Tíminn - 14.09.1960, Blaðsíða 6
T í MIN N, miðvikndsgiim Í4. ge?tem»w g5gC. 7
Hi“nn 22. ágúst s.l. andaSist
ag heimili sínu á Selfossi. |
Jóhann Frímann Jónsson. 1
fyrrv. rafstöðvarstjóri á Reyö j
arfirði, eftir langvarandi sjúk
dóm og var jarðsettur j Foss j
vogskirkjugarði fimmtudag 1.
september, að viðstöddu fjöl
menni.
Frímann, eins og hann var
ætíg nefndur, fæddist aö i
Skriðuklaustri í Fljótsdal 2
júnf 1898, sonur hjónanna
Önnu Jóhannsdóttur og Jóns
Jónassonar frá Bessastöðum
í Fljótsdal.
Ári síðar fluttust foreldrar
hans að Bessastöðum og reistu
þar bú, þar ólst Frímanri upp,
sem elzta barn f óvenju stór
um systkinahóp, því börnin
Jóhann
MÍHHiHG:
Frímann
/
Jónsson
fyrrv. rafstöðvarstjóri á Reyðarfirði
um og þá sérstaklega í raf-
magnsfræði.
Árið 1927 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni Sigríð’
Þorsteinsdóttur frá Þuríðar
stöðum í Fljótsdal og voru
bau bræðrabörn.
Vorið 1929 fluttust þau að
Skriðuklaustri í sambýli við
undirritaðann. Fengu þau til
ábúðar part af jörðinni og
bjuggu þar f fjögur ár og var s
sambúðin við þau hjón með
urðu 19 og komust 14 til full I beim ágætum að aldrei bar
orðins ára.
Þag kom snemma í ljós, að
Frímann var gæddur mjög
fjölhæfum gáfum. Námsmað
ur góður og smiður bæði á
tré og járn, en þó held ég að
tónlistin hafi átt dýpstar ræt
ur f sálarlífi hans, enda byrj
aði hann snemma að leika á
orgel og gerðist organleikari
í Valþjófsstaðakirkju. Stofn-
aði karlakór í sveitinni og
stjórnaði honum í nokkur ár.
Árið 1919 fór han f Eiða-
skugga á, enda var Frímann
með afbrigðum vinsæll mað
ur, svo engan vissi ég hans
óvildarmann.
Fyrsta sumarið sem Frí-
mann var á Klaustri réðist ég
i að virkja litla uppsprettu-
lind í túninu og tók Frímann
verkið að sér og leysti það
þannig af hendi að þau tíu ár
sem ég átti eftir að vera á
Skriðuklaustri þurfti aldrei
ag breyta eða lagfæra neitt.
1933 fékk Frímann veit-
__________ ( | ingu á rafstjórastöðunni á
skóla og dvaldi í tvo vetur og i bá algerleea siálf
stundaði nám sitt af aiúð ; Reyoarlirðl. þá algcriega sjáií
og kappi, enda mun hugur
hans hafa þrág framhalds-
nám, en allar aðstæður þann
ig að hann mun ekki hafa
talið sér það fært, heldur
hvarf heim í systkinahópinn
til aðstoðar foreldrum sín-
um, en las þag sem hann
komst yfir af fræðandi bók-
menntaður maður, þurfti að-
eins að taka tilskilig próf,
sem hann stóðst með prýði.
Lífið virtist nú brosa við
þessum unga og fjölhæfa
manni og fjölskyldu hans, en
því miður reyndist það skamm
vinnt. Laust fyrir 1940 kenndi
Frímann lasleika, sem þó í
fyrstu virtist ekki alvarlegur
Tilkynning til
bifreiðaeigenda
Athygli skal vakin á því, að e.ðalskoðun bifreiða
hér í umdæminu íyrir árið 1960 er nú lokið. Þeir
bifreiðaeigendur sem ekki haia fengið fullnaðar-
skoðun á bifreiðar sínar, geri það nú þegar ella
eiga þeir á hættu, að bifreiðainar verði teknar úr
umferð hvar sem til þeirra næst. Enn fremur skal
sérstaklega brýnt fyrir bifreiðaeigendum að hafa
ljósabúnað bifreiða sinna ávallt í fullkomnu lagi
svo og önnur öryggistæki.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
12. september 1960.
•■V.V,-V.V.V>X.,V.V
Þökkum hjartanlega alla hluttekningu vlð andlát og jarðarför
móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu,
Steinunnar Jónsdóttur
Guðjón Bjarnason, Kristin Bjarnadóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Ósk Tómasdóttir,
og börn.
