Tíminn - 11.05.1960, Page 7

Tíminn - 11.05.1960, Page 7
7 Atvinnuvegur, sem verður er fyllstu athygli Ræða- eftir Bjarna Guðbjörnsson, alþingismann. Þegar þingsályktunartillaga um fiskileit á Breiðafirði var til umræðu á Alþingi fyrir nokkru, flutti Bjarni Guð- bjömsson, alþ.m. ræðu þá, sem hér fer á eftir: Herra forseti. Sú tillaga til þál. sem hér liggur fyrir til umræðu, fjall ar um að fela ríkisstj órninni að láta fram fara rannsókn á humar- rækju og smásíldar magni í Breiðafirði og við Snæfellsnes. Þessi tillaga gef ur mér tilefni til þess að víkja | nokkrum orðum að rækjuleit og rækjuveiði almennt. Leit að rækjum á Breiðafirði mun| hafa farið fram a.m.k. tvisvar j sinnum. Fyrir fjórum árum^ var hafin leit að rækju á Breiðafirði 'af vélbát frá ísa- firði, og fundust þá rækjumið og mér er það minnisstætt, að ég spurði þann mann, sem annaðist þá leit, hvað hann teldi um rækjumið á Breiða firði, og taldi hann að þar myndu finnast rækjumið, þar ; væri vafalítið hægt að veiða rækju, sem vinnsluhæf væri.1 Fyrir tveimur árum mun aft- j ur hafa farið fram leit að rækjum þar, og enn fundust mið, en rækjan mjög smá, þannig að vart myndi borga sig að vinna þá rækju. Þessar leitir .gefa ekki til- J efni til að fullyrða, að ekki: megi veiða á Breðafirði rækju sem vinnsluhæf gæti talist. Full þörf er því á, að þetta yrði rannsakað eins og till. raunar gerir ráð fyrir, og það um fleiri fisktegundir en r,ækjuna eina. V'ið Isaf jarðard|úp Rækjuveiði hefur almennt verið stunduð við ísafjarðar- djúp nú um nokkuð langan tíma, og einnig í Arnarfirði, og hefur gefið þar góða raun, verið drjúg atvinnubót 1 þess' um byggðarlögum. Mikil gróska hefur hlaupið í þenn- an atvinnuveg nú á s.l. ári og það er það, sem gefur mér sérstakt tilefni til að minn- ast á þetta lítillega, Á. síðast- liðnu ári stunduðu 7 bátar rækjuveiði á ísafjarðardjúni, en nú eru þeir orðnir 16. Á- stæðan fyrir þessari aukn- ingu er fyrst og fremst tii- koma stórvirkra tækja í landi til að pilla rækjuna, svo hægt er nú að taka við mun meira magni en áður. Á síðast.liðnu ári voru fluttar til landsins tvær stórar rækjupillunarvél ar og var önnur sett upp á ísafrði, en hin í Alftafirði. Sú mikla fjölgun báta á þessum veiðum, sem ég drap á. veldur ýmsum mönnum á- hyggjum. Þegar slík aukning, verður og svo mikil aukin á ókn á rækjumiðin' er hætt við bví að rækjustofnin á þess .um slóðum geti goldið afhroð, því ekki er kunnugt um að rannsakað hafi verið hvað rækjustofninn á þessum slóð um kann að þola. Fiskifélagið mun að visu hafa látið rannsaka þetta fyr ir hálfu ári, eða á liðnu hausti, og aftur nú fyrir skömmu, en opinberlega ligg ur ekkert fyrir um árangur af þessum rannsóknum. Mikil búbót Rækjuvinnsla hefur verið mikil búbót 'yrir fjölda manns, á þeim stöðum þar sem vinnslan hefur verið, og þó sú atvinna ein sé ekki or- sök þess að mikið hefur birt yfir öllu atvinnulífi, og fjár hagsafkoma fjölda manna orð ið betri, þá er rækjuvinnslan snar þáttur atvinnulífsins á ísafirði og Bíldudal, svo snar þáttur að án hans verður varla verið. Eg get aðeins fnefnt að vinnulaun við rækjuvinnslu á ísafirði nema mörgum tugum þúsunda kr. á viku hverri þann tíma sem rækjan veiöist. Vinnan er auk þess ákvæðisvinna, sem: hús- mæður geta stundað, svo að segja .með því að hlaupa í þetta milli máltíða. Þarna nýtist einnig vinnuafl í þágu útflutningsframleiðslunnar, BJARNi