Tíminn - 10.05.1960, Page 8

Tíminn - 10.05.1960, Page 8
8 T í MI N N, þriðjudagiim 10. mai 1960. „Að fiörtök stinn“ TamningastöS hestamannaíéiagsins Geysis á Hellu hefur starfað í tvo vetur. Þar hefur verið reist hús fyrir 32 hesta, 36 folar voru þar í tamningu í vet- ur. - Starfsemi hestamannafélagsins færist í auk- ana. - Rætt við Sigurð Haraldsson tamnmgamann, og skroppið á hak með rangæskum hestamönnum. — Þú ættir að bregða þér aust- ur og skreppa á bak. Það var Steinþór Runólfsson á HéUu, sem stakk upp á þessu við undirritaðan skömmu fyrir páska. | — Þú ættir að koma heldur fyrr en seinna, bætti hann við. — Áttu eitthvað lipurt handa mér í 'kiofið? — Ég set þig á þann jarpa; iiann ætti að bera þig. Svo var það ákveðið mál. Steinþór fór austur að gæta síns starfa, en honum er falið að sæða allar kýr milli Ytri-Rangár og Eystri-Skóga með „extrakt“ úr nautunum í kynbótastöðinni að Laugardælum, er á daglegri fleng- ferð um sýsluna þvera og endi- langa nautgriparæktinni til við- gangs, og 'hefur á járnum tvo harð vítuga gangvara, brúnan og jarp- an og lætur þá geisa þvert um Rangárvaliasand að loknu dags- verki í mörgum fjósum. Vomur Undfrritaður var kyrr í Reykja- vík slituppgefinn við ekki neitt og 'hugsaði um það alla páskana hví- lik upplyfting það mundi verða að fara austur og ríða úr sér slenið, fá loft í lungun og „finna fjörtöfc stinn“, losna um stund frá pappirsvinnunnni og koma blóð- inu á hreyfingu. Á sumardaginn fyrsta vafðist annað fyrir en laug- ardagsmorguninn 30. apríl labbaði undirritaður sig niður á BSÍ og tók sér fari austur með Þykkva- bæjaráætdun. Það var sólskin og hvítir kló- sigar hátt á lofti austur og vestur, og ferákur vorþefur heiðarinnar inn um gluggana. Þannig byrjaði þessi ferð, sem átti eftir að verða mjög ánægjuleg. Hesthús Bifreiðin staðnæmdist á vega- mótunum vestanvið Rangá, undir- ritaður hoppaði af og fór sína leið ■gegnum það mikla skarð, gert af manna völdum, sem Rangæingar 'kölluðu Þj'óðgatið í eina tið og kal'la máske enn, yfir brúna sem nú á að endurbyggja á nýjum stað, og faélt heim til Steinþórs, sem var að koma að úr sinni vana- legu skylduferð. Hann slengdi tólakassanum á gólfið, heimtaði kaffi, við drukkum, fórum í stígvél og löþþuðum út í hestihús. Þar voru fimm hestar við stall. Tamningastö‘8 — Hvað átt þú toér? Steinþór benti: — Þennan jarpa, þann brúna og bleika tryppið. Þú tekur Brún og ríður honum upp í tamningastöð. — Einmitt. — Já, þú átt eftir að sjá meira en þetta hesthús. Við lögðum við hestana, gyrtum reiðverin og stigum á bak. — Varaðu þig á honum þegar við komum hér austurfyrir þorpið, kallaði Steinþór, hann er vanur að taka á hér í kring. Har'Övítugur Sá brúni tók töltið og geystist fram á veginn. Hann skók toaus- inn frekjulega og harðnaði á taum um en lét undan fyrir síendur- teknum samningatilraunum og sef aðist. Á brekkubrúninni austanvið Gaddstaði sýndi hann vilja sinn til að stökkva út af v-eginum heim að nýrri byggingu, sem , stendur þar innan girðingar. — Hvað skal sá brúni þangað? — Þetta er tamningastöðin, sagði Steinþór. Hestarnir glenntu sig á stökki út af vegbrúninni, herptu sig sam- an og stikJuðu á afturfótunum heimundir stöðina, fnæstu af þung um móði og snertu varla jörðina með framfótunum. Kennarinn Við sti'gum af baki og gengum inn. — Hér eru 16 hestefni á básum og hér er Sigurður Haraldsson, tamningamaður. Hann kennir þeim listirnar. — Sigurður hefur orðið: — Hvað ... ? — Þú spyrð, sagði Sigurður. — Hver rekur þessa tamninga- stöð? — Hestamannafélagið Geysir. — Gg tók til starfa? — Tamningastöðin var stofnsett í fyrra haust og starfaði í fyrra vetur. Við vorum í húsnæðishraki þá, en þetta var byggt í haust sem ieið. Hér er ptláss fyrir 32 hesta eins og þú sérð. Eina farartækiÖ — Þú hefur failegan nemenda- hóp. — Og hann er vel heima í starf- inu, sagði Steiniþór. — Ég hef fengizt við þetta síðan ég gat setið á hestba'ki. Er ættaður frá Tjörnum undir Eyjafjöllum. Þar var ekki hægt að komast til Sigurður Haraldsson á Flugar. næstu bæja nema fara yfir stór vatnsföll. Hesturinn var eina far- artækið og ég hef aldrei sagt skilið við hann. — Hvaða vinnu stundar þú aðra? — Trésmíði. — Hér á Helu ... — Sigurður kinkar kolii: — Ég íek mér fjóramánuði til að eiga við tamningar og legg smíðatólin á hiiiuna á meðan. A'Ssto'Öarmenn — Hvað varstu með marga hér í vetur? — Hér hafa verið 36 hestar í Steinþór etur þeim jarpa út á yztu nöf klettsins, sem skagar út í Rangá við Ægi- síðufoss. Eftir Baldur Óskarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.