Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 11
þriSjiHlaginn 16. ágúst 1960. n ■, Nýr faraldur í aðsigi — Belmondismi Jean-Paul Belmondo er orðinn að skurðgoði franskrar æsku Móðunsýkisleg dýrkun banda rískrar æsku á kvikimyndahetj- um h-efur nú fengiS hliðstæðu í Frakklandi. Hetja banda- rískra er James heitinn Dean. Nú hefur franska æskan einnig eignazt sfcurðgoð. I>að heitír Jean-Paul Belmondo. Frægustu myndir þessa manns til þessa em „Moderato Oantabile“, þar sem hann leikur á móti Jeanne Moreau, og „A bout de Souffle“ með Jean Seeberg. Móttökurn- ar, sem þessar tvær myndir hafa hlotið meðal franskrar æsku, hafa fengið nokkra blaða menn til að skrifa um nýtt fyr- irbæri, sem þeir kalla „bel- mondisma". Hver er þessi Jean-Paul Bel- mondo, eem allur gauragangur- inn er út af? Er hann glæsi- legur? PaHegur, gáfaður? Auð- vitað ekki. James Dean var iheldur ekki ,sérstaklega lag- legur eða greindur. Þeir tímar eru nú liðnir er Valentino var tilbeðinn. Nú eru það önnur afcriði sem eitthvað hafa að segja. Haxm er 27 ára. Næstum horaður. Fötin hanga á honum. Andlit hans er skuggalegt og ekki sérstaklega aðlaðandi með hongandi neðrivörina og sígar- efctuna í munnvikimu. Ofboðlít- ið er hanm kvenlegur — og ánægður með að vera það. Hann er sem sagt ekfcert sér- staikur. Ekki að því er virðist. Engu að síður er hann hetja allra um tvítugt. Þau hanga utan í honum, elta hann á göt- um úti, líkja eftir honum, hrúga yfir hann beiðnum um eiginhandaráritun, haga sér sem sagt alveg eins og allir aðrir, sem gripnir hafa verið eimhverri af þessum einkenni- legu dýrkunardellujm. Venjuleg sjúkdómseinkeimi. f hvert sinin, sem hann þarf að Ieika eitt atriðið, þarf að slíta þau frá honum eitt af öðru, og á eftir eru þau komin yfir hann aftur, honum sjálfum til mikillar ánægju. Hann verður aldrei þreyttur á þessari eilífu um- sát. Er það vegna þess, að hann er svo líkur öllum öðium, sem hann er ,svona vinsæll? Vin- sældir hans vekja til umhugs- unar um, hvort kvikmyndir krefjist þess af hetjum sínum, að þær stingi ekki í stúf við megnið af kvikmyndahúsgest- unum, en það eru draumar þeirra, sem hetjumar eiga að blása lífi í. Venjulegur áhorf- andinn hefur fullan rétt til að láta sig dreyma, að draumar hans kunni að rætast — og einn af þessum draumum er einmitt, að hann gæti sjálfur orð ið kvikmyndastjama! Því venju- legri sem hetjan er, því meiri vinsælda nýtur hún! Að vera spámaður kvikmyndaæskunnar nú á dögum byggist ekki lengur á hæfileikum. Heldur ekki á útliti, öllu heldur á vöntun þess hins sama. Þetta var það, sem hjálpaði James Dean. Nú hjálpar það Jean-Paul Bel- mondo. 17 ára að aldr'i yfirgaf hann foreldra sína eftir að hafa fallið á stúdentsprófi. Hann settiat að hjá einni stúlkunni af annarri. Hann fór á leik- liistarskóla og tók tíma í hnefa- leik, en náði skammt á báðum stöðunum. — Á leikskólanum var alltaf sagt við mig: Þú með þinn haus, þú getur aldrei faðmað að þér stúlku, svo að allur salui’inn skelli upp úr! En það hefur ekki gengið sem verst, þegar ég hef reynt það utan leiksviðsins! Nú er hann kvæntur og á tvö böm, græðir pening á kvik- myndum sínum, þýtur eftir löngum breiðgötum Parísar- borgar á opnum lúxusbíl og lætur sig dreyma um sveita- setrið, sem hann mun aldrei kaupa sér, því að hann er ósvik inn Parísarbúi frá Ménilmon- tant. Hann lifir fyrir augna- blikið og hugsar eins lítið og hægt er um framtíðina. — Það eru alltaf einhverjir sem segja: En eftir tíu ár, hvað ætlarðu þá að gera, hvað ætlarðu þá að leika, með þetta höfuð? Hvaða hlutverk heldurðu, að þú fáir þá? Ha? Mig langar þá oft til að svara: En þú? Veizt þú, hvað verður um þig, þegar þú ert fertugur? Hver veit, nema ég reki nýlenduvöruverzlun, þegar þar' að kemur. Mér er sama. En stundum spyr ég sjálfan mig, hvort ég ætti ekki að leggja dálítið til hliðar fyrir börnin . . . En hann gerir það ekki. Hann er alltaf umsetinn aðdáendum sínum — og þykir gaman aS. Hvað hefur orðið til þess, að þessi piltur, sem var algerlega óþekktur í gær, er skurðgoð ungdómsins í dag? Sjálfur segir Belmondo, að honum hafi verið sagt, að hann sé fulltrúi ungu kynslóðar nútímans, nýju „bylgjunnar“ svo kölluðu, — en hann viti það eki sjálfur. Hann veit aðeins, að honum finnst gaman að fara í bíó, á veitingastaði, flækjast úr ein- um stað í annan og drekka sig fullan, eða aka bíl með sjötta skilningarviti Par'ísarbúans fyr ir að finna göt í umferðinni. þar sem enginn kemur auga á þau annar, og þjóta á ofsa- hraða fyrir öll horn án þess að fá eina skrámu. Áður fyrr þótti honum líka gaman að slást, — þótt hann sé sjálfur hræddur við hnefann. Einu sinni sló ég niður náunga í S ai nt-Germ a n-d es-Pres, hann var veðvitunarlaus í 8 klst. Nú slæst ég minna. Kannski ef einhver hreyfði við þeim, sem ég er með .... Hann hefur engan áhuga fyr- ir stjórnmálum. Ást? Honum líkar það kvenfólk,^ sem ekki hangir yfir honum. Áætlanir .. — Að leggjast á ströndina með krosslagðar hendur. Hugsa ekki um næsta dag. Halda úr einni skemmtuninni í aðra. Krefjast einskis. Halda mér frá öllu, sem ég finn enga löngun eftir. Er í þessu nokkuð það að finna, sem skilur hann frá venjulegum Parísarbúum, — eða frá stórhorgaæsku al- mennt? Varla. Hann hefur að- eins fengið tækifæri til að gera þennan draum alls ung- dóms að veruleika, drauminn um þægilegt líf. Það tækifæri hefði einhverjum öðrum getað hlotnazt alveg eins og honum. Þess vegna tilbiðja þau hanri. og.vona að það verði kannski þau sjálf, sem verða tilbeðin á morgun. Og þess vegna dást þau að honum, því að einhverju verða þau þó að dást að. Alltaf annað slagið koma ; fram leikarar, sem vegna skap- gerðar sinnar og útlits virðast | fr'á því fyrsta til þess fallnir, j að túlka þá hugsjónamynd, sem ! ungdómurmn hefur í huga hverju í sinni. Fyrst líkist hann þeim, 1 en svo eru það skyndilega að- dáendurnir, sem líkjast honum. Þannig komst James Dean — sóttin af stað, — með góðri hjálp áróðursliðs. Og þannig hefur belmondisminn orðið til. Nú eiga allir að líkjast Jean- Paul Belmondo: mjóslegnir, hrokkinhærðir menn í þröng- um gallabuxum, hoknir í herð- um og með hálfopinn, frekju- legan munn. Ekki lagiegir, og með þetta hálf-innilokaða, nálf- ágenga bli'k í augum, sem get- ur fengið hvert einasta — eða næstum hvert einsta stúlku- barn innan tuttugu ára til að blikna. Það er Belmondo-ár í ár. Hvar sem hann sést, hrúgast eiginhandaráritunar-safnarar um hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.