Tíminn - 28.09.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.09.1960, Blaðsíða 1
MEIRIHLUTI KJÓSENDA Á AKRANESI MÓTMÆLIR 1020 kjósendur, e'Sa um 61% af bátttöku síSustu bæjarstjórnarkosninga, hafa undirrita'ð ályktun borgarafundarins um a'Ö uppsögín Daníels Ágúst- ínussonar verÖi afturkölIuÖ, en ella fari fram nýjar kosningar. Bæjarstjórn Akraness á nú þann eina kost sæmilegan að segja af sér í gær kom út á Akranesi blað, sem nefnist BORGARINN — blað borgarafundarins á Akranesi, gefið út af ritnefnd, sem í eru Guðjón Hallgrímsson, kennari, Hjálmar Þorsteinsson, kennari og Jóna B. Guðmundsdóttir, hjúkrunarkona. — Er þar skýrt frá því, að 1020 kjósendur á Akranesi, eða rúmur helmingur þeirra, sem á kjörskrá eru, hafi undirritað áskorun til bæjarstjórnar Akraness um að hún falli frá uppsögn Daníels Ágústínussonar, bæiarstjóra, en að öðrum kosti fari þegar fram nýjar bæjarstjórnarkosningar. Með iþessum undirskriítum hafa box'garar á Akranesi sýnt það meS svo ótvíræðum hætti, sem hægt er að þeir meta að verðleikum hið þróttmikla starf Daníels sem bæj- arstjóra, fordæma þau pólitísku bolabrögð, sem höfð hafa verið, og krefjast þess að kjósendurnir fái að i'áða bæjarmálum og tryggja bæ sínum sæmilega forsjá. Viðbrögð þau, sem borgarar á Akranesi hafa hér sýnt, eru í senn stórmannleg og alveg ein- stæð. Hér hafa borgararnir slegið skjaldborg um rétt sinn, velferð og sóma bæjar síns. Þeir láta rétt læt'iskenndina ráða og lúta í engu tilskipunum fáráðra og valda- sjúkra liðsodda eða flugumanna, sem taka sér óheimilt vald til fá- v.íslegrar og ósæmilegrar ráðs- mennsku. Þegar fulltrúar þeirra víkja af þeim grundvelli, sem lagður var og brjóta gegn skýrum fyrirmælum kjósenda og úrslit- um kosnniga, krefjast þeir réttar síns til þess að mæla fyrir um stjórn bæjarins aftur með nýjum kosningum. Sú krafa er fullkom- lega réttmæt og sjálfsögð frá sið- ferðilegu og lýðræðislegu sjónar miði. Ályktun borgara- fundarins Akurnesingar sýndu þegar gi'eini (Framhald á 2. síðu). Bæjarstjórn Þórshafnar í stríði við NATQ Þórshöfn, 27. sept. — Einkaskeyti til Tímans. Dagblaðið, málgagn Fólkaflokksins, segir frá því í dag, að NATO ætli að loka aðalveginum á Straumey, sem liggur frá Þórshöfn til Vestmanna. Hyggst NATO girða í hring með 6 kílómetra radíus umhverfis radar- stöðina. Innan skamms hefst NATO handa um flugvallargerð á Böllureyni, sem liggur 2 kílómetra utan við Þórshöfn. Bæjarstjórn Þórshafnar hefur nú ákveðið að mótmæla því, að veginum verði lokað, með því að banna allan akstur frá Þórshöfn til herstöðvarinnar í Mjörkadal. — Grindurnar, sem NATO ætlar að loka veginum með, liggja nú á hafnarbakkanum í Þórshöfn. — John. | . X * 1 * > í gærdag um kl. hálf fjögur var Ijósmyndari blaSsins KM á ferð um Lauga- j jijrlSt&OII 61 laxmn . . veglnn. Þar tók hann þessa mynd af bifreið, sem merkt var einkennisstafn- um „A" og ennfremur með einkennlsstaf leigubifreiða „L". Eins og glögglega má sjá á myndinni, hefur bif-' reiðarstjórinn tekið skakkan pól í hæðina. Það var fremur lítil umferð um Laugaveginn um þetta leyti og því komst hann svo langt upp á móti umferðinni, en elnstefnuaksfur er um Laugaveginn eins og allir Reykvík- ingar vifa. Þetta er svo sem ekki ný saga, að utanbæjarmenn verðl öfuguggar í umferðinni hér, en þegar lokið hefur verið við að koma nýju umferðarmerkjunum upp á öllum veigameiri gatnamótum, verður að ætlast til þess að svo vel utanbæjarmenn sem innanbæjar átti sig á svo veigamiklum atriðum í umferðinni í Reykjavík, svo sem einstefnuakstri á gömlum og grónum götum eins og Laugavegi og Hverfisgötu. (Ljósm.: TÍMINN KM). Gífurlegur halli varð á kolaútflutningnum Nú er loks að því komið að sjái fyrir endann á kolaút- flutningi Vestmannaeyinga á Danmerkurmarkað. Uppgjöri er að vísu ekki endanlega lok- ið, en hitt Isggur Ijóst fyrir að mikill halli hefur orðið á út- flutningnum og allar vonir um mikinn gróða af fyrirtæk- inu hafa brugðizt. Eftir því sem blaðið hefur komizt næst hefur útfluttur koli og bolfiskur selzt fyrir rúmlega 900 þúsund danskar krónur, eða milli 5 og 6 millj. íslenzkra króna. Hins vegar er talið að aðeins um ein millj ón króna hafi komið til slcipta með útgerðarmönnum og hing að til hefur ekki verig greitt fyrir kolann nema á aðra krónu fyrir hvert kíló. Hefur ýmsum sögum farið um það í Eyjum hvað valdi. Mikill flutningskostnaður Blaðíð átti i gær tal við Agúst Helgason, formann Fiskivers, sem staðiö hefur fyTir útflutningnum. Ágúst kvað endanlegu uppgjöri ekki lokið og því enn ekki ljóst hvað útgerðarmenn myndu fá í sinn hlut fyrir kolann. Hitt lægi Ijóst fyrir að útkoman væri mjög óhagstæð, og taldi Ágúst það helzt valda að flutnin-gskostnaður hefur orð ig mjög mikill, leiguskipin lít il og dýr í rekstri en siglingin löng utan. Þá hefur ýmis kostnaður annar orðið mjög mikill við útflutninginn, toll ar, umboðslaun o. s. frv. (Fraæhald á 2. síðu). Veiðir síld í botnvörpu Reyðarfirði, 27. sept. — í ráði er að einn Reyðarfjarðar- báta sem gerður var út á síld í sumar haídi áfram síldveið- um í haust, en að bessu sinni með nýstárlegri veiðiaðferð. Mun báturinn veiða síld í botnvörpu, en það er nýjung hérlendis. Það er mótorbáturinn Gunn ar sem gerður verður út á þessar veiðar, en skipstjóri (Framhald á 2. síðu). Burt með vaxtaokrið strax - bls. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.