Tíminn - 14.09.1960, Blaðsíða 5
T í MIN N, miðvikudirgiim 14. septeniber 1960.
5
99
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKORINN.
FramJrvæmdastiórl: Tómas Arnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.t. Andrés
Kristjánsson Fréttastjórl: Tómas Karlsson.
AuglýsmgastJ. Egil) Bjarnason Skrifstofur
í Edduhúsmu — Símar- 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími:
12323 — Prentsmiðjan Edda b.f.
Misheppnuð „viðreisn
Hér í blaSinu hefur áður verið sýnt fram á, hvernig
„viðreisnin“ hefur gert hlut sjávarútvegsirís og landbún-
aðarins stórum verri en hann var áður, svo að þar virðist
mikill samdráttur og jafnve: stöðvun framunaan, ef ekk-
ert verður aðgert. „Viðreisnin“ hefur því meira en mis-
heppnazt, hvað það snertir að bæta hag framleiðslunnar,
enda henni ætlað allt annað hlutverk, þótt látið væri í
veðri vaka, að hún ætti að vera í þágu framæiðslunnar.
Þá hefur einnig verið sýnt fram á, hve grálega „viðreisn-
in“ hefur leikið launastéttirnar, þar sem fulltrúar allra
flokka urðu sammála um það á ráðstefnu Alþvðusam-
bandsins í vor að krefjast kauphækkunar innan tíðar.
En það er vissulega á fleiri sviðum, sem „viðreisnin“
hefur misheppnazt.
Seinustu Hagtíðindi leiða það t d. í ljós, að fyrstu
sjö mánuði þessa árs hefur sparifjáraukningin orðið mun
minni í bönkunum en á tilsvarandi tíma í fyrra, þrátt fyrir
okurvextina. í fyrra nam aukning spariinnlána og innlána
á hlaupareikningi 277 millj. kr., en á sama tíma í ár hefur
hún orðið 236 millj. kr. eða 40 millj króna minni Ef
sparisjóðirnir reu tekmr með verður þessi útkoma enn
óhagstæðari. Fyrstu sjö mánuði ársins í fyrra ukust inn-
lög í sparisjóðunum um 28 millj. kr. en í ár um aðeins 7
millj. kr. Sparifjáraukmngin er þanmg 60 millj. kr. minni
fyrstu 7 mánuði þessa árs, en hún varð á sama tíma í
fyrra.
Ef litiö er á afkomu bankanna út á við, kemur einnig
í ljós, að hún er mun verri en í fyrra í júlílok í fyrra var
aðstaða þeirra út á við hagstæð um nær 50 millj kr.,
miðað við núv. gengi, en í júlílok nú var hún óhagstæð
um 51 millj. kr.
Þannig er sama hvert litið er. „Viðreisnin" hefur
hvergi haft áhrif til bóta, heldur nær hvarvetna í gagn-
stæða átt. Aðeins ein stétt hefur hagnast á henni há-
launamennirnir, er hafa fengið margfalda skattalækkun
á við aðra landsmenn. Gróðamennirnir bíða svo eftir því
að hremma eignir þeirra, er verða að gefast upp vegna
„viðreisnarinnar“. Þegar hálaunamenn og stórgróðamenn
eru undanskildir, hafa allir tapað.
Tilgangur „viðreisnarinnar“ var líka sá fyrst og
fremst. Það hefur nú fullkomlega sannast, sem Fram-
sóknarmenn sögðu í umræðunum um efnahagsmálin á
síðastl. vetri.
Allt eins
Eins og kunnugt er, fékk ríkisstjórnin heimild til
þess í efnahagslöggjöfinni sem samþykkt var á seinasta
þingi, að taka nær 800 millj. kr. vöi'ukaupalán hjá Al-
þjóðlega gjaldeyrisvarasjóðnum og Evrópusjóðnum.
Samkvæmt seinustu Hagtíðindum var ríkisstjórnin bú-
in að nota rúman helming þessarar upphæðar í júlílok.
Hún var þá búin að taka vörukaupalán hjá þessum sjóð-
um að upphæð 450 millj. kr.
Vissulega er þetta meira en ískyggilegt. En allt er á
sömu bókina lært, hvað snertir ,,viðreisnina“ Einn aðal-
tilgangur hennar átti að vera sá að forðast erlenda skulda-
söfnun. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú, að aldrei
hefur átt sér stað meiri skuldasöfnun og það hrein eyðslu-
skuldasöfnun.
