Tíminn - 10.05.1960, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.05.1960, Blaðsíða 10
10 T í MIN N, þriðjudaginn 10, maí 1960, ? j MINNISBÓKIN í dag er þriðjudagurinn 10. maí. Tungl er í suðri kl. 0.00. Árdegisflæði er kl. 2.39. Síðdegisflæði er kl. 14.59. LÆKNAVÖRÐUR í slysavarSstofunni kl. 18—8, sími 15030. Árnað heilla 75 ára: Jóhanna Lýðsdóttir frá Kolbeinsá í Hrútafirði, nú til heimilis að Bræðratungu 47, Kópavogi, er 75 ára í dag. ÝMISLEGT Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur sumairfagnað miðviikudag- inn 11. maí x Borgartúni 7 kl. 8,30. &kemmtiefni: Upplestur, leikþáttur, kaffidrykkja, dans. — Konur, fjöl- mennið og hafið með ykkur gesti. Vinningsnúmer í happdrætti á bazar Styrktarfélags vangefinna: 1342, 1217, 2047, 2400, 712, 2092, 543, 1187, 857, 1380, 1307, 2306, 1104, 2146, 1139, 929, 850, 2304, 2355, 876. — Munanna má vitja á skrifstofu fé- lagsins, Skólavörðustíg 18, milli kl. 13—18. Flugfélag íslands: Millilandaflug: Millilandaflugvélin Sólfaxi fer til' Glasgow og Kaup- manmahafnar kl. 8,00 í dag. Væntan- leg aftur til Rvíkur kl. 2,00 í nótt. Innanlandsfiug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egiisstaða, Flateyrar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Vestmannaeyja (2 ferð ir) og Þingeyrar. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Hellu, Húsavíkur, ísafjarð- ar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja (2 ferðir). Loftleiðir: Edda er væntanleg kl. 19,00 frá Hamborg, Kaupmannahöfn, Gauta- borg. Fer til New York kl. 20,30. Ræfta Jóns í Yztafelli (Framhald af 5. 6Íðu). veltuútsvarið á að verða svip an, sem ríður þeim að fullu. Ekki minna en sex sveitar- eða bæjarfélög geta skattlagt sömu vöruna á ýmsum fram- leiðslustigum. Með þeim er Reykjavík gefiið vald til að leggja hátt veltuútsvar á all ar norðlenzkar framleiðslu- vörur, sem eru seldar þar. Ef einhver Norðlendingur getur, þrátt fyrir aðgerðir stjórnarinnar, sparað nokkra aura og lagt þá á banka, þá er honum það frjálst, en það má bara ekki lána þá hér fyrir norðan, þeir eiga að fara til Reykjavíkur. Eg hef ekki tíma til að rök styðja betur það, sem öllum ætti að vera ljóst, að stjórn arstefnan er árás á lífskjör almennings, hindrun á sókn vinnandi manna til aukinnar menningar og vaxandi fram- leiðslu. Nokkrir af þeim, er verkamenn bæjanna treystu, hafa brugðizt og gengið í lið með afturhaldsöflunum. — Þetta verða frjálslyndir verka menn að athuga og velja sér nýja menn í þeirra stað.1 Aðgerðir stjórnarinnar komu yfir framsókn þjóðar- innar sem stórhriðarbylur á algróna jörð um Jónsmessu- skeið. Pjörutíu ára framfarir byggðust allar á stjórnmála- samvinnu vinnandi manna í bæjum og sveitum. Harðviðrið, sem nú gengur yfir í stjórnmálunum, stafar af því að þessi samvinna brást. Eina ráðið til þess að bæta skaðann, sem harðviðr- ið hlýtur að valda, er sú að efla þessa samvinnu, og gera hana sterkari en nokkru sinni fyrr. í Þingeyjarsýslu og við Eyjafjörð hófst samvinna vinnandi manna í verzlunar málum, í þessum héruðum hefur hún jafnan verið sterk ust. Nú hafa þau verið dæmd