Tíminn - 08.06.1960, Side 13

Tíminn - 08.06.1960, Side 13
Knötturinn hafnar í fyrsta skipti í marki KR. — Hægri innherjinn, sem er lengst til vinstri, hefur spyrnt óverjandi í vark úr vítaspyrnunni. Knöttur- inn hafnar út viö stöng, og Heimir geri ekki einu sinni tilraun til að verja, enda tilgangslaust. aði Bjarni Fclixson sig illa, sem var til þess, að hægri útherjinn lék óhindraður upp að vítateigs- ihorninu, og þaðan spyrnti hann á onarkið þrumuskoti, sem hafnaði í markhorninu, algeriega óverjandi, og spyrnan var stórglæsileg. Nokkru síðar skeðu þeir atburð- ir í vítateig Rússa með Þórólf Beek, sem fyir er sagt frá, og ekk- ert var daemt á, og á 20 mín. skor- uðu Rússar sjötta og síðasta mark sití í leik og enn einu sinni með þnfmuskoti frá vítateig. Enn var hægri innherjinn að verki. Þrátt fyrir þennan markamun var leikurinn ekki leiðinlegur það sem eftir var. Rússarnir .sýndu snilldarknattspyrnu — knötturinn gekk frá manni til manns í hröð- um, snöggum sendingum, þar sem allir voru með, allt frá bakvörðum til útherja. Undir lok leiksins hvessti mjög og var þá erfiðara fyrir leikmenn að hemja knöttinn. En KR-ingar náðu þá meðal ann- ars tveimur ágætum upphlaupum — þótt knötturinn væri yfirleitt á vallarhelmingi þeirra. í fyrra skiptið spyrnti Örn Steinsen fram hjá af stuttu færi, en siðara skipt- ið 'komst Þórólfur í gegn, en rann með knöttinn í vítateignum. Hann lék síðan á nokkra menn í stað þess að gefa knöttinn og spyrna hans á mark var máttlaus. ÁGÆTUR LEIKUR í liði Dynamo er vart hægt að taka einn leikmann framyfir ann- an, enda eru leikmennirnr svo jafngóðr að unun er á að horfa. Tvær breytngar voru gerðar á lið- inu frá fyrsta leiknum — og vakti annar leikmaðurinn, hægri framvörðurinn, einna mesta at- ihygli. Og eitt er víst að Dynamo er í tölu beztu — ef ekki bezta lið — sem komið hefur hingað í heim- sókn. Eftir mörkunum að dæma, kunna margir að álíta að KR-liðið hafi staðið sig illa. En það er öðru nær. Margir leikmenn áttu ágætan j leik, þótt þeir réðu ekki við Rúss- ana. Heimir varði oft stórvel í markinu, og Hreiðar og Bjarni gáf I ust aldrei upp allan leikinn. En bezti maður KR-liðsins var Hörð- ur Felixson, .sem lék af miklu ör- ! yggi og festu og það svo, að mið- I herjanum rússneska þótti nóg um I á tíma og færði sig út á kantinn, I enda komst hann ekkert áleiðis með Hörð. Þá átti Garðar Árnason mjög góðan leik, mun betri en með landsliðinu. Helgi Jónsson var ágætur meðan hann hafði út- hald. f framlínunni var Þórólfur beztur og Ellert Schram vann mjög vel. Hins vegar var Sveinn Jónsson ekki upp á sitt bezta, og sama er að segja um Örn og Gunn- ar Guðmannsson. Gunnar lék 200. leiik sinn með meistaraílokki KR í þessum leik. KR-ingar heiðruðu hann með blómvöndum og einnig fékk hann gjöf frá rússneska lið- Laxveiðimenn Höfum til ráðstöfunar nokkra stangadaga í Úlf- arsá (Korpu) í sumar. Upplýsingar veittar í síma 32000. ÁbUrðarverksmiðian h.f. 13 —---------------------N 30. Skerja- fiarðarsundið Á annan i hvítasunnu, urn miðjan dag, synti Eyj- ólfur Jónsson, sundkappi, yfir Skerjafjörð. Var þetta i þrítugasta skiptið, sem hann gerði það. Hann lagði af stað úr Grímsvör og tók stefnuna á Bessastaða- kirkju. Eyjólfur kom að landi í vikinni,' sem er skammt frá skanzinum, eftir 1 klst. og 13 mín. sund- Hann svamm bringu sund alla leiðina, þetta frd 34 t'il 38 sundtök á mín- útu. Vegalengdin er um 3 rastir (km.). Vegna þessa „afmælis“- sundmóts, fóru nokkrir vin ir hans og samherjar, með honum i tveimur vélbát- um; þar á meðal forseti ÍSÍ, formað.ur SSÍ, for.mað ur Þróttar og Pétur Eiríks son, sundkappi. Mettimi Eyjólfs yfir Skerjafjörð er réttar 54 mín. Og alltaf hefur hann lagt af stað úr Grímsvör. Þegar Eyjólfur steig á land, t-óku forsetahjónin á móti sundkappanum, og bauð honum, ásamt fylgd- arliði að Bessastöðum, til Kaffidrykkju. Sátu menn þar góða stund í gó&um fagnaði. 