Tíminn - 08.06.1960, Page 12

Tíminn - 08.06.1960, Page 12
12 X í MIN N, unövikudagiim 8. jáuí 1960. RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Bezta knattspyrna, sem sést hefur á Laugardalsvellínum Dynmo Moskva sigra'Si KR meS sex mörkum gegn engu og landsIiÖiÖ meÖ þremur mörkum gegn engu — „Þetta er bezta knattspyrna, sem sézt hefur á Laugar- dalsvellinum" sagði maður nokkur eftir að Dynamo Moskva hafði sigrað KR með 6—0 í fyrrakvöld. Og þetta eru orð að sönnu, þótt sú staðreynd sé höfð í huga, að á Laugardals- vellinum hafa leikið landslið sex þjóða, þar á meðal hið franska, því leikni þessara rússnesku snillinga frá Moskvu er stórkostleg, hraðinn gífurlegur, en gengur þó aldrei of langt, þannig að samleikurinn gengur fyrir öllu. Og KR-ing- ar eiga heiður skilið fvrir þann leik, sem þeir sýndu. Þeir gáfust aldrei upp, þótt þeir berðust vonlausri baráttu við nfureflið, og voru sannarlega óheppnir að skora ekki eitt 'il tvö mörk í leiknum. En leikur þeirra gerði það að verk- um, að leikurinn í heild var miklu skemmtilegri fyrir áhorf- endur en fyrsti leikurinn, þegar Dynamo sigraði landsliðið mðe 3—0 — en bá fannst manni, sem Rússarnir keyrðu aldrei af fullum krafti — enda kannski skiljanlegt, þar sem leikmenn voru til þess að gera nýkomnir hingað eftir tveggja daga erfitt ferðalag. Leikurian í fyrrakvöld var lengi sagt, og vítaspyrnan kom Rússun- v f- -y,-.... !. vel nokkuð jafn, og upphlaupin gengu á báða bóga. KR-ingar komu vissulega á óvart með fcraft- miklum og ákveðnum leik. Rúss- arnir reyndu nokkur langskot fyrstu mínúturnar, en tókst ekki að hitta markið, þótt þeir síðar í leiknum, sýndu mikla hæfni í lang skotum. Og þegar Rúsunum tókst ekki að skora, varð dómarinn Magnús Pétursson, að taka málið i sínar hendur og á 15. mín. dæmdi hann vítaspyrnu á KR, sem var vafasöm um á bragðið. Vinstri kantmaður- inn lék þá að marki KR með Bjania Felixson að baki sér. Hreið ar Ársælsson kom á móti kant- manninum, og þegar hann ætlaði að leika á Hreiðar, skullu þeir sam an og Bjarni, sem kom hlaupandi skall á þá. Rússinn lenti þvi á milli Fyrir þetta dæmdi Magnús Pétursson vítaspyrnu. Kantmanninum og Hreiðari Ársælssyni hefur lent saman, og þeirra, en hann var ekki í mark- Bjarni Felixson, sem liggur á vellinum, rennur á þá. Áhorfendum fannst dómur Magnúsar mjög strangur, og tækifæri, þegar þetta skeði. Samt sem áður hikaði dómarinn ekki við að dæma vítaspymu á KR — enda sumir dómarar, og Magnús einn af þeim, sem í hverjum leik myndin virðist sanna álit þeirra. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. að nota það mesta vald, sem einn dómari hefur yfir að ráða. Hægri í meira lagi, svo ekki sé méira þurfa að láta bera á sér, með því I innherji skoraði örugglega úr víta- Haimir Guðjónsson varði snilldarlega skallknött frá miðherja Dynamo. Myndin sýnir, er hann hefur slegið knött- inn yfir. spyrnunni. ÞÁ VAR EKKI DÆMT En síðar í leiknum dæmdi Magn í ús ekki upplögð brot. í síðari hálf-1 leik braust Þórólfur Beck í gegn,! en vinstri bakvörður Rússanna náði honum inn í vítateig