Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 5
fÍMINN, þrJÖStidagHMi 16. ágúsí 196«. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastióri: Tómas Árnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttas*’óri: Tómas Karlsson. Auglýsmgastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. ....... ................ t „Tólf mílur umhverfis landið” Morgunblaðið er helrtur fáyrt um „utanrkismál“ sitt — landhelgismálið — s. !. sunnudag. Þó er nokkuð að því vikið í Reykjavíkurbréfi og lögð á það mikil áherzla. að ekki hafi verið unnt að skorast undan því að ræða við Breta og það hafi í raun og veru verið sjálfsagt. Hvað sem um það má segja er hitt augljóst, að eftir allt það, sem á undan er gengið af hálfu Breta í þessu máli, er ósæmandi af Íslendingum að ganga til slíkra við- læðna, nema Bretar uppfylli vissar lágmarkskröfur um hætti siðaðra þjóða í samskiptum. Þær lágmarkskröfur eru vitanlega, að fyrir lægi opinberlega yfirlýsmg þeirra um að þeir hætti herbeitingu á íslandsmiðum og hætti að hóta með hervaldi í þessu máli. Er íyrir lægi yfirlýsing brezku stjórnarinnar um að viðhorf hennar væri breytt í því efni, var kominn tími til að hugleiða viðræður við hana, en fyrr ekki. Þá ber Morgunblaðið höfðinu við steininn og segir að með þessum viðræðum sé verið að framfylgja vilja þings- ályktunartillögu Alþingis frá 5. maí 1959 og segir Mbl. svo um það: „Svo sem vitnað er tii í ályktuninni hefur Alþingi ber- um orðum lagt fyrir stjórnina að afia viðurkenningar á létti íslands.“ Rétt er það, en nú bregður hins vegar svo við, að ríkisstjórnin, sem er í þann veginn að ganga á fund Breta, sleppir alveg að geta um niðurlagið í ályktun Alþingis, en það er og verður mergurinn málsins og hljóðar svo: „að ekki komi til máia minni fiskveiðiland- helgi en 12 mílur umhverfis landið". Það er þetta, sem Alpingi fól ríkisstjórninni fyrst og iremst að tryggja með öllum hugsanlegum ráðum og íslenzk ríkisstjórn hefur enga heimild til að ganga til samninga við aðrar þjóðir um þessi mál nema með þessu fororði, og með þessi orð sem æðsta ooðorð. Hvernig stendur þá á því, að ríkisstjórnin leyfir sér að tilkynna viðræður við Breta „til þess að framfylgja samþykkt Alþingis“ án þess að lýsa yfir um leið, að hún ætli að standa fast við höfuðatriði þeirrar samþyKktar. Hljóta ekki allir að spvrja hvað búi að baki slíku Og þrátt fyrir harða eftirgangsmuni fæst stjórnin e£ki til að gefa yfirlýsingu um þetta atriði. En þetta mál er hins vegar mjög einfalt og augljóst. Færi svo, aS íslenzk stjórnarvöld semdu um einhver frá- vik frá 12 mílna fiskveiðilandhelginni, hljóta slíkir samningar að vera með öllu ógildu. því að þeir yrðu gerðir þvert ofan í einróma yfirlýsingu Alþingis, um að afsláttur af tólf mílna fiskveiðilögsögunni komi alls ekki til greina. Ríkisstjórnin hefur begar sýnt hættulega undanláts- semi í þessu máli, og það er aðeins eitt, sem nú getur komið í veg fyrir, að lengra verði haldið á þeirri braut, og tólf mílna fiskveiðiiögsögu íslands stefnt í beinan voða, og það er að þjóðm sjálf. fólkið til sjávar og sveita. láti nógu greinilega í ijós vilja sinn í þessu efni. segi stjórninni það skýrt og