Tíminn - 14.09.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.09.1960, Blaðsíða 1
LÖMUMBA kominn dtur í útvarpið Leopoldviile, 13. sept. — Ringulreiðin og óvissan í Kongo jókst enn í dag er her- mönnum Lumumba tókst a8 leggja undir sig útvarpsstöð- ina í Leopoldville, sem var í gæzlu heríiös S.Þ. Eir þau tíðindi spuröust, fór Boliikangó innanríkisráðhcrra á vettvang með mikinn fjölda her- manna og hugðist taka útvarps- stöðina, en hann var hrakinn á brott af hermönnum Lumubma eftir harðvítug átök. Eins og kunn- ugt er, var Lumumba handtekinn í gær af hermönnum hinnar nýju ríkisstjóinar að boði Kasavubu forseta, en er færa átti Lumumba til fangelsis, var honum sleppt og fór faann huldu höfði þar til í dag Kannizt þi5 við dýrið? Nei, það er ekki von. Sjómennirnir í Vest- mannaeyjum vissu ekki sitt riúk- andi ráð þegar þeir fengu þenn- an furðuflsk i netin. Og það lá við að náttúrufræðingarnir i Reykjavík stæðu líka á gati. Slík- ur fiskur hafði aldrei áður veiðzt við íslands og i manna minnum hafa ekki veiðzt nema 13 slíkir í Norður-Atlantshafi. — Annars er fiskisagan á öftustu síðu! er fylgismenn hans réðust á út- varpsstöðina. Kasavubu forseti sagði í dag, að Lumumba yrði handtekinn og hon- um stefnt fyrir rétt sem hverjum öðrum svikara gegn föðurlandinu. Ringulreiðin í Kongó hefur nú aldrei meiri verið og ekki bætti úr skák í dag, að Nkrumah sendi Hammarskjöld skeyti þar sem hann lýsti því yfir ,að hermenn þeir er Ghana-stjórn hefði sent til Kongó til að starfa undir stjórn S. Þ. myndu þegar í stað hætta störfum sínurn í þágu bandalags- ins; yrði Lumumba ekki leyft að hafa afnot útvarpsstöðvarinnar í Leopoldville. Stjórn Lumumba væri hin eina löglega stjórn lands ins. Þær fréttir bárust einnig frá Kairó í dag, áð stjórn Arabíska sambandslýðveldisins hygðist kalla heim hermenn sína, 500 að tölu, eða jafnvel gefa þeim fyrir- mæli um að styðja Lumumba. Hammarskjöld hefur áður látið þau orð falla, að hættu hermenn einhverrar þjóðar stuðningi sínum við S. Þ. í Kongó, yrði þeim ekki leyfð frekari dvöl í landinu. Þyk- ir nú sem Sameinuðu Þjóðiinar standi nú frammi fyrir mjög erf- iðu vandamáli — og hver stórat- burðurinn getur rekið annan — á hverri Mukkustund. Um 46 þús. f jár Fellibylurinn „Donna” náigast ísland óðfluga Gæti valdið 10-11 vindstiga roki hér - á morgun Nokkrar líkur virðast á því að eftirstöðvar fellibylsins „Donna", sem geysað hefur í Bandaríkjunum, berist hingað til lands. Verður það senni- lega á morgun, sem „Donna" berst hingað og má þá búast við hvassviðri, 10—11 vind- stigum á Suður og Vestur- landi. Blaðið átti tal við Pál Bergþórs- son veðurfræðing í gær og skýrði hann nokkuð frá ferður „Donnu“, yfirleitt nefr.dir kvenmannsntín- um í stafróísröð. Byrjaði í Mexíkóflóa Líkt og flest slík óveðuí1 átti Donna upptök sín í Mexikóflóa, en þar myndast oft skæðir felili- byljir á iþessum ái'stíma þegar sjór- inn er enn heitur ef-tir sumarið en loftið umhverfis hins vegar farið að fcólna. Hefur „Donna“ valdið geysilegum spjöllum á ferð sinni norðuir megiiiliaind Ameríku, og valdið dauða hátt á annað hundrað manna. Tjónið er metið í tugmill- jónum dollara, og telja veðurfræð- ingar að þetta sé versta fárviðri, Ferðast norður á bóginn Líkt og mörg önnur fárviðri af þessu tagi, 'hefur „Donna“ lagt leið sína norður og austur meginland Ameríku, og var á hádegi í gær komin að mynni St. Lawrence fljótsins og stefndd óðfluga í norð- anstur í áttina til Goose-Bay. Er' hún þá komin á slóð þeirra lægða, sem hingað berast. Ef „Donna“ heldur áfram för sinni, eins og líkur benda til, má gera ráð fyrir að óveðrið di'eifist nokkuð á 50. gráðu norðl. breidd- ar og verði að djúpri og kröftugri lægð og í þeirri mynd gæti hún borizt hingað og yrði bað líklega á morgun (fimmtud.) Ef svo verður, má gera ráð fyrir hvass- viðri af suð-austri sunnan lands og vestan, 10—11 vindstigum. Eins og málum er nú háttað, enu hér hin ákjósanlegustu skil- yrði fyirir „Donnu“ að ná sér niðri, (Framhald a 15. síðu). eins og Bandarikjamenn hafa nefnt fellibyl þennan, en þeir eruí 22 ár. sem komið hefur a þessum slóðum Akureyri, 13. sept. — AS- alslátrun sauðfjár hefst hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á morg un. Alls er áætlað, að slátrað verði 34.436 dilkum í slátur- húsi félagsins á Akureyri, 3500 á Grenivík og um 8000 á Dalvík Sláturtíð a Akureyri hefst nú þrem dögum fyrr en á s.l. ári, sagði Haukur P. Bjamason slátur- hússtjóri í viðtali við blaðið í dag, cg er áætlað að ljúka slátrun 15. —17. október. Telur Haukur, að a'mennt megi búast við vænna fé en í fyrra, og markar það m.a. af því, að þeir 450 dilkar, sem lógað var í sumarslátiun, hafi verið óvenju góðir til frálags. 120 manna lið Meðan á síáturtíð stendur munu um 120 maniis vinna við Sláturhús KEA á Akureyri, og sagði Hauk- ur, að það yrði mest sama fólkið og verið heíur undanfarin ár. Úrgangsvinnsla Sláturhús KEA á Akureyri er raeð bezt útbúnum sláturhúsum á lindinu, og má segja að þar fari fram gjörnýhng sláturafurða, m.a. liefur um noKkurra ára skeið verið starfrækt þai kjöt- og beinamjöls- verksmiðja, og vinnur hún úr ým- iss konar sláturúrgangi. Fram- le’ðsla verksmiðjunnar er fóður- mjöl og nokkuð af iðnaðarfeiti. Brynningartæki Haukur Ólafsson gat þess, að unnið hefoi verið að endurbótum á fjárrétt siáturhússins á Akur- eyri, og væri þess sérstaklega að geta, að seít hefðu verið upp biynningartæki í réttinni, svo nú gæti féð haft aðgang að rennandi vstni. Mun sá útbúnaður vera fá- tíður við önnur sláturhús. IG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.