Maðurinn minn
Rafn A. Sigurðsson,
skipstjórl,
andaðist í Noregi 12. þ. m.
en ágerðist smátt og smátt
og 1945 var svo komið að
hann varð ag segja lausri
stöðu sinni og litlu síðar al-
gerlega óvinnufær.
Frá þeim tíma eða síðastl.
15 ár má segja, að saga heim-
ilisins hafi verið óslitin harm
saga, en líka og ekki síður
hetj usaga.
Það sýndi sig fljótt að Sig-
ríður Þorsteinsdóttir, kona
Frímanns, var engin meðal
manneskja. Ótrauð hélt hún
heimilinu áfram og annað-
ist mann sinn og fjögur börn
með slíkum dugnaði og alúð
að sjaldgæft mun vera, því að
hverja stund sem hún gat yf
irgefið sjúkrabeð manns síns,
vann hún til framfærslu heim
ilisins með fágætri elju og
dugnaði.
Hitt var þó ennþá meiri
eldraun fyrir hana, ag horfa
upp á eiginmann sinn berjast
vonlausri baráttu við ólækn-
andi sjúkdóm i rúm 20 ár, án
bess nokkum tíma að mæla
æðruorð, heldur vera honum
sá andlegi styrkur, sem hann
þarfnaðist svo mjög og var
alltaf reiðubúin að uppfylla
allar hans óskir.
Árig 1954 fluttust þau að
Selfossi til dóttur sinnar og
tengdasonar, þar sem þau
dvöldu, þar til nú, að hans
langa stríði er lokið. Frímann
hélt sínum andlegu kröftum
óskertum til æviloka og gat
notið þess að hlusta á út-
varp, bæði talað org og tón
leika. Hann fékk að njóta
þess að sjá fjögur efnileg
börn sín 3 dætur og 1 son
vaxa upp og verða að nýtum
þjóðfélagsþegnum. Sjá þau
giftast og stofna sín eigin
heimili og öll reiðubúin tii að
rétta foreldrum sinum hjáip
arhönd, eftir því sem mann-
legur máttur megnaði, og ef-
laust hafa barnabörnin 11 að
tölu, veitt honum margar
gleðistundir.
1956 fór Guðmundur Magn
ússon kennari, tengdasonur
Frímanns með honum til Sví
þjóðar, þar sem gerð var á,
honum stór aðgerð, sem því
miður virtist ekki hafa nein
varanleg áhrif.
Börn þeirra hj.óna eru:
Þórdís, gift Magnúsi Aðal-
bj amarsyni innheimtumanni
Selfossi. Anna, gift Guðmundi
Magnússyni kennara í Reykja
vík. Jón rafvirki á Akranesi,
kvæntur Fanneyju Magnús-
dóttur. Maria gift Páll, Finns
syni, stýrimanni, Reykjavík.
Einnig fósturdóttir, Unnur
Guðríður Jónasdóttir, bróður
dóttir Sigríðar. .
Frímann er nú horfinn inn
á æðra stig tilverunnar, en
minningin um fjölhæfan at-
hafnamann, ástríkan eigin-
mann og föður, sem sviptur
var líkamsþreki sinu á bezta
aldri, mun lifa i huga ástvina
og vina um ókomin ár.
„Far þú í friði. Friður guðs
þig blessi. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Sigmar G. Þormccr.
MINNING:
Ólafur H. Jónsson
Eystri-Sólheimum í Mýrdal
Fyrlr mína hönd, barna okkar og tongdasonar,
Ingveldur Einarsdóttlr. *
í dag, þegar hinn aldni heiðurs-
maður Óiaíur H. Jónsson, Eystri-
Sóiheimum í Mýrdal, er til grafar
borinn í h:num forna kirkjugarði
að Ytri-Sólheimum, þá er til mold-
ar genginn tinn heiðarlegasti og
bezti drengur er um langan aldur
hefur lifað og starfað í Mýrdal.
