Tíminn - 03.07.1960, Síða 7

Tíminn - 03.07.1960, Síða 7
T Í M l X fo awHHHtagBm tj m Í9fi0. 7 — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Ofbeldi brezka sjóhersins á Grímseyjarsundi. — íslendingar munu ekki láta kágast. — Allar aðstæður eru mótstæSar Bretum og þeir eru því dæmdir til uppgjafar. — Ofbeldi Breta og varn arliðið, — Forsætisráðherrann ræðir um verkfallshættuna. — Ætlar ríkisstjórnin ekki að koma til móts við launastéttirnar? - Félagshreyfingar er hafa mótað stjórnarfar Norðurlanda Ofbeldi þaS, sem Bretar beittu íslenzka varðskipsmenn á Grímseyj arsundi síðastl. miðvikudag, hefur vakið verð- skuldaða reiði og furðu um allt ísland. Af þremur ástæðum hafði þess verið vænzt, að slíkur at- burður ætti ekki eftir að ger- ast. í fyrsta lagi höfðu brezkir útgerðarmenn heitið því, að þeir myndu ekki láta togara sina fara inn fyrir tólf milna mörkin um þriggja mánaða skeið. Sá tími er enn ekki lið- inn. í öðru lagi hafði brezka stjórnin gefið til kynna, — að vísu nokkuð loðið, eins og Breta er vandi, — að herskip hennar myndu ekki veita brezkum togurum vemd innan tólf mílna markanna. í þriðja lagi hafði þess verið vænzt að Bretar væru búnir að fá sig fullsadda af þeirri andúð og fyrirlitningu, sem þeir hafa orðið fyrir vegna of- beldis þess, er þeir hafa beitt íslendinga. Allt hefur þetta brugðizt. Togaraeigendurnir brezku hafa margsvikið loforð sín og nægir það til þess að sýna hvers konar manntegund er þar á ferðinni. Brezka stjórnin hefur brugðizt hinu loðna fyr- irheiti sínu. Bretar ætla auð- sjáanlega að enda þennan leik hér eins og í þeim nýlendum, þar sem þeir hafa þráast lengst við og orðið að yfirgefa með mestri skömm. En Bretar skulu ekki halda að þetta sé leiðin til að kúga íslendinga til undanhalds. Hafi sú yfirskynsvinsemd, sem brezkir togaraeigendur og brezka stjórnin hafa sýnt að undanförnu, verið búin að 'Tera einhverjar örfáar sálir ' thaldsminni en ella, hefur þetta seinasta ofbeldisverk orðið til þess að stappa í þær stálinu að nýju. Bretar dæmdir til uppgjafar íslendingar þurfa ekki held- ur neitt að óttast, þótt Bretar haldi áfram ofbeldi sínu enn um stund. Það er þegar reynt, að ekki er hægt með neinum teljandi árangri að stunda togveiðar undir herskipa- vernd. Útfærsla fiskveiðiland- helginnar hefur borið mikinn árangur undanfarin misseri, þrátt fyrir þessar sýndarveið- ar Breta. Bretum er að verða ljóst, að slíkur veiðiskapur er gagnslaus og vonlaus til lang- frama. Þeir munu því gefast upp fyrr en síðar. Sennilegast er líka að of- beldisverkið á Grímseyjar- sundi sé eins konar örþrifaráð, sem á að verða til þess að Hér sjást herskipið Duncan og varðskipið Þór, en myndina tók Guðmundur Kaernested skipherra úr gæzlu- flugvélinni Rán. Það var flugvélin sem stóð togarann fyrst að ólöglegum veiðum og gerði varðskipinu síðan viðvart. Annar brezkur togari var einnig staðsettur innan markanna, en 11 togarar að auki voru við veiðar á sömu slóðum. skjóta Islendingum skelk í, bringu, og knýja þá til upp-' gjafar. Það er eins og verið að gefa til kynna, að íslend- ingar verði nú að gefast upp og semja, því að ella verði brezku