Tíminn - 28.09.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.09.1960, Blaðsíða 2
2 T f MIN N, miðvikudaginn 28. september 1.964 Meirihluti kjósenda á Akranesi mótmælir 5 unglingabækur ný- konuiar út hjá Leiftri Einnig skáldsagan ,.Ha’nn bar hana inn í bæinn“ eftir Gu(Jmund Jónsson gar’ðyrkjumann Ný klæðskera- yinnustofa í gær opnaði Haraldnr Örn Sigurðsson, klæðskeri, mýtt klæðskeraverkstæði í Banka stræti 6 uppi. Hann heifur undanfarin ár starfað hjá Vig fúsi Guðbrandssyni og Co., sem sniðmeistari. Hann hefur reynt að láta gera afgreiðslu verkstæðisins sem smekklegasta að öllum frágangi og nýtízkulega og vinnuskilyrði sem bezt á sjálfu verkstæðinu og mun hann kappkosta að veita við skiptamönnum sínum hina beztu þjónustu í hvívetna. Bæði mun hann leggja á- herzlu á fyrsta flokks vinnu og eins að hafa sem mest úr- val af vönduðu efni á boð- stólum. Sömuleiðis að við- skiptamenn hans fái sem fljót asta og áreiðanlegasta af- greiðslu. Ennfremur mun hann út- vega allt tilheyrandi samkv. fatnaði s.s. skyrtur, vesti og fleira, sem mör/um mun þyka þægilegt að geta fengið á einum og sama stað. Gífurlegur halli (Framh. af 1. síSu). Engin brögð í tafli , Því heyrðist fleygt í sumar að einhver brögð hefðu verið i tafli af hálfu danskra um- boðsmanna Fiskivers. Voru tveir menn sendir utan til að hraða uppgjöri, Ijeir Jón Ei- ríksson og Pálmi Sigurðsson, og eru þeir komnir heim aft ' ur fyrir nokkru. Kvað Ágúst Helgason það ekki verða séð að neinir prettir hefðu verið hafðir í frammi. Hins vegar hefði aflur kostnaður vig út- flutninginn reynzt meiri en ráð var fyrir gert í upphafi, og samningar um leiguskipin einkum reynzt óhagstæðir. Ágúst kvaðst ekki geta skýrt nánar frá fjárhar/ihlið máls- ins meðan uppgjöri væri ekki lokið. Það virðist þó blasa við að ekki verður framhald á þessum fiskútflutningi frá Eyjum að sinni. -Ó Síld í botnvörpu (Framh. af 1. síðu). á honum er Hjalti Gunnars- son. Hefur hann áður feng- izt við ýmsar tiiraunir með nýjar veiðiaðferðir. Gunnar er ársgamallt skip, 250 lestir að stærg og byggður í Austur- Þýzkalandi. Verið er að búa bátinn á veiðar þessa dagana, en ætlunin mun vera að hann reyni fyrir sér um veiði í Faxaflóa á næstunni. Síld hefur ekki áður verig veidd í botnvörpu hérlendis, en Sví ar munu hafa veitt síld með góðum árangri á þennan hátt. Gera menn sér vonir um að þessi tilraun lánist vel, þótt hún sé að vísu mjög kostn- aðarsöm. M.S. Fuíítrúi á bingj ASÍ Sveinafélag skipasmiða kans í fyrrakvöld Helga Arnlaugs- son fulltrúa sinn á 27. þing Alþýðusambands íslands. — Varafulltrúi var kosinn Björn Emil Björnsson. (Framh. af 1. síðu). lega hug sinn til þessa máls á hin- um geysifjölmenna borgarafundi þegar eftir gerræði bæjarstjórnar hinn 24. ágúst s. 1. og á fundinum var eftirfai’andi ályktun samþykkt einróma: „Almennur borgarafundur á Akranesi, haldinn í Bíóhöllinni 26. ágúst 1960 samþykkir að skora á bæjarstjórn Akraness að falla frá samþykktri tillögu, er flutt var af fulltrúum Alþýðu- flokksins á síðasta bæjarstjómar fundi um að víkja Daníel Ágúst- ínussyni bæjarstjóra úr starfi. Að