Tíminn - 14.07.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.07.1960, Blaðsíða 6
6 T f MIN N, finuntudaginn 14. júlí 1960. Eitt' af því, sem þeir, er leita vilja andlegs þroska, þurfa umfram allt aS á- vinna sér, er sívakandi þessa sjálfsgát og viSheldur henni, er gott og þroskavæn legt, alít, sem svæfir hana1 og dregur úr henni, er illt og óheillavænlegt og ber að gjalda varhuga við því. Þegar af þeirri ástæðu hlýt ur sá, sem er alvara um það, að rækta sjálfan sig, að standa á verði gegn Bakk- usi og hinum truflandi og tælandi áhrifum hans. Og maður, er leita vill andlegs þroska, verður að vera raun sær. Ég veit, að efnishyggju mennirnir tala oft í mikl- um fyrirlitningaranda um andlega viðleitni mannanna og kenna hana mjög við draumóra og skort á raun- sæi. En þessu er alveg'þver- öfugt farið, eins og að líkum lætur. Efnishyggjan sjálf er ekkl annað en illur draum- ur, og það er því fullkom- ið samræmi í því, að ein- mitt margir efnishyggju- menn gefa sig á vald ein-- hverjum verstu draumórum allra draumóra — draumór um áfengisvímunnar. Sá, sem er undir áhrifum á- fengis, horfir á heiminn í gegnum gjörningaþoku, og þó að sú þoka sé stundum einhverskonar sólþoka, er hún samt sem áður þoka, sem hylúr hlutina, eins og þeir eru í raun og veru, og hinn raunsæi alvörumaður kýs heldur hinn gráa hvers dagsleika. Það er því ekki allt með felldu, þegar bless aðir trúmennirnir, og jafn vel sumir prestar, eru að sveipa um sig gjörningaþok unni og gera sig að meiri eða minni fíflum. Eina skýr- ingin á því er sú, að annað hvort eru þeir ekki nægilega miklir alvörumenn í andleg um efnum, eða þá að þeir vlta, af einhverjum ástæð- um, ekki hvað þeir eru að gera. Það er broslegt og grátlegt í senn, að menn, sem fara sjálfsagt daglega með hina drottinlegu bæn, „Faðirvorið", þar sem meðal annars er beðið á þessa leið: „Leið oss ekki í freistni", skuli vera að daðra við hinn mesta freist-ara allra freist- ara, hinn heiðna guð, Bakk. us! Allir þeir, sem eitthvað vilja vinna að mannbótum og siðferðilegri og andlegri ræktun mannkynsins, ættu þá vissulega að vera nógu raunsæir og hagsýnir til þess að skapa hvorki sér né öðrum óþarfa erfiðleika í þeim efnum. Hugsum oss alla þá óhemju örðugleika og öll þau lítt eða ekki leys anlegu vandamál, sem af því leiða, að Bakkus er dýrk aður, alveg að óþörfu, óg hin stórkostlegu jákvæðu siðaskipti, sem af því mundi leiða, ef þeirri dýrkun væri með öllu hætt! Ekki skal út í það farið, að lýsa öllum þeim hörmungum, sem þeirri dýrkun eru of oft sam fara, siðferðisspjöllum, öll- um mögulegum andlegum og líkamlegum slysum, eyði lögðum heimilum og fleiru af slíku tæi. Menn þekkja þessa hluti allt of vel til þess að þeim þurfi að lýsa, enda hefur það oft verið gert. Það, sem fyrir mér vak ir aðallega, er að reyna að sýna fram á, hve öll áfengis nautn er viðsjárverð nautn, jafnvel hin svokallaða hóf- drykkja, fyrir nú utan það, hve innantóm hún er, og þess vegna lítið upp úr henni að hafa, þegar bezt lætur, hvað þá þegar verr tekst til. Verður ekki hjá því komizt í þessu sambandi að fara ofurlítið út í dulræn fræði, þó að sumir leggi lít- ið upp úr þeim. Ég hirði lítið um það, því að sannleikur- inn er sannleikur, hvað sem vanþekkingin leggur til mál anna. Skyggnivísindin segja, að víndrykkja, jafnvel í smáum stíl, verði að teljast ósiður, þvi að alls staðar þar sem vín sé um hönd haft, dragist að vanþroskaðar ó- sýnilegar verur. Þegar vín er á borð borið, er eins og umst einhverra hagnýtra að gerða. Samt sem áður er það svo, að merkilegasta og sennilega verulegasta lausn in á þessu máli væri' sú, ef takast mætti að sannfæra menn um það, hve mikil heimska það er, að neyta áfengis, a.m.k. að nokkru ráði, og að það sé í raun og veru engum siðuðum manni samboðið. Því að ég hygg, að margir, sem gefa sig vín guði'num á vald, geri sér í raun og veru ekki Ijóst, á hve alvarlegum villigötum þeir eru. Hin innantóma gervigleði, er þeir njóta á vegum