Tíminn - 21.07.1960, Side 2
t T,í M I N.N, fijB^dagiitn^^J^^gO,.
Mútmæli gegn ráðstöf-
unum rlkisstjdrnarinnar
Látið ekki á ykkur fá um of,
þótt móti blási I bili og sóiin
vilji ekki skína. Þessa mynd birt-
um vi3 til þess a8 minna ykkur
á, að öll él birtir upp um síðir,
og þótt himinninn sé skýjum
kafinn sem stendur, brýzt sólin
fram á ný og þá verður aftur
sól og sumar, og mannfjöldlnn,
sem elcki lá á Arnarhóll í matar-
tímanum í gær, loggst þar á ný
og gleðsf yfir geislum eyglóar.
(Ljósm.: TÍMINN KM).
Mot norræfnia
ungtemplara
í FinnlandS
í þessum mánuði er haldi'ð
í Helsingfors í Finnlandi 13.
mót Norrænna ungtemplara
og sækja það m.a. tveir full-
trúar frá íslenzkum ungtempl
urum, þeir séra Árelíus Niels
son og Sigurður Jörgensson.
Sunnudaginn 24. júlí n.k.
munu ungtemplarar úr
Reykjavík og félagar úr tveim
ungmennafélögum i ofan-
verðri Ámessýslu keppa 1
frjálsum íþróttum á leikvang
inum hjá Ásaskóla i Gnjúp-
verjahrepp.
Ungtemplarar efna til
skemmtiferðar í Húsafells-
skóg um Verzlunarmanna-
helgina, en þá verður þar
fjölbreytt mót bindindis-
manna,
Annað þing íslenzkra ung-
templara verður haldið að
Jaðri 12. og 13. ágúst og
þriðja mót þeirra verður þar
u mhelgina 13. og 14. ágúst.
Athuga vegstæði
Ási, 19. júlí.
Á sunnudaginn var fóru þeir
Stemgrímur Davíðsson vegaeftir-
liTsmaður og Jón Víðis frá Vega-
gerð ríkisins ásamt bændum úr
Vatnsdal til að athuga möguleika
a því að tengja Vatnsdalsveg við
Kjalveg. Komust þeir á góðri
jeppabifreið alla leið á Hveravalla-
veginn norðan við Sandhöfða.
Telja þeir vegargerð á þessari leði
vel framkvæmanlega, og er aðal-
íarartálminn um það bil 400 metra
breitt mýrarsund, sem brúa þarf.
G.J.
Sífellt berast mótmæli hinna ýmsu stéttarfélaga vegna að-
gerða ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, og er ekkert lát
sjáanlegt á beim. Tíminn birtir hér á eftir nokkur þessara
mófmæla, og má búast við að meira komi síðar:
Hlíf í Hafnarfiríi
Stjórn Verkamannafélagsins
KJífar í Hafnarfirði hefur gert eft-
iifarandi samþykkt:
„Stjórn Vfm. Hlífar mótmælir
harðlega þeirri ráðstöfun ríkis-
sijórnarinnar að svipta atvinnu-
fiugmenn verkfallsrétti og telur
að hér sé um árás að ræða á verka-
lýðshreyfinguna í heild sem verði
að mæta með viðeigandi mótað-
gerðum undir forustu Alþýðusam-
bar.ds íslands.
Stéttarfélag
verkfræðinga
Stjórn Stéttaxfélags verkfræð-
inga samþykkti á fundi sínum 6.
þ. m. eftirfarandi mótmæli og á-
skorun, sem send hefur verið rík-
isstjórninni:
„Stjórn Stéttarfélags verkfræð-
inga leyfir sér hér með að mót-
mæla harðlega setningu bráða-
birgðalaga ríkisstjórnarinnar 5.
þ. m„ þar sem afnuminn er með
valdboði réttur launþega skv. lög-
um um stéttarfélög og vinnudeilur.
Stjórn S.V. telur að með bráða-
birgðalögum þessum sé farið inn á
mjög varhugaverða braut, sem
vandséð er hvert leiða kunni. Skor-
ar hún á ríkisstjórnina að nema!
þau þegar í stað úr gildi.“
Iíja á Akureyri
Á stjórnarfundi í Iðju, félagi
verksmiðjufólks á Akureyri, hald-
inr. 10. júlí 1960. var eftirfarandi
samþykkt gjörð:
„Stjórn Iðju, félags verksmiðju-
fólks á Akureyri, mótmælir harð-
lega bráðabirgðalögum ríkisstjórn-
a,,innar dags. 5. þ. m. þar sem af-
numinn er með valdboði réttur
launþega samkvæmt lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur.