skorinort, að enginn afsláttur frá 12 mílna fiskveiðilögsögunni verði hcíaður íslendingar hafa háð harða baráitu í þessu máli. og þeir eru búnir að sigra. þeir ætlast til annars af stjórn sinni en þess, að þeim sigri sé dremð á dreif eða hann dreginn úr höndum þeirra En auðseð er af öllu að þessi mál eru í mikilli hættu, ef þjóðin -egir stjórninnd ekki rækilega til syndanna, svt að henni skiljist, að hér ei ekki um hversdagslegt „utanríkismál“ að ræða. Mikill sigurdagur vestanhafs Hefur Bandaríkjamönnum tekizt a'ð jafna metin við Rússa? Þetta er hinn geysistóri loftbelgur, er nú fer umhverfis jöröina og endurvarpar úfvarpsbylgjum. Slíkir hnettir munu hafa í framtíSinni geysimikla þýðingu í sambandi við útvarps-, sjónvarps- og símamál. Talsmaður Bell-símaféiagsins lét svo ummælt eftir að hnötturinn var kominn á loft, að nú væru opnlr möguleikar á því að hverfa frá öllum venjulegum sæsmímum og fyrri útvarpstækni. Hnöttur sem þessi þyrfti ekki nema eina sekúndu til að koma skilaboðum á milli Bandaríkjanna og Japan. S. I. föstudag má vafa- lausf telja stærita sigurdag bartdarískra vísindamanna eftir að kapphlaupið mikla hófst um geiminn og er sá dagur var að kvöldi kom- inn var það orðin almenn skoðun, að nú stæðu Banda- ríkjamenn Rússum sízt að baki í geimvísindum. Um morguninn sendu vís- indamenn á Cape Canaveral á loft eldflaug, er bar geysistóran aluminiumhúðaðan loftbelg á braut sína um hverfis jörðina. Þvermál belgsins er 33 metrar og á hæð er hann eins og 10 hæða hús. Loftbelgurinn hlaut nafnið BERGMÁL, og er hon- um ætlað að endurvarpa sjón- varps- og útvarpsbylgjum úr 1600 km. hæð er hann þýtur á skömmum tíma umhverfis jörðina. Nokkru eftir að belg- urinn var kominn á braut sína heyrðu menn víða í útvarps- stöðvum í Bandaríkjunum rödd Eisenhowers forseta, sem send hafði verið með útvarpsbylgjum að loftbelgnum, sem hann end urvarpaði síðan til jarðar. Ligg ur í augum uppi hvílíka þýð- ingu slíkir loftbelgir geta haft fyrir útvarps- og s-jónvarps- tækni í framtíðinni og hafa vísindamenn látið að því liggja. að ekki þyrfti nema einn stóran hnött svipaðan þessum lil að útvarpa og sjónvarpa um heim allan, því að hinn stóri loft- belgur gengur ekki alltaf á sama sporbaug. FLUG RAKETTUÞOTUNN- AR X-15, sem fyrir nokkrum dögum hafði sett nýtt heims- met í flughraða, var næsti sig- ur dagsins. Yfir Kaliforníu tókst flug- manni þessarar rakettuflugvél ar að fljúga ofar en nokkrum flugmanni hafði áður tekizt, eða í tæplega 40 km. hæð, og er það nýtt heimsmet. Hraða- metið, sem vélin setti viku fyrr var hvorki meira né minna en 4375 km. hraði á klst. Tilraun- irnar með X-15 eru mjög mikil- vægur liður í undirbúningi þess að senda menn út í geim- inn, en takmarkið með X-15 er að komast í 160 km. hæð og ná 6000 km. flughraða á klst. Þetta var enn góður áfangi að því lokatakmarki. NÆSTA SIGURFRÉTT kom frá Kyrrahafinu. f fyrsta sinn (Framhald á 15 síðu) Rakettuþotan X-15. Fyrir rúmri viku setti hún nýtt heimsmet í flughraða — flaug 3V4 hraðar en hljóöið, og á föstudaginn komst hún í tæpl. 40 km. hæS. Eninn maður hefur áður komizt svo hátt. •V*V*V*V*‘

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.