Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 16
I>rt®jtHÍaginn 16. ágóst 1960. Mikið um slys og skakkaföll 1«1. Ma3. Allmörg slys, meiri og minni urðu um og fyrir helg- ina. Á laugardaginn, laust eftir kl. þrjú valt bíll á mótum Skíðaskálavegar og Þrengsla- vegar og meiddust tvær kon- ur, sem í bílnum voru. Aðdragandi slyssms var sá, að G-2016 var á lcið austur yfir Helis heiði og vom í bílnum fimm manns, ökumaður, kona hans, vin- kona þeirra hjóna og tvö börn. Velta Er G-2016 kom að vegamótum- um, sem mynda nálega 90 gráða horn, fór bíllinn út af veginum, fór eina veltu og staðnæmdist síð- an á 'hvolfi. Konurnar tvær, Sigrún Sigurðardóttir, Tjarnarbraut 3, Hafnarfirði, og Sjöfn Kristinsdótt- ir, Hátúni 4, Rvík, meiddust mikið og voru þær fluttar með sjúkra- bíl til Reykjavíkur. Sjöfn mun hafa viðbeinsbrotnað en fékk leyfi til heimferðar að rannsókn lok- inni á Slysavaiðstofunni. Sigrún var hins vegar flutt á Landakots- spítala til frekari rannsóknar. Drengur fyrir bíl Á laugardag gerðist það enn- fremur, að 3 ára drengur, Helgi Helgason, varð fyrir bíl á gatna- mótum Skólavörðustígs og Baldurs (Framhald á 3. síðu). Hér birtum við myndir frá Ijósmyndara okkar á Long Beach, Louis Martinez, af þeim sem hlutaskarpastar urðu í alþjóðafegurðarsamkeppninni þar, sem lauk í siðustu viku. Okkur sýnist. að vandi hafi verið að dæma þar um, en samkvæmt úrskurði þeirra sem þar réðu málum var niðurstaðan þessi: Lengst til vinstri er lona Pento, sem varð nr. 2. Hún er frá Bombay og 18 ára gömul. Þá kemur „alþjóðafegurðin" Stella Mar- quez frá Pasto í Columbíu; hún er 21 árs. Þá næstu er óþarft að kynna, þar er Sig- ríður okkar Geirsdóttír, en lengst til hægri er Joyce Kay, en hún er 21 árs Liverpool- mær. — Að neðan getur að líta mynd af „alheimsfegurðinni", — the International beauty — Stellu Marquez frá Columbíu. Lumumba lýsir fullkomnu vantrausti á Hammarskjöld Vill að nefnd Asíu og Afríkuþjóða taki við starfi hans Leopoldville New York 15. agúst. NTB—Reuter, — Enn dregur bliku á loft í hinu unga Kongo-lýðveldi. Patrice Lum- uma hefur nú fyrir hönd þjóð- arinnar lýst yfir vantrausti á gerðum Dag Hammerskjölds, aðalritara S. þ. í landinu. Hammarskjöld hefur nú farið frá Kongo áleiðis tii New York og mun þar ræða þann grund- vallarágreining, sem er milli hans og Lumumba um starfs- svið herliðs S þ. í landinu. Patrice Lumumba sagði í Kaldi í dag á að vera norðan eða norðaustan kaldi, skýj- að með köflum en víðast úrkomulaust. Skyldi nú sólinni vera farið að leið- ast að skína á höfuðborg- arana? dag, að stjóm sín og fólkið í Landinu hefði nú misst allt traust til Hammarskjöld fram kvæmdastj óra Sþ. um að hann fylgdi eftir samþykktum Ör- yggisráðs Sþ. sem skyldi. Hammarskjöld hefði auk þess rætt við Tshombe fylkisstjóra í Katanga sem hvem annan þjóðarleiðtoga en hins vegar hefði aðalritarinn vart virð- ast vita um lýðveldisstjórn- ina undir forsæti Lumumba. Þjóð sín hlyti því nú að af- þakka aðstoð Hammarskjölds. Lumumba sagði, að hann hefði snúið sér til Öryggrs- ráðs Sþ og farið þess á leit að send yrði nefnd frá 14 Afríku- og Asíulöndum, sem hefði um sjón með framkvæmd sam- þykkta Öryggisráðsins í Kongó málinu, e'r gerði ráð fyrir taf arlausum brottflutningi alls belgísks hers úr landinu. Þjóð ir þessar vill Lumumba hafa: Marokkó, Túnis, Etiópía, Gha na, Guinea, Arabiska sam- bandslýðveldið Súdan, Ceylon, Liberia, Burma, Indland, Af- ghanistan og Líbanon. Lumumba var annars stór orður í ummælum sínum bæði Ekkert nýtt í HB- málinu Rannsókn stendur enn yfir í Borgarmálinu svonefnda, en ekki er enn upplýst hver stal 54 þús. krónunum sem hurfu ai hótelinu á dögunum. Yfirheyrslum er ekki lokið enn. í garð Hammarskjölds og Belga. Hann kvað það enga tilviljun að iaðeins sænskir hermenn hefðu fylgt Hamm- arskjöld til Katanga. Sterk tengsl væru milli sænsku og belgízku konungsfjölskydunn ar og Hammarskjöld hefði alla tíð verið um of umburð arlyndur við umboðsmenn belgísku konungsfjölskyldunn tanga. Dag Hammarskjld aðalrit ari Sþ er nú á leið frá Brazza ville til New York. Hann mun ræða um ágreining þann, sem upp er kominn milli hans og Lumumba um hvert vera eigi hlutverk hersveita Sþ í Kongó.1 Jafnframt hefur Hammar- skjöld vísað á bug öllum ásök unum Lumumba, hvað við-| kemur afstöðunni til lýðveld isstjórnarinnar. Logandi vindlingur — í mannlausri íbuð? Um hálf eitt leytið á Laug- ardag var slökkviliðið kvatt að Skaftahlíð 28 hér í bæ en þar hafði kviknað í mannlausri íbúð í kjallara þar sem býr Jónína Kjartansdóttir. Eldinn tókst að slökkva er. talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni. Kl. var 12,37 er slökkvilið- inu barst tilkynning um að eldur væri í húsinu. Fór það þegar á staöinn en þegar þangag kom höfðu tveir menn Hallvarður Valgeirsson og Sig urjón Þórðarson, brotist inn í íbúðina, sem var mannlaus og læst og tekizt að ná út log andi legubekk. Slökkviliðun’t andi legubekk. Slökkviliðið fjarlægði síðan stóran stól. sem eldur var í. Hafði eldur- inn þá læst sig í gluggakistu og gólfteppi. Brunnu glugga- (J’Tamhald ? 15 siðu Francis Powers fyrir rétt á miðvikudaginn Moskvu 15/8 NTB—ReuterJ — Réttarhöld í máli banda- ríska flugmannsins, Francis Powers, er stýrði U—2 flug- vélinni, sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum 1. maí s. I. hefjast í Moskvu á miðviku- dag. Meðal þeirra, sem komin eru til Moskvu að vera við- stödd -réttarhöldin, eru for- eldrar Powers og kona hans, frú Barbara Powers. Skömmu eftir að Sovét- •stjómin hafði kunngert, að hún ’hefði náð Francis Pow- ers eftir að hafa skotið niður flugvél hans, reit Oliver Pow- ers, faðir Francis Krústjoff forsætisráðherra bréf, þar sem hann sagðist snúa sér til hans sem faðir til föður og bað hann „að fara vel með drenginn sinn“. Krústjoff svaraði þessu á þá leið, aö^ hann hefði ekki úrslitavald j í máli flugmannsins en kvaðst ””di greiða götu Oliversl Powers, ef hann kæmi til Moskva. Var búizt við, að Oli ver næði tali af Krústjoff í Moskva í dag. Frú Powers ræðir við verjandann Frú Barbara Powers hefur ekki fengið að hafa tal af manni sínum. í dag átti hún hins vegar hálfrar annarrar klst. fund með Mikhail Oni- new, sem skipaður hefur verið verjandi Powers. Um 300 rúss (Fiamhald á 3. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.