Tíminn - 14.09.1960, Blaðsíða 9
T í MIN N, miðvikudaginn 14. septcmber 1960.
9
Kveðjuorð:
7RYGGVI MAGNÚSSON
Ég frétti það er ég kom til bæj-
anns í dag, að Tryggvi Magnús-
son kunningi minn hefði látizt 8.
þ. m.
Hann var fæddur 6. júní árið
1900, að Bæ á Selströnd, sonur
Magnúsar Magnússonar trésmíða-
meistara og konu hans Önnu Ey-
mundsdótlur. Þar ólst hann upp
til 12 ára aidurs, er hann fluttist
mtð foreldrum sínum að Hvítadal
í Dalasýslu.
Faðir T'-yggva Magnússonar var
hálfbróðir Stefáns skálds frá
Iívítadal og þeirra systkina.
Ég kynntist T. M. fyrst er hann
innritaðist í gagnfræðaskólann á
Akureyri haustið 1916, þaðan sem
hann tók fulinaðarpróf þremur ár-
ure síðar. — Hann fór síðan til
K.iupmannahafnar og stundaði þar
hstnám, aðallega í málaralist.
Eftir að hann kom heim til ís-
lands málað; hann talsvert fyrstu
árin og eru til eftir hann mál-
verk í eigu ýmsra manna sem
tr.iin eru mikil listaverk. Til munu
og vera eftir hann nokkrar högg-
rr.yndir og eitthvað af útskurði:
— En hanc atti alla tíð við þröng-
an fjárhag að búa — hugsaði lítið
um peningamál, mat peninga lít-
ils. Brátt varð starf hans háð
brauðstritinu. Hann teiknaði fyrir
einn og annan eftir pöntun —.
e:ns og þegar Sigurður Breiðfjörð
oiti rímur síriar. Aðalstarf hans
um langt árabil var að teikna skop
myndir fyrir Spegilinn og fyrir
þær myndir hans sem þar birtust
er hann þekktastur, enda bera
þær myndir einkenni mikillar
kímnigáfu.
Seinni ái*m vann hann litið
vegna heilsubilunar og vínnautn-
ar
Bak við þessa örstuttu sögu er
önnur saga svo dul og margslungin,
að hún verður sennilega aldrei
skrifuð. Uppistaðan í henni er að-
al’ega sérstæð skapgerð, persónu-
leiki manns, sem var fæddur lista-
maður og gæddur óvenjulegum
gáfum. — Eg var í þriðja bekk
G.ignfræðaskólans á Akureyri þeg-
ar T. M. var þar í fyrsta bekk.
Hið fyrsta sem vakti athygli í fari
hans var hvað hann var fátalaður
og dulur. Skólanámið var honum
leikur því hann var skarpgreindur
F,n marghattaður áhugi hans —
aðallega á skáldskap og listum —
var sem ástríða — og skólanámið.
að okkur virtist, hjáverk.
Þegar T. M. byrjaði að teikna —
í íyrstu keunslustundinni í teikn
ingu — vaÞái þessi hlédrægi og
duli nemandi þegar óskipta at
hygli og aðóáun kennara og skóla
bræðra. — Teiknikennari spurði
T. M. hver hefði kennt honum að
teikna og mála. Enginn — var
svarið. Þegar teiknikennarinn
spurði hann nánar kom í ljós, að
T.M. hafði að heiman með sér
nukið af teikningum og málverk
um. Og þegar teiknikennarinn
hafði litið yfir þessi verk, er sagt
að honum hafi orðið að orði: „Ég
held að hazt fari á því, að þú
takir við teiknikennslunni dreng
ur minn.“
Ég kynnlist síðar ýmsu því
fólki sem bekkti T. M. sem barn
og ungling. — Hann byrjaði að
teikna 4 ára gamall — og gerði
þá einnig ails konar myndir úr
eini sem tiltækt var. Innan við
fermingu var sýnt að það var
srma hvað hann lagði hönd á:
Smíðar, útskurð, teikningu. Allt
lék honum í höndum, allt bar vott
urn sérstæðan hæfileika Iista-
mannsins.