og bein-! línis lagðist á Þórólf til að hindra1 hann í að ná kncttinum. En þá var ekki dæmt. Og síðar var Þór- ólfur aftur í færi við vítateigs- punktinn, þegar sami bakvörður hrinti honum með hendinni. Þá var heldur ekki dæmt. En við þetta hafði dómarinn skapað sér svo miklar óvinsældir hjá áhorf- endum— að honum þótti bezt að sjá ekki neitt athugavert, þegar einn varnarléikmaður KR sló knöttinn frá á marklínu KR með hendinni síðast í leiknum og bjarg aði með því marki. Það var víta- spyrna og því tækifæri til að láta ljós sitt skína að nýju. TVÖ MÖRK Strax á eftir, að Dynamo hafði skorað úr vítaspyrnunni, og KR- i ingar hafði leik að nýju, náðu I Rússarnir knettinum og léku upp að KR-markinu. Þetta var glæsi- i legt upphlaup, sem hægri fram- | vörðurinn rak endahnútinn á með glæsilegu skoti frá vítateig, sem Heimir Guðjónsson hafði ekki nokkuð minnsta tækifæri til að verja. Þ’annig höfðu Rússarnir fengið tvö mörk næstum á sömu mínútunni — og spennan í leikn- um minnkaði. Og 10 mín. síðar sfcoruðu þeir þriðja markið. Þá var snöggt upp- hlaup hægra megin og gefið fyrir markið. Hægri innherjinn var al- veg frír á marklínu (rangstæður?) og tókst á laglegan hátt að koma knettinum í mark. En uppúr þessu náðu RR-ingar tveimur ágætum uphlaupum. Eftir hið fyrra fengu þeir hornspyrnu, sem Sveinn Jónsson skallaði yfir i úr, og aðeins síðar lék Helgi Jóns son upp miðjuna og upp að víta- teig. Hann spyrnti föstu skoti á mark, en geigaði og spyrnan fór rétt uta-n hjá. Og aftur sóttu Rúss- ar. Heimir varði stórglæsilega skall knött frá miðherjanum eftir horn- spyrnu — og Bjarni Felixson bjargaði fyrir opnu marki rétt á eftir. Þegar 40 mín. voru af leik, lék Þórólfur Beck á miðjunni og renndi knettinum mjög laglega gegnum rússnesku vörnina, og þar var Sveinn Jónsson kominn, fékk knöttinn með sér og átti aðeins markmanninn eftir. Svéinn skaut föstu skoti af stuttu færi, en sá rússneski sýnd snilld sína, með því að verja. Þess má geta, að hinn frægi markmaður, Jashin, lék nú ckki með, en í stað þess varamark- maður íiðsins, og vakti hann mikln athygli' fyrir leik sinn, ekki sízt útspyrnur hans frá marki, seni voru lengri, en hjá sjálfum Helga Daníelssyni!! En þó svo tækist til mcð spyrnu Sveins á markið, létu KR-ingar ekki hugfallast, og nokkrum sek. síðar var Þórólfur fyrir opnu marki inn í vítateig Rússa, en spyrnti yfir. KR-ingar voru sannar lega óheppnir að fá ekki mark úr öðru hvoru þessara tækifæra. Og síðast í hálfleiknum fengu Rússar sitt fjórða mark. Mikil hætta hafði þá verið við KR-mark- ið, Garðar Áí-.nason meðal annars bjargað á línu, en KR-ingum tókst ekki að hreinsa og vinstri innherj- inn fékk knöttinn og spyrnti af stuttu færi á markið. Heimir náði knettnum, en missti hann undir sig í markið, enda spyrnan snögg og af stuttu faeri. Ef til vill er hægt að kenna Heimi um þetta mark — en það voru þá einu mis- tök hans í leiknum. ÞRUMUSKOT Dynamo byrjaði með ákafri sókn í síðari hálfleik og það gaf fljót uppskeru. Á 5, mín misreikn •//

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.