GUDBJÖRNSSON sem varla yrði annars staðar 1 nýtt. I ) Eg hefi lítillega drepið á rækjuvinnsluna við Djúp vegna þess að ýmsir telja að | veiðin kunni að vera stunduð af of mörgum bátum, og þó ! það sé nokkuð frávik hjá mér frá þeirri till. sem hér liggur fyrir, vildi ég ekki sleppa þessu tækifæri að beina því til þeirrar nefndar, sem fær | þetta mál til meðferðar, að I þetta yrði athugað. Hvað þolir stofninn? Rækjan veiðist á vissu tíma bili þ.e.a.s. frá því í byrjun ágústmánaðar og þangað til í endaðan apríl eða byrjun maí, fer nokkuð eftir því hvernig veðurfar er; t.d. virð ist veiðinni Ijúka fyrr, þegar hlýtt er eða vel vorar. Sakir hlýinda í vetur virðist veiðin hætta fyrr nú en áður. Ástæðan til þess m.a. að menn óttast að um ofveiði kunni að vera að ræða nú, er sú að á undanfömum árum, meðan bátarnir voru færri, tók það skemmri tíma að veiða það magn, sem koma mátti með að landi og rækj- an var auk þess stærri en nú. Við ísafjaröardjúp eru nú starfandi 5 rækj uverksmiðj - ur auk vélanna tveggja, og það er því ekki að ástæðu- lausu að menn óska eftir að vita með vissu hvað rækju- stofnin þolir, því þau byggð- arlög sem vinnslu þessa hafa, mega ekki án þessa at vinnuvegs vera, svo þýðingar mikill er hann fjölda heimila. Það er því bæði eðlilegt og í rauninni skylt að nú yrði gerð gangskör að því að rann saka þetta, — að gera nú sam ræmda leit að rækjumiðum. Fyrir þessu þingi liggur einn ig tillaga um rækjuleit fyrir Austfjörðum og brtt. um að sú leit verði einnig fyrir Norð urlandi. Rækjan hefur aðeins verið veidd innfjarða hér við land, en hún finnst einnig á djúp- miðum og er sú rækja mun stærri. Á Húnaflóa, Skaga- firði og norður af Siglufirði mun aðeins hafa verið leitað og fundist rækja, en magn- ið ekki kannað neitt til hlýt- ar. Norðmenn veiða mjög mik ið af rækju, og þar eru mjög margir bátar, sem þessar veiðar stunda, og eru þeir stærri en þeir bátar sem hér eru notaðir. Norðmenn munu nota 40—50 tonna báta. Það er mjög þýðingarmik- ið að rœkjunni sé meiri gaumur gefinn en hingað til hefur verið, og ber að sam rœma . þá rœkjuleib, sem fram fer, svo kannað \erði til hlýtar hvort ekki megi auka verulega útflútnings- verðmœti rœkju, með því að finna ný mið og vernda þau sem þegar eru fundin. Hér er um þýðingarmikinn at- vinnuveg að rœða í dreifbýl inu, sem verðskuldar fyllstu athygli. rigömæli ríkisstjórnarinnar Umr. «m fyrirspurn Skúla Guðmundssonar Eins og frá var skýrt í i blaðinu í gær, þá gerðist það | upphafi fundar í n. d. í fyrra-) dag, að Skúli Guðmundsson kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár, og gerði fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar í tilefni af trétt, sem birtist í einu af Möðum stjónarflokkanna um sjíðustu heigi. I blaðafrétt s.l. laugardag segir frá því, að samkomulag um fiskverð hafi náðst milli Landssamb. útvegsmanna og þeirra fyrirtækja, er fiskinn kaupa. Er þar sagt, að það muni hafa greitt mjög fyrir samkomulagi að ríkisstjórn- in hafi lækkað 5% útflutn- ingsskatt á fiskinum um helm ing eða niður í 2V2%. Á sunnu dag var einnig frásögn af bessu málin sama blaði, og þar frá því skýrt, að ákvörð un hafi verið tekin um að 1oekka skattinn. Skúli benti á, að skattur- inn væri ákveðinn í lögjm um efnahagsmál, sem sett voru í febr. í vetur, og það væri ekki á valdi annarra en Alþingis. að breyta skattin- um. Kæmi