Tíminn - 11.05.1960, Síða 4

Tíminn - 11.05.1960, Síða 4
4 T f MIN N, migvikudagmn 11. mai 1960. TANNSKEMMDIR í greimnn þeim sem Tann- Tætoafélag íslands befur sent diagblöSitnum í vetur, hefur oft verið vildð að sambandi sælgætis og tannskemmda. Til þess að sýna fram á hve náið þetta samhand er, skulu tilfærð fáein dæmi. Þegar einhver kemur til tannlæknis með sér- staklega margar s'kemmdir, sem komið hafa á skömmum tima, að sögn viðkomandi, þá er það fyrsta sem tannlæknin- um dettur í hug: „Hér hefur sælgætið verið að verki“. Þeg- ar spurt er nánar um sælgætis- neyzlu, þá er grunur tannlækn- isins oftast staðfestur. Ung stúlka, 15 ára, úr Reykjavik, á að fara á skóla út á land. Um haustið áður en hún fer, lætur hún tannlækni skoða teamur sínar. Segist vita um 3—4 hoiur, en þegar skoðað er, eru 12 tennur skemmdar, en amnars eru fáar tennur viðj gerðar. Tannlæknirinn spyr hvort hún borði mikið sælgæti. „Ekki sérstaklega“, segir hún, „ja í sumar hef ég borðað dá- lítið, ég vann nefnilega við sælgætisafgreiðslu“. Þetta var þá orsökim Faðir kemur með son sinn 16 ára til tamnlæknis, og biður tamnlæknirinn að skoða tennur drengsins og athuga hvað hægt sé að gera fyrir hann. Tenn- umar eru mjög illa farnar og þeim feðgum báðum Ijóst, að hér er komið á síðustu stundu. Tannlæknirinn skoðar tennurn- ar, næstum hver einasta er skemmd, sumar svo að ekki er hægt að gera við þær. Tann- iæknirinn segir álit sitt, sem er að viðgerð á tönnum dremgsins taki langan tíma og verði kostn- aðarsöm og að í raun og veru bíði drengurimm þess aldrei bætur, sem skeð hefur með tennurnar. Þegar minnzt er á sælgætisspursmálið, þá segir faðirinm: „Ég held að þessar skemmdir hafi byrjað fyrir al- vöru þegar hann var sendill, hann var tvö sumur sendi- sveinn í matvörubúð". Það er von að unglingur, sem daglega hefur sælgæti í hlöðum fyrir framan sig, freistist. En fullorðið fólk getur líka freistast. Maður nokkur um 40 ára gamall kemur til tannlæknis síns. Hann hafði góðar tennur og alltaf l'átið skoða þær eim sinni á ári. Skemdir höfðu alltaf verið litlar, stundum emg- ar. En nú bregður svo við að það fimnast 7 skemmdir í tönn- um hans. Maðurinn og tamn- læknirinn eru báðir jafn undr- andi yfir þessum skemmdum. Tannlæknirinn spyr margs um mataræði, sælgætisát og lifmaðarháttu mannsmis. Þá kemur það í ljós að maðurinn hafði verið að reyna að venja sig af að reykja sígarettur og sér til afþreytingar hafði harnn haft ýmsar smápillur. svartar pillur, svokallaðar brennitöflur og þess háttar. Þessar pillur og töflur hafði hann látið renna í munini sér og oft haft þær í munninum tímunum saman. Aðrar breytingar höfðu ekki orðið á lífsvenjum þessa manns, en þetta næði til þess að auka tannskemmdirnar að mun. Það tekur bakteríur mumns- ims aðeins nokkrar mínútur að breyta sykri í sýru, sem getur leyst upp yzta l'ag glerungsims á tönnunum. Því lengur sem sykur er í munninum þeim mun lengri verður sýruverkunin. Það verður aldrei brýnt um of fyrir fólki að umgangast sælgæti með varúð og hafa hönd í bagga með sykur- og sælgætisneyzlu barna og ung- Iinga. (Frá Tannlækmafélagi íslands). MINNING Tómas J. Þórðarson Þú bróðir ert kominn á frelsarans fund og fagnar