Tíminn - 31.05.1960, Blaðsíða 16
1
ÞriWjudaginn 31. maí 1960
129. Wað.
Bíl frá bíl sjúg-
andi og stelandi
Bíleigendur ættu aíS nota læst benzínlok
Blaðinu hefur verið tjáð,
að það sé tiltölulega algengt,
að benzíni sé stolið af bílum,
einkum vörubílum, sem
standa útivið að næturlagi
hér í Reykjavík.
Blaðið hefur spurt nokkra bíla-
eigendur um þetta, og hafa þeirj
allir kannazt við þess háttar benz-j
íníhnupl, annað'hvort frá sjálfum >
sér eða öðr&m, og er þetta raunar
engin ný bóla.
Það, að vörubílar sukli helzt(
verða fyrir barðinu á benzínþjóf-,
um, stafar af því, að þar er von
um meira magn, en tankar vöru-j
bíla eru stórir. Það er heldur ekki
svo lítið verðmæti bílaeiganda,
getur horfið, ef fullur ebnzín-
tankur hans er tæmdur að hverj-
um dropa, en benzínlítrinn kostar
nú fjórar krónur .sléttar og hækk-
un í vændum. Einnig má hafa
það í huga, að þeir, sem leggja
fyrir sig innbrot og þjófnaði, hafa,
oft minna fyrir snúð sinn á þeim!
vettvangi og að benzín hnuplið
muni gefa fullt eins drjúgar tekj-
ur í aðra hönd. Hitt er svo annað
mál, að þeim, sem ganga bíl frál
bíl, sjúgandi og stelandi benzíni, I
hlýtur að líða bölvanlega i kokinu,
en sitthvað leggja menn á sig til
að komast yfir verðmæti.
Ekki er auðvelt að hafa hendur
í hári þeirar manna, sem stela
benzíni, en þeir skilja sjaldan önn-
ur verksummerki eftir en tóman
tank. Þó er eitt ráö, sem dugir
til að koma í veg fyrir benzín-
þjófnað í velflestum tilfellum:
Það er, að hafa læst benzínlok.
Lok þessi kosta að vísu nokkrar
krónur, en alltof fáir bílaeigendur
leggja í þann tilkostnað og fyrir
bragðið verða þeir af stærri fúlg-
um. — b,
Geldingahnappur í rósabeði
Allmiklar umræður hafa orðið á Alþingi um dragnótafrumvarp-
ið. Hafa þeir m. a. deilt fast flokksbræðurnir Jón á Akri og Pétur
Sigurðsson. Er Jón mjög andvígur því, að leyfa dragnótaveiðarnar
og sagði til dæmis um það hvað hart væri gengið að dragnótamönn-
unum, að eitt sinn hafi svo við borið um miðja nótt, að hann var
vakinn upp af værum svefni í hvílu sinni þar heima á Akri. Reyndust
þar komnir dragnótadelar nokkrir, sem höfðu verið að skarka með
dragnót sína inni i Húnaós og svo nærrl landi, að þeir strönduðu
skipinu. — En svo er landeigendum bannað að draga fyrir í sínum
eigin ósum, sagði Jón.
Pétri Sigurðssyni, sem er áhugamaður um yrkingar, fannst saga
Jóns kjörið efni til vísnagerðar, lagði út af henni á sinn hátt og end-
aöi eina ræðu sína með eftirfarandi stöku:
Er sól á himin rennur senn / og skella hestahófar,
þá vekið ekki varamenn, / vondir flatfiskþjófar.
— Eftir ræðu Péturs er mælt að þingmaður einn hafi haft á orði
við Jón, að bersýnilega væri ný og litfögur rós sprungin út á akri
þingskáldanna. Á þá Jón að hafa svarað og glott við: — Ég held að
það sé nú frekar geldingahnappur en rós. — m —
Rockefeller for-
setaef ní að nýju
SkoðanakauRanir sýna minnkandi fylgi Nixons
S.l. föstudag birti Nelson
Rockefeller fylkisstjóri í
New York yfirlýsingu, sem
þótti svo fréttnæm, að við
sjálft lá, að ræða Eisenhow
ers um leiðtogafundinn í
París, hyrfi í skuggann.
Rockefeller, sem opinber-
lega dró sig í hlé fyrir jól
í vetur í baráttunni um
framboð til forsetakjörs,
kvaðst nú reiðubúinn að
taka að sér vandann, ef
flokknum sýndist svo.
Þessi nýja yfirlýsing Rocke-
fellers kom skömmu eftir að
Nixon varaforseti hafði fengið
vitneskju um, að kjör hans til
forsetaefnis væri svo gott sem
öruggt í fyrstu umferð á
flokksþingi Republikana í sum-
ar.
Rockefeller langar
Fréttamenn benda á, að
greinilegt sé, að milljónamær-
ingurinn hafi aldrei horfið frá
þeirri ætlun sinni að reyna að
ná kjöri sem forsetaefni. Hann
dauðlangi til þess. En hann
hafi talið vonlaust í vetur að
heyja baráttuna, þar eð öll
flokksvélin og atvinnustjórn-
málamennirnir voru í vasanum
á Nixon. Eftir leiðtogafundinn
virðist svo sem hann teldi bar-
áttuna ekki eins vonlausa. Hitt
er þó ef til vill meira atriði,
að skoðanakannanir í seinni
tíð hafa yfirleitt sýnt, að fylgi
Nixons er dvínandi og líkur
minnkandi fyrir því að hann
næði kjöri.
