Tíminn - 31.05.1960, Page 14

Tíminn - 31.05.1960, Page 14
14 TÍMINN, þriðjudaginn 31. maí 1960. dögum nieö einn Móra með sér. Hesturinn kom aftur mannlaus. — Hefur slóðin verið rakin til baka? spurði Joe strax. — Það var reynt, en tókst ekki, sporin horfin. Pilturinn settist á svala- brúnina, dró af sér stígvélin og hellti úr þeim. Smátjörn myndaðist í kringum hann. — Jackie Bacon, stelpan á stöðinni í Cairns fékk fréttina i morguntímanum. Hún kall- aði á Haines lögreglustjóra og hann sendi Phil Duncan til Windermere og hann og A1 Burns eru á leiðinni þangað. Eg lofaði að koma við hérna og segja þér fréttirnar. Eddie Page er á leið til Windermere frá Carlisle og Pred Dawson er með honum. — Hvaða Móri var með Don? spurði Joe. — Samson heitir hann og er frá Mitchell River. Hann er búinn að vera mánaðar- tíma hjá Don. — Vita þeir hvert hann æti a’di? — Upp með Vonleysisgili. — Hvert í logandi, sagði joe. — Þá veit ég hvert hann hefur ætlað sér. Jean leit á hann og sá hörkusvip koma á andlit hans. — Hvað segirðu, sagði Pete. — Hann hefur verið að seil ast í kálfana mlna, sagði Joe. — Skálkurinn hefur kálfarétt þar uppfrá. — Hvernig veiztu það? spurði Pete. — Eg fann hana, sagði Joe. — Eg skal segja þér hvar það er. Þú veizt hvar Vonleysis- gil liggur að Fiská? Pilturinn kinkaði kolli. — Ef þú ferð þaðan upp með gilinu svo sem fjórar milur, þá er þar annað gil, sem sker landið og myndar smáeyju. Jæja, svo sem hálfa mílu þaðan er þétt kjarr og að baki þess gróður laus hæð. Kálfaréttin er á milli gróðurins og hæðarinn- ar. Ofan af hæðinni sér mað- ur réttina. Hann hikaði. — Ef að á að gera út leitarleiðang ur, þá myndi ég ráðleggja að byrja þar. — Þakka þér fyrir Joe, sagði Pet.e. — Eg skal segja þeim það á Windermere. — Já, það er bezt, frú Curt is veit sjálfsagt ekkert um þetta. Jean hafði hikað við að taka þátt í umræðum um hluti, sem hún var alls ókunn ug, en nú spurði hún. — Hvemig komstu að þessuj Joe? Hann sneri sér að henni. — Eg fór þarna uppeftir með Bourneville rétt eftir Jólin og mér sýndist vera heldur færri kálfar, en eðlilegt væri. Bourneville fór að rekja slóð irnar — þá var regnið naum ast byrjað og vel sporrækt. Cartwrightáin er landamæri okkar á þann veg og fylgdum við slóðunum yfir á Winer- mere. Slóðin var eftir tvo hesta og marga kálfa. Við fundum réttina og þar voru kálfarnir, sjálfsagt búnir að vera þar eina tvo daga. Eg hleypti þeim auðvitað út og mig sjá um mig, Joe. Eg verð héma þangað til þú kemur aftur. Farðu heldur strax að lcita. Hann liikaði. — Eg verð kannski marga tíaga að heim- an. — Þá fer ég bara ríðandi heim. Einhver af blökkumönn unum getur fylgt mér og far ið með Sally til baka. — Já, það gætir þú, sagði hann hægt. Moonshine verð- ur heima og hann gæti farið með þér. Bourneville fer með mér. Framhaldssaga ’ ur þú kofa, sem Jeff Pocock notar þegar hann veiðir krókó díla. Svo sem tveimur mílum fyrir ofan kofann eru grynn i ingar og þar kemstu yfir. Stefndu í norður þaðan svo sem tíu mílur og þá kemurðu á slóðina frá búinu til Wills- i town. Hana hlýturðu að , finna. — Allt i lagi. — Viltu matarbita? 1 Pilturinn hristi höfuðið — Ætli ég fari ekki að koma mér afstað. Þau fylgdu honum útfyrir, hann lagði á hestinn og reið af stað. Það var næstum því hími Sfuifc' rak þá heim og það var svei1 mér ekki létt verk að koma1 þeim framhjá fyrsta vatns- bólinu. — Hvað voru þeir margir? spurði Pete. — Fjörutíu og sjö. — Allt smábjórar? — Auðvitað, sagði Joe og virtist hneykslaður á að nokk um grunaði annað. — Don myndi aldrei takia brenni- merkta kálfa. Pilturinn leit á stigvélin og reis á fætur. — Hvað ætlar þú að gera Joe? Koma með? — Eg held ekki, sagði Joe íhugandi. — Eg held að ég fari upp á landið, þar sem hann náði smábjórunum min um. Má vel vera að hann hafi ætlað að reyna aftur við þá og hafi orðið fyrir slysi. Það er sunnan við Cartwrightána, austan við nýju borholuna okkar. Ef ég sé hvergi bóia á honum í mínu landi, þá ætla ég að fara niðureftir, þar sem hann rak kálfana í réttina. Kannski ég mæti ykkur á þeirri leið á morgun eða næsta dag. Pete kinkaði kolli. — Eg skal segja Phil það. — Segðu honum að ég taki Bourneville með mér og ég leggi af stað strax og ég er búinn að aka ungfrú Paget til bæjarins. Förutíu mílur I þessu veðri — það hlaut að taka eina 3 tíma. Jean sagði: — Láttu Sigríður Thorlacius býddi 60. — Já, það verður í bezta lagi, sagði hún. — Hvenær kemur Dave