öðrum kosti verði bæjarstjórn arkosningar látnar fara fram nú þegar“. í ljós kom á fundinum, að menn vildu leggja enn meiri áherzlu á þessa ályktun með því að undir- rita hana. Gerðu kjósendur á fund inum það þá þegar mjög margir, en síðan hafa undirskriftir haldið áfr’am og hundruð manna bætzt við, eins og listar þeir, sem lagðir hafa verið fram, sýna gleggzt. Á kjörskrá á Ákranesi s. 1. haust voru 1934 menn, svo að þeir 1020 kjósendur, sem undir hafa ritað, eru rúmur helmingur þeirra og 61% af þátttökunni í síðustu bæj- arstjórnarkosningum. Miklu fleiri kjósendur hafa þó látið í ljós full- komna andúð á aðförum bæjar- stjórnarmeirihlutans, þótt þeir hafi ekki viljað undirrita sam- þykkt borgarafundarins af ýmsum ástæðum. , Þannig hafa nú meira en helm ingur kjósenda á Akranesi mót- mælt uppsögninni, krafizt þess að hún verði afturkölluð eða nýj- ■ar kosningar látnar fara fram nú þegar. Þessi skeleggu viðbrögð kjósend anna sýna betur en flest annað, hvilíkt gerræði hér hefur verið framið og í fullkominni óþökk og andstöðu við borgara bæjarins, Sjö bæjarfulltrúar af níu standa að aðförinni, og ef allt vær’i með felldu, hefði verið eðlilegt, að svip að hlulfall borgaranna væri henni samþykkir. En í stað þess mót- mælir meirihluti kjósenda. Mun það algert einsdæmi, að aðgerðir svo mikils meirihluta bæjarstjórn- ar fái slíka fordæmingu borgar- anna. Segi af sér Eftir þetta er augljóst, að meiri hluti bæjarstjórnar Akraness er kominn í mikinn minnihluta í bæn um og á þann eina kost sæmilegan að segja af sér, enda er það ský- laus krafa meirihluta bæjarbúa. Bæjarstjórnin hefur hvorki sið- ferðilegan né iýðræðislegan rétt til setu lengur og hlýtur að af- •henda umboð sitt í hendur borgar- anna eins og þeir krefjast. Fari nýjar bæjarstjórnarkosning ar ekki fr’am nú á Akranesi, er framið stórfellt brot á borgaraleg- um rétti, því að með undirskrift- unum hefur bæjarstjórnin raun- verulega verið svipt umboði. Hlýtur aS víkja Ályktun BORGARANS eftir þessar undirskriftir er þessi: „Bæjarstjórnin er siðferðilega skuldbundin til að fara eftir kröfu méiri hluta kjósenda. Hún er komin í minnihluta í bænum í máli þessu, og bezti kostur, sem hún á völ á, er að efna til kosninga strax. Því verður ekki trúað að óreyndu, að bæjarstjóm in sitji áfram, eftir að kjósendur hafa jafngreinilega lýst van- trausti á hana. Hún hefur þegið umboð sitt af kjósendum og er skyldug til að hlíta úrskurði þeirra. Kjósendurnir eru sá dóm stóll, sem bæjarstjórninni ber að hlíta“. Bæjarstjóri ókosinn Undirskriftalistar þessir munu nú verða lagðir fyrir bæjarstjóm ásamt kröfum ályktunarinnar, en dugi það ekki til þess að bæjai’- stjórnin sjái sóma sinn í því að segja af sér, hlýtur kröfunni um nýjar kosningar. að verða haldið fram á æðri stöðum. f blaðinu Borgarinn er einnig bent á það, að nýr bæjar’stjóri hafi ekiki verið kosinn enn, heldur að- eins falið forseta bæjarstjórnar að gegna bæjarstjórastðrfum „fyrst um sinn“. Muni þetta vera harla óvanalegt. Hér er að sjálfsögðu um hár- rétta ályktun að ræða. Prentsmiðjan og bókaútgáf- an Leiftur hefur nýlega