Ef slíku heldur áfram sem nú hefur átt sér stað um
skeið, verður þjóðin sokkin í botnlaust eyðsluskuldafen
eftir stuttan tíma. Það er ekki sízt þess vegna, sem það
er nauðsynlegt að horfið verði af braut „viðreisnarinnar“
tafarlaust.
t
'/
?
/
?
>
>
'/
'/
'/
/
/
'/
'/
/
'/
'/
'/
/
'/
/
'/
/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
‘/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
't
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
ERLENT YFIRLIT______
Kosningarnar í Svíþjóð
Stjórnarskipti, ef iafna'ðarmenn tapa tveimur þingsætum
A SUNNUDAOINN kcmur
munu fara fram kosningar til
neðri deildar sænska þingsins.
Þar verður skorið úr því, hvort
jafnaðarmenn eiga að fara með
stjórn áfram eða hvort mið-
flokkarnir, — Þjóðflokkurinn
og Miðflokkurinn, eiga að taka
við forustunni.
Staðan er nú þannig í neðri
deild þingsins, að jafnaðar-
menn hafa þar 111 sæti, íihalds-
flokkurinn 45, Þjóðflokkurinn
38, Miðflokkurinn 32 og komm
únistar 5. Samkv. venju, legg-
ur stærsti flokkurinn til þing-
forsetann, sem ekki má t aka
þátt í atkvæðagreiðslum, og
hafa því jafnaðarmenn ekki í
reynd nema 110 sæti þar, móti
115 atkv. borgaralegu flokk-
anna og 5 atkv. kommúnista.
Það hefur hjálpað jafnaðar-
mönnunuim, að þeir hafa verið
tiltölulega sterkari í efri deild-
inni. Þar hafa þeir 78 sæti,
borgaralegu flokkar'nir 71 og
og kommúnistar 2. f flestum
me'riháttar málum greiða þing-
deildirnar atkv. sameiginlega.
Jafnaðarmenn hafa þá 188 atkv.
móti 185 atkv. borgaralegu
flokkanna. Hin sjö atkv. komm-
únista geta þá ráðið úrslitum.
Kommúnistar hafa undanfarið
valið sér hjásetu í helztu átaka-
málunum miMi jafnaðarmanna
og borgaralegu flokkanna, og
þannig bjargað stjórninni, án
þess að nokkrir samningar
væru um það milli þeirra og
hennar.
Þó jafnaðarmenn tapi ekki
nerna 2 þingsætum nú, nægir
þeim ekki lenigur hjáseta komm
únista, ef þessi tvö þingsæti
færast til bor'garalegu flokk-
anna. Allar likur eru þá til
þess, að stjóm jafnaðarmanna
muni biðjast lausnar og stjórn
borgaralegu flökkanna taka við.
Það gerir kosningai'nar enn
meira spennandi en ella, ef svo
mætti kveða að orði, að í seim-
ustu þingkosningum eða fyrir
tæpum 2 árum unnu jafnaðar-
rnenn 5 þingsæti með örlitlum
atkvæðamun, en til neðri deild-
arinnar er kosið hlutfallskosn-
ingum í stórum kjördæmum.
Jafnaðarmenn hefðu þá ekki
þurft að missa nema 1900 atkv.,
til þess að tapa þessum 5 þing-
sætum. Þeir höfðu þá heppnina
með sér, en verður hún með
þeim nú?
í ÁRÓÐRINUM NÚ leggja
jafnaðarmenn mikla áherzlu á
þau atriði, að efn ah agsafkoman
sé góð í landinu, atvinna sé
meiri en nóg, kaup hafi farið
hækkandi og almannatrygging-
ar verið auknar. Menn eigi að
veija á milli þess að búa við
þetta ástand áfram undir for-
ustu jafnaðaimanna eða fá yfir
sig ósamstæða íhaldsstjórn.
Þegar litið er á þetta, virð-
ist kosningaaðstaða jafnaðar-
rnanna nokkuð góð. Helzt skygg
ir það þó á hjá þeim, að búizt
er við, að kommúnistar rétti
eitthvað við aftur, en ef það
yrði, er líklegt, að það verði
helzt á kostnað jafnaðarmanna.
