Tíminn - 10.05.1960, Síða 12

Tíminn - 10.05.1960, Síða 12
12 T í MIN N, þriðjudaginn 10. maí 1960. £ftir glímuna fór fram fánahylling. Til vinsfri Gunnlaugur J. Briem, leik- jóri, Ármann J. Lárusson og Hilmar Bjarnason. Ljósm.: Sv. Þormóðsson. í sjö skipti í síðustu átta.úr- slitaleikjum ensku bikar- keppninnar á Wembley hafa jLeikirnir eyðilagzt vegna meiðsla leikmanna. í úrslita- leiknum á laugardaginn milli Blackburn og Úlfanna fót- brotnaði vinstri bakvörður Blackburn, Wheelan síðast í fyrri hálfleik, og Blackburn varð eftir það að leika með 10 mönnum Og til að kóróna verkið skoraði 'Norman Deel- ey, vinstri útvörður Úlfanna, öll þrjú mörkin, en Wheelan atti að gæta hans. Deeley er fyrsti leikmaður, sem skorar ,hat-trick“ í úrslitaleik bikar- keppninnar N Framan af leiknum sótti Blaek- burn mun meira — en eftir 10— 15 mínútur fóru hinir sterku fram- verðir Úlfanna, landáliðsmennirnir Clamp, Slater (knattspyrumaður ársins-) og Flowers að láta meira t;l sín taka, og pegar Úlfarnir höfðu þanmig náð yfirtökum á miðjunni snerist leikurinn þeim í hag. Ekki tókst þeim þó að skapa sér opin tækifæri, en miðherji Blackburn, Dougan, komst hins vegar einu sinni frír í gegn, en spyrna hans lemti í markverði Norman Deeiey — fyrstur til að skora „hat-trick" í úrslitaleik jlfanna, Finiayson. Á 41. mín. tókst Deeley hins veg- ír að skora fyrsta markið í leikn- um, en spyrna hans lenti í fram- verði Blackburn, McGrath, og í mark. Aðeins síðar fótbrotnaði Mheelan og var borinn af leik- velli. f síðari hálfleik höfðu Úlfarnir yfirburði gegn hinum 10 mönnum Biackburn, sem gáfust þó aldrei upp, og náðu af og til góðum upp- hlaupum. Deeley — minnsti leik- maðurinn á vellinum — skoraði þá tvívegis, fyrst á 23. mín og aí'tur á 43. mín. eftir misfök hjá Wood, miðverði Blackburn, og markmanninum Leyland, sem varði oft mjög vel í leiknum. Leikurinn f heild var ekki vel leikinn, ,en 'narður og mikið um spennandi augnanlik Fjórum sinnum varð dómarinn að stöðva leikinn vegna meiðsla leikmanna og gefur það nokkuð til kynna um hörkuna. Beztu menn hjá Úlfunum voru Clamp og Siater, útherjarnir Deely og Horne, á&amt Fvnlayson. Fyrir- liði Blaciiburn og Englands, C'ayton, lék mjög vel og einnig innherjinn Douglas. Drottningin afhenti fyririiða Úifanna, Slater, hinn mikla bikar að leikslokum og var sigurvegur- unum fagnað mjög af hinum hundrað þúsund áhorfendum á Wembley — en margar milljónir fylgdust með leiknum í sjónvarpi, eoa hlusfuðu á útvarpslýsingu af honum. Ólafur DavíSsson, fyrsti sigurvegarinn f fslandsgiímunni, skrýSir Ármann J. Lárusson „Grettisbeltinu". Til hægri sjást forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, en til vinstri er Guðjón Einarsson, varaforseti ÍSÍ. Árraann Lárusson sigraði í Islandsglímnnni í 8. sinn Lagði aila keppinauta sína, átta talsins burðum og vann nú í áttunda skipti nafnbótina „Glímu- kappi íslands". Fimmtugtasta Íslandsglím- an, sem glímd var að Háloga- landi, á sunnudaginn, var að mörgu leyti vel heppnuð. í til- efni af þessum tímamótum fjölmenntu gamlir glímumenn mjög — og áhorfendur voru fleiri en oftast áður á íslands- glímum undanfarin ár. Meðal þeirra var forseti íslands, Ás- geir Ásgeirsson, viðskipta- málaráðherra, borgarstjóri og fleiri fyrirmenn. Ármann J. Lárusson sigraði með yfir- Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, setti glimuna með ræðu, en síðan fófst keppnin og voru bátttakend- ur níu — þrír gengu úr skaftinu á síðustu stundu. Leikstjóri var Gunnlaugur J. Briem, vfir’dómari Ingimundur Guðmundsson, en með dómendur Þorsteinn Kristjánsson og Grímur Norðdal. Ármann í sérflokki Ármann J. Lárusson sannaði cnn yfirburði sína — og lagði alla keppinauta sína í glímunni, flesta frekar létt. Hann notaði mörg bjögð, en þó mest hátt klofbragð. Ármann vann nú íslandsglímuna í sjöunda sinn í röð, en átta sinn- um hefur hann unnið alis, og hef- ur enginn sigrað jaín oft í íslands- glímunni og hann. Aukaglímu þurfti til að skera úr um annað og (Framhald á 15 síðu) Fimmti leikur Reykjavíkur- mótsins í Meistaraflokki fór fram í fyrrakvöld. Léku þá Fram og Víkingur. Fram hafði algera yfirburði í leikn- um og fór leikurinn því að mestu fram á vallarhelmingi Víkings báða hálfleiki. Fyrra hálfleik lauk þó án þess mark væri skorað, en í þeim síðari fékk Fram fjögur mörk með góðri aðstoð Víkings. Það verður langt þangað til Vík- ingur eignast lið í þessum ■ flokki og það eru hrein öfugmæli, að kalla þetta iið meistaraflokk, því enginn ,,meistari“ finmst í liði Víkings — nema markmaðurinn Jóhamn Gíslason, sem varði mjög vel í þessum leik, og var sá leik- maður Víkings, sem sennilega hafði mesia yfirferð í leiknum — enda nóg að gera við Víkings- markið. Geta ekki skorað Fram lék nú miklu betur en gegn Þrótti á dögunum, en sá galli einkennir framherjana, að þeir geta ekki skorað mörk. Þeim tókst aidrei að koma knettinum í mark hjá Þrótti — en sumum kann að þykja það einkennileg fullyrðing, að lið, sem fær fjögur mörk í leik, eeti ekki skorað. En við skulum Ííta á mörkm — og hafa jafnframt í huga yfirburði Fram. í fyrri hálfleik var ekkert inark skorað. Þegar sjö mínútur voru af seini hálfleik lenti knötturinn í fyrsta skipti í marki Víkings. Þá spyrnti Grétar Sig- (Framhaid á 15 síðu) Meiðsli í bikarnum A síðuslu árum hefur úrslita- leikur ensku bikarkeppninnar að nokkru eyðilagzt vegna meiðsla leikmanna. Listinn lít- ur þannig út: 1960: Dave Wheelan, Black- burn, bakvörður, fótbrot. 1959: Roy Dwight, Nottm. Forest, innherji, fótbrot. 1957: Ray Wood, Manch. Utd. markvörður, kjálkabrot. 1956: Bert Trautmann, Mancli. City, markvörður, háls- brot. 1955: Jimmy Meadows, Manch. City, bakvörður, hné- meiðsli. 1953: Eric Bcll, Bolton, fram- vörður, meiðsli í fæti. 1952: Willy Barnes, Arsenal, bakvörður, meiðsli í hné. Nokkrir af þessum leikmönn- um hafa aldfrei leikið knath spýrau eftir þessi meiðsli. Bakvörður og Ulfarnir Blackburn fótbrotnaði sigruðu með 3 gegn 0 PJJ • RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON ReykjavíkurmótiS: Fram—Víkingur 4—0. í landsliðið með Rún- ar Guðmannsson, Fram i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.