NELSON ROCKEFELLER
Vilja Bretar fá samn-
ing um undanþagu í 3 ár?
Ef slíkur samningur yr'ði gertSur myndi hann
halda gildi, þar til næstu reglulegar alþingis-
kosningar fara fram
Skúrir
Sama veður og í gær. Eða
var það ekki í gær, sem
var suðaustan stinnings-
kaldi, skúrir og bjart á
milli? Það var minnsta
kosti eitthvað mjög nærri
því. Að minnsta kosti
betra að hafa regnhlíffna
með milli húsa.
Flugskeyti til flug-
valla njósnaflugvéla
Skipun Malinovskí til Rauða hersi'ns
NTB—Moskvu, 30. maí. —
Malinovski varnarmálaráð-
herra Sovétríkjanna upplýsti
í ræðu í dag. að hann hefði
gefið herjum Sovétríkjanna
skipun um að ráðast gegn
hverjum þeim stað, sem not-
aður væri af flugvélum, sem
fljúga í óleyfi inn yfir sovézkt
umráðasvæði, þar með talin
öll landsvæði annarra sósíal-
istaríkja.
Ræðu þessa hélt Malinowskí á
fundi sambands >erkalýðsfélaga í
Sovétríkjunum. Var hann ákaft
hylltur, er hann gaf áðurnefnda
yfirlýsingu.
20 þús. m hæð
Stjórnmálafréttamenn segja
ræðuna ekki .sérlega merkilega.
Fátt nýtt hafi komið fram í henni.
Skipun um að skjóta eldflaugum
á alla flugvelli, þar sem njósna-
(ÍTamhald á 15 síðu).
Vaxandi vonir i fiskveiði-
deilunni. Afstaða íslands vin-
samlegri. Þannig hljóðar fyrir
sögn á grein í brezka blaðinu
Daily Telegraph og Morning
Post 27. þ.m. Greinin er eftir
sérstakan fréttaritara blaðs-
ins í Reykjavík, Llewellyn
Chanter. Fara hér á eftir að-
alatriðin úr grein fréttarit-
arans.
„Tilraunir til að leysa fiskdeil-
una eiga sér stað í Reykjavík.
Augnablikið gæti ekki verið hent
ugra jafnvel þótt vandinn virð-
ist ekki leysanlegur.
íslenzka ríkisstjómin er nú
loks að hafa hemil á verðbólg-
unni, sem hefur leikið þjóðina
iRa og virðist nú til í að setjast
við samningaborðið með Bretum.
Hún sýnir líka óvenju mikla til-
hliðrunarsemi í garð þeirra, sem
yfirtroða 12-míLna mörkin.
Undanfarna daga hafa brezkir
togarar togað iangt fyrir innan
mörkin þrátt fyrir mótmæli Breta
og þeir verið kurteislega hvattir
aí ís'lenzkum varðskipum til þess
að fara út fyrir mörkin.
Verzlun ein sem auglýsti „eng
ar brezkar vörur“ hefur orðið aðj
breyta um stefnu í hinu nýja and-j
rúmsloftr.
Ákvörðun Noregs um að færa
út í 12 mílur hefur ekki mætt
mikilli samúð hér. Norðmenn halij
latið fslendinga brjóta ísinn og sú
forysta orðið dýi'keypt. i
Það er hald manna að ef Bret-
land getur komizt að samkomulagi
við Noreg um að draga smám
samain togara sína af nors'kum
miðum, þá mundi það koma að
miMu gagni fýrir samninga við
Islendinga fyrir Breta.
En íslendingar eru enn á móti
því að mörkunum verði breytt.
Þeir álíta meira að segja að til-
mæli togaraeigenda um að halda
togurum sínum utan við mörkin
næstu 3 mánuði gildi jafnt og
viðurkenning.
Þetta þýðir ekki að loku sé
skotið _ fyrir tilslakanir. Ríkis-
stjórn Ólafs Thors úr íhaldsflokkn
um hefur unnið sig í álit fyrir að
kippa innanríkismálefnum í lag.
Þetta góða álit gæti gert henni
kieift að taka sveigjanlegri stefnu
og taka á sig áhættuna af árás-
um, sem hingað til hafa ráðið
ferðinni.
Margt bendir nú til þess að ís-
lendingar muni nú vilja leyfa er-
lendum toguium að veiða við 9
mílna mörk á vissum árstímum
og á vissum svæðum og visst
magn. Þessi tilslökun gæti staðið
í þrjú ár kannske. Ekki yrði hugs
að um frekari tilhiiðrunarsemi.
Tveir s'kipstjórar hafa verið
reknir úr starfi fyrir að fiska inn-
an við 12-mílna mörkin. Annar
CFramhald á 15 ííðut
Kurt Juuranto
ræðismaöur í
Finnlandi
Nýlega hefur Kurt Juur-
anto magister verið útnefnd-
ur ræðismaður íslands í Finn
landi. Hann er sonur Eriks
Juuranto, sem um langt skeið
hefur verið aðalræðismaður
íslands í Finnlandi.
Kur.t Juuranto er fæddur 1927.
Tók stúdentspróf 1948 og magist-
erspróf í hagfræði 1953. Hann hef
ur líka starfað við ýmis útflutn-
ingsfyrirtæki og gegnt þar ábyrgö
arstöðum. Hann hefur ferðazt víða
um Evrópu og til Bandaríkjanna
og einnig komið til fslands. Hann
hefur verið í stjórn félagsins ís-
landia í Helsinki, síðan það var
stofnað 1954.