Tíminn - 08.06.1960, Blaðsíða 16
heims og helju
á laugardaginn
' Þrír drengir, 12, 13 og 14
ára, lentu í hörSum árekstri
á laugardaginn ,og þegar síð-
ast til fréttist í gærkvöldi lá
einn þeirra enn rænulaus á
spítala, og var ekkert hægt að
segja um það hvernig honum
reiðir af. Annar er einnig á
sjúkrahúsi, en hinn þriðji er
heima hjá sér.
Slysið bar að með þeim
hætti, að drengirnir óku á
tveimur skellinöðrum suður
Hjallaveg með miklum hraða.
Á öðru hjólinu voru tveir,
Agnar Guðmundur. Árnason,
12 ára, sem stýrði því, og
Hallgrímur Pétursson 14 ára,
sem sat aftan á. Hinu hjólinu
ók Grettir Kristinn Jóhanns
son 13 ára.
Braut framrúðuna
Um leið og þeir komu að
gatnamótum Hólsvegar og
Hj allavegar, kom fólksbíll
(Framhald á 15 síðu)
Átti hann
kynmök við
dóttur sína?
6 ungar
Kjartan Ólafsson brunavörð-
nr hringdi til blaðsins í gær
og tjáði þau skemmtilegu tíð-
indi að nú hefði fjölgað í álfta-
fjölskyldunni á Tjörninni. Sex
ungar eru þar komnir úr eggj-
um, og á sunnudag hrá fjöl-
skyldan sér í fyrsta skipti á
sund öll saman. Ljósmyndari
blaðsins brá sér niður að Tjörn
í gærdag og festi þar hina nýju
borgara tjamalrinnar á þossa
mynd. — Ljósm. K.M.
Luktin brotnaði
en barnið ekki
Ökuslys á Reykjanesbraut í fyrrakvöld
Drengurinn slapp furðanlega
Nýstárlegar
vegvörður
Óvenju mikið virtist vera um
það um hvítasunnuna, að springi
á bflum sem fóru út fyrir bæ-^
inn. Það kom út á eitt, hvort ek-
ið var suður, norður, vestur eða ;
austur frá bænum, alls staðar;
var vegurinn varðaður með bíl-|
um, sem verið var að skipta umj
dekk á. Bar þá ekki ósjaldan;
fyrir augu, að menn hefðu ekki
verði svo forsjálir sem skyldi
með varadekk, og urðu því að
standa í bætingum á vegarbrún-
inni. Þótti mörgum þetta harla
undarlegt, einkum á annan hvíta
sunnudag, þar sem flcstir vegir
í nágrenni Reykjavíkur og jafn-
vel víðar voru þá rennblautir og
mjúkir, og því ekki jöfn ástæða
til dekksprenginga cins og ef,
vegurinn hefði vei'ið þrlrr og
Maður kunnugur umferðarmál-
um iét svo um mælt við einn
fréttamann Tímans í gær, að ef
til vill gæti ástæðan verið sú,
að mikið hefur að undanförnu
verið flutt inn af dekkjum frá
löndum austan járntjalds, en
þau hefðu reynzt m/sjafnlega.
Ekki vildi hann leggja dóm á,
hvort þau væru að jafnaði ónýt,
en taldi þessa ástæðu ekki
ósennilega.
Er þá illa farið, ef verið er
að flytja svo léleg dekk til lands
skroppið lit úr bænuni sér til
ins, að bíleigendur geta ekki
Iyft sér upp um helgar, án þess
að hafa með sér birgðir af auka-
hjólbörðum.
í fyrrakvöld varð umferðar
slýs á Reykjanessbraut, rétt
Reykjavíkurmegin við Shell-
bensínstöðina. Þar varð 5 ára
drengur fyrir bifreið, en slas-
aðist þó minna en ástæða var
til að ætla.
Kom að horfa á
Tfldrög voru þau, að klukkan'
rúmlega hálfníu í fyrrakvöld var
jeppabifreið á leið eftir Reykja-j
nessbraut frá Reyjavík. Á fyrr-
nefndum stað sprakk á vinstra aft
urhjóli jeppans, og ók þá ökumað
ur út af brautmni tli þess að geta
athafnað sig í næði fyrir umferð-
inn.i
Meðan jeppaekillinn var að
skipta um dekk, kom 5 ára dreng
ur að og vappaði í kring til að
fyljjjast með verkinu. Allt í einu
heyrði svo ökumaðurinn hemla-
hljóð í bifreið, og samtímis óp
frá dr'engnum.
Skreið út af
Hafði drengurinn þá ætlað yfir
veginn, en í sama þili bar þar að
fólksbíl, sem var að koma frá
Reykjavík. Vissi bílstjórinn ekki
fyrr til, en drengurinn var fyrir
framan bílinn og áreksturinn varð.
Drengurinn kastaðist frá bílnum
fram á götuna og skreið svo út í
kantinn. Þar var hlúð að honum
eftir föngum þar til sjúkrabifreið
kom á vStvang.