þeim eilífu gæðum. Nú ertu glaður og léttur í lumd fg lifir með guði á hæðum. Ég sá þig í anda, er sigldir þú heim til saelu- guðs eilífu -landa Þú sveifst þar á vængjum um sólbjartan geim með sigri til himneskra stranda. Ég veit það, minn vinur, að sorgin var sár er síðastan festir þú blundinn. En drottinn það græðir um eilífðar ár, er upp rennur dýrlega stundin. Nú kveð ég þig, bróðir, í síðasta sinn, en sé þig þó aftur að vonum. Því Faðirinn býður oss öllum þar inn í eilífa sælu með honum. Helgi Þ. Steinberg, Bændur! - Bændur! Nú eru sumarstörfin að hefjast og tími til að athuga vélakostinn. Við munum sem áður aðstoða yður við kaup og sölu á öllum tækjum sem við koma búskapnum: TIL SÖLU: Dráttarvélar: Farmal dísel ’58 Hanomag ’59 R-14 •Zetor dísel 59 Ferguson ’57 dísel Ferguson ’55 dísel Ferguson ’52—55, benzín Farmal Cub ’50—’52 John Deere ’50. Massey Pony ca’ 48 Hafið samband við okkur ef þið þuríið á aðstoð að halda við kaup og sölu á landbúnaðartækjum. Bíla- & búvélasalan Ingólfsstræti 11 (Áður Baldursgötu 8) Símar 2 31-36 — 1-50-14. Sveinn Jónasson. Rafstöðvar Heyvagnar 2 og 4 hjóla. Traktorskerra Múgavélar Mjaltavél Sláttuvélar Heyhieðsluvélar Kartöfluupptakari Ámoksturstæki á Fergu- son Tilboö óskast í 800 teningsmetra af ofaníburðarmöl í veg að væntanlegum Goifskála við Grafarholt. í tilboðinu skal vera allur kostnaður við efnið komið á stað- inn. Línurit, gert af Atvinnudeild Háskólans, er sýni dreifingu á kornastærð efnisins skal fyigja tilboðinu. Tilboðinu skal skila í skrifstofu bæjarverkfræðings í Reykjavík ekki síðar en kl. 11.00, miðvikudaginn 18. maí n. k. Bæjarverkfræðingurinn í Reykjavík. Aðalfundur Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum í Eimskipafé- lagshúsinu, og hefst kl. 14,30 fimmtudaginn 12. þ. m. og stendur til laugardagsins 14. maí. DAGSKRÁ: 1. Fimmtudaginn kl. 14.30: A. Fundur settur. B. Skýrsla framkvæmdastjóra. C. Lagðir fram reikningar ársins 1959. D. Kosning stjórnar. E. Nefndir kosnar. 2. Föstudaginn kl. 10.30: A. Nefndir skila áliti. B. Umræður um félagsmál. C. Síðdegisboð félagsmálaráðherra í ráðherra- bústaðnum kl. 17—19. 3. Laugardaginn kl. 10.30: A. Ræða: Emil Jónsson, félagsmaiaiauncna. B. Framhaldsumræður um nefndaálit C. Önnur mál D. Fundinum lýkur með hádegisverði í Lídó. Öllum félagsmönnum er heimill aðgangui að fundinum. VINNUVEITENDASAMBAND ÍSLANDS. •V‘‘V*V‘V‘,V‘V*V‘*V‘V‘V‘V*V‘V‘V‘V‘V‘V‘X‘V‘‘V*V‘-\.‘V‘VV‘V‘X‘'V- ÞAKKARAVORP Hugheilar þakkir færi ég ættingjum og vinum, er neiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu, 30. apríl s. 1. Einnig þakka ég þann heiður er Múrarafélag Reykjavíkur sýndi mér. Þorfinnur Guðbrandsson. Bifreiðaeigendur ÞaS lækkar reksturskostnað bifreið- ariimar að láta okkur sóla hjólbarðana. Margra ára reynsla í starfi tryggir yður góða þjónustu. Gúmbarðinn h.f. Brautarholti 8. Sími 17984. Álfur Helgason, bifreiðarstjóri, Barónsstíg 25, lézt á Landakotsspítala mánud. 9. þ. m. Jarðarförin ákveðin siðar. Vandaipenn. Við þökkum innilega öllum þeim, sem hafa vottað okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför Arnleifar Lýðsdóttur, Brautarhóii, Biskupstungum. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.