Bakkusar, sljófgar dómgreind þeirra, auk þess sem því fer fjarri, að þeir hafi nægilega sterkt aðhald í almenningsálitinu. Þó hygg ég, að kvenþjóðin gæti gert einna mest í þess- um efnum, og er ég nú kom gerðu þá kröfu til unnusta sinna og eiginmanna, að þeir neyttu ekki áfengis. — Karlmennirnir myndu smám saman læra að meta þá af- stöðu kvenþjóðarinnar og taka að haga sér í samræmi við hana. Nú er það svo, eins og vér vitum, að konur telja sér enga vansæmd að því, að neyta áfengis með karl- mönnunum, og virðast una þvf mæta vel, að anda að sér vínþef frá vitum þeirra og hlusta á ómerkilegt hjal drafandi tungna þeirra. Er þess að vænta, að karlmenn irnir geri mikið að því að vanda ráð sitt í þessum efn um, þegar kvenþjóðin breið ir yfir bxesti þeirra með brosum og fagurmælum og gerist þeim jafnvel sam- sek? — Ég sé litla von um verulega siðabót á þessu sviði, meðan kvenþjóðin ris Niðurlag „Miðvikudagsgreinar“ ÓRAR UNDIRHEIMA eftir Gretar Fells, rithöfund ósýnilegri klukku haf iverið hringt, en áreiðanlega engri kirkjuklukku, því að gestirn ir sem slæðast að, eru ekki með neinn helgi- eða guð- ræknisvip. Framliðnir men, sem í jarðlífi sínu hafa ver ið á valdi áfengisástríðunn- ar og eru það enn, sjá sér hér leik á borði og reyna að ná í eitthvað af áhrifum á- fengisins, — og tekst það — að minnsta kosti stundum að einhverju leyti. — Þeir sem hafa vín um hönd, skapa utan um sig andlegt andrúmsloft, sem verkar eins og segull á óþroskaðar, ósýnilegar verur, enda virð- ist það ekki neitt fjarstæðu kennt, að þær hugsi sér gott til glóðarinnar þar sem Bakkus er dýrkaður, því að óneitanlega hvílir jafnvel yfir „hófdrykkjunni“ svo_ kölluðu einhver léttúðar- og flysjungsbragur, sem bendir ekki í áttina til neinna and legra hæða. Jafnvel venju- leg óskyggn augu geta oft séð, hvernig maður, sem er að byrja að neyta víns, er um leið að byrja að verða að einhverjum leiðinlegum umskiptingi, hvernig undir djúpin 1 sál hans taka að lyftast upp, hvemig fram- koma hans öll veröur óráðn ari og ófágaðri, hvernig augu hans og rödd óskýrast og allur svipur hans — í stuttu máli, hvernig hann allt í einu er farinn að verða að einhverri lélegri út gáfu af sjálfum sér. Og það þarf sannarlega ekki mikið ímyndunarafl eða mikið næmi til þess að láta sér detta í hug, að farið sé að verða „reimt“ í kringum kringum hann. Þetta er nú allt saman gott og blessaðj kunna einhverjir að segja. En hefur þú engin góð ráð á boðstólum, ráð, sem líkleg séu til einhverrar lausnar á áfengisvandamálinu? Það er ekki nóg að tala um fá- nýti og blekkingar áfengis nautnarinnar. Vér þörfn- in að því, sem ég kýs aö gera að miklu áherzluatriði í þessu máli. — Það er eitt af hinum merkilegu hlutverk- um konunnar að vera vörð- ur siðgæðis og siðfágunar á þessari jörð, og hún hefur oft verið það, sem betur fer. Og reynslan er alltaf sú sama, sem eðlilegt er: Þegar konan heldur merki góðra og fagurra siða hátt á lofti, er hið almenna siðafar gott eða sæmilegt, en slaki hún á klónni, hvað þetta snertir, dregSt allt niður á við. Ein- hver örðheppinn maður sagði einhverju sinni um konuna, að guð hefði gefið henni svo mikið vald, að hún mætti vel við una, og þess vegna þyrfti hún ekki að seilast mjög eftir hinum svokölluðu „kvenréttihd- um“. Hvað sem um það er, er hitt víst, að henni er gef- ið mikið vald, og miklu meira en hún veit oft af. Hugsum oss eitt' augnablik til dæmis, að allar konur tækju sig saman um það að vinna á móti áfengisnautn. Þær hafa sterka aðstöðu þar, ekki síður en annars staðar. Vér skulum gera ráð fyrir því, að þær neituðu til dæmis algjörlega að láta sjá sig á dansleikjum ,eða á skemmtunum yfirleitt með drukknum mönnum, og ekki upp til virkrar and- stöðu gegn Bakkusi. Þess vegna vil ég skora á allar konur að ganga í lið með hinu góða málefni og taka að sér það forustuhlutverk, sem þær geta haft og eiga að hafa í þessum efnum. Þörfin er mikil, og hún er ákall til allra þeirra, sem eitthvað geta gert