Tíminn - 14.09.1960, Blaðsíða 16
206. blaS.
Miðvikudaginn 14. september 1960.
Fundur um kjaramál
stúdenta erlendis
StoínuS heildarsamtök islenzkra stúdenta
erlendis?
Nokkur hluti fundarmanna á stúdentafundinum í síðustu viku.
Íslenzkií stúdentar, sem
nám stunda við erlenda há-
skóla og staddir eru á landinu,
eru boðaðir til fundar í kvöld.
Fundurinn stendur í Fjósi
Menntaskólans í Reykjavík og
hefst klukkan 9. Þar verður
rætt um Kjaramál stúdenta í
framhaldi af stúdentafundin-
um í síðustu viku
Eins og skýi't er frá á öðrum
stað í blaðinu, kaus sá fundur
nefnd til viðræðna við mennta-
málaráðherra. Munu nefndarmenn
skýra frá niðurstöðum þeirra á
fundinum í kvöld. Eru stúdentar
hvattir til að fjölsækja þennan
fund, ekki sízt nýstúdentar, sem
'hyggjast hefja nám erlendis, enda
gefst þeim ekki betra tækifæri til
að kynna sér hvað að þeim snýr
í fjárhagsmáium.
Rætt um heildarsamtök
Á stúdentafundinum í síðustu
viku var m. a. rætt um að nauðsyn
legt væri að koma á fót einhvers
konar heildarsamtökum íslenzkra
stúdenta er'lendis og þá helzt í
samstarfi við Stúdentaráð Háskóla
íslands. Komu fram ýmsar tillögur
um skipulag slíkra samtaka, en við
erfiðleika er að etj-a þar sem náms-
menn eru dreifðir í mörgum lönd-
um meiri hluta ár'sins. Hins vegar
Samþykkt stúdentafundar í síÖustu viku:
Nauðsyn að stórauka lán
til námsmanna erlendis
er hér um nukið nauðsynjamál að
ræða, og verður það væntanlega
tekið upp á fundinurn, í kvöld.
—ó
til að háskólanám erlendis sé kleift fram-
vegis. - Rætt um kjaramál við ráðherra
Silfurbrama veiðist
við Vestmannaeyjar
Hefur ekki áður veiðzt hér við land
í vor veiddist undarlegur
fiskur við Vestmannaeyjar og
báru sjómenn ekk> kennsl á
hann. ÞaS vafðist jafnvel fyrir
náttúrufræðingum hvaða fisk-
ur var þar á ferð. Reyndist
hann þó vera af svonefndrí
guðlaxaætf og hefur aldrei
áður fundizt hér við land.
Mynd af þessum furðufiski er
á bls. 1.
í aprílmánuði síðastliðnum
for vélbáturinn Vonin II. í
róður og fengu skipverjar þá
furðufisk þennan í net- sunn-
an við Vestmannaeyjar.
Pluttu þeir fiskinn með sér
í land. Skipstjóri á Voninni
er Þorgeir Jóelsson.
Við mnnsóJcn kom í Ijós,
að hér var um að rœða fisk
af guðlaxaœttinni eða
bramafiskaœtt. Fiskur þessi
hefur aldrei áður fundist
hér við land og er því til-
koma hans merkur viðburð
ur i sögu islenzkrar nátt-
úrufrœði. Ingimar Óskars-
son náttúrufrœðingur gaf
fiskinum íslenzkt nafn og
kallaði silfurbrama.
Lítt þekktur
Silfurbraminn er djúpfisk-
ur og er í sunnanveröu At-
lantshafi. Mjög lítið er kunn
ugt um lífshætti hans og
hefur íslenzkum náttúrufræð
ingum gengið illa að hafa
uppi á honum í bókum sín-
um. Má af því marka að hér
er um óvenju sjaldgæfan
fisk að ræða. Tvær skyldar
tegundir munu þó þekkjast
hér við land. Ijatneska nafnið
á silfurbramanum er Ptery-
combus brama.
Eins og áður er getið hef-
ur enqinn slíkur fiskur
veiðst við ísland fyr en
þessi og í heild hafa aðeins
13 slíkir veiðst i Norðurat-
lantshafi.
Piskurinn sem hér um ræð-
ir er nú í eigp náttúrugripa-
safns Gagnfræöaskóla Vest-
mannaeyja. Tíminn hitti Þor
stein Víglundsson skólastjóra
að máli fyrir stuttu en hann
var þá að sækja fiskinn, sem
hafði verið settur upp hér.
Hefur Jón Guðmundsson
kennari leyst það verk af
hendi af mikilli kostgæfni.
Þunnur og hávaxinn
Fiskurinn er 47 sentimetr-
ar að lengd, þunnvaxinn
mjög og hávaxinn, munnur-
inn lítill en augun stór. Hann
er silfurlitur og ljósari að af-
an. Hann hefur einn bakugga
og kviðugga, tvo eyrugga,
langan gotraufarugga og sýld
an sporðugga.
Þessi sjaldgæfi h»rðufiskur
er mikill fengur fyrlr náttúru
gripasafn GagnfræCaskólans
en þar eru margir g#ðir gripir
fyrir.
Þa8 væri ekki ónýtt að eiga svona hafkónga í safninu sínu. Sá stærri er
20,6 cm að lengd og sá stærsti sem fundizt hefur hér við land. (Ljósm.:
Tíminn, K.M.).
Efnahagsaðgerðir ríkis-
sijórnarinnar á síðast liðnum
vetri hafa bitnað hart á ýms-
um það sem af er og eiga víst
eftir að segja frekar til sín
áður en lýkur. Þó munu þær
ekki hafa komið harðar niður
á nokkrum einstökum hóp eða
stétt en námsmönnum sem
stunda nám sitt erlendis, og
mun sízt ofmælt að kjör
þeirra hafi versnað um helm-
ing í „viðreisninni".
Félög íslenzkra stúdenta
erlendis hófu þegar mótmæli
og birtu þau flest eða öll yfir
lýsingar í fyrravor, þar sem
þess mr krafizt að náms-
Um 50 manns undirrituðu
mönnum yröi gert kleift að
halda áfram námi sínu er-
lendis án þess aö kjör þeirra
rýrnuðu til mikilla muna. Að
vísu voru styrkir og lán
Menntamálaráðs hækkuð í
hlutfalli við gengisbreyting-
una og ríflega það, en að
dómi flestra námsmanna var
þó enn meiri aðgerða þörf til
að vega upp á móti hinni stór
felldu kjararýrnun.
Fundur sfúdenta
Nokkur töf varð á aö náms
menn ítrekuðu kröfur sínar
hér heima í sumar, þótt
margt væri um það rætt
manna meöal. Kom þar
(Frafnhald á 2. síðu).
mótmælaskjal til ráðherra.
Skúrir
Suðvestan kaldi eða stinn-
ingskaldi, skúrir, hiti 7 til
9 stig. Svo kemur fellibyl-
urinn Donna hingað á
morgun, svo nú fer að
kárna gamanið.
(Frarnhald t 2. síðu).