfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. Áriðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú er verja má í þessu skyni er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tílskilin vottorð skulu fylgja umsóknunum, hafi þau eigi ver- ið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sero gjaldskyldir er til Mfsyristrygginga skulu sanna með kvittun innheimtumanns eða á annan hátt að þeir hafi greitt iðgjöld sín skil- víslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samningi um félags- legt öryggi bótarétt tii jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og ónnur skMyrði, sem samningarnir tilgreina eru uppfyMt. fslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta-í dvalarlandinu. «k Athygli skal vákin á því, að réttur til bóta getur fyrnzt. Er því nauðsynlegt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja fram umsókm sína. Frá 1. apríl 1960 breytist réttur til fjölskyldubóta þannig, að nú eiga 1 og 2 barna fjölskyldur bótarétt. Auglýsf verður síðar eftir umsóknum um þessar bætur. Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tilsettum tíma, svo að þér haldið jafn- an ful’lum bótarétti. Reykjavík, 6. maí 1960 Tryggingastofnun ríkisins. Fimmtugur Valtýr Guðjónsson, framkvæmdastjóri „Láttu ei vM iþér veginn þyngja, j vertu æ til taks að syngja.“ Það var um haust, þokan grúfði yfir byggðinni og út- sýnið var eins og „neflaus ásýnd“. Þetta mun hafa verið haust ið 1934, að við áttum tal sam an nokkrir nýir innflytjend ur til Keflavíkur, við höfðum kynnst karlakórum út á lands byggðinni og við vissum að karlakórar eru líklegir til að hreinsa andrúmsloftið þar sem þeir starfa. Það fór svo að karlakór var stofnaður og starfaði um nokkurt skeið hér, söngkraftar voru fyrir hendi en söngstjórann vant- aði. Við leituðum til tveggja innfæddra Keflvíkinga sem höfðu fengist við söngkennslu en hvorugur þeirra gat fóm að tíma sínum til þessa, enda var hér um að ræða ólaunaða vinnu sem útheimtir mikla fórnfýsi. Það var þá, sem við leituð- um til Valtýs Guðjónssonar til að taka að sér söngstjórn- ina, hann var þá hér bama- kennari við barnaskólann. Hann var fús að taka þetta að sér og hirti ekki um þótt það væri ólaunað. Þannig hefur það verið ætíð síðan. Valtýr Guðjónsson er vís að hjálpa þegar til hans er leit- að, það munu Keflvíkingar viðurkenna. Þetta atvik 1934 um söng- stjórann í Keflavík, endurtek ur sig í hverj um kaupstað þessa lands að það er dreif- býlismaðurinn sem veitir nýju blóði í kaupstaðina og um leið þjóðlifið og er í raun og veru kjölfesta þess. Eg þakka Valtý Guðjóns- syni fyrir góða og mér ógleym anlega samfylgd, og ég æski þess að hún verði sem lengst. Eg óska honum gæfu og geng is um alla framtíð, konu hans og börnum óska ég til ham- ingju á þessu hálfrar aldar tímamótum húsbóndans. D. Danlvalsson. Þann 8. þ.m. varð Valtýr Guðjónsson fyrrv. bæjarstjóri í Keflavík, fimmtugur. — Hann er fæddur að Lækjar- bug í Hraunhreppi, Mýra- sýslu 8. maí 1910. Stundaði hann nám i Hvítárbakkaskól anum og síðan i Kennaraskól anum og lauk þar prófi 1931. Réðist hann þá sem kennari hingað til Keflavíkur og kenndi við barnaskólann hér til ársins 1944. Eftir það vann hann skrifstofustörf, bæði hjá Dráttarbraut Keflavíkur og Rafveitu Keflavíkur, en þar var hann skrifstofustjóri í nokkur ár. Átti hann drjúg ar þátt í því að rafmagnslína frá Soginu var lögð hingað, sem hefur orðið mikil lyfti- stöng fyrir þetta byggðarlag. Árið 1954 varð hann bæjar stjóri í Keflavík og gegndi því starfi í eitt kjörtímabil. Síð- an varð hann framkvæmda- stjóri við Dráttarbraut Kefla víkur og gegnir því starfi nú. Árið 1946 var Valtýr fyrst kjörinn í hreppsnefnd, sem fulltrúi Framsókharflokksins og síðar i bæjarstjórn, eftir að Keflavík öðlaðist bæjar- réttindi og hefur átt þar sæti síðan. Varð fyrsti forseti bæjarstjórnar og gegndi því starfi, þar til hann varð bæj arstjóri. Mörgum öðrum trúnaðar- störfum hefur Valtýr gegnt. Tii dæmis var hann formað ur Byggingarfél. verkamanna frá stofnun þess árið 1946 og þar til nú á síðasta ári. Á þessu tímabili reisti félagið 32 íbúðir, sem iýsir grózku þessa félagsskapar og komu íbúðirnar í góðar þarfir. Valtýr var einn af stofn- endum Málfundafélagsins Faxa, og fyrsti formaður þess. Einnig var hann fyrsti ritstjóri blaðsins Faxa, sem hóf göngu sína um jólin 1940 og var fyrsta prent aða blaðið hér. Valtýr er á- hugamaður um söng og tón- list og stjórnaði hér karla- kór í nokkur ár. Valtýr er kvæntur hinni ágætustu konu, Elínu Þorkels dóttur frá Álftá á Mýrum. Eiga þau tvo syni uppkomna og eina dóttur ófermda. Valtýr er af flestum viður kenndur fyrir afburða dugn- að að hverju sem hann geng- ur. Hann er einbeittur og fylginn sér og á það til að vera óvæginn við andstæð- ingana, þegar svo ber undir. En hugleiknast mun honum vera, að ræða um bókmennt- ir og fagrar listir og ber hann gott skyn á slíka hluti. Til hamingju með afmælið, Valtýr. G. M. 1G ára drengur óskar eftir að komast til snúninga á gott sveitaheim- ili. Upplýsingar í síma 50590 eða pósthólf 701 Hafnaríirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.