Tíminn - 14.07.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1960, Blaðsíða 4
 T IM I N N, fimmtudaginn 14. júlí 1960. Þannig auglýsa blöðin Fyns Tidende og Vestkysten í Dansk Reklame. I. Þessi auglýsing tekur yfir ríf- lega helminginn aif þriðjaparts dál-ki síðunnar. Hér væri eflaust tilefni sögulegra bollalegginga, en fleira er a.thyglisvert. Þetta unga söngfélag hefur kostað upp á aug- lýsingu og væntanlega greitt hana í peningum. Nú á tíma hefði þess háttar skemmtun verið auglýst á annan hátt: Félagið boðað frétta- menn til viðtals, ef til vill boðið upp á kaffi, og láti-ð skýra frá konsertinum í fréCtadálkum blað- anna. Þannig er hægt að .sleppa vdð auglýsingakostnað að verulegu leyti, enda, er þessi möguleiki óspart notaður af mörgum aðilum. Blöðin liggja hundflöt fyrir slíku 'kvabbi án nokkurs mats á menn- ir.gar- eða fréttagildi tilefnisins — af hræðslu við að móðga. En hér er ekki við aðra að sakast. Blöðin hafa sjálf teyft fréttaauglýsendun- um að ganga á lagið, og niðurskurð ur á frétta-auglýsingum verður að koma frá blöðunum sjálfum. Slíkar frétta-auglýsingar, seni hér um ræðir, hafa þó stundum nokkurt frétta- og menningargildi, en þær geta keyrt úr hófi fram og gera það nú þegar. Þótt Pétur eða Páll opni nýja krambúð við Laugaveginn er eng'.. ástæða fyrir blaðamenn að hlaupa til og drekka þar viskísjúss að tilskildri tveggja dálka fréttarollu um krambúðina. I Jafnvel þótt eigendur hafi ’.egið til með að auglýsa í blöðunum. Hitt og þetta um auglýsingar í Kaupmannahöfn er gefið út blað sem nefnist Dansk Re- klame. Blaðið er gefið út af sölu- og auglýsingasamband- inu, Dansk Salgs- og Reklame- forbund og kemur út mánaðar lega. Blað þetta fjallar eins og nafnið bendir til um sölu- og auglýsingatækni og birtir fjölda skemmtilegra greina þar um. Auk þeirra auglýsinga, sem til skýringar fylgja þeim greinum, ,sem ætlaðar eru til að kenna les- endum bragðvísi auglýsingatækn- innar, birtist í ritinu fjöldi aug- lýsinga frá ýmsum fyrirtækjum og er þar að finna margt af því ný- stárlegasta, sem urn getur á sviði auglýsingatækninnar, en þar standa Danir mjög framarlega eins og þetta blað ótvírætt sannar. Nýtt og gamalt Við íslendingar höfum ekkert auglýsingablað, sem heitið getur því nafni og yfirleitt má segja að engin sérstök lína hafi verið mörk- uð eða viðtekin á þessu sviði hér, þar sem margir auglýsendur kynna fram.siðslu eða þjónustu sína á svipaðan hátt áratugum saman en aðrir leggja kapp á að fylgjast með framvindu auglýsingatækninn ar og tileinka sér það 'nýjasta nýtt. Auglý.singateiknarar hér hafa sum ir hverjir tileinkað sér nýja línu en aðrir láta slíkar breytingar sem vind um eyru þjóta og bjóða ævin- lega sama tóbakið. Fastheldni á uglýsin.gafo- -i mun þó fyrst og fremst gæta hjá auglýsendum sjálf | um. Fyrirtæki, sem hefur í lang-1 an tírna notað sömu auglýsinguj með góðum árangri, er vess I kannske ógjarnan fýsandi að b. yta til, enda gæti slík ráðstöfun orkað tvímælis. Tökum til dæmis Eimskipafélagið með sitt gamla góða stefni eða SkipaútgerðLna og Sameinaða. Blöðin j Hausar dagblaðanna eru annað dæmi um fastheldni á auglýsinga- j form, en þar er vita®kuld um að' ræða nokkurs konar auglýsingar. Hausinn efst á forsíðu, ....fn blaðs- ins, stafagerðin, blasir við sjónum lesandans og færir honum heim sanninn um það hvaða blað hann hefur fyrir framan íir Blöð með tryggan lesendahóp, þau sem eiga mikilli útbreiðslu að fagna, skipta sjaldan um haus. Frekast þó ef um ritstjóra eða eigendaskipti er að ræða, en reynslan ’mun vera sú, að' fólk er svo bundið af vananum að það sættix sig ekki við svo rót- tækar útlitsbreytin.gar. Áskrifend- ur kvarta, lausasala minnkar. Á hinn bóginn gæti blað, sem á lítilli útbreiðslu að fagna unnið sig upp með útlitsbreytingum, svo fremi að innihald blaðsins breytist að sama skapi og á þann veg, sem lesendum fellur í geð. Eftir Baldur Óskarsson Það er því ekki út í bláiaai að tvö útbreiddustu dagblöð landsins hafa notað sína hausa óbreytta í áraraðir, en það þriðja, sem til skamms tíma var gefið út í litlu upplagi, hefur nú breytt um haus og innihald og aukið við kaup- endafjöldann. Hin dagblöðin tvö, sem munu hafa nokkuð fastan 'kaupen.dafjölda, nota sína gömlu 'hausa. Þótt útlits- og innihaldsbreyting- ar