Tíminn - 27.07.1960, Síða 12
/
12
TÍMINN, miðvikndagínn 27. jólí 1960.
%mmfs
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON
Landsliðið og pressulið leika
á Laugardalsvelli annað kvöld
— og er þaí sííasta stóræfíng IandslicJsins fyrir
Iandsleikinn viS ÞjóSverja, sem er eftir viku
Á miðvikudag í næstu viku1 þá tækifæri fyrir þá að sam-
æfa liðið fyrir næstu heims-
meistarakeppni.
En látum þetta nægja um
Þjóðverjana ánnað kvöld er
sem sagt síðasta meiriháttar
æfing landsliðsins, og að
venju er þá stillt upp pressu
liði gegn liði landsliðsnefnd-
ar. Liðin fyrir leikinn annaö
kvöld hafa verið valin og eru
þannig skipuð:
fer fram landsleikur í knatt-
spyrnu við Vestur-Þjóðverja,
en þeir koma hingað með
mjög sterkt lið, sitt bezta. Með
al annars eru í liðinu menn,
sem urðu heimsmeistarar
1954. íslenzkir knattspyrnu-
menn hafa æft ve! að undan-
förnu vegna þessa væntanlega
landsleiks, og annað kvöld
verður síðasta meiriháttar æf-
ing landsliðsins, en það leikur
þá gegn pressuliði á Laugar-
dalsvelli.
I fyrstu var fyrirhugað, að
Þjóðverjar sendu hingað á-
hugamannalandBlið si'tt, en
því liöi hefur gengið mjög
illa í leikjum síðustu mánuð-
ina, tapaði meðal annars fyr
ir Finnum og Póiverjum í
undankeppni fyrir Olympíu-
leikana, og varð það til þess,
að aðalþjálfari Þjóðverja,
Herberger, barðist fyrir því,
að áhugamannaliðið leiki ekki
landsleiki erlendis, og féllst
þýzka knattspyrnusambandið
á það.
í fyrstu var ætlun Þjóð-
verja að hætta við landsleik
inn við íslendinga, en
breyttu síðan um skoðun og
ákváðu að senda sína beztu
knattspyrnumenn hingað í
stað áhugamannanna — enda
Keppa í Osló
í kvöld
í kvöld fer fram í Osló alþjóð-
legt íþróttamót og eru nokkrir ís-
lendingar meðal keppenda. Margir
heimsfrægir íþróttamenn taka
þátt í mótinu t.d. Roger Moens,
Belgíu, Josef Schmidt, Póllandi,
sem varð Evrópumeistari í þrí-
stökki 1958. Vilhjálmur Einarsson
keppir gegn Schmidt í þeirri
grein. Bezti árangur Pólverjans í
ár er 16,69 m — aðeins sentimetra
frá heimsmeti Fedosov, Sovétrikj
urum. Valbjörn Þorláksson keppir
í stangarstökki ásamt beztu stökkv
u>-um Noregs. Þá kemur hópur
íþróttafólks frá Rúmeníu m. a.
1500 m hlauparinn Vamos (3:40,2)
og Yolanda Balas, heimsmethafinn
í hástökki kvenna — en met henn-
ar er 1,86 metrar.
Lið Landsliðsnefndar: Helgi
Daníelsson, Akranesi; Rún-
ar Guðmannsson, Fram;
Kristinn Gunnlaugss., Akra
nesi; Sveinn Teitsson, Akra
nesi; Hörður Felixson, KR;
Sveinn Jónsson, KR; Örn
Steinsen, KR; Guðmundur
Óskarsson, Fram; Þórólfur
Beck, KR; Ellert Schram,
KR og Gunnar Guðmanns
son, KR.
Lið íþróttafréttaritara:
Gunnlaugur Hjálmarsson,
Val; Árni Njálsson, Val;
Helgi Hannesson, Akranesi;
Guðjón Jónsson, Fram; Jón
Stefánsson, Akureyri; Orm-
ar Skeggjason, Val; Baldur
Scheving, Fram; Bergsteinn
Magnússon, Val; Steingrím
ur Björnsson, Akureyri;
Helgi Björgvinsson, Akra-
nesi, og Ingvar Elísson Akra
nesi.
Landsliðsnefnd hefur gert
smábreytingar á liði sínu frá
því sem var á æfingunni gegn
pressuliði á dögunum. Sveinn
Jónsson er færður aftur sem
framvörður í stað Guðjóns
Jónssonar, en KR-ingarnir
Ellert Schram og Gunnar Guð
mannsson mynda vnystri arm
sóknarinnar — en þar léku
Guðmundur Óskarsson og
Bergsteinn Magnússon síðast
— en Guðmundur leikur nú
hægra megin. Lið landsliðs- (
nefndar virðist nokkuð vel ■
skipað, þótt deila megi um
örfáar stöður.
