Tíminn - 21.07.1960, Síða 3

Tíminn - 21.07.1960, Síða 3
 31 Hljóp frá dómaranum Gæzlufangi fék á sprett í miðri yfirheyrslu í fyrrakvöld strauk fangi úr Heningarhúsinu i Reykja vík. Var það Friðrik Anton Höenason, Wfreiðarstjóri, Reynimel 23 hér i bæ, sem setið hafði í gœzluvarðhaldi undanfarna 3 daga. Á tólfta tímanum um kvöldið var Ármann Kristinsson fulltrúi að yfirheyra Friðrik Anton í Hegningarhúsinu. Vissi hann þá ekki fyrri til en fanginn tók á sprett út úr herberginu og þaðan út á götu þar sem hann hvarf sjónum manna. Var hann einn í herbergi með dómar anum og aðeins einn mað- ur á vakt í Hegningarhúsinu og gat hann ekki veitt Frið rik Anton eftirför. — Var þegar hafin leit að „stroku- fanganum“ og ibúð hans að Reynimel 23 brotin upp með fógetaxald■ þá um nöttina. Ekki hafði leitin borið ár- angur þegar blaðið vissi síð ast til í gærkvöldi. Friðrik Anton er 23 ára gamall, um 180 cm. á hœð méð dökkt, skolleitt hár. Eru þeir sem kynnu að hafa orðið hans varir vinsamlegast beðnir að sera rannsóknarlögregl- unríi viðvart. Helmingi minna saltað en í fyrra f gær nam síldarsöltun á öllu landlnu samtals 50.794 tunnum, og er það meir en helmingi minna en á sama tíma í fyrra. Þá hafði verið saltað í 104.082 tunnur. Lang mest hefur verið saltað á Siglufirði, eða 32.191 tunna, en í fyrra hafði verið saltað þar í 72.597 tunnur. Næst Siglufirði kemur Raufarhöfn með 8727 tn og þá Dalvík með 3617 tn, en sýnu minna hefur verið saltað á öðrum stöðum. Á Siglufirði hefur mest verið saltað á þessum fjórum sölt unarstöðvum: Nöf, 2934y2; Reykjanes 3433; Haraldarstög 2637 og Pólstjarnan 3025 tunnur. Ræður þessi vél örlögum mannkynsins? Kveikjulásinn er merktur „STRÍÐ" og „FRIÐUR" („war" og „peace") til vinstri á myndinni, og lyklarnir að honum hanga um hálsinn á þessum bandaríska hershöfðingja. Sé lyklum snúið er þegar í stað sent á loft Thor- flugskeyti hlaðið atómsprengju og það þýtur af stað með 18.000 km. hraða á klst. og stefnir — í austur Þessi óvenjulega mynd birtist fyrst í frönsku tímariti og sögð vera tekin í bandarískri herstöð á Englandi, en myndin birtist í vikunni í brezka blað- inu Sunday Times. Eins ber þó að geta segir Sunday Times: Áður en flug- skeytinu er skotið á loft verður að liggja fyrir gefið samþykki Banda- ríkjaforseta og brezka forsætisráð- herrans og að auki verður að vera við- staddur fulltrúi brezka flughersins, því að hann hefur aukalykla og án þeirra fer flugskeytið ekki af stað. Kongóstjórn samþykkir að biðja um rússneska aðstoð NTB—Leopoldville, 20. júlí. Ríkisstjórn Kongo samþykkti í dag, að biðja Sovétríkin eða Asíu- eða Afríkuríki að senda herlið til landsins Kongo- stjórn til hjálpar og er það í samræmi við úrslitakosti þá er Lumumba gerði Belgíu- mönnum. Lumumba forsætis- ráðherra upplýsti hins vegar á blaðamannafundi í dag að stjórn hans myndi draga að senda formlega beiðni þar til vitað væri um úrslit fundar öryggisráðsins um Kongo- málið, sem hefst I New York seint í kvöld. - híður órslita af f undi öryggisráðsins i Ahyggjuefni vestra ! Fréttamenn í New York sögðu í kvöld, að þessi sam- þykkt Kongóstjórnar yrði aðal umræðuefni á fundi ör- yggisráðsins, en talsmenn S.þ. hafa látið í Ijós áhyggj (Framh á 15 síðu.) Skemmtiferð um helgina Á sunnudaginn kemur, 24. júlí, efna Framsóknarfélögin í Reykjavík til skemmtiferðar austur í Árnessýslu. Ekið verður austur Hellisheiði, um Selfoss, upp Skeið, allar götur til Skál- holts og Laugarvatns. Þaðan fram í Efstadal í Lugardal og um Þingvöll til Reykjavíkur. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður heldur erindi í Skálholti og Bjarni Bjarnason fyrrv. skólastjóri Iýsir staðháttum á Laugarvatni. f Efstadal vcrður farið í ýmiss j konar Ieiki svo sem reiptog og pokahlaup. Þátttakendum gefst 1 kostur á að fá sér gufubað og fara í sundlaug að Laugarvatni. Verð farmiða er kr. 200.00, matur og öl eða gosdrykkir innifalið. Skrifstofan í Framsóknarhúsinu verður opin í allan dag, símar 15564 og 12924. Lumumba sagði 1 þessu sam bandi, að í baráttu sinni fyrir burtför belgíska herliðsins frá Kongó, myndi hann ekki víla það fyrir sér að leita að- stoðar sjálf fjandans, ef það mætti duga. Lumumba sagði ennfremur, að ef Sameinuðu þjóðirnar gæfu ekki Belgíu- mönnum skipun um að hverfa á brott frá Kongó þegar i stað, yrði hann að draga þá ályktun af því, að þær væru verkfæri heimsvaldasinna og þá yrði harm að leita aðstoð ar austurveldanna, sem sýnt heföu stjórn hans samúð. og Framsóknarflokkinn Miðstjórn Frarnsóknarflokks- ins hefur ákveðið að beita sér fyrir almennri fjársöfnun með al stuðningsmanna flokksins íum land allt til styrktar Tím- anurn og Framsóknarflokkn- um. Hefur þegar verið leitað til flokksfélaga í sýslum og kaup stöðum og þau beðin að safna ákveðmni upphæð, hvert á sínu félagssvæði. Eins og kunnugt er hefur flokkurinn staðið í miklum framkvæmdum að undan- förnu. Nægir í því sambandi að nefna Framsóknarhúsið, breytingu og stækkun á Tím anum, ásamt nýrri prentvél, (Framhald á 15 síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.