aftur? — Hann ætti að koma seinnihluta dagsins í dag. Hann sneri sér að Pete. — Jim Lennon er í frii og Dave fór að heimsækja stúlku — eina af hjúkrunarkonun- um í Normanton. Hann kem ur aftur í dag. Jean sagði: — Eg ætla að bíða hérna þangað til Dave kemur, ef eitthvað skyldi koma fyrir. Joe brosti til hennar. — Það vær afbragð. Mér er ekki um að láta Mórana vera eina eft ir heima. Eg skal segja Moon shine að hann eigi að fylgja þér í bæinn þegar þú vilt fara. Hann sneri sér að Pete. — Viltu fá annan hest? — Eg held ekki. Eru ekki um þrjátíu mílur héðan til Windermere? — Jú, þú ferð yfir ána hér og handan við hana kemstu á götuslóða, sem liggur alla leið. Hann hefur að vísu ekki oft verið farinn síðustu vik urnar. Ef þú finnur hann ekki þá skaltu stefna norður að Gilbertá, fara upp með henni svo sem tvær mílur, þar finn stytt upp, en loftið var þung búið. Joe sneri sér að Jean. — Mér þykir fyrir þessu, sagði hann hljóðlega. — Dag urinn er okkur eyðilagður. Ertu viss um að þér sé sama þó þú farir riðandi heim með Moonshine? — —Auðvitað, sagði hún. — Þú verður að flýta þér af stað. Hún hraðaði sér inn, til að reka á eftir Palmolive svo að hún kæmi því í verk að út- búa máltíð og nesti handa þeim. í húsagarðinum voru karlmennirnir að leggja á hestana. Þeir lögðu á reið- hesta og einn áburðarhest, sem bar tjald og annan við- leguútbúnað. Jean varð á- hyggjufull, er hún sá, hve lít inn og lélegan mat Joe lét sér nægja í nesti. Hann tók ófýsilegt, soðlð kjötstykki úr kæliskápnum og stakk því nið ur í poka, ásamt þremur brauðum, handfylli af telaufi lét hann í gamlan kakóbauk og sykurmola í annan bauk. Annað var nestið ekki í ferða lag, sem enginn vissi hve langan tíma tæki. Hún bland aði sér ekki í málið, sá að hann var annars hugar, en hugsaði sér að athuga málið nánar í framtíðinni. Hann kvaddi hana með kossi úti á svölunum og hún fylgdi honum út í garðinn. Gáðu að þér, vinur minn, sagði hún. Hann brosti. — Eg sé þig í Willstown í næstu viku.— Svo lét hann hestinn brokka út um hliðið og á eftir hon- um reið Bourneville með á- burðarhestinn í taumi. Jean var ein á Midhurst með blökkufólkinu. Enn tók að rigna og hún fór upp á svalirnar. Húsið var hljótt og autt, Joe var farinn ! og Palmolive komin heim til jsin. Regnið dundi jafnt og þétt á þakinu. Jean datt í hug, að kannski væri allt kom ið í lag, Don Curtis gæti verið ; kominn heim á Windermere og ferðalag Joe væri þá á- stæðulaust erfiði. Það var heimskulegt að hafa ekki stöð á Midhurst. Það var að vísu satt, að ekki voru nema 20 mílur í sjúkraskýlið, svo að litlar líkur voru á að þaðan þyrfti að kalla á hjálp, en þeg ar atburðir eins og sá, sem nú hafði gerzt komu fyrir, þá var bæði erfitt og óþægilegt ■ að geta ekki fylgzt með þvi, hverju fram yndi. Hún ákvað með sjálfri sér, að fá talstöð gift. Hún hafði aldrei áður ver á Midhurst þegar þau væru ið ein á Midhurst. Hún reik- aði milli herbergjanna þungt hugisandi og litli kengúru- unginn hoppaði við hliðina á henni. Við og við laut hún niður til að klappa honum og hann nartaði í fingur- gómana. Hún var lengi inni í herbergi Joe og fór höndum um fatnað hans og muni. Hann átti fátt gripa. En í þessu herbergi hafði hann þó dreymt sína drauma og þar hafði hann ákveðið för sína til Englands til að leita henn ar, þá ferð sem raunverulega endaði á skrifstofunni hjá Noel Straihan í Chancery Lane. Ósköp virtist Chan rery Lane vera langt í burtu. \ Klukklan þrjú kom Dave Hope heim, hann kom ríðandi í allri rigningunni, eins og Pete Flethcer hafði gert um morguninn. Frá Nonnanton hafði hann fengið far með vörubíl. í Willstown hafði .......Sparið yöur IJanp i A .mfUi maigra veralaua;! OÖMWöL 4 ÖílUM ueUM! Auaburstxseti EIRIKUR vlöförli Töfra- sverðið 145 — Ég hélt að þú værir fangi Bor Khan, segir Eiríkur við Alha- abr. — Enginn heldur mér innilok- uðum lengur en ég vil sjálfur, svarar ABiabar. Njósnararnir sneru aftur til búðanna og Eiríkur gengur fram til að taka á móti þeim. —- Hafið auga með Alhabar meðn ég er burtu, segir hann við Orm. Njósnararnir hafa ekkert nýtt fram að færa. Hin fránu augu Eiriks líta eftir öllu. Hann tekur eftir því, að Gráúlfur virðist vera að ókyrrast. Litlu síðar grípur einn stríðs- mannanna grein og skarar í eld- inum. þannig að neistarnir fjúka upp í naatuNitmininn. Stanzið, hróivar Eirikur öskureiður. — Far- ið burt frá oJdinum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.