4lltaf þykir mönn um gott að koma á Bessa- staði, til hinna vinsœlu for setahjóna. Eyjölfur er. nú í ágœtri œfingu og hyggst að leysa fleiri sundafrek af hendi hér í sumar. Þá mun hann og reyna fyrir haustið að synda yfir Ermarsund. Og óska honum allir velfarn- að.ar í þeirri miklu þrek- raun, sem ekki aðeins mun skapa honum frœgð, held- ur og íslandi og íslending um, ef vel tekst. -------------------- lslenzka landsliðsnefndin er fljót að gleyma 11 í gœr var íslenzka lands liðið, sem leika á við Norð menn i Osló á morgun, val- ið. Landsliðið er þannig skiptíð: Helgi Daníelsson, Akranesi; Hreiðar Ársœls- son, KR; Árni Njálsson, Val; Garðar Árnason, KR; Rúnar Guðmannss., Fram; Sveinn Teitsson, Akranesi, fyrirliði; Örn Steinsen KR, Sveinn Jónsson KR; Þór- ólfur Beck, KR; Ingvar Eliasson, Akranesi og Þórð ur Jónsson, Akranesi. Já, lesendur góðir, þetta 'er landsliðið sem landsliðsnefnd, þeir Sœm- undur Gíslason, Fram; Lárus Árnason, Akranesi og Haraldur Gíslason KR, hafa valið. Landsliðsnefnd kemur ávallt á óvart og þá ekki síður að þessu sinni — op virðist afar fljót að Ssl. landsliðið gegn Mmönnum valið gleyma. Þeir sem sáu lands leikinn við Dani í Kaup- mannahöfn í fyrrasumar,% munu seint gleyma Herði f'blixsyni í þeim leik — hann var beinlínis stórkost legur, og dönsku blöðin áttu varla nógu sterk lýs- ingarorð yfir leik hans. Þá átti Hörður mjög góðan leik í fyrrakvöld g egn Dynamo, það góðan að mið herjinn, sem hann gœtti, flýði um t-íma út á kant. En landsliðsnefndarmenn- irnir þrír virðasi hafa gleymt öllu, sem skeði í Idretsparken — og ekki séð leikinn i fyrrakvöld. Rúnar Guðmannsson, sem tekur stöðu Harðar í lands liðinu, er ágœtur leikma&ur en hann átti ekki að kom- ast í landsliðið á kostnað bezta manns varnarinnar. Og annað, sem slœmt er í sambandi við það a& Her&i er kastað. Hann var hinn sjálfkjörni fyrirliði liðsins á leikvelli, og þó Sveinn Teitsson sé alls góðs mak legur, veit ég, að hann get ur ekki fyllt stö&u fyrir- liðtí liðsins eins vel og Hörður hefði gert. En þegar vig rennum augum yfir val liðsins og lesum að lokum — Ingvar Ellasson, Þór&ur Jónsson Akranesi, — sjáum við fljótt hvað hefur verið að ske. Það eru bein hrossa- kaup milli Framarans og Akurnesingsins í nefnd- inni. Þeir Sœmundur og Lárus hafa samið um það, a& ef Sœmundur fengi Rúnar í liðið, þá skyldi Lárus fá Ingvar. Þetta hef- ur svo sem áður skeð hjá íslenzku landsliðsnefnd- inni, blessaðri, að verzlað hafi verið með leikmenn. Ingvar Eliasson er ungur, efnilegur leikmaður, en hann á ekkert erindi i landsliðið að þessu sinni — hann á framtíðina fyr ir sér, og leikur hans gegn Dynamo s.l. föstudag gaf þetta einmitt til kynna. — En verzlun er verzlun — og þá skiptir ekki máli hvort maðurinn á heima á þessum st-að eða ekki. Ástœ&ulaust er að rœða þetta mál frekar — lands- liðsnefndarmennirnir stinga áreiðanlega hausn- um i sandinn — og hlusta ekki á neinar ákœrur frek ar en fyrri daginn. En KSÍ verður að gera breytingu á nefndinni, láta ein mann velja, liðið, svo þessi sí- felldu hrossakaup með fé- lagsmenn nefndarmanna, hætti. Leikmennirnir sjálf ir grœ'ða ékkert á þessu, það er þeim miklu frekar , til tjóns. Varamenn fyrir leikinn eru: Heimir Guðjónsson, Hörður Felixson KR, Ellert Schram, KR, Gunnar Guð mannsson KR og Berg- steinn Magnússon Val. — hsím. ----—-----rrrrr-ninnnnnnnnnnnni1)l||l[1|

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.