herskipin hér um aldur og ævi. Þetta blekkir áreiðanlega engan óheimskan íslending. Öll aðstaða er slík, að Bretum mun ekki reynast fært að gera þetta nema um stuttan tíma. Hagsmunir brezku togaranna þola ekki slíka veiðimennsku, þótt þeir reyndu að þráast við fram að Genfarráðstefnunni. Og almenningsálitið í heimin- um mun verða Bretum enn öndverðara eftir en áður. Þeir eru því dæmdir til skjótrar uppgjafar. Þeir eiga þá eftir að bíða sömu ófarirnar hér og í nýlendunum í Asíu og Afríku, þar sem einbeittni kúguðu þjóðanna hefur hrakið þá í burtu, þrátt fyrir margfalda hernaðarlega yfirburði þeirra. Ef Bretar vildu fara hyggi- lega að, eiga þeir ekki að bíða eftir slíkum úrslitum hér. Til þess að opna augu þeirra nægi lega fyrir þessu, þarf íslenzka þjóðin að standa nú sem allra fastast saman og láta hvergi sjást nein merki undanhalds. Þá munu Bretar átta sig fyrr en síðar. Ofbeldi Breta og varnarliðið Ef Bretar halda áfram að beita íslendinga ofbeldi, er líka hægt að grípa til rót- tækra ráða og láta fullt vald koma gegn valdi, ef annað er ekki talið nægja. í 5. grein varnarsáttmálans, sem íslendingar hafa gert við Bandaríkin, segir á þá leið, að „Bandaríkin skulu fram- kvæma skyldur sínar samkv. samningi þessum þannig, að stuðlað sé svo sém frekast má verða að öryggi íslenzku þjóð- arinnar“. Það heyrir að sjálf- sögðu undir þetta að stuðlað sé að öryggi íslenzkra varð- skipsmanna, sem eru að vinna skyldustörf sín innan fisk- veiðilandhelgi íslands. Þetta gerðu sjómenn á Akranesi og í Keflavík sér Ijóst, er þeir kröfðust þessi haustið 1958, að varnarliðið; veitti vernd gegn ofbeldi! Breta. Þær ríkisstjórnir, sem; síðan hafa setið við völd, hafa! talið rétt að grípa ekki til '■ þessa þrautaúrræðis fyrr enj a. m. k. væri séð hver úrslit yrðu á hafréttarráðstefn-! unni, sem nýlega er lokið. Nú eru þau úrslit kunn og hafa þau síður en svo styrkt að-! stöðu Breta. Ef Bretar halda ofbeldinu áfram, þrátt fyrir það, hlýtur það að koma mjög | til athugunar að á það sé reynt, hvort varnarsamning- ; urinn hefur það gildi, sem treyst hefur verið á. Verkfallshættan Hér í blaðinu var nýlega vikið að því, að Ólafur Thors forsætisráðherra hefði í þjóð- hátíðarræðu sinni 17. júní rætt nokkuö um kauphækkun arkröfur launastéttanna og varað við verkföllum í þvi sambandi. Það er vissulega rétt hjá Ólafi, að meiri háttar verkföll væru næsta óæskileg. Þetta gera launastéttirnar sér vissu- lega ljóst. Þær sýna líka þolin- mæði og hafa ekki hreyft sig neitt, þrátt fyrir þá kjara- skerðingu, sem orðin er. Þær vilja að núv. stjórnarstefna fái nokkurt tækifæri til að sýna sig í framkvæmd. Nú gerast ekki heldur neinir til þess að æsa til tafarlausra verkfalla, eins og foringjar Sjálfstæðisflokksins gerðu strax eftir að efnahagsráð- stafanirnar voru gerðar vorið 1958, og voru þær þó launa- stéttunum hvergi nærri eins tilfinnanlegar og þær, sem nú voru gerðar. Samt fóru for- kólfar Sjálfstæðisflokksins þá strax af stað og hvöttu til kauphækkana og verkfalla. Nú gerir enginn slíkt. Nú er ekki reynt af pólitískum ástæð um að hvetja til kauphækk- ana og verkfalla. Hitt er hins vegar