Tíminn - 03.07.1960, Page 1

Tíminn - 03.07.1960, Page 1
Askfrftársíminn «* 1 2323, 145. tW. — 44. árgangtw. SkrifðS og skrafaS — bis 7 NóaBnBraúMÉHiMtflnÖnÍZMttÍÍMNMfilBflHlll Simnudaguriíín 3. júlí 1960. Söltun hafin á Raufarhöfn Mikii síid á miðsvæðinu Sfldarsöltun er nú hafin á Kaufarhöfn. í gærmorgun fengu nokkur skip sfld NNA cif Hraunhafnartanga. Þar rnun vera allmikil síld, og er hún væn söltunarsíld Þá lóð- sðist mikið magn síldar við Kolbeinsey, og veiði heldur á- fiam út af Siglufirði. Einn bátur var kominn til Rufarhafnar skömmu eftir há hádegi i gær, og var verið að salta úr honum. 6—7 bátar voru á leið til Raufarhafnar. Höfðu þeir allir fengið aflann við Hraunhafnartanga. Síldin, sem komin var til Raufarhafn ar, var feit og ágætlega sölt- unarhæf og sama gilti um af la þeirra báta, sem voru á leið- inni. Nokkrir bátar voru aö kasta á sömu slóðum. Þá hefur síld lóðazt skammt undan Raufarhöfn, og mun þar vera talsvert magn. Fréttaritari blaðsins á Raufarhöfn taldi í gær, að ef þessar horfur héld ust, væri útlit fyrir mjög gott síldarsumar. Síld við Koibeinsey Eitt eða tvö skip fengu góð- an síldarafla við Kol- beinsey í fyrrinótt, en aðeins örfá skip voru þar að veiðum. Þar var niðaþoka og erfitt um vik, en mikil síld hefur lóðazt þar. Hún stendur þá fremur djúpt. Þá var framhaldandi veiði um 16 sjómílur SV af Siglufirði, og fengu nokkrir bátar þar 6—700 mála köst. Sú síld er mögur og fer öll í bræðslu. Dauflegt eystra Enn er löndunarbið á öllum Austf jarðahöfnum og Raufar- höfn, og verða skip, sem feng- ið hafa síld við Norðfjarðar- horn að fara allt til Siglu- fjarðar til löndunar, en það er um tveggja sólarhringa sigl- ing. Síldin virðist nú vera að hverfa á austursvæðinu, og eru flest skipin á vesturleið. — Eins og stendur munu síldarhorfur vera langbeztar á miðsvæðinu, en þó varð síld- ar lítillega vart á Skagafirði í gær. — ó. Þessi mynd er tekin í Hallargarðinum i Reykjavík. Þarna una börnin glöð við leik þá sólskinsdaga, sem gefast. Það er ekki amalegt að mega busla berfættur í tjörninni og láta gosbrunninn úða sig vatni í sólarsterkjunni. Herskipið leitaði lands með alhraustan sjóliða Akureyri í gær. — Klukkan að ganga tvö í nótt renndi brezka herskipið HMS Duncan inn á Akureyrarpoll og lagð- rst þar fyrir akkeri. Var skip- ið þangað komið með veikan sjóliða um borð, en leyfi hafði fengizt frá dómsmálaráðuneyt inu að leggja hann á land til aðgerðar. Talið var að maður- inn hefði botnlangabólgu. Það var síðla á föstudags- kvöld sem Duncan baðst leyf is að leita lands í þessum er indum, og var það þegar veitt. Þess má geta að það var ein mitt HMS Duncan sem skarst í leikinn þegar Þór tók breska togarann við Grímsey á dög (unum. v Báturinn leggur a3 bryggju á Akureyri. 1 Eftir herskipiö hafði lagzt Skopleg heimsókn HMSflflncan til Akureyrar í fyrrinótt Bretar segja togar- ann utan 12 mílna Fishing Hews greinir frá aiburðunum á Gríms- eyjarsundi Fishing News segir á for- síðu 1. júlí frá töku brezka tog arans Northern Queen á Grímseyjarsundi og segir blaðið að togarinn hafi verið 13 mílur frá landi er Þór kom að honum. Fer frásögn blaðs- ins hér á eftir. á pollinn var sbotið út létt- báti og róið til lands með sjúkl inginn. Var báturinn mann- aður sjóliðum undir forustu fyrsta stýrimanns, en læknir skipsins fylgdist einnig með sjúklingnum. Á bryggjunni beið lögregla og sjúkrabíll, og var sjúklingurinn þegar fluttur á fjórðungssjúkrahús Framliald á 3. síðu. "••“•■“•“TfrnmiOTiTrmiTMiiii m ,n „Nú í vikunni setti íslenzka varðskipið Þór vopnaða menn um borð í Grimsbytogarann Northern Queen eftir að hafa sakað togar- ann xun ólöglegar veiðar. fslend- ingarnir yfirgáfu togarann nokkru seinna er herskipið HMS Duncan kom á vettvang, en herskipið hafði fengið kall frá togaranum. Þessi fyrsti árekstur eftir Genf- arráðstefnuna átti sér stað á þriðjudag á Grímseyjarsundi er togarinn var að veiðum þar. Sam- kvæmt fregnum var togarinn 13 rnílur frá landi. Fishing News lýsir síðan atburð um stuttlega og segir að 14 menn af Þór hafi gengið um borð í tog- arann en horfið frá eftir að Dunc- an lýsti þvi yfir að Northern Queen hefði hlýtt fyrirmælum tog- araeigenda og verið utan 12 mílna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.