Tíminn - 14.07.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, fimmtudagmn 14. júli 1960.
5
----------------------------------------------------------------------------------------------"N
Útgcfandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdast.ióri: Tómas Árnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.). Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur
í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f.
w________________________________________ J
Niður með vextina
Eins og sýnt hefur verið fram á, hefur hækkun vaxt-
anna ekki enn borið árangur í þá átt að auka sparifjár-
söfnunina. Þetta sést á því, að fyrstu fimm mánuði þessa
árs varð sparifjáraukningin í bönkum og sparisjóðum
mun minni en á sama tíma í fyrra.
Þá hefur vaxtahækkunin síður en svo orðið til þess
að minnka eftirspurnina eftir lánsfé, því að lánastofn-
unum ber yfirleitt saman um, að þessi eftirspurn hafi
aldrei verið meiri. Slíkt er vitanlega eðlileg afleiðing
þeirrar miklu verðþenslu sem ríkisstjórnin hefur stofn-
að til, en vaxtahækkunin er ekki hvað sízt ein helzta or-
sök hennar.
Á sama tíma og það kemur í ljós að vaxtahækkunin
nær þannig ekki þeim tilgangi, sem helzt hefur verið
hampað henni til réttlætingar, dyljast ekki hinar stór-
felldu skaðlegu afleiðingar hennar.
Vaxtaokrið hefur þegar stuðlað að mikilli verðhækk-
un á flestum sviðum.
Vaxtaokrið hefur stórlega aukið rekstrarkostnað at-
vinnuveganna. T.d. bitnar það alveg sérstaklega ranglega
á þeim útgerðarfyrirtækjum, sem eru með ný skip og
tæki.
Vaxtaokrið er á góðri leið með að valda því, að fjöl-
margir íbúðareigendur, sem ekki hafa verið búnir að
tryggja sér fös't lánskjör, missi nú þessar eignir sínar.
Verði vaxtaokrinu haldið áfram einhverja hríð enn, eru
fullar horfur á því, að fjölmargar íbúðir lendi á uppboði,
og efnalitlar fjölskyldur verði þannig fyrir miklu tjóni
og óþægindum.
Þannig mætti halda áfram að rekja dæmin um bölvun
vaxtaokursins.
Ef ríkisstjórnin vildi draga réttar ályktanir af þessu
öllu saman, ætti hún að hætta vaxtaokrinu tafarlaust.
Með því sýndi hún nokkurn lit á því, að það væri
ekki tilgangur hennar að gera sem allra óviturlegastar
aðgerðir og þrengja kjör almennings langt úr hófi.
Að vísu myndi afnámi vaxtaokursins verða til þess,
að færri eignir hinna efnalitlu einstaklinga lentu á upp-
boði og auðjarlarnir, sem ríkisstjórnin vill fyrst og
fremst hlynna að, gætu því ekki látið eins greipar sópa
um eignir almennings. En ríkisstjórninni er hollast að
gera sér ljóst, að þjóðin mun taka í taumana áður en
til slíks ófarnaðar kemur í stórum stíl. Því er öllum
heppilegast, að reynt sé að snúa við í tíma.
Og eitt fyrsta og nauðsynlegasta skrefið, sem hægt
er að stíga í rétta átt er að færa niður vextina — hætta
við vaxtaokrið.
Gífuryrði í stað raka
Alþýðublaðið ræðst í gær með miklum ofsa gegn
Framsóknarmönnum vegna afstöðu peirra í landhelgis-
málinu. Blaðið segir, að þeir hafi verið þar með óþarf-
ar æsingar og séu málinu „stórhættulegir“
Ekki færir blaðið minnstu rök fyrir þessum fullyrð-
ingum sínum. Það nægir bezt til að sýna að þetta er
reiðiskrif manns, sem hefur slæman málstað.
í tilefni af þessu má gjarnan benda á það í þessu sam
bandi, að Alþýðublaðið hóf árásir á Hermann Jónasson
meðan stóð á Genfarráðstefnunni og brigzlaði honum
um landráð. Tíminn leiddi hins vegar deilur um ágrein-
mg sendinefndarinnar njá sér, unz ráðstefnunni var
lokið og málavextir nægilega kunnir Hvort blaðið sýndi
hér ábyrgari og þjóðhollari framkomu?
ERLENT YFIRLIT
narstjórn ríkjandi í Tibet
Ýtarleg skýrsla rannsóknarnefndar aljjjóíasamtaka lögfræíinga
ÞAÐ ER ótvírætt, að Banda-
rikin standa nú mjög höllum
faeti í áróðursstyrjöldinni við
Sovétríkin. Rússneska ríkis-
stjórnin notar sér hvert tæki-
færið, sem býðst, út í yztu æs-
ar, og tekst þannig að halda
frumkvæðinu lang oftast. Til-
raunir Bandaríkjastjórnar til að
hefja gagnsókn mistakast oft-
ast, og hún er því yfirleitt í
varnarstöðu.