sent trá sér 5 unglinga- og barna- bækur svo og skáldsöguna „Hann bar hana inn í bæinn", eftir Guðmund Jónsson garð- yrkjumann. Þá er einnig kom- ið út hjá Leiftri 18. hefti af Studia Islandica, ritstjóri Steingrímur J. Þorsteinsson. Unglingabækurnar eru „Andi eyðimerkurinnar“ eftir hinn þekkta barnabókahöfund Karl May. Andi eyðimerkurinnar fjallar um landnámið í villta vestrinu og baráttu milli hvítra manna og rauðskinna. „Kim og týndi lög- regluþjónninn" er þriðja „Kim- bókin“ sem Leiftur gefur út, og mun án efa njóta eins mikilla vin- sælda og hinar fyrri. „Ungur ofur- hugi“ er fyrsta bókin í bókaflokkn- um „Bob Moran-bækurnar“ en á þessu ári og því næsta koma út hjá Leiftri 6 bækur í þeim flokki. Þá er níunda „Hönnu-bókin“ komin út og heitir hún Hanna fer í siglingu. Hanna og Matta Maja eru söguhetjur stúlknanna og ní- unda „Möttu-Maju-bókin“, Matta Maja sér um sig, er einnig komin út Þá er einnig komin út skáldsag- Skýrar raddir f Borgarann rita allmargir Ak- urnesingar greinar eða segja álit sitt um atferli bæjarstjóx’narmeiri- hlutans og fordæma það skýrt og skorinort og rökstyðja kröfu sína um nýjar kosningar. Þar er gréin- in „Kjósendur vilja nýjar kosning- ar“ eftir Þórleif Bjarnason, náms- stjóra, grein eftir ritnefnd blaðs- ins, greinin „Máttur kjósandans“ eftir frú Guðrúnu Guðmundsdótt ur, „Að tjaldabaki" eftir Halldór Þorsteinsson. „Réttlætiskennd fólksins er sterk“ eftir Daníel Ágústínusson, og siðan segja álit sitt um málið í heild þau Stefán Teitsson, trésmíðameistari, Val- geir Runólfsson, rafvirki, Ríkharð ur Jónsson, málarameistari, Þoi’- geir Jósefsson, fra-mkvæmdastjóri, Jóhannes Jónsson, bakarameistari, Bjar-nfriður Leósdóttir, frú, Hall- freður Guðmundsson, hafnsögumað ur, Halldór Jörgensson, trésmíða- meistari og Hallgrímur Magnúss-on vélvirki. Þess má geta, að enn munu vera að bætast við undirskriftir fólks að ályktun borgar’afundarins. an „Hann bar hana inn í bæinn" eftir Guðmund Jónsson garðyrkju- mann. Þetta er önnur bókin, sem Guðmundur gefur út — 1957 gaf hann út bókina „Heyrt og séð er- lendis", fjörlega bók, sem fékk góða dóma. 30 férust í flugslysi í gær fórst austurísk flug- vél á leið til Moskvu. Vitað er aS 30 manns biðu bana en 7 munu hafa komist llfs af. Meðal þeirra sem fórust voru austurrískir verkamenn, sem áttu að vinna við endurbætur á austurríska sendiráðinu í Moskvu. Gilfersmótið: Ingi R. efstur Að loknum átta umferðum var staðan þessi á Gilfers- mótinu: 1. Ingi R. 7 y. 2. Arinbjörn 6 y2 v. 3. Friðrik 6 v. og biðskák 4. Johannesen 5 v. og biðsk. 5. Ingvar og Guðm Ágústsson il/2 v. 7. Gunar 3i/2 v. 8. Benóný 3 v. 9. Ólafur 2 y2 v. 10. Guðm. Lárusson 2 v. 11. Kári ii/2 v. 12. Jónas l v. Blaðinu var ekki kunnugt um úrslit í 9. umferð, sem tefld var í gærkveldi. í kvöld verður tefld 10. umferðin og sú næst síðasta kl. 19.30 1 Sjó mannaskólanum og eigast þar viö: Friðrik—Jónas, Ólafur —Guðm._ Lárusson, Ingvar— Guðm. Ágústsson, Benóný— Johaniieson, Arinbj.—Kári og Ingi R.—Gunnar. Biðskákir eru á fimmtudags kvöldig kl. 19.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.