hjá gömlu blaði hafi óánægju í för með sér, jafnvel uppsagnir, þarf það ekki að stafa af því að blaðið hafi versnað á nokkurn hátt. Þvert á móti. En slíkt virðist ekki tekið til greina af hinum vana föstu lesendum eins og vel sést af einu bezt kynnta mánaðarriti lands ins. Því getur svo farið, að vel- meintir ritstjórar neyðist til að bey.gja sig fyrir vanafestunni og hverfa aftur í sama farið að ein- hverju leyti, þótt nýbr.eytnl; ýMrra hafi staðið til hins betra.’' . • Þróun auglýsinga er býsna at- hyglisverð og út úr henni má lesa tækni-,. menningar- og viðskipta sögu — á vissan, hátt. Lítum til dæmis á þessa auglýsingu, sem birtist í ísafold 1891: „í Reykjavíkur apóteki fæst: Portvín (rautt og hvítt) Sherry (palc) Madeira Hvítt vín Whisky Cognac Aquavit Öll þessi vín eru komin beina leið frá hinu alkunna verzlunaihúsi Comfiania Hollandesa. Alls konar ilmvötn komu meS póstskipinu síðast, tannburstar og sápur. Margar tegundir af hinum velþekktu vindlum frá Hollandi. Alls konar þurrkaðar súputegund- ir, mjög ódýrar“. Þessi auglýsing hefur nokkurt sögulegt gildi. Hún minnir okkur á þá tíð, þegar sterkir drykkir voru til söl'U hjá apótekaranum, efeki hjá „ríkinu“. 0.g meira: Vín- in eru komin beina leið frá hinu alkunna verzlunarhúsi Compania Hollandesa. Hvernig var viðskipt- um okfear við það fyrirtæki háttað? Og tannburstar komu .neð póst- skipinu síðast. Einhverjir landar hafa þá verið farnir að bursta tenn urnar í þann tíð. Það er heldur | ekki ómerkilegt. Frétta-auglýsingar í langri og margyrtri auglýsingu frá sama tíma er frá því skýrt, að hið unga söngfélag Vonin _ (18 sveinar) muni með leyfi bæjarfó- getans í Reykjavík halda „nýárs- concert“ í „Good-Templarahúsinu“ undir forustu herra landshöfðingja .skrifara, Brynjólfs Þorlákssonar, er nýtur ágóðans, að frádregnum kostnaði, fyrir ötula og ágæta kennslu drengjanna. Síðan eru menn hvattir með mörgum orðum til að sækja þessa skemmtun og frá því skýrt að eftir enn ýtari æfingax sé í ráði að þessi ungi söngflokkur syngi að sumri kom- andi fyrir tignu fólki frá útlöndum, sem þá er væntanlegt til Reykja- víkur. Hér vantar mat og samkomulag milli blaðanna um hverju skuli anza og hverju ekki. Að vísu er erfitt að draga markalínu i slíkum tilfellum og hætt við að blöðin mundu fara yfir hana á víxl. En hér vantar þó einhverja megin- reglu til að styðjast við, ef frétta- auglýsingarnar eiga ekki að draga blaðamennskuna niður í skítinn. Blað, sem vill vinina sér álit sem 'gott auglýsingablað, og það vilja j .i: öil, nær aldrei því :v .::ki með, því að láta þjónus-tu við frétta- auglýsendur sitja fyrir þjónustu við lesendur. Það blað, sem færj hylli lesendanna fær einnig hylli; auglýsenda en það fyrrncfnda verður að koma á undan. Barlómur . En við getum haldið áfrain að | ■skoða gamlar auglýsiingar: „10 kr. úrin alþjóðlegu og sem hafa rétt til að bera það nafn, sel i jeg einnig fyrir 7 kr., því mjerfell ur illa að vera að auglýsa þau sömu upp aptur og aptur, og svo er enginn öfundsverður af því kaupi. Teitur Th. Ingimundarson“. Þarna höfuim við sérstakan keim af au'glýsingum, sem Iftið verður várt nú í dag. Það er barlómurinn. Þótt einhv.er kaupmaður lækki vöruverð og auglýsi það, sér þess nú hvergi -stað að hann kvarti. ; Hins vegar er megináherzl:ain lögð 1 á hagkvæm viðskipti fyrir kaup- endur. E.n það mun ekki hafa ver- ið fátítt í gamla daga, að kaup- menn berðu lóminn ef þeir þurftu ^ að Iækka eitthvað. Að „prútta“ í ■ verzlunum er líka þyínær óþekfet hér en þykir sjálfsagt víða annars staðar og fylgir því oft mikill bar- lómur. „Þar sem jeg hef —" Eftirfarandi auglýsing eða yfir- lýsing mundi þykja skrítin, ef hún sæist í einhverju dagblaðainna nú: „Þar sem jeg hef ásett mjer að neyta eigi áfengra drykkja fram- vegis, bið jeg menn að bjóða nijer eigi, lána né selja néitt þess hátt- ar. Reykjavík, 7. febrúar 1891. Sigmundur Guðmundsson“. , Og þessi gefur næg tilefni til þankabrota: „f hegningarhúsinu fæst til kaups íslenzk vaðmál, klæði, þæft og pressað, ló-skorið erlentfis, mjög vænt, fjarska billegt. S. Jónsson“. Assesor óskast Að lokum skal hér tekin upp auglýsing, einnig frá 1891: (Framh á 15. síðu.) ■ ■ Auglýsing frá Politiken í Dansk Reklame.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.