Tíminn - 08.06.1960, Side 1

Tíminn - 08.06.1960, Side 1
Flugvélin steyptist kollhnís og lagöist þvert á þjóöveginn Tveggja sæta flugvél frá flugskólanum Þyt nauðlenti vestur á Mýrum á hvítasunnudag. Nauðlendingin tókst vel en flugtakitS mis- heppna'ðist Á sunnudaginn nauðlenti tveggja sæta flugvél frá flug- skólanum Þyt á túninu hjá Hofsstöðum í Álftanesshreppi á Mýrum. Blaðið ætlaði að afla sér heimilda um atburð 'heimleið, þraut vélina bensín. Á- fcvað flugmaðuiinn, Ástvaldur Eiríksson, þá að nauðlenda á tún- inu á Hofsstöðum. Tókst lendin-g- in vel, og safcaði vélina ekki. Rakst á girðingu þennan beint frá fyrstu hendi, sem sé Þyt, en fyrirsvars- menn þar neituðu að gefa nokkrar upplýsingar og kváðu sér fulla óþökk í því, að nokk uð yrði sagt frá þessu. Tiidrög voru þau, að piltar tveir voru að fcoma frá fermingarveizlu á ísafirði á tveggja sæta fliugvél — sennflega Piper Cub. Pegar þeir komu yfir ÁKtaneshrepp á Því -næst urðu pil-tarnir sér úti um bensín á vélina, og reyndu að því búnu við flugtak. Þá kom á daginn, að túnið var of stutt til, þess að vélin kæmist á næga ferð. Rafcst hún fyrst á girðingu við enda túnsins, flaug síðan yfir skurð og rak þar nefið á kaf i uppgröftmn úr skurðinum. Þar steyptist hún síðan kollhnís og lagðist þvert yfir þjóðvegin-n, sem var handan ruðningsins. Mennina sakaði lítið sem ekkert, þó mun (Framhald á 15. síðu). I NÝI FRÍLISTINN ER .. EKKI FRÍLISTI “ MacmHlan ræðir við norsku stjómina um landhelgina Macmillan forsætisráðherra Breta er kominn í fjögra daga opinbera heimsókn til Noregs. Mun Macmillan. eiga viðræður við Gerhardsen forsætisráðherra og fleiri ráðherra norsku stjórnarinnar. Sagt er að Macmillan muni fyrst og fremst ræða um samskipti hinna tveggja markaðslanda Evrópu, en Bretar og Norðmenn eiga báðir aðild að bandalagi ytri ríkjanna sjö svokölluðu. Einnig mun Macmillan ræða um ákvörðun norsku stjórnarinnar að færa fiskveiðilandhelgina út í 12 mílur frá ströndum Noregs. Það brá mörgum heldur betur í brún, þegar þeim barst í hendur hinn margum- talaði og rómaði frílisti, því að 1. grein reglugerðarinnar hljóðar á þessa leið: „Innflutningur ANNARRA VARA, en hér eru taldar á eftir, skal vera frjáls." Síðan kemur lan-g-ur listi um þær vörur, sem áfram verða háð- ar gjaldeyris- og innflutningsleyf- um og eru það flestar eða allar nauðsynjavörur almennings. — Það er ekki fyrir hvern sem er að komast að því, hvaða vörur það eru, sem undanþe-gnar eru leyfum, þó ekki geti þær verið margar, því að við les-tur hins langa upp- talnin-garlista þeirra vara, sem ó- frjálsar eru verður ekki í fljótu bragði séð að þar hafi nokkuð gleymzt af þeim vöium, sem al- mennrngur notar mest. Væri því ekki úr vegi fyrir ríkisstjórnina að gefa út lista yfiir þær vörur, sem raunverulega eru frjálsar í innflutnin-gi. Hér á eftir skal borið á víð og dreif niður í hinn langa upptaln- ingarlista um ófrjálsu vörurnar og næstu daga mun blaðið leitast við að upplýsa almenning um hina „frjálsu verzlun", sem Morgun- blaðið telur að marki tímamót í viðskiptum á íslandi. Eftirtaldar vörur eru háðar gjaldeyris- og innflutningsleyfum: Kaffi, rúgmjöl, kartöflumjöl, klíð, strásykur, molasykur, kandís, þrúgusykur, súkkulaði og vörur úr kakó, sulta og aldinmauk, kaffi bætir og kaffilíki, kol, steinolía, benzín og brennsluolíur, blýantar og skólakrit, hjólbarðar og slöng- ur á ökutæki, gólfdúkar, krossvið- ur, húsgögn, gólfmottur og á- breiður, þak- vegg- og gólfpappi, ytri fatnaður og nærfatnaður úr baðmull, höi eða öðrum jurta- spun-aefnum, handsápa og rak (Framhald á 15. síðu). Sláttur hafinn Sláttur er almennt ekki haf- inn en þó eru einstaka bændur famir að slá því víðast er gras vel sprottið. Enda hefur verið einmuna tíð undanfarið, stöð- ug lilýindi. Geir bóndi Gunn- laugsson i Eskihlíð byrjaði að slá 3. júni eins og sagt var frá í blaðinu á Iaugardag. Myndin sýnir kaupamann Geirs slá fyrstu skákina. Geir býr stór- búi suður í Fossvogi, hefur þar tugi kúa, allmörg svín og fleiri hænsn cn tölum verður talið. Enda nægir honuni ekki taðau af túninu í Fossvogi, hann heyjar á ýmsum jörðum í grennd. Sláttur mun hafinn víðar og hefur blaðinu borizt fregn um að bændur í Melaleiti í Mela- sveit hafi byrjað slátt um svip- að leyti og Geir. Þar búa félags búi feðgarnir Jón Magnússon og Magnús Eggertsson og hafa hirt heyið jafnóðum í votheys- gryfjur, því sprettan er svo ör að ekkert má liggja. Eftir þessu að dæma þurfa bændur ekki að kvíða sumrinu. — Það vorar vel 1 í hafinu — bls. 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.