Stjórn Iðju, telur að bráða-
b'irgðalögin, um bann við verk-
falli atvinnuflugmanna, sé sú
óhæfa sem engin ríkisstjórn megi
leyfa sér í lýðfrjálsu landi, og enn
fremur þar sem setning þessara
laga brýtur í bága við yður yfir-
lýsta stefnu ríkisstjórnarinnar, um
aö hafa engin afskipti af frjálsum
samningum verkalýðsfélaga og
vinnuveitenda, þá skorar stjórn
Iðju á ríkisstjórnina að afnema
lögin þegar í stað.“
Múrarafélag Reykjavíkur
Á fundi stjórnar Múrarafélags
Keykjavíkur 8. þ. m. var eftirfar-
andi samþykkt gerð með sam-
hljóða atkvæðum:
„Stjórn Múarrafélags Reykja-
víkur mótmælir setningu bráða-
birgðalaga, sem banna löglega
boðuð verkföll og telur setningu
þeirra óréttmæta og freklega skerð
i/igu á frjálsum samningsrétti
verkalýðsfélaga."
ItSja í Reykjavík
Á fundi stjórnar Iðju, félags
verksmiðjufólks í Reykjavík, 11.
þ. m„ var ef-tirfarandi samþykkt
gerð með samhljóða atkvæðum:
„Fundur stjórnar Iðju, félags
verksmiðjufólks í Reykjavík, hald-
inn .11. júlí 1960, mótmælir harð-
lega lögum þeim, er banna verka-
lýðsfélögum að knýja fram kjara-
bætur með verkföllum.“
Kjördæmaþing og héraðsmót
Kjördæmaþing Framsóknarflokksins verður haldið að
Vogalandi, Króksfjarðarnesi, laugardaginn 23. júlí. Hefst kl.
3 e. h.
Héraðsmótið verður haldið að Bjarkarlundi sunnudaginn
24. júlí og hefst kl. 3 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Mótið sett.
2. Ávörp. Alþm. Hermann Jónasson og Sigurvin Einarsson,
enn fremur Markús Stefánsson deildarstj.
3. Ræða: Þórarinn Þórarinsson ritstj.
4. Gamanþættir: Haraldur Adolfsson, Gestur Þorgrímsson og
Jón Sigurðsson.
5. Einsöngur: Erlingur Vigfússon, undirleikari Fritz Weis-
chappel.
Almennur söngur milli atriða.
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN.
Farið um Sovétrík-
in og Norðuriönd
FeríSaskrifstofa ríkisins efnir til 20 daga
hópfer'ðar í september
Snemma í september efnir
Ferðaskrifstofa ríkisins, í sam
ráði vis rússnesku ferðaskrif
stofuna Intourist til 20 daga
hópferðar um Sovétríkin og
Norðurlönd. Margir hafa und
anfarna daga lagt leið sína
á Ferðaskrifstofuna til þess
að afla sér nánari upplýsinga
um ferðina. Svo virðist sem
íslendmgar hyggi gott til
glóðarinnar að sleikja sólskin
ið á Svartahafsströndum.
Ákveðið hefur verið að
leggja af stað þann 2. sept-
ember, fljúga til Kaupmanna
hafnar og þaðan áfram til
Moskvu. Dvalizt verður 5 daga
í Moskvu. Dagana, sem hópur
inn er um kyrrt í Moskvu er
leikárið að byrja og því mikið
um að vera í borginni. Einnig
gefst mönnum kostur á að
skoða Kreml, kirkjur og söfn.
og loks landbúnaðar. og iðn-
sýningu í útjaðri Moskvu.
Frá Moskvu verður flogið
til Sochi, borgar á Krím-
skaga, sem nefnd hefur verið
„perla Svarbahafsins". —
Þangað flykkjast menn úr
öllum landshornum til þess
að njóta þeirra lystisemda,
sem staðurinn hefur upp á
að bjóða.
Eftir 4 daga verður haldið
til Leningrad, borgar tsar-
anna, þar sem dvalizt verður
í 2 daga. Farið verður m. a.
í Hermitage-safnið, eitthvert
auðugasta safn málverka og
höggmynda.
í Leningrad verður stigið
á skipsfjöl og komið við í
þeim höfuðborgum Norður-
landa sem liggja að Eystra-
salti. Fyrst verður haldið til
Helsinki. Þar verður dvalizt
hluta úr degi, en síðan haldið
aftur um borð. Næsti áfanga
sbaður er Stokkhólmur. Þar
verður hópurinn um kyrrt
nokkra stund, síðan verður
siglt eins og leið hggur til
T'aupmannahafnar.
Ekki þarf að hafa mörg orð
né stór um okkar fornu höfuð
borg. Hana þekkja allir ís-
lendingar af lestri eða eigin
raun. í Höfn dveljast ferða-
langarnir 2 daga, og fljúga
heimleiðis 21. september.
t