til þess að bæta ástandið. — Ég minntist á það, að í kring- um mann, sem neytti áfeng is, að minnsta kosti að nokkru ráði, væri „reimt“, og að hinar ósýnilegu verur, sem söfnuðust í kringum vín glösin og vínflöskurnar, væru ekki æskilegir sálufé- lagar. Það er engin greiði við þessa íbúa undirheima, að vera að laða þá að þeim landamærum, sem þeir eiga að fjarlægast sem mest, og sá, sem það gerir, gerir einn ig sjálfum sér mikinn ó- greiða. Hann tefur fyrir öðr um og hann opnar einnig undirheimana í sinni eigin sál, og gestirnir þaðan eru oft æði óskemmtilegir. Menn vitna stundum í Salómon, og segja, að „hóflega drukk ið vín“ gleðji „mannsins hjarta“, en sannleikurinn er sá, að gamanmál þau, sem eiga rót sína að rekja til vínnautnar, eru allt of oft einskonar undirheima órar, sem ættu ekki að heyr ast á yfirborði jarðar! Þó að ég prédiki bindindi, fer því þó fjarri, að ég vilji senda alla inn í reglu hinna góðu musterisriddara, Góð templararegluna, og ber ég þó mikla virðingu fyrir henni og lít svo á, að hún sé hin mesta þjóðþrifastofn un. Fyrir bindindismálið er hægt að vinna með ýmsum hætti. Hér hefur aðallega verið farið í liðsbón til kven þjóðarnnar, — aðallega vegna þess, að ég ber svo mikið trust til hennar, að ég efast ekki um, að hún mundi geta unnið krafta- verk á þessu sviði, ef hún fengist til að einbeita sér gegn áfenginu og áfengis- ósiðunum. Þeir, sem hlusta á auglýsingar í útvarpinu, munu hafa tekið eftir því, að jafnframt því sem aug- lýstar eru skemmtisamkom- ur, sérstaklega í sveitum, er stundum tekið fram, að ölvun sé bönnuð. Þetta er í sjálfu sér gott, þó að leiðin legt sé, að þess skuli vera þörf. En í raun og veru ætti hver kona að vera svo mikil hefðarkona, að enginn karl- maður gæti nálgast hana án þess að lesa í svip henn- ar og fasi þessa auglýsingu: Hér er ölvun bönnuð! Að lokum sný ég máli mínu til prestanna. Þeir eigu að vera öðrum mönn- um til fyrirmyndar um fagra framkomu og háttvísi. Allra manna sízt mega þeir hneyksla aðra. Það er að vísu rétt, að talið er, að Meistari þeirra hafi neytt áfengis, og jafnvel breytt vatni í vin. En austur í Gyðinga- landi var meðferð áfengis víst aldrei neitt verulegt vandamál, enda vínin þar léttari og ekki eins áfeng og hér. Og þarfir menn væru prestarnir, ef þeir gætu breytt víni í vatn! En þó að ekki sé hægt að gera kröf ur til þeirra um þess konar kraftaverk, ætti þó að mega vænta þess, að þeir væru sjálfum sér samkvæmir. — Samkvæmt eðli sínu er starf þeirra barátta við myrkra- völdin. Er ekki höfuðhlut- verk þeirra að verja bæði sjálfa sig og aðra, öllum beinum og óbeinum árásum þeirra afla og áhrifa, sem kenna má við undirheima, það er að segja þau tilveru- svið, sem mennskir menn eiga að vera vaxnir frá? Ég hygg, að allir geti verið sam mála um það að svara þeirri spurningu játandi. En því furðulegra er það, að þeir skuli ekki allir samein ast um það að kosta kapps um að svæfa þær undir- heimaraddir, sem tala til mannanna í gegnum áfeng- isvímuna, að ekki sé nú á það minnst, að sumir þeirra leyfi sér stundum að vera að minnsta kosti í mjög hættulegu nábýli við undir heimana sjálfir! — Og þó er sannleikurinn sá, að þeir mundu gera meira gagn með því að berjiast drengi- lega og viturlega gegn Bakkusi en þeir gera oft með því að halda einhverj um ákveðnum trúarsetning um að mönnum. Mennirnir eru yfirleitt svo breyzkir og ófullkomnir, að þeim veitir ekkert af að vera með réttu ráði, að vera allsgáðir, og ég er viss um það, að engum skaði væri skeður, þótt kristindómurinn væri sett- ur í nánara sambarid við lífið en oft er gert, væri fluttur úr sumum af hinum himnesku skýjaborgum — niður á jörðina. Ég á við það meðal annars, að þó að musterisþjónustan sé góð og nauðsynleg, er þó það, sem kalla mætti helgun hins dag legá lífs, ennþá betra og nauðsynlegra. En helgun hins daglega lífs er bæði fólgin í útrýmingu vondra (Framhald á 11. síðu). i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.