AÐ TJALDABAKI
★ ★ ★ Eisenhower skrifaði Macmillan einkabréf fyrir skömmu
og þakkaSi honum alveg sérsfaklega „frábæra" aSstoS á mlsheppn
aSa leiStogafundlnum í Parrs. ÁstæSa: BlöSln höfSu flutt þær fregn-
ir, aS hyili Macmlllans í Hvíta húsinu hefSi mjög rénaS meSan
stóS á fundinum í París.
★ ★ '★ ÞaS var Hagerty blaSafulltrúl forsetans, sem „samþykkti''
skipun Gates landvarnaráSHerra í París til allra deilda Bandaríkja-
hers aS vera viSbúnar hinu versta. Forsetinn var ekki viSiátinn þá
stundina, en staSfestl síSar úrskurS blaSafulltrúans. Eisenhower
neitaSi þessu þó í ræSu á dögunum, en er haft fyrir satt engu aS
síSur.
★ ★ ★ «Ef reka a einhvern fyrir þetta, þá er þaS ég". Þetta eru
orS Allan Dullesar yfirmanns njósnaþjónustu Bandaríkjanna, og þaö
sem hann á viS er auSvitaS U—2 véiin 1. maí. Dulles mun hafa end-
urtekiS þessi ummæli á hærri stöSum og afdráttarlaust, en auSvitaS
verSur hann ekki rekinn.
★ ★ ★ Vænta má bardaga og stórátaka á Formósusundi og um
eyjarnar Quemoy og Matsu innan fárra vikna. Þetta er haft eftir hátt
settum kommúnistum í A.-Berlín.
★ ★ ★ Flugufregnir eru á kreiki um þaS aS herinn í Indónesíu
sé orSinn leiSur á „lýSræSinu" þar og Sukarno forseta. Þar megi
vænta næstu Þyltingar frá hershöfSingjunum undir forystu Nasu-
tion foringja herráSsins, sem er vinur Bandaríkjamanna.
Ekki brotinn
Við athugun kom í ljós, að
drengurinn var ekki brotinn, en
mikið marinn og hruflaður. Hann
var fluttur heim til sín, þegar
gengið hafði veiið frá sárum hans.
Bíllinn bar einnig merki eftir at
burðinn, brotið ökuljós og dældað
bretti.
Drengurinn hét Jökull Sigurðs-
son, til heimilis að Mávahlíð .
Dagblaðið Visir skýrir frá
því, að margra bama faðir
í Reykjavík hafi verið kærð-
ur fyrir að hafa kynferðismök
við 9 ára dóttur sina. —
Tíminn spurðist í gær fyrir
um þetta mál hj árannsókn
arlögreglunni, og fékk stað-
festingu á því að þetta væri
rétt. Var vísað á Þórð Björns
son, fulltrúa sakadómara, til
þess að gefa upplýsingar um
málið. Þórður kvaðst hins veg
ar ekki geta gefið neinar upp
lýsingar að svo komnu, aðrar
en þær að réttaAöld stæðu
yfir um þetta mál, en það
lægi ekki svo Ijóst fyrir enn
sem komið er, að hægt væri
að segja nokkuð frá því.
—s.
Skýjað
Það verður áframhaldandi
gróðrarveður. Veðurstofan
spáir suðaustanátt og skýj-
uðu og ef til vill skúraleið-
ingum siðdegis.
Vinnu- og félagsheimili
f atlaðra vígt á Akureyri
A annan í hvítasunnu var
vígt á Akureyri félags- og
vinnuheimili Sjálfsbjargar, fé-
lags fatlaðra á Akureyri og í
nágrenni Er þetta fyrsta fé-
lagsheimili sinnar tegundar á
landinu, og hefur Sjálfsbjörg
á Akureyri sýnt mikið fram-
tak að koma þessu húsi upp,
en félagið er aðeins tæplega
tveggja ára gamalt.
Á landinu eru nú alls 7 Sjálfs-
biargarfélög, sem hafa myndað
samtök innþyrðis og telja á fjórða
hundrað , félagsmanna. Tilgangur
samtakanna er að styrkja sam-
heldni fatlaðra manna innbyrðis
og gæta hagsmuna þeirra út á við.
Iíafa félögin m. a. komið upp
vinnusföðum til handavinnu og
föndurs fyrir félaga sína, og hefur
félagið á Akureyri rekið slíka starf
semi undanfarið í leiguhúsnæði.
Bafnar aðstaða félagsins til slíkra
slarfa mikið við tilkomu hins nýja
húss.
Hið nýja félags'heimili, sem
hlaut nafnið Bjarg, er 195 fer
metrar að stærð, á einni hæð, en
kjallari er undir hluta þess. Þar
er stór samkomusalur auk eldhúss,
fundarherbergis o. s. frv. Mun fé-
lagið nú flytja allt starf sitt í hið
nýja hús. Vígsluhátíðin fór vel
fram og var fjölsótt. Aðalræðuna
flutti Sigursveinn D. Kristinsson
sem var aðalhvatamaður að stofn-
un félagsins, en formaður þess,
Adólf Ingimundarson rakti sögu
félagsins. Þá sungu Jóhann Kon-
ráðsson og Kristinn Þorbjörnsson
við undirleik Guðrúnar Kristins-
dóttur, og að lokum var boðið til
kaffidrykkju. E.D.