til að vera eitt kjördæmi. — Látum nú afturhaldið finna, að einnig hér sé að vænta for ystu um varnir gegn ofur- valdi auðmagnsins í höfuð- staðnum, varnir, sem séu by.ggðar á sterkri forystu fyr- ir samvinnu vinnandi manna í stjórnmálum, sem breiðist út um allt landið, græði sár- in, sem núverandi harðviðri stjórnmálanna skapar, svo að framundan sé gróskuríkt sumar í menningu íslend- inga. Frá Alþingi (Framhald af 7 síðu) ar leyfi takmarkaðan tíma í senn. Fiskideild atvinnudeildar- innar skal fylgjast með veið unum og gera ráðuneytinu við vart ef hún telur hættu á að veiðarnar gangi of nærri stofni nytjafiska eða spilli á einhvern hátt framtíð ís- lenzkra fiskveiða. Er þá ráð herra skylt að takmarka veiði skipafjölda á tilteknum svæð um eða banna veiðarnar með öllu eitt ár í senn eða skem- ur, eftir ástæðum. Ýmis fleiri ákvæði eru í frv. en hér hafa verið talin þau helztu. All-löng greinargerð fylgir frv. og segir í henni m. a. að nefndin hafi óskað umsagna ýmissa aðila um málið. Auðsætt er, að þeirri skoð un hefur aukizt fylgi, að tíma bært sé að leyfa þessar veið- ar, sbr. ályktun síðasta fiski þings og álit fiskifræðinga. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á að heimila dragnóta- Ég er ekki me3 neina ímyndunar- veikf, ég er alvöru veikur. DENNI DÆMALAUSI Úr útvarpsdagskránni Klukkan 20,30 í kvöld er dagskrá um slysavarnamál, og nefnist hún: Lokadagur aö morgni, enda er loka- dagurinn á morgun, miðvikudaginn 11. maí. Formaður slysavarnadeild- arinnar Ingólfs, séra Óskar J. Þor- láksson tala um slysavarnastarfið í! Reykjavík. Kór kvennadeiidar Slysa veiðar á þeim svæðum, þar sem sízt er talin hætta á að hún gangi of nærri stofni nytjafiska, dragi úr veiði- möguleikum báta, sem nota önnur veiðarfæri, eða spilli á einhvern hátt framtíð ís- lenzkra fiskiveiða á grunn- miðum. varnafélagsins syngur undir sfjórn Herberts Hriberschek. Henry Hálf- danarson skrifstofustjóri Slysavarna- félagsins, talar um björgunarstöðina í Örfirisey. — Nú stendur 10. þing Slysavarnafélagsins yfir, ognývígt er gott hús við Reykjavíkurhöfn fyrir starfsemina. Helztu atriði í dagskránni önnur: 8.00 Morgunútvarp 19.00 Þingfréttir 21.10 Einleikur á píanó — Eugene Malinen og Samson Francois 21.30 Útvarpssagan — Erlinguir Gísla son les 22.10 íþróttir — Sigurður Sigurðs- son 22.25 Lög unga fólksins — Kristrún Eymundsdóttir og Guðrún Svavarsdóttir. Jose L Salinas af öllum stærðum og gerð- Kílreimar um. = HÉÐINN = Vélaverzlun simi £4 £60 Lee Falk G7 Kiddi: — GuS almáttugur, þessi ná- ungi gataði pönnuna fimm sinnum. Birna: — Hafðu engar áhyggjur, ég mun hitta sex sinnum. Kliður fer um mannfjöldann, er Birna ríður út á svæðið. Hún hittir í fyr.sta skoti í miðjuna. Hinn: — Dreki var aðeins maður, er allt kom til alls. Dreki og hestur hans dóu í töfraeldi úgúrú. Foringjarnir sáu það. Dreki birtist yfir þorpiriu og blámenn irnir hrópa upp yfir sig af undrun. Tveir blámenn ræðast við. Annar: — Nú munu galdramennirnir eyðileggja spítala Aexls læknis alveg eins og þeir gerðu út af við Dreka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.