Tíminn - 10.05.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.05.1960, Blaðsíða 16
Þriðjudaginn 10. maí 1960. 103. blað. Versta áfall Bandaríkjanna Málið mikið rætt um allan heim og hver áhrif það muni hafa á ríkisleiðtogafundinn Hernámsmorguninn: Vörður hjá herkastalanum í Kirkjustræti. - fyrir 20 árum NTB—Washington og London, 9. maí. Njósnaflugvélin banda- ríska, sam skotin var niSur yfir Sovétríkjunum 1. maí, Bandaríski njósnaflugmaSurinn: Francis Garry Powers er enn helzta umræðuefni blaSa og stjórnmálamanna um allan heim. Eru flestir sammála um, að atburður þessi hafi verið hinn mesti hvalreki fyrir Sovétríkin, en að sama skapi óþægilegur og niðurlægjandi fyrir Banda- ríkin. Eisenhower forseti kallaði sam- an öryggisráð Bandaríkjanna í dag og var það þrem dögum fyrr en ráð hafði v-erið fyi'ir gert. Þar mun hafa verið rætt um flug Franeis Garry Powers' inn yfir Sovétríkin og afleiðingar þess atburðar. Eisenhower lætur til sín taka TaJsmaður Eisenhowers forseta bar til baka lausafregnir blaða um a'ð forsetinn hefði fyrirskipað al- gert bann við öllu könnunarflugi í grennd við iandamæri Sovétríkj- anna. Hins vegar væri rétt, að for- setinn hefði fyrirskipað rannsókn á allri s'tarfsemi bandarísku leyni- þjónustunnar, en henni er sem kunnugt er sfjórnað af Allen Ðulies, bróður John heitins F. Dullesar fyirv. utanríkisráðherra. j Yfirleitt er það hald manna, að | Eisenhower hafi ekki haft hug- 't mynd um könnunarflug þetta, enda hefði hann vafalaust bannað það svo skömmu fyrir fund æðstu manna. Taka í lurginn á klíkunum Brezk blöð ræða atburðinn mjög j svo sem vænta mátti. Þykir þeim Bandaríkjamönnum hafa farizt (Framhald á 3. síðu). í dag eru liðin 20 ár frá því Bretar hernámu ísland. Það var bjarta vornótt að herskip og flugvélar Breta komu hér öllum að óvörum og settu her á land þrátt fyrir eindregin mótmæli ríkisstjórnarinnar í grein- argerð frá fulltrúa lög- reglustjóra, Einari Arnalds til dómsmálaráðuneytisins er fyrstu atburðum her- námsins lýst með svofelld- um orðum: — Klukkan 3,40 í nótt var tilkynnt á lögreglustöð ina, að fjögur herskip sœj- ust sigla inn á ytri höfn- ina hér. Var hringt til full trúa lösreglustjóra og hon um tilkynnt þetta. Ók full- trúinn siðan niður að höfn og gekk úr skugga um, að fjögur örezk herskip vœru komin og flugvélar á sveimi yfir þeim. Ákvað fulltrúinn að fara um borð í herskipin og tilkynna þeim, að aðeins þrjú her- skip sama ófriðarríkis mœttu samtimis hafa dvöl hér í höfninni og ekki leng- ur en 24 klukkustundir í íslenzkri lo.ndhelgi og að flugvélum tilheyrandi her- skipunum vceri óheimit að yfirgefa þau. Fór fulltrú- inn síðan ni&ur að höfn- inni, en meðan hann beið eftir toWbátnum, til að flytja hann um borð í her skipin, renndi brezkur íundurspillir inn í höfnina og lagðist að hafnarbakk anum. Setti hann strax á land herlið, sem gekk fylktu liði upp i bœinn. — Klukkan var þá 5 f.h. Mr. Bowering aðalrœðismaður var þarna staddur við land setningu hersins, ásamt öðrum mönnum frá rœðis mannsskrifstofu Breta. Gekk fulltrúinn til Mr. Bowering og bað hann um skýringu á þessu og lét í Ijósi þá ósk, að hann fengi að tala \íð skinherra tund- urspillisins. Mr. Bowering svaraði þessu aðeins, að til slíks vœri enginn timi nú. Fór fulltrúinn þá við svo búið til bústaaðr forsœtis ráðherra og tilkynnti hon um, hvað skeð hefði. Liðflutningar í land úr herskipunum héldu síðan áfram, og \oru íslenzkir togarar teknir og notaðir við það. Skipaði herlið það, sem á land kom, vörð við landsimastöðina, pósthúsið ýmis gatnamót og við höfn Hernámsmorguninn: HermaSur meS hríSskotabyssu fyrir framan LandssímahúsiS. ina sjálfa. Landsímahúsið var lœst, þegar brezká her liðið bar þar að og var hurð in sprengd upp. Tóku Bret ar alla símaafgreiðslu í sinar hendur og var sima- sambandi til og frá Reykja vík slitið. Lagði herliðið strax leið sína að bústað þýzka rœðismannsins og að gistihúsum þeim, sem Þjóð verjar af skipinu Baiha Blanca hafa undanfarið dvalið á. Voru Þjóðverjarn- ir teknir fastdr ásamt rœðis manni Þjóðverja og flutt- ir um kl. 9 f.h. um borð í eitt herskipið. Brezka her- liðið tók margar bifreiðir í þjónustu sína, og fluttu þœr lið á helztu vegamót i nágrenni bæjarins, til að stöðva alla umferð að og i frá bœnum. Miklu af alls konar vörum, skotfœrum og fleiru, hefur verið skip að á land í dag, og hafa Bretar tekið sér bækistöðv ar viðsvegar um bœinn. v Þessi mynd er af góssi því, sem aS sögn Rússa fannst í fórum flugmannsins. MeSal muna, sem fundust, voru rúbluseSlar í búntum. j Handalangur handtekinn Um helgina sá fólk, sem býr i Kirkjustræti, aS maSur var aS pauf ast vlS aS brjóta rúSu hjá verzl- uninni Gefjun-ISunn. Hringdi það strax til lögreglunnar, sem brá viS og handtók rúSubrjótinn, sem kom inn var þeirra erinda aS stela sér fötum. ViS yfirheyrslu viSurkenndi maSurlnn aS hafa brotiS rúSu í sömu verzlun fyrr í vetur og dreg- iS föt út úr glugganum. HafSi hann ætlaS aS viShafa sömu kúnst ir í þetta skiptiS. Þá bar svo viS um helgina, aS maSur nokkur ók þvert fyrir bil lögreglunnar, sem var á eftirlits- ferS. Lögreglunni þótti aksturs- máti hans jullkynlegur og stöSv- aSi hann. Kom þá í Ijós, aS ekill- inn var fullur og farartækiS stol- iS. —b.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.