því þessi frétt ein kennilega fyrir sjónir. Hann gat þess til, að missögn eða ónákvæmni væri í frásögn blaðsins. E.t.v. hefði yfirlýs- ing ríkisstj órnarinnar verið á þá leið, að stjórnin myndi beita sér fyrir því á Alþingi, að skatturinn verði lækkaður um helming. Gerði hann fyr irspurn til stjórnarinnar um það, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir lækkun á skattin- um og leggja frv. um þá breytingu fyrir þingið innan skamms. Sjávarútvegsmálaráðh. var ekki viðstaddur á fundinum og kom því fyrirspurnin aft- ur til umræðu i gær. Benti ráðherrann þá á, að þegar útflutningsskatturinn hefði verið ákveðinn, hefði hug- myndin verið sú, að hann gengi til að greiða halla á útflutningssjóði að svo miklu leyti. sem gengishagnaðurinn af sölu birgða ekki hrykki til. Skatturinn var ákveðinn 5%, þó að sú tala svifi nokk uð í lausu lofti og hann átti að gilda þar til hallinn á Útflutning.ssjóði væri greiddur, en útvegsmönnum géfin fyrirheit, um að þá sbvdi hann afnuminn. Nú bár ust óskir frá L.Í.Ú og vinnslu stöðvunum um að skatturinn yrði lækkaður en greiddist á lengri tíma, þannig að hann gæfi endanlega sömu upphæð og ákveðið vár í fyrstu. Inn á þetta hefur stjórnin gengið og mun beita sér fyrir breyt ingu á efnahagslöggjöfinni í samræmi við það. í þessari; breytingu felst ekki aukinn styrkur eða uppbætur til út- gerðarinnar og ekkert frá- hvarf frá stjórnarstefnunni, sagði ráðherrann. Skúli Guðmundsson: Ráðh. boðar nú frv um betta næstu | daga og er fyrirspurninni, | sem ég bar fram í gær út af ; blaðaummælúm þar með svar ! að. i Einar Olgeirsson: Ekki ófróð ! legt að fá það upplýst, að þeg ar stjórnin leggur á skatt þá er það bara einhver tala, sem af tilviljun verður fyrir val inu. Er það kannski svo með alla skatta, sem stjórnin legg ur á? Og þarna þurfti ekki annað til þess að stjórnin breytti um tölu en ósk frá útvegsmönnum og hraðfrysti húsunum. Tæki stjórnin kannski jafn vel undir óskir frá verkamönnum og bænd- | um um breytingu á sköttum? Ráðherrann segir að þetta borgist allt, bara á lengri tíma. Myndi stjórnin þá fall ast á óskir frá öðrum um i lækkaða vexti og lengdan láns tíma, vissulega myndu lánin borgast öll þó að við því yrði orðið. Eysteinn Jónsson: Eg vil minna á það, að fyrirspurn kom fram um það er efna- hagslögin voru sett, hvað stjórnin ætlaðist fyrir um þessi 5% er halli útflutnings sjóðs væri greiddur, en því var ekki svarað. Nú er sagt að fella eigi gjaldið niður er hallinn er jafnaður. Því var nú reyndar haldið fram í fyrra að enginn halli væri á sjóðnum, hvað auðvitað var rangt. Einnig er rangt, að halli hafi verið á sjóðnum frá tíð vinstri stjórnarinnar. Þegar efnahagslöggjöfin var sett, var sagt, að greiða ætti 5% af öllum útfluttum sjávarafurðum. Samt áttu þeir, sem kaupa fiskinn, að greiða fyrir hann það hátt verð, að útgerðin stæði jafn rétt eftir gengisfellinguna osr 5% væru bví þarna alveg ut »nvið. L.Í.Ú. upplýsti hvað út®erðin teldi sig þurfa að fá. Fiskkanpendur vildu ekki borga það verð. Átök um betta hafa staðið yfir undan farið. Og þegar í óefni er kom ið leggur stjórnin fram þess- ar 60 milli kr. til þess að ná saman endum. Auðvitað eru þetta uppbætur þvi þarna er tekið fé. sem átti að fara ) annað. En þrátt fyrir þetta fær útgerðin ekki það verð sem hún taldi sig þurfa til (Framhald á 15 síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.