staðreynd að fulltrúafundur Alþýðusam- bands íslands, þar sem mættir voru menn úr öllum stjórn- málaflokkum, hefur sam- hljóða lýst yfir því, að launa- stéttirnar yrðu að fá kjör sín bætt sem fyrst. Þetta sýnir það vissulega, aö mikil verkfallshætta er fram- undan, nema eitthvað verði strax að gert. Á valdi ríkisstjórn- arinnar Það má segja, að áðurnefnd ur fulltrúafundur Alþýðusam- bandsins hafi verið eins konar hættumerki um verkfall fram- undan, en þessa hættu á bif- reiðarstjórinn eða í þessu til- felli ríkisstjórnin að geta var- ast, ef hún gáir að sér í tíma. Orsök verkfallshættunnar er að sjálfsögðu hinar rang- látu efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar, er skerða kjör almennings langt úr hófi fram, enda stefnt með þeim að allt öðru en að koma fjár- málum þjóðarinnar á réttan kjöl. Með því að slaka nægi- lega á þessum aðgerðum, get- ur ríkisstjórnin vafalaust kom izt hjá verkföllum. Ef ríkisstjórnin hverfur frá vaxtaokrinu, fellir niður al- | menna söluskattinn, hættir ! við að koma upp stórkapítal- isma á kostnað almennings, og gerir ráðstafanir til alhliða uppbyggingar og nægrar at- vinnu, þá ætti að geta skapazt hér það ástand, að launastétt- irnar sjái sig ekki knúðar til verkfalla. Það á að forðast verkföllin. Það er rétt af launastéttunum að veita ríkisstjórninni nokk- urn tíma til að íhuga ráð sitt. Það er á valdi hennar að af- stýra verkfallshættunni, sem forsætisráöherra varaði við 17. júní. Samvinnuhreyfingin og Norðurlönd í vikunni, sem leið, var haldinn hér í Reykjavík aðal- fundur norræna samvinnu- sambandsins og sóttu það margir helztu leiðtogar sam- vinnufélaganna í þessum löndum. í tilefni af þessum fundi, var það réttilega rifjað upp hér í blaðinu, að Norðurlönd eru nú í fremstu röð þeirra landa, þar sem stj órnarhættir þykja farsælastir, lífskjör al- mennings bezt og stéttamunur minnstur. Víða um heim er það haft að orði, að Norður- lönd séu lönd hins gullna með- alvegar. Með því er átt við það, að þar hafi tekizt betur en annars staðar að þræða með- alveginn milli öfga stórkapí- talismans og kommúnismans og fylgja þannig hinum far- sæla meðalvegi, er tryggir bezt heilbrigða stjórnarhætti og góð lífskjör almennings. Ef nefna ætti eitthvað tvennt, sem framar öðru hefur stuðlað að hinni farsælu og heilbrigðu þróun á Norður- löndum, er svarið vissulega auðvelt. Það eru samvinnu- hreyfingin og verkalýðshreyf- ingin, sem eiga meiri þátt í þessari þróun en nokkuð ann- að. Þessar tvær hreyfingar hafa náð meira vexti og við- gangi á Norðurlöndum en í flestum eða öllum löndum öðrum og starf þeirra og áhrif mótað þar framþróun félags- mála og atvinnumála fram- ar öllu öðru. Pyrir íslenzka samvinnu- menn er það vissulega mikil ánægja að fá heimsókn margra ágætra samvinnu- frömuða frá Norðurlöndum. Það rifjar upp, hve mikill ár- angur hefur náðst af sam- vinnustarfinu í þessum lönd- um og er þannig til uppörv- unar og hvatningar. Það gef- ur jafnframt aukinn styrk í þeirri árásarhríð, sem nú er haldið uppi gegn samvinnu- hreyfingunni af ríkisstjórn- inni og flokkum hennar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.