Af hálfu íhaldsflokksins hef-
ur verið lögð mikil áherzla á
að bjóða upp á ómengaða í-
halds- og samkeppnisstefnu,
ekki ósvipaðri þeirri, sem nú er
TAGE ERLANDER
GUNNAR HEDLUND
BERTIL OHLIN
fyigt hér á landi. Flokkurinn
'hefur heldur unnið á þessari
afstöðu sinni í tveimur seinustu
þingkosningum, en hins vegar
er það talið vafasamt nú, og er
því jafnvel spáð, að hann muni
heldur tapa að þessu si-nni.
AF HÁLFU hinna borgara-
legu flokkanna tveggja, Þjóð-
flokksins eða frjálslyhda flokks
ins og Miðflokksins, sem áður
hér' Bændaflokkur og hefur að-
alfylgi sitt í sveitunum, hefur
verið tekin ákveðin afstaða
gegn afturhaldssteínu íhalds-
flokksins og lýst yfir því, að
þessir flokkar muni ekki tafca
upp samviniiu við hann um
framkvæmd einhverrar íhalds-
stefnu, ef jafnaðarmenn misstu
meirihlutann. Þeir myndu beita
sér fyrir frjálslyndri stjórnar-
stefnu. Milli þessara tveggja
flokka hefur verið óbein sam-
vinna í kosningabaráttunni og
þeir hagað kosnipgaáróðri sín-
um nokkuð á einn og sama veg.
Af hálf(u Miðfloksins hefur þó
verið lögð sérstök áherzla á, að
hann teídi þjóðstjórn æskileg-
asta, ef jafnaðarmenn misstu
meir'ihlutann.
Það styrkir þessa flokka
verulega, að þeir eru undir
leiðsögu viðurkenndra foringja.
Bertil Ohlin stjórnar Þjóð-
flokknum og efldist hann mjög
undir forustu hans fyrst eftir
styrjöldina, en hefur misst aft-
ur fylgi til íhaldsflokbsins í
seinustu kosningum. Miðflokk-
urinn er undir forustu Hed-
lunds, sem var landbúnaðarráð-
herra í samstjóm jafnaðar-
manna og bændaflokksins.
Flokkurinn tapaði þá fylgi, svo
að Hedlund lét hann hætta
stjórnarsamstarfinu og breytti
jafnframt um nafn á honum.
Síðan hefur flokkurinn rétt
hlut sinn aftur.
Foringi Íhaldsflokksins er
Hjaimarson. Undir forustu
hans hefur flokkurinn tekið
upp enn meiri hægri stefnu en
áður. Þetta virtist vænlegt tii
fylgis í fyrstu, en vafasamt, að
það reynist svo til langframa.
Foringi jafnaðarmanna er
Erlander, sem hefur nú verið
forsætisráðherra í samfleytt 14
I KOSNINGABARÁTTUNNI
hefur nær eingöngu verið deilt
um innanlandsmálin. Stjórnar-
andstæðingar hafa ekki sízt lagt
áherzlu á það, að óheppilegt
væri að láta sama flokkinn
fara lengi með völd. Utanríkis-
málin hefur lítið borið á góma.
Flokkarnir eru yfirleift sam-
mála um hina óháðu utanrlkis-
stefnu, sem Svíþjóð fylgir. Þó
vilja kommúnistar að sjálf-
sögðu meira í austurátt, en
íhaldsflokkurinn lengra til vest
urs. Hvorugur flokkurinn berst
þó opinberlega fyrir því, að
horfið verði frá hinni óháðu
utanríkisstefnu.
Fá atvik hafa komið fyrir í
kosningabaráttunni ,sem vakið
hafa sérstaka athygli. Nokkurn
úlfaþyt vakti það þó meðal
kaupsýslumanna, er einn af ráð-
herrum jafnaðarmanna játaði
að það væri rétt, að söluskatt-
ur innheimtist misjafnlega vel
hjá kaupsýslumönnum. AIl-
mar'gir emákaupmenn og smá-
iðnrekendur hafa 'hallazt að
ja'fnaðanmönnum undanfarið,
og er sagt að þeir hafi reiðst
þessum ummælum og eigi jafn-
aðarmenn því á hættu að missa
eitthvað af atkvæðum þeirra.
KOSNINGABARÁTTAN hefur
verið rekin með miklum áróðri
undanfarnar vikur, en þó er
áhugi almennings ekki talinm
mjög mikill fyrir henni. Samt
er búizt við mikilli þátttöku
í kosningunum á sunnudaginn
og menn bíða í vaxandi forvitni
eftir vitneskjunni um, hvort
kosningarnar kunna að leiða til
stjórnarskipta. Þ.Þ.