Um fermingu skrifaði hann upp
riiðþjófssöguljóð í þýðingu Matt-
hífisar Jochumssonar og teiknaði
niyndir við hvert kvæði. Mun þessi
bók vera lil 1 eigu dóttur hans. —
Eftir að T. M. kom frá Kaup-
mannahöfn fvlgdist ég ekki mikið
með störfum hans. Hann kom þó
r.okkrum sinnum heim til mín og
áttum við þá tal saman um eitt
listmálari
i<g annað. —- Það var eins og áð-
ur — hann var dulur og vildi lítið
ræða um sjálfan sig eða sinn hag,
— nema þá helzt með óbeinum
orðum. — Ilann lét mig stundum
heyra vísur sínar og kviðlinga.
En alltaf, hvemig sem á stóð,
varð hann skyndilega eins og lok-
uð bók ef ég ætlaði að skrifa
eitthvað af þessum kviðlingum.
— „Þetta á að gleymast", sagði
hann.
Ég á máiverk eftir T. M. Það
er af manni, sem er að brjótast
áfram á skíðum í ófærð gegn
norðan kóigu áleiðis til fjalls.
r jallið er auðþekkt, — úr ná-
gvenni við æskustöðvar T. M. Á
fjallinu sjást miklar boigir gegn
um skýja- og hríðarkólguna. Einu
sinni — begar hann kom heim
tii mín — spurði ég hann hvað
hann kallaði þetta málverk. „Þetta
málverk heitir „skýjaborgir" svar-
aði Tryggv; Magnússon og hann
bætti við. ,Ég ætlaði mér einu
sinni þangað, en ég íór aldrei —
og fer aldrei þangað. En það hafa
sumir aðrir haft gaman af því,
að príla þarna upp“, bætti hann
við og brosti til mín.
Þegar ég lór að ræða þetta nán-
ar tók hanu vasapela upp úr vasa
srnum og hafði yfir þessar ljóð-
línur úr kvæðinu Skáldið Wenn-
erbóm eftir Gustaf Fröding:
„Pytlutetur öll er fegurð feig
faum okkur teyg,
Wennerbóm er fullur; fljúgi
hún bara.“
Svo ræddi hann það ekki meir
— og tók upp annað umræðuefni.
En hér brrtist lífsviðhorf T. M.
eins og það var seinni hluta æv-
irnar. — Hrð sama og kemur fram
í kvæði er hann orti í miðaldastíl
og kallar „Sálminn um vínið."
Ég hef fáa menn þekkt á lífs-
leiðinni, sern höfðu meiri hæfi-
leika til að ná að komast upp í
skýjaborgir æsku sinnar en T. M.
— En eftír að hann taldi sýnt að
hann mundi ekki komast þangað
— eða var það vegna þess að
hann væri of viðkvæmur til að
þola kólgur.j? — virtist sem hann
sæi tómleiksnn í flestu og mér
f'mnst stundum eins og hann beitti
sinni miklu sérstæðu, oft nöpru,
kimnigáfu sem sjálfsvörn — til að
gera flest fánýtt, skoplegt.
Ef til viil gerði hann þetta
vegna þess, að hann var svo við-
lcvæmur og góður drengur, — en
skapið mikið og þótti hans stór.
Það var á einskis manns færi að
troða honum um tær. Hann mis-
bauð sjálfum srér oft — en hann
leyfði aldrei meinum öðrum að
gcra það. Hann vildi bera sínar
byrðar einn — og gerði það. •—
Ég mimmst á það hér að fram-
an að T. M hefði einu sinni vitn-
eð í kvæðið .Skáldið Wennerbóm“
eftir Fröding. Kannske hefur hon-
um fundizt sem ævi sín og örlög
rcundi vera svipuð ævi Wenner-
bóms. En það kvæði endar þannig:
Djúpa ríka náð hann höndlað
hefur,
hann ei rðrun nein um
skuldir krefur
fyrir löst né brot hins
breyska manns.
Veg hann' fann til vorsins
draumalands
vær er blundur hans.
Þá .er skáldið sælast, er það
sefur.
13. sept. 1960.
Hermann Jónasson
Vilhjálmur tók
kvikmyndá
Olympíuleik-
unum
VilhjáJmur Emarsson mun
hafameklð kvikmynd á Olym
píuleikunum í Róm. Vilhjálm
ur á góUa kvikmyndatökuvél
og kann vel með hana að
fara. Samband ísl. samvinnu
félaga hljóp að nokkru undir
bagga með Vilhjálmi með
kostnað af myndatökunni og
mun kvikmyndin væntanlega
verða sýnd á fræðslufundum
kaupfélaganna að sumri. Vil-
hjálmur mun einnig að sjálf
sögðu sýna myndina í Reykja
vík.
vestursins, þegar Indverjar
skráðu Vedabækur? Hver
leiddi vestrið fyrstu skref
sín á braut menningarinn-
ar? Hefur ekki vestrið þegið
öll trúarbrögð sín frá austr-
inu? Hve mörg austræn
menningarverðmæti hafa
ekki auðgað vestrið í heim-
speki, bókmenntum og vís-
indum? Ólíkustu menn eins
og t. d. Goethe og Emmer-
son annars vegar og H. C.
Andersen og Boccaccio hins
vegar hafa ausið jöfnum
höndum úr þessum sjóði. —
Kviður Hómers eru af mörg
um fræðimönnum taldar ort
ar eftir hinni indversku
kviðu Bharata en upp úr
henni er einnig Mahabarata,
lengsta kvæði allra tíma,
samið. Bhagavad Gita, sem
er brot úr þessu ljóði hefur
verið þýdd á íslenzku. Marg
ar gamlar indverskar sögur
er að finna í vestrænum bún
ingi i ævintýrum Grimms
og Andersens, í Gesta Rom-
anorum og Dekameron, í
Canterbury Tales, Chaucers
og jafnvel í leikritum Shake
speares. — Þá er sambandiö
milli íslenzkra fornbók-
mennta og indverskrar menn
ingar löngu sannað af ýms-
um fræðimönnum, islenzk-
um og erlendum.
Indverjar eru einnig tald
ir fyrstu brautryðendur í
málfræði og hljóðfræði. Enn
í dag er málfræði PcWinis
talin sú merkasta, sem skrif
uð hefur verið. Indland er
vagga stærðfræðarinnar.
Indverjar fundu upp núllið
og tugakerfið og kenndu Ar-
öbum algebru, sem siðan
barst þaðan til Vesturlanda
á undan öðrum þjóðum.
og þeir kortlögðu himininn
Af þessu má sjá að austur
og vestur hafa aldrei skilið.
Áhrif austursins á Vestur-
lönd, einkum í trú og heim-
speki hafa verið ómetanleg.
En áhrif Vesturlanda á
Aausturlönd hafa verið engu
minni á síðari öldum, þótt
með öðrum hætti sé. Hin
mikla framsókn vestrænna
þjóða hefur einkum b§Inzt
að raunvisindum, tækni og
þjóðfélagsumbótum. Allt
þetta heldur nú innreið sina
í Austurlöndunum.
Á þessum tmamótum í
viðskiptum vesturs og aust-
urs hafa margir góðir menn
og vinir indverskrar menn-
ingar látið í ljós þann ótta,
að hin gamla menning og
heimspeki drukkni í um-
róti þessara síðustu tíma
tækni og auðhyggju. Þeir
segja, að skólaæska Ind-
lands lesi ekki lengur hinar
fornu bækur, en snúi augliti
sínu í vestur. Max Múller
segir t.d. „Óttazt er, að þeir
fáu menn, sem nema heim-
spekileg fræði, hverfi full-
komlega næstu eina eða tvær
kynslóðir, þar sem ungt fólk
nú á dögum (í Indlandi)
hefur engan áhuga á þessum
fræðum, jafnvel þótt það
sé alið upp með Brahmön-
um, og er heldur ekki hvatt
til þess“. -v- Þessi ótti hins
mikla fræðimanns, er þó
sennilega ástæðulaus. Æska
Indlands í dag skilur rétti-
lega, að annars eru nú meiri
þörf en heimspeki einnar
saman. — Bretar yfirgáfu i
Indlandi meira en 300 millj
ónir manna, sem aldrei var
kennt að lesa eða draga til
stafs. — Á hverju misseri
hafa menn fallið hrönnum
saman og falla jafnvel enn
úr hungri og hvers kyns
sjúkdómum, vegna þess að
varla meir en einn hundr-
aðshluti af auðlindum lands
ins er nýttur með nútíma
tækni. Öll alþýða var og er
of fátæk til að geta tileink
að ser hinn mikla arf. Hann
hefur verið eign fárra
manna. Æskan í dag hefur
vaknað til skilnings um, að
áður en menn geta eignazt
hin dýrmætu andlegu verð-
mæti Indlands, verður a.m.
k. að kenna þeim að lesa og
skrifa. Það verður að gera
þúsundunum, sem enn láta
fyrirberast á gangstéttum
stórborganna og í stráhýsum
þorpanna, kleift að búa í
húsum. Böm hins nýja Ind-
lands verða að fá nægan
mat til að ná eðlilegum
þroska. — Fyrst þegar menn
hafa fengið a. m. k. lág-
marks menntun og efnahags
legt frelsi, er tímabært að
ætlast til að menn hafi
tíma og ástæður til að sinna
heimspeki, bókmenntum og
listum. — Þessi kynslóð og
hin næsta þurfa á öllum
kröftum sínum að haida í
hinni þjóðfélagslegu og efna
hagslegu uppbyggingú lands
ins. Hin þriðja kynslóð mun
snúa aftur til hins forna
menningararfs, — ekki sem
fámennur hópur, heldur
þjóðin i heild.
Á okkar tímum geta aust
ur og vestur skipzt á stór-
um og dýrmætum gjöfum.
Þau vísindi og þær þjóðfé-
lagslegu umbætur sem Vest
urlönd hafa sfcapað í blóðug
um fæðingarhríðum nýrra
tíma, má engan veginn van
meta. Án þess að austrið
þiggi þessa gjöf og tileinki
sér þjóðfél.legar umbætur og
vísindi vestursins á austrið
sér enga mannsæmandi
framtíð. Og ef Vesturlönd
hafna gjöfum austursins —
framlagi þess í trú og heim
speki ,verður menning þeirra
hol og innantóm, og mað-
urinn hjól í fullkomnu seg-
ulverki án anda og sálar.
Hin nýja menning fram-
tíðarinnar rís í þessari bar
áttu andstæðra afla. Þessum
viðskiptum lýkur hvorki
með „sigri" austurs eða
vesturs. Afleiðing þeirra
verður ný menning, sem
stendur bæði hinni gömlu
austrænu og vestrænu menn
ingu framar.
Um aldir hafa Vestur-
lönd beitt öllum kröftum
sinum að því hlutverki
sínu að fihna hinni nýju
menningu hæft þjóðfélags-
form, — hæfan líkama.
Enn fleiri aldir hefur austr
ið einbeitt sér að þeirri köll
un sinni að fá manninn til
að uppgötva sál sína.
Við, sem nú lifum, sjáum
umbrot og breytingar alls
staðar í kring um okkur,
vegna þess að við lifum í
aftureldingu þess tíma, þeg
ar þetta tvennt skal mætast
og skapa nýjan heim og
nýja menningu.