Það er óhætt að segja um hann,
r.ð hugljúfarr mann getur varla,
ailt hans fas og lífsstefna mótaðist
af hógværð, festu og mannvináttu
í óvenju ríkum mæli. Þegar slíkir
menn ganga 1 fararbroddi á fram-
fara og framkvæmda tímum, þarf
ekki að óftast um mistök eða mann
úðarleysi í samskiptum við menn
og málefni, enda er það víst að hið
langa og gift.udrjúga ævistarf Ólafs
á Sólheimum í einkalífi og í al-
manna sannökum mótaðist í sam-
ræmi við hrna viðkvæmu, glöðu,
er. þó ákvcðnu og fasrtmótuðu skap-
gerð hans. •—
Það var þvr mikið lán, þegar tók
aö rofa lil um og fyrir síðustu
aídamót i rslenzku þjóðlífi, fyrir
l.tla sveit að fá til fonrstu og fyr-
n-myndar, mann gæddan slíkum
kostum senr Ólafur var búinn, enda
voru áhrif hans sterk og fundu
hljómgrunrr r hugum margra. —
Flestir þerr, er bezt og lengst
fóku þátt í starfi Mýrdælinga á
beztu árum Ólafs, eru ‘nú ásamt
honum gengnir til feðra sinna, en
í minningu þeirra, er nú standa
í miðri önn dagsins, stendur nú
eítirmynd lrins glæsta og virðulgea
öldungs, sem átti óþrjótandi auð
lriartahlýju og manngæzku er
hann miðlaði ríkulega til með-
bræðra sinna, aldraðra og ungra.
Ólafur flelgi Jónsson var fædd-
ur að Eysr.ri-Skógum undir Eyja-
fjöllum 25. nóv. 1867. Foreldrar
hans voru þau hjónin Jón Hjör-
leifsson, iireppstjóri og Guðrún
Magnúsdóttir. Eru ættir þeirra
gagnmerkar og mörgum kunnar
cg verða ekki raktar hér. en þess
skal þó getið að Ólafur var fjórði
aitfliður frá Jóni Steingrímssyni
prófasts á Síðu, þannig að Jón
Rjörleifsson, fæddur 7/4 1830 var
sonur Valgerðar, fædd 1802, konu
Hjörleifs fónssonar Eystri-Skóg-
lim, dóttir, Helga, fædd 1762 kona
Ólafs Páissonar Eyvindarhólum,
dóttir Jóns' Steingrímssonar, próf.
f. 10. sept. 1728. —
Ólafur ólst upp í föðurgarði
ásamf 6 systkinum, sem öll voru
lun merkusíu og gerðu víða garð-
inn frægan. — 24 ára gamall fór
Ólafur í Hólaskála og dvaldist þar
við nám og vinnu i 2 ár. — Hinn
8 júlí 1893 giftist hann Sigríði
Þorsteinsdóttur, frá Hvoli í Mýr-
dal. Hófu þau brátt búskap að
Eystri-Sólheimum og bjuggu þar
fi' ársins 1953, er þau létu búið af
hendi við Sigríði Valgerði, einka-
dóttur þe.rra hjóna, og mann
hcnnar Þoistein Jónsson. Þau
h.iónin Óiafur og Sigríður gerðu
brátt garðinn frægan að Eystri-
Sólheimum, með atorku sinni og
skörungsskap. Stóð Sigríður fast
við hlið manns síns í uppbyggingu
bús og heimilis. Þau hjónin voru
með afbrygðum hjúasæl, og vildi
helzt enginn frá þeim fara sem á
annað boið varð þar visfráðinn,
er,da varð heimilið brátt griðasfað-
ur aldraðra og veikburða. — Af
því eldra fólki er þar átti langa
dvöl, kvaddi sá síðasti í vor. Auk
margra hjúa voru oft á heimilinu
mörg börn og unglingar um lengri
cða skemmri tíma og mun það ekki
talið hér. En allir sem þar dvöldu,
elskuðu og virtu húsbændurna á
Eystri-Sólheimum og eiga bjartar
og hlýjar minningar frá veru sinni
þar. — Sama má segja um gesti
er að garði bar, hvort heldur þeir
voru úr næsta nágrenni eða langt
að komnír.
Konu vína missti Ólafur fyrir
i'.okkrum árum.
Svo sem að líkum lætur þá á-
vann Ólafur sér fljótt traust
sveitunga si-nna, enda fólu þeir
honum mörg og margvísleg trún-
aðarstörf fyiir sveit sína. Hann var
kosinn í hreppsnefnd 1907 og var
oddviti hreppsnefndar Dyrhóla-
hrepps frá 1912 til 1950. Sýslu-
r.efndarmaSur var hann um skeið.
í, búnaðarfélagi sveitarinnar vann
Ö.afur vel og lengi.
(Framhald á 7. síðu).