Nokfcurt dæmi um þetta er
■það, hvernig komimúnistar hafa
notað sér atburðina á Kúbu sér
til framdráttar í áróðri sínum,
en Bandaríkjamenn hafa hins
vegar lítið eða ekkert notfært
sér þá atburði, sem hafa verið
að gerast í Tíbet undanfarið,
til að sýna fram á, hvernig
k„. 'únistar undiroka sr 'Hjófi
ir, þar sem þeir brjótast til
yfirráða. Ef til vill geta menn
bezt gert sér grein fyrir því,
hve ómarkviss og illa fram-
reiddur áróður Bandaríkja-
manna er, ef þeir hugsa sér,
hvílíkt áróðursefni atburoirnir
í Tíbet myndi reynast kommún-
istum, ef það væru Bandaríkin,
en ekki Kína, er væru þar að
verki.
ÞÓTT Kínverja: geri sitt ítr-
asta til þess að koma í veg fyr-
ir að nokkrar fréttir berist frá
Tíbet, er það þó eigi að síður
ljóst, að þar hefur komið til
mikilla átaka í vor m’lli kín-
verskra hersveita og lands-
manna. Þrátt fyrir styrjöldina,
er geysaði þar í fyrra, er Kín-
verjar innlimuðu Tíbet til
fullnustu í ríki sitt, og þær
hreinsanir, sem síðan hafa átt
sér stað, hefur mótspyrna Tíbet
búa ekki verið brotin til fulls
á bak afiur. Þeir hafa skipulagt
mótspyrnuhreyfingu, sem hefur
bersýnilega náð mikilli þátt-
töku, og milli hennar og Kín-
verja ha, vt "3 m og minni
átök undanfarnar vikur. Kín-
verjar hafa auðsjáanlega haft
fréttir af starfsemi hennar og
ætlað sér að kveða hana niður
að ful'lu og öllu. Mest hafa átök
in orðið í þeim héruðum Tí-
bets, er næst liggja Indlandi
og Nepal, en þar hafa Kínverj-
ar m. a. reynt að loka öllum
undanhaldsleiðum fyrir flótta-
menn. Allmargir þeirra hafa þó
komizt til Indlands og Nepals
og sagt fréttir af baráttunni við
Kínverja.
Af hálfu kommúnista var því
lengi vel haldið fram, að fregn
irnar um átökin í Tíbet væru
áróður eimn. Þeim varð hins
vegar ekki mótmælt lengur eft
ir að kínverskur her varð upp-
Skæruliði i Tíbet.
vís að því að hafa farið inn
yfir landamæri Nepals og átt
þar í vopnaviðskiptum við
nepalska hermenn. Kínxerska
ríkisstjórnin baðst síðar opin-
berlcga afsökunar á þessu, en
afsakaði sig með því, að her
hanaa-r hefði verið að eltast við
flóttamenn.
UM SVIPAÐ leyti og fregnir
tóku að berast um áðurnefnd
.:tök í Tíbet, birtist skýrsla sér-
stakrar rannsóknarnefndar, er
alþjóðasamtök lögfræðinga
hafði falið það verkefni að
safna upplýsingum um ástand-
ið þar. í nefnd þessari áttu aðal
lega sæti lögfræðingar frá óháð
um löndum í Asíu og Afríku.
Nefndarmönnum var að sjálf-
sögðu bannað að kL.na til Tí-
bet, en þangað banna nú Kín-
verjar öll ferðalög útlendinga.
Tíbet er því lokað land. Nefnd-
armenn öfluðu sér þó fregna
frá Tíbet eftir öðrum leiðum
og þó einkurr frá flótt. önn-
um, sem stöðugt hafa verið að
koma þaðan, þótt ekki sé nema
yfir háfjöll að fara, en Kín-
verjar hafa lokað öllum venju-
legum leiðum.
Skýrsla nefndajlnnar ber
það með sér, að fullkomin ógn-
arstjórn hefur ríkt í Tíbet síð-
an Kínverjar brutust þar til
endanlegra yfirráða í fyrra.
Nefndin hnekkir þeirri stað-
hæfingu, að Kínverjar hafi
frelsað Tíbetbúa undan oki
nokkurra innlendra kúgara, því
að ekki verði annað séð en að
Tíbetbúar hafi vel unað hlut-
skipti sínu og síður en svo
verið í nokkrum uppreisnar-
hug gegn munkastéttinni, er
réði í landinu. Stjómarhættir
hafi að vísu verið frumstæðir
í Tibet, séð frá sjónarhól nú-
tímamenningar, en það hafi
ekki réttlætt neina erlenda
íhlutun. Síðan Kínverjar tóku
völdin hafi verið vægðarlaust
unnið að því að brjóta niður
siði og trú landsmanna og al-
geru vægðarleysi verið beitt til
að ná því markmiði. Ungir
munkar hefðu t. d. verið settir
í fangelsi og engan mat fengið
dögum saman, en þeim verið
sagt: Guð þinn hU'Uir að sjá
þér fyrir mat. Þegar þeir hefðu
loks gefizt upp, eins og þeir
hefðu flestir gert, hefði þeim
verið færður „kommúnistískur
matur“ eg á barn og annan
hátt verið reynt að lýsa yfir-
burðum _ hinna nýju trúar-
bragða. I skýrslu nr''” ''"-innar
eru nefnd ýmis ákveðin dæmi
urn hina hrottalegu og v-^ðar-
lausu framkomu Kínverja.
ÞÁ SKÝRIR nefndin frá því,
að mikið af kínversku fólki
h..fi verið flutt til Tíbet og eigi
það að setjast þar að. Margir
Tíbetbúar, einkum börn, hafa
hins vegar verið fluttir til
Kína. Ef svo beldur sem
nú horfu, verður vart til nokk
ur sérstæð tíbetsk þjóð eftir
fáa áratugi, heldur verður hún
alveg drukknuð i hinu kín-
verska mannbafi. ‘ því virð-
ist líka augljósleg stefnt af
Kínverjum, eins og nú er hald
ið á málum í Tíbet.
Tíbet er þannig a’'’arleg
aðvörun um það, hvernig fer
fyrir smáþjóðum, er lenda
h mmi hins kínv°rska
kommúnisma. Ath.ðirnir í
Tíbet hafa líka orðið til þess
að vekja meiri andstöðu gegn
kommú manum en nokkuð
annað, sem gerzt hefur í Asíu
um langt skeið. Þó myndu
áhrifin frá Tíbet vafalaust
verða miklu mei.i, ef ati','tæð-
ingar kommúnista :ækju eins
skipulegan og markvUsan
áróður og kommún' ’.ar. Þ.Þ.
Smáspjall um ríkisútvarplð
Meðan Baðstofa Timans var ogl
hét, í góðu húsaskjóli og á bezta
stað í blaðinu, þá var gaman að
skrifa smá pistla í hana. En svo
kom breyting á þetta, baðstofan
varð húsalaus og komst á hálfgerð
at. flæking í blaðinu, og varð þá
ír.inna lesin og að minnsta kosti
um skeið hætt við hana. En hvað
sem þeirri góðu og gestrisnu bað-
.stofu líðúr, þá ætla ég nú að biðja
Tímann fyrir fáar línur um ríkis-
útvarpið, þótt þær hverfi í skugg-
ann fyrir þeim stórmáium, sem
nú virðast framundan.
Fyrst er þá það, að maður kann
vel þeirri nýbreytni að þulir og
fréttamenn segi til nafns síns, því
að þótt maður þekki suma þeirra
á málrómnum, þá gefur þessi ný-
breytni meiri og betri skýringu
á fólkinu, sem þjónar okkur hlust-
endum svo dásamlega, að það eru
okkur kærkomnir heimilisvinir.
í öðru lagi er það veðurstofan,
að þar mætti líka gjarnan segja
til nafns síns það fóik, sem les
þær á milli frétta. Á veðurfregnir
hlusta víst margir, enda að mikill
styrkur til sjós og lands fyrir þá
menn, sem sjálfir eru eftirtektar-
samir með veðurútlit, en bókstaf
lega má þó yfirleitt ekki taka veð
urspána, en mikil bót var það, þeg
ar svo viðraði að það þurfti að
aðskilja ...iðin og landið og þar
með hætt að tala um rok undan
'iilum.
í þriðja lagi: Nú fær maður eig-
inlega aldrei orðið skemmtilega
útvarpssögu. Sá liður er líka í aft-
urför með hlustendur. Það þarf
því að endurnýja þennan þátt með
spennandi innlendum skáldsögum.
Ekki er það samt svo að skilja, að
þýddar skáldsögur geti ekki verið
jafngóðar, ef þær er- reglulega
vel valdar og ekki mjög orðljótar.
Mikið ljót orð eða bölv hljóma illa
í útvarpi eins og kunnugt er.
(Framhald á 11. síðu).