Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þrH^ndaginp 16. ágúsatq96a. Rafsuíhivélar Rafsuðuþrátfar RafsuSukapal) RafsutSuhjálmar Rafsu’ðuhanzkar = HÉÐINN = Vétaverztun simi 24260 Rafmótorar Rafmótorar einfasa og þrífasa Þessi mynd þarfnast varla skýringa, enda er nafn stúlkunnar á allra vörum þessa dagana. Sigríður Geirsdóttir, þriðja' fegursta kona heims, sést hér gæða sér á Canada Dry gos- drykkjum frá H.f. Ölgerðinni Egill Skaliagrímsson í Reykja-, Ýmsar stær'ðir. = HÉÐINN = Vélaverzlun vík. Seljavegi 2, simi 2 42 60 Það er ekkert sem jafnast á við hina hreinu og hressandi líðan eftir rakstur með Bláu Gillette Blaði í R£GD, viðeigandi Gillette rakvél. Látið nýtt blað í vélina í fyrramálið og kynnist þvi sjálfir Til að fullkomna | raksturinn notið . Gillette §«§. rakkrem Málmhylki með 10 blöðum og hólfi fyrir notuð blöð Gillette er skrásett vörumerki KVEÐJUORÐ: Elín Jónsdóttir húsfrú Elín Jónsdóttir var fædd á Uppsölum í Selárdal í Arnar firði 31. maí 1873 en andaðist; 10. þ. m. og varg því rúmlega 87 ára. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi á Uppsöl- um og víðar og seinni kona hans Kristín Ólafsdóttir. Elín giftist 1. nóvember 1896 Ólafi Kristjánssyni frá Hvestu, af hinni vestfirsku grein Thorla ciusættarinnar. Þau reistu sér bú á Krók í Selárdal. En sam- búðin varð ekki löng, þvi að Ólafur drukknaði í mann- skaðaveðrinu mikla á Amar- firði 29 september 1900. Varð Elín þá að hætta búskap og fara í vinnumennsku með Kristjönu dóttur sína, en Ólaf son sinn, fæddan eftir lát föð ur síns, varð hún að láta til vandalausra. Eftir að Kristj ana dóttir hennar giftist og stofnaði heimili dvaldist hún hjá henni, og naut þar jafn- an sérstakrar hlýju og um- önnunar. Kristjana, og maður hennar, Bjarni Árnason, eiga nú heima í Njörvasundi 24 í Reykjavík. — Ólafur sonur Elínar er sjómaður í Reykja vík, ókvæntur. Elín var um allmörg ár á heimili tengdamóður minnar, Ragnhildar Jensdóttur frá Feigsdal, þegar börn hennar voru að alast upp. Eg hef löng um heyrt konu mína og systur tala um Elínu og segja frá ýmsum smáatvikum. Allar eru þær frásagnir á eina lund. Elín var fágæt manneskja vegna góðlyndis síns, hjálp- semi og hjartahlýju. Til henn ar leituðu böm iðulega, ef þau þurftu nokkurs með eða eitt hvað amaði að, og fóru jafn an af fundi hennar léttari í lund og hlýrri í huga. Eng- Starfsstúlka í þvottahús óskast strax. <* SJÚKRAHÚS HVÍTABANDSINS inn getur metið, hver áhrif slíkt viðmót hefur á börn á viðkvæmu aldursskeiði til þess að móta skapgerð þeirra og tilfinningalíf, eða hvernig þau áhrif koma svo fram í við- móti barnanna, þegar þau eru vaxin, við nýja kynslóð bama og unglinga. Elín var greind kona og kunni mikið af vísum og kvæð um, einkum bamavísum og bænaversum, og mesta fjölda af sögum. Hún kunni einnig að segja þannig frá, að börn hlustuðu, og allar miðuðu frásagnir hennar til þess að vekja athygli á því sem gott er og rétt, til þess að vekja hollar tilfinningar og efla sið gæðisvitundina. Elin var alla tíð trúuð kona. Guðstrú hennar var mild og umburðarlynd, gerði hana að betri manneskju, gæddi hana þreki og æðruleysi í erfiðleik um, rann saman við og efldi meðfædda hjartahlýju og sam úð með öðrum mönnum, sér- staklega smælingjum og þeim, sem bágt áttu. í stuttri grein, sem ég skrif aði um Elínu, þegar hún varð áttræð, komst ég þannig aö orði: „Eg held, að ég þekki enga manneskju, sem frekar mætti segja við en Elínu Jóndóttur hið forna fyrirheit: Sæhr eru hjartahreinir, því að þeir munu guð sjá.“ Þessi orð séu kveðjuorð min og venzlafólks míns til henn- ar. Ólafur Þ. Kristjánsson. ÞAKKARÁVÖRP Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér sæmd og vináttu með hlýjum orðum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu. Ólafur Jóhannsson. Koti. ♦X*V*,V*'N*‘V*V*' Innilega þakka ég öllum þeim er sýndu mér heiður og vináím roeð heimsóknum, Llyjum orðum, heílla- skeytum og gjöfum á 7v ara afmæli mínu Ágúst ^iomason Drdarbaki. •V*V.<V*V«V«V*V‘V»V‘V‘V*V*V*V»V«V‘V«V«V*V»V*V‘V«V*V*V*V*V*V.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.