Gjörbreyting er hins vegar
f>Tamhald S ib ^íðu'
\ V.’.. * '.. ____
Eitt sterkasta tromp Þjóðverja á Ófympíuleikunum í Róm verður langstökkv
arinn Manfred Steinback, sem á þýzka meistaramótinu um síðustu helgi
stökk lengra en heimsmet Jesse Owens er. Mynd þessi var tekin af Stein-
back í fyrrasumar í landskeppni Vestur-ÞjóSverja og Pólverja, en Stein-
back sigraði þá pólsku langstökkvarana örugglega, en þeir eru þó meðal
hinna beztu i Evrópu.
Stökk lengra en Jesse
Owens í langstökki
— en meðvindur reyndist of mikill.
árangur á þýzku meistaramótunum
Góíur
Handknattleiksmeistaramót íslands heldur áfram í kvöld á Ármannssvæðinu og verða þá háðir sex leikir. Meðal
annars keppa ísafjörður og KR í meistaraflokki kvenna og F.H. og Fram í meistaraflokki karla. — í fyrrakvöld
fóru fram fjórlr lelklr í mótinu, og sigruðu Hafnfirðingar þá Keflvíkinga í meistaraflokki karia með miklum yfir
burðum. Mynd þessi er frá leiknum og er Bergþór Jónsson að senda knöttinn í markið fyrir Hafnfirðinga. Bak-
við hann er hinn efnilegi spjótkastari þeirra Hafnfirðinga, Kristján Stefánsson. Handknattleiksmótið mun standa
til 5. ágúst. — Ljósmynd: Bjarnleifur.
Þýzku meistaramótin í
frjálsum íþróttum voru háð
um síðustu helgi, það austur-
þýzka í Leipzig, en hið vestur
þýzka í Berlín. Mjög góður
árangur náðist á mótunum —
ejtt heimsmet var sett og eitt
Evrópumet — og auk þess
stökk Steinback 8,14 m í lang
stökki, sem er lengra en.gild-
andi heimsmet Jesse Owens.
Gífurleg fagnaðarlæti urðu
meðal hinna 40 þúsund áhorf
enda í Berlín þegar árangur
Steinback var tilkynntur —
en þaö stóð þó ekki lengi,
því meðvindur hafði reynzt
of mikill eða 3,4 sekúndu-
metrar. Og met Owens stend
ur því enn — 25 ára gamalt.
Hins vegar vekur afrekið
mikla eftirtekt, því engum
hefur tekizt að stökkva
lengra en Owens fyrr —
hvorki með eða án meðvinds.
Steinback átti tvö önnur
góð stökk, sem bæði mæld-
ust 7.93 m., en það er þrem-
ur sm. lengra en hið þýzka
met Lutz Long frá 1936, en
Long varð annar á Olympíu
leikunum í Berlín, þegar
Owens vann. Manfred Stein
back vinnur nú í fólksvagna
verksmiðjunum í Wolfsburg
— en hann flúði frá Austur-
Þýzkalandi, þar sem hann
var einn bezti spretthlaupar
inn.
Karl Kaufmann hljóp 400
m. á 45.4 sek. á mótinu, en
það er 3/10 betra en fyrra
Evrópumet hans á þessari
vegalengd — og bezti árang
ur sem náðst hefur í 400 m.
hlaupi í ár — og aðeins 2/10
frá heimsmeti Bandaríkja-
mannsins Lou Jones. Kauf-
mann, sem er 24 ára leikari,
fæddur í Bandaríkjunum, verg
ur einna sigurstranglegastur
í 400 m. hlaupinu í Róm.
Armin Hary varð tvöfaldur
meistari. Hann sigraði létti-
lega í 100 m. hlaupinu á 10.2
sek., án þess að hlaupa á full
um hraða, og í 200 m. hlaup
inu bar hann sigurorð af
KARL KAUFMANN
— bætir Evrópumetið stöðugt.
I
IManfred Germar, sem sigrað
hafði i þessari grein á síð-'
ustu fjórum mótum. Hary hef
ur með þessu sannað, að hann
er bezti spretthlaupari
Evrópu — og í Róm fær hann
tækifæri til að sýna, að hann'
er fljótastur í heimi.
Á austur-þýzka mótinu-
var árangur ekki eijis jafn
góður — en þar var þó sett
heimsmet. Gisela Birke-
meyer hljóp 80 m. grinda-
hlauy á 10.5 sek. og bœtti
heimsmet, sem vestur-þýzka
konan Zenta Kopp átti, um
einn tiunda úr sekúndu. Þá
Jiáðist einnig ágœtur árang-
ur i 800 m. og 1500 m. hlaup
um. Matuschewski sigraði i
800 m. á 1:47.7 mín., og
Siegfried Valetin í 1500 